Dagur - 01.08.1995, Síða 5

Dagur - 01.08.1995, Síða 5
Þriðjudagur 1. ágúst 1995 - DAGUR - 5 Mikill fjöldi var á Neistaflugi í fyrra. Verslunarmannahelgin: Neistaflug á Neskaupstað Fjölskylduhátíð verður haldin í Neskaupstað í þriðja sinn um verslunarmannahelgina, undir yfirskriftinni „Neistaflug ’95“. Hátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Aðgangseyrir er enginn og tjaldstæði ókeypis. Hátíðarhöldin fara fram í mið- bænum og næsta nágrenni frá föstudagssíðdegi til mánudags- morguns. Hápunktur hátíð- arhaldanna verður skemmtidag- skrá á sunnudeginum, sem endar s-með varðeldi, söng og flugelda- sýnmgu í Lystigarði bæjarins. Á Neistaflugi verða ýmsir vel þekktir tónlistarmenn og skemmti- kraftar, m.a. bítlahljómsveitin Sixties, Páll Óskar og milljóna- mæringarnir, Geirmundur Valtýs- son ásamt Helgu Möller, Sól- strandargæjarnir og Ózon. Auk þess verður margt annað í boði, s.s. listflug, kraftakeppni, hjól- reiðakeppni, dorgveiðikeppni, rat- leikur, útibíó, götukörfubolti, sjó- skíðasýning, útidiskótek, harm- onikkudansleik, o.s. frv. shv Miðgarður um Verslunarmannahelgina: SSSól á tvennum miðnæturtónleikum Hljómsveitin SSSól verður með tvenna miðnæturtónleika í Mið- garði í Skagafirði um Verslunar- mannahelgina. Tónleikarnir eru liðir í tónleikaferðinni Sólbruna 1995 sem sveitin hefur verið á í sumar. Með SSSól verða nokkrar hljómsveitir. í fyrsta lagi má nefna hljómsveitina Sólstrandar- gæjana en hún hefur komið fram með SSSól á ölium tónleikum sumarsins. Einnig verða félagarnir í hljómsveitinni Skítamórall frá Selfossi á staðnum og frá Blöndu- ósi kemur sveitin BCLB sem er nýstofnuð og hefur verið að gera góða hluti í vor. Síðast en ekki síst er svo að nefna gleðisveitina Bylt- ingu frá Akureyri. Tveir Dijeijar halda liðinu djammandi milli sveita. Það er D.J. Dont give a shit frá dóme- níska lýðveldinu og D.J. Marvin frá Selfossi. Segja má að þetta verði einskonar mínútuhátíð og bent er á að næg tjaldstæði eru í Varmahlíð og aðstaða öll til fyrir- myndar. Lokatónleikar hljómsveitarinn- ar SSSól um Verslunarmanna- helgina verða á tónlistarhátíðinni UXA þar sem hún kemur fram ásamt fleiri heimsfrægum lista- mönnum. íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðsins: Steingrímur J. formaður íslandsdeild Vestnorræna þing- mannaráðsins kom saman til fund- ar fimmtudaginn 27. júlí sl. Stein- grímur J. Sigfússon, alþingismað- ur, var kjörinn formaður og Árni Johnsen, alþingismaður, varafor- maður deildarinnar. Fyrir dyrum stendur 11. árs- fundur ráðsins sem verður haldinn í Qaqortoq á Grænlandi dagana 11.-12. ágúst nk. Eitt meginvið- fangsefni þess fundar verður að ræða framtíðartilhögun samstarfs og samskipta vestnorrænu þjóð- þinganna. Einnig verður rætt um tengsl vestnorrænnar samvinnu við Norðuriandasamstarfið. 1. AOUSTTIL 5. AGUST SVEFNPOKAR FRA KR. 15 I UTILECUNA ORILLKOL4.5 KO. KR. 268 DISKAR, 50 STK. KR. 238, ELDHUSRULLUR, 4 STK. KR. 138,- NEMLI UPPÞVOTTALÖÚUR ULTRA, 500 ML KR. 94,- PH SHAMPO OÚTANNBURTSI KR. 298 ÞU SPARAR ÞEÚAR ÞU VERSLAR ODYRT OPIt>: MÁNUDACA-FÖSTUDACA KL. 12-18.30 LAUCARDACA KL. 10-16 • SUNNUDACA KL. 13-17

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.