Dagur - 01.08.1995, Síða 6

Dagur - 01.08.1995, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 1. ágúst 1995 MANNLÍF Opnun sýningará verkum Hafliða Síðastliðinn laugardag var opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verk- um Hafliða Hallgríms- sonar, þar sem hann sýnir grafíkverk, sem hann hef- ur sett á blað jafnhliða tónlistarsköpuninni. Ljósmyndari Dags var við opnunina í Listasafn- inu og tók meðfylgjandi myndir. Óþh/Myndir: BG. Jón Hlöðvcr Áskclsson, tónskáld, og Steinar Þorsteinsson, tannlæknir, ræða málin. Tónlistar- og myndlistarmaðurinn Hafliði Hallgrímsson ræðir við Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur, forstöðukonu Minjasafnsins á Akureyri. Sýningargestir skoða grafíkverk Hafliða. Góðir gestir Érá Heidelberg í þriðju tónleikaröð Sumartón- leika ’95 voru flytjendur Madrig- alkórinn í Heidelberg undir stjóm Geralds Kegermanns, Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona og Bjöm Steinar Sólbergsson, organ- leikari Akureyrarkirkju. Madrigalkórinn í Heidelberg er ekki gamall. Gerald Kegermann stofnaði hann árið 1971 og hefur stjómað honum alla starfstíð hans. Kórinn hefur átt mikilli velgengni að fagna og komið víóa fram í tónleikaferðum og á tónlistarhá- tíðum auk þess sem hann hefur gefið út plötur og komið fram út- varpi og sjónvarpi. Kórinn er vel skipaður. Allar raddir hans skila sínu fagurlega og má þar vart á milli sjá um gæði tóns og nákvæmni í hverju einu. Það er tæplega unnt aó telja það galla, þó aó fyrir kæmi lítillega, að tónn væri lítils háttar ójafn, svo sem í tenór í fyrsta verkinu á söngskránni, sem var Ecco mor- morar l’onde eftir Claudio Monte- verdi. Ekki heldur það að fyrir kom örlítið sár bragur og smábrot í sópran á allra hæstu tónum, svo sem í öðru aukalaginu, sem kórinn söng í tónleikalok, en það var þýska þjóðlagið Lorelei. Það verð- ur ætíð mannlegt að vera ekki al- veg fullkominn. Efnisskrá kórsins hófst á madrigölum eftir Monteverdi, þegar hefur hins fyrsta verið getið. Hinir voru O primavera, sem var mjög agað og nákvæmt í meóför- um kórsins, A un giro son d’ begl’ occhi, þar sem falleg skörun var í TONLIST Madrigalkórinn í Heidclbcrg. HAUKUR ACU5TSSON 5KRIFAR raddferð, Sestina og Lagrime d’Amante al Sepolcro dell’ Am- ata, þar sem fallegar styrkleika- breytingar einkenndu flutning og ekki síður ljúfur blær síðastnefnda madrigalans. Næst á efnisskránni voru tvær mótettur eftir Heinrich Schútz: Selig sind die Toten og Die Him- mel erzahlen. Fallega unnar inn- komur einkenndu flutning fyrri mótettunnar og áhrifamikil notkun fínlegra styrkleikabreytinga hina síðari. Eftir Johannes Brahms flutti Madrigalkórinn tvö verk. Hið fyrra var Warum is da Licht gege- ben den Muhseligen. Þetta er mik- ið verk, sem að hluta er fúgískt í uppbyggingu og flutti kórinn það af miklu öryggi og fallega. Hið síðara var Geistlich Lied op 30, þar sem Bjöm Steinar Sólbergs- son lék með á orgel og var flutn- ingur afar innilegur. Sérlega glæsilegur er lokahluti verksins, sem er fagurlega samansett Amen. Hjálmar H. Ragnarsson átti eitt verk á tónleikum Madrigalkórsins og var það Ave Maria. Þetta ljúfa verk var mjög fallega flutt og mátti heita, að kórinn umvefði það í túlkun sinni. Næstsíðast á efnisskrá var verkið Hymne eftir Felix Mend- elssohn. Það er samið fyrir kór, sópran og orgel. Sópranhlutverkið var í höndum Margrétar Bóasdótt- ir og fór hún mjög vel með það. Kórinn var ekki síðri jafnt í inn- komum sínum sem í bakröddum, sem voru mjög við hæfi í styrk og blæ. Orgelleikur Bjöms Steinars Sólbergssonar var mjög smekk- lega unninn. Lokaverkin á tónleikum Madr- igalkórsins voru eftir Johannes Brahms. Þau voru Von alten Lie- besliedem, Waldesnacht og All meine Herzgedanken. I þessum verkum fór kórinn fallega með. Fjörlegur flutningur var á fyrsta verkinu, jafn og agaður blær á öðru og hófleg tilfmning í því síó- asta. Stjórnandi Madrigalkórsins í Heidelberg, Gerald Kegelmann, hefur mjög gott vald á verki sínu. Bendingar hans eru afar greinileg- ar og tjáningarríkar og hann hefur auga með einstökum röddum og fylgir þeim í hvívetna hvar sem á þarf að taka. Þaó er skemmtilegt að fylgjast með stjómendum sem kunna sitt fag og ná að fullu til flytjenda sinna. Svo er greinilega meö Gerald Kegelmann sem hefur skapað sér fagurt hljóðfæri í sam- vinnunni við kórfélagana í Madr- igalkórnum í Heidelberg.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.