Dagur - 16.08.1995, Page 7
Miðvikudagur 16. ágúst 1995 - DAGUR - 7
Garðyrkjufélag Húsavíkur:
Garðaskoðunarferð
á 20 ára afimæli
Garðyrkjufélag Húsavíkur er 20 minnst á ýmsan hátt. Á dögunum garðaskoðunarferð. Þctta var
ára og hefur tímamótanna verið fóru 19 félagar m.a. í þriggja daga veigameiri ferð en venja er til hjá
Félagar Garðyrkjufélags Húsavíkur í góðu yfirlæti í garði Önnu Gerðar Richtcr og Arnar Jónssonar í Borgarnesi.
Bragðað var á framleiðslu mjólkursamlagsins og athyglisverður garður skoðaður. Mynd: Óm Jónsson.
félaginu, þó leitast sé við að félag-
ar bregði sér af bæ til
garðaskoðunar á hverju sumri.
Árlega dreifa félagar Garð-
yrkjuritinu og halda blómabasar
þar sem þeir geta skipst á garð-
plöntum. Haft hefur verið á orði
að mikill munur sjáist á ræktunar-
þættinum í bænum síðan félagið
var stofnað, en marga ræktarlega
og snyrtilega garða má finna á
Húsavík þó að félagar legðu í feró
til aó sjá aðra garða.
Það var urn hádegi á föstudegi
sem lagt var af stað í afmælisferð-
ina og lá leiðin að Bjarnastöðum í
Vatnsdal þar sem finna má
skemmtilegan garð með geysi-
miklu plöntusafni. Húsbændur
tóku á móti Húsvíkingum af góðri
gestrisni. Síöan var haldió að Hofi
í Vatnsdal og þar dvalið alllengi.
Er fallegur garður hafði verið
skoðaður lá leiðin í athyglisvert
íbúðarhús þar sem húsráðendur
buöu veitingar. Þar næst var litió á
ferðaþjónustuaðstöðuna og cndaó
í bókaútgáfunni á Hofi.
Gist var í Reykjavík en á laug-
ardagsmorgun var haldið í Hvera-
gerði. Þar var Garðyrkjuskóli rík-
isins skoðaður, og síðan bærinn
allur með fróðum leiósögumanni,
gróðrarstöðvar, verslanir og Eden
voru líka heimsótt. Urn miðjan
dag var haldið á höfuðborgar-
svæðið og nýir og gamlir garðar
skoðaðir, athyglisverðir garóar og
verðlaunaðir garðar og allsstaóar
var Norðlendingum tekið af mik-
illi gestrisni og elskulegheitum.
Á sunnudagsmorgun var haldið
heim á leið með viðkomu í gróðr-
arstöðvum og kaktusahúsi og var
bíllinn lestaður á hverjum stað. í
Borgarnesi var gerður góður stans
og athyglisverðir garðar heimsótt-
ir, gengið urn Skallagrímsgarð og
litið við á leikvelli.
Aó lokum var áhugasamur
ræktunarmaður við Hvammstanga
heimsóttur og er komið var heim
seint um kvöldið velktist enginn í
vafa urn að allar mögulegar plönt-
ur gætu dafnað við ysta haf. IM
Ljóðatónleikar í listasafhi
Miðvikudaginn 9. ágúst efndu sópr-
ansöngkonan Auður Gunnarsdóttir
og píanóleikarinn Ingibjörg Þor-
steinsdóttir til ljóðatónleika í vestur-
sal Listasafnsins á Akureyri. Efnis-
skráin var fjölbreytt og voru á henni
verk eftir Haydn, Brahms, Alban
Berg, Richard Strauss, Jórunni Við-
ar, Sigfús Einarsson og Sigvalda
Kaldalóns.
Auður Gunnarsdóttir hefur mikla
rödd og breiða. Hún hcfur mikið
vald á beitingu hennar, ekki hvað
síst í jöfnum tóni og miklum styrk
sem hún gctur nýtt á sem næst öllu
raddsviði sínu - síst þó á neðstu tón-
um, en þeir eru veikir, eins og
reyndar tíðast vill vera. Fyrir kom
að undirleikarinn tók ekki tillit til
þessa sem skyldi svo að píanóið
yfirgnæfði rödd Auóar á lágum tón-
um.
Flutningur Auðar var öruggur og
ákveðinn. Henni förlaóist sem næst
aldrei, hvort hcldur er snerti tónhæð
eða lagferð. Hins vegar var túlkun
hennar á stundum nokkuð einhæf og
virtist ekki litast sem skyldi af efni
ljóðanna sem sungin voru. Svo var
til dæmis með verkin Das Mádchen
spricht eftir Brahms við ljóð Ottos
Friedrichs Gruppcs og Vergebliche
Stándchen, sem er eftir sama tón-
skáld og við þjóðvísu frá Rínarlönd-
um. Þessa gætti víðar og var sem
röddina skorti mýkt á stundum og
jafnvel að hún leitaði yfir í óperutil-
þrif og þau nokkrum sinnum allt að
því Wagncrísk. Slíkt á ekki verulega
vel við í ljóðasöng, þar sem radd-
styrkur og ákefð eiga helst að víkja
fyrir hlýju og næmni á Ijóö og lag.
Auður komst þó vel í samband
við efni og brag í nokkrum lögum
og einkum þeim sem hún flutti úr
söngvasmiðju Sigvalda Kaldalóns.
Á efnisskrá eftir þennan höfund
voru lögin Betlikerlingin við ljóó
Gests Pálssonar, Eg lít í anda liðna
tíð við ljóð Höllu Eyjólfsdóttur og
Leitin við Ijóó eftir sama höfund og
hið síðasta. Þessi lög flutti Auður af
tilfinningu sem á stundum gekk sem
næst að hjarta og þá einkum í túlkun
hennar á Betlikerlingunni sem var
sérlega nærn. Af erlendum lögum,
sem Auður náði eóðri túlkun á. má
TONLIST
HAUKUR ÁdÚSTSSON
SKRIFAR
nefna Von ewiger Liebe eftir
Brahms við ljóð eftir Josef Wentzig,
In Zimmer eftir Alban Berg við ljóð
eftir Johannes Schlaf og Ach lieb
ich muss nun scheiden eftir Richard
Strauss við ljóð cftir Felix Dahn.
Píanóleikur Ingibjargar Þor-
steinsdóttur var almennt öruggur og
ákveðinn. I fáein skipti brá þó út af
cn aldrei svo aó til nokkurra vand-
ræða væri. I undirleik Ingibjargar
gætti alloft nokkurs ósveigjanleika
sern olli því að hann verkaði nokkuð
kaldur og kantaður á stundum. Þá
söne hlióðfærið ekki sem skyldi
undir fingrum hennar og hlúði því
ekki svo að túlkun Auðar sem æski-
legt hefði mátt kalla. Meiri tilbrigði
og dýpt í flutningi hefði verið æski-
leg til þess að ná fram hlýrri blæ og
meiri nánd við ýmiss þeirra verka
sem flutt voru.
Þrátt fyrir þau atriði sem hér hafa
verið talin náðu Auður og Ingibjörg
upp góðri stemmningu á tónleikum
sínurn í Listasafninu á Akureyri.
Víða var líka um hrífandi tilþrif að
ræða þar sem Auður nýtti getu mik-
illar raddar sinnar og sýndi hvað
hún hafði til að bera og Ingibjörg
fylgdi henni vel eftir. Tónleikarnir
voru af venjulegri lengd en óvenju-
legir að því leyti að ekki var í þeim
raunverulegt hlé. Þrátt fyrir það var
tæplega unnt að finna á Auði þrcytu
í lok þeirra þcgar þakklátir áheyr-
endur klöppuðu hana upp aftur og
aftur og hún veitti þeim hvert auka-
Iagið af öðru - alls fjögur. Þannig
lauk þessum tónleikum og væri
sannarlega skemmtilegt að heyra
Auði aftur og þá nteð efnisskrá úr
óperum - og þar á meðal eftir
Wagner.
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SÍMI (96)22360
ern ttirn en ba h
Verð miðað við staðgreiðslu
er 1300* krónur
fyrsta birting
og hver endurtekning
400 krónur
AUGLYSINGAR ■ RITSTJORN ■ DREIFING
Á AKUREYRI462 4222
Á HÚSAVÍK 464 1585