Dagur - 16.08.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 16. ágúst 1995
Iðnaður ‘95 hefst í dag
Spörum 20
milljarða á ári
með kaupum á
íslenskum vörum
- segir Finnur Ingólfsson, ionaðarráöherra
Finnur Ingólfsson, iðnaóarráó-
herra segir aó ef neytendur hér á
landi keyptu ætíó íslenskan ión-
vaming þar sem sambærilegar
innlendar og innfluttar vörur eru á
boóstólum þá myndu sparast um
20 milljaröar króna á ári auk þess
sem skapast myndu nærri sex þús-
und störf í landinu. Meö því móti
hefði verió hægt aó jafna við-
skiptahalla áranna 1991 og 1992
og eyða atvinnuleysisskránni að
mestu leyti. Af þessu megi meðal
annars sjá hvert mikilvægi iðnað-
arins sé fyrir íslenskt efnahagslíf
og því verði stöðugt að vinna að
eflingu hans auk þess sem treysta
þurfi markaó fyrir innlenda iðnað-
arvöru á meðal okkar sjálfra. Til
þess séu iðnsýningar nauósynleg-
ar; þar gefist fólki kostur á aö
kynnast iðnaðinum og sjá hvað
verió sé að framleiða. Sýningar
veki áhuga hjá almenningi um að
reyna þessar vörur og sú umræða
sem þeim fylgi, um aö val á inn-
lendri framleiðslu styrki þjóðarbú-
ið og dragi úr atvinnuleysi, auki
markaðsmöguleika hér heima.
Iðnaðurinn í skugga
sjávarútvegs
Finnur segir aó iðnaðurinn hafi
þurft að lifa við hlið sjávarútvegs-
ins sem hinnar stóru atvinnugrein-
ar hér á landi. Þarfir sjávarútvegs-
ins hafi oftast ráóiö mestu um aó-
stæður atvinnulífsins og gengi
gjaldmiðilsins verió skráð út frá
hagsmunum hans. Iðnaðurinn hafi
því oröió aö laga sig aó þeim að-
stæóum sem sjávarútveginum hafi
verið skapaðar og þróun hans
þannig farið eftir því hvernig árað
hafi til sjávar á hverjum tíma. Nú
megi merkja nokkra uppsveiflu í
sjávarútvegi er haft geti jákvæó
áhrif á iðnaðinn og í því sambandi
sé ekki verið að ræða um orku-
frekan iðnað heldur fyrst og fremst
rekstur lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja í ýmsum ióngreinum.
Af hverju velur
fólk íslenskt?
Finnur Ingólfsson segir að í þessu
efni skipti miklu máli á hvern hátt
fólk hugsi. Hvort það kjósi aö
velja innlendar framleiðsluvörur
og þá af hvaða ástæðum. Hvort
fólk kaupi íslenskan iönaðarvarn-
ing vegna þess að hann sé jafn-
góður eða ef til vill betri en sá
innflutti eða hvort innlendar vörur
verði fremur fyrir valinu vegna
vitneskjunnar um að þaö efli vió-
komandi atvinnugrein. Þarna geti
verið um mismunandi sjónarmið
að ræða og því mióur sé ekki allt-
af hugað nægilega vel að innlcndu
framleiðslunni. Þetta komi meðal
annars oft fram þegar kaup á vör-
um séu boðin út. Finnur segir aö
til að íslensk iðnfyrirtæki geti ver-
ið samkeppnisfær við framleið-
endur annarra þjóða þurfi aó afla
aukinnar þekkingar á þeim mögu-
lcikum sem viðskiptasamningar
bjóói þannig að það megi styrkja
framleiðslu- og sölumöguleika
þcirra.
Þurfum að þekkja vel
til allra möguleika
I því efni segir Finnur ljóst að að-
ild Islands að samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið skapi
iðnaðinum margvísleg tækifæri.
Nauðsynlegt sé að læra aó notfæra
sér þau og að því sé nú hafin und-
irbúningur af hálfu iðnaðarráðu-
neytisins. Ráðinn hafi verið sér-
stakur maður úti í Brussell til að
safna saman öllum gögnum hvað
þessi mál varðar. Finnur segir að
með EES-samningnum hafi opn-
ast möguleikar hvað markaösmál
iðnaðarins varðar en einnig mögu-
leikar til rannsókna og þróunar.
Meö því að kynna sér þá til hlítar
megi finna leiðir til að auðvelda
minni og meðalstórum fyrirtækj-
um hér á landi að laga sig eftir
evrópskum aðstæðum því þegar
talaó sé um meðalstórar atvinnu-
einingar hér á landi sé gjaman átt
við fyrirtæki þar sem starfi á bil-
inu 10 til 50 manns en í Evrópu
Finnur Ingóifsson, iðnaðarráðhcrra.
eigi þessi sama skilgreining við
allt aó tíu sinnum stærri atvinnu-
einingar. Því sé nauðsynlegt að
kortleggja alla þá möguleika er
bjóðist þannig að vitneskjan verói
aðgengileg fyrir þá sem á henni
þurfi að halda - það er að segja ís-
lenska iðnrekendur.
Þróunin verður að
fara skref fyrir skref
„Við verðum að nýta þá mögu-
leika sem skapast meðal annars til
þess að mæta hugsanlegri vaxandi
samkeppni erlendis frá. Það verð-
ur hinsvegar ekki gert nema að
kanna alla þá möguleika til hlítar
og því er nú hafm vinna við það
sem nýtast mun innlendum iðn-
rekendum í framtíðinni. Þar á ég
fyrst og fremst vió að treysta
grundvöll lítilla og meðalstórra
fyrirtækja í ýmsum greinum þó
þetta gildi vissulega um öll svið
iðnaöar." Finnur segir aó þrátt fyr-
ir að ýmsir möguleikar séu aó
opnast þá verði þróun íslenskra
iðnfyrirtækja í tengslum við þá
möguleika sem EES-samningur-
inn bjóði að þróast skref fyrir
skref. Of stór stökk séu ekki til
framfara fallin en grundvallarat-
riði að menn átti sig á þeim mögu-
leikum sem felist í því viðskipta-
umhverfi sem við höfum tengst
með samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið.
Grundvallaratríðið er
að geta selt þekkinguna
„Möguleikar okkar á sviði há-
tækniiðnaðar felast alfarið í því
að við getum lagt fram tiltekna
þekkingu sem grundvöll að þcirri
framleióslu er við höfum í huga. í
þekkingunni liggja þau verðmæti
sem við getum boöið á erlendum
mörkuðum,“ segir Geir A. Gunn-
laugsson, framkvæmdastjóri
Marcl hf., en það fyrirtæki cr
ásamt DNG hf. á Akureyri braut-
ryójandi á sviói hátækniiónaðar
hér á landi. Marel var stofnaó ár-
ið 1983 og Geir A. Gunnlaugsson
hóf störf sem framkvæmdastjóri
hjá fyrirtækinu árið 1987.
„Upphaf hugmynda um há-
tækniiðnað hér á landi má rekja
aftur til áranna 1978 og 1979
þegar örtölvutæknin var að ryðja
sér til rúms. Þá fóru menn að
huglciða á hvem hátt unnt væri
að nýta þcssa tækni til að fylgjast
með framleiðsluferlum í fiskión-
aði. Þær hugleiöingar urðu til
- segir Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marel
þess að farið var að þróa fram-
leióslu á tölvuvogum sem eru
mcgin uppistaðan, í framleióslu
þessa fyrirtækis. í fiskiðnaói er
unnt að nota þcssa tækni til þcss
að fylgjast með vinnsluferlum í
matvælaiónaði og þá er ég ekki
aö ræöa eingöngu um fiskiðnað-
inn því þessa tækni má einnig
nota í Öðrum framleiðslugreinum
matvælaiðnaðar.“ Geir segir þann
tæknibúnaó sem Marel hafi þróaö
og framleiði fyrst og fremst ætl-
aðan til þess að bæta framleiðslu-
ferli, auka afköst og tryggja gæói.
Mcð tilkomu hátæknibúnaðar sé
hægt að ná betri nýtingu í gegn-
um framleiðsluferlið og auknum
gæóum í matvælaiðnaði.
Frystihúsin öflugur
hcimamarkaður
„Ástæða þess að við höfum eink-
um lagt áherslu á framleiðslu há-
tæknibúnaðar fyrir fiskiðnaðinn
er einfaldlega sú að þar höfum
við stóran heimamarkað til þess
aó vinna á. Slíkur markaður er
mjög nauðsynlegur þegar verió cr
að þróa nýja tækni á borð við það
sem við höfum veriö að gera. ís-
lensk frystihús og fiskvinnslu-
stöðvar eru fyllilcga sambærileg
við crlendar vinnslustöðvar en
sörnu sögu er ekki hægt að segja
af öðrum atvinnugreinum. Þótt
öflugar kjötvinnslustöðvar og
matvælaiðjur séu starfræktar hér
á landi þá er engu að síóur um
mjög litlar einingar að ræða borið
saman við erlcnd fyrirtæki." Geir
segir aó hjá Marel hafi einnig
verió þróaður búnaóur fyrir slát-
urhús og seldur á erlenda mark-
aói. Um sömu grundvallartækni
sc að ræða og aðcins þurfi að
laga tæknina að breyttum
vinnsluferlum eftir því um hvaða
framleiðslugrein sé að ræða.
Auðvelt að þróa búnaðinn
fyrir aðrar greinar ef
markaður er fyrir hendi
Geir A. Gunnlaugsson segir Ijóst
að íslenskur sjávarútvcgur standi
mjög framarlcga og af þcim sök-
um hafi verið mögulegt að hefja
þróun og smíði á hátæknibúnaði
fyrir matvælaiönaö, Þannig eigi
þessi þróun upptök sín í grund-
vallaratvinnuvegi þjóðarinnar
sem fyrstur hafi kcypt hinn nýja
búnaó og tckið hann í þjónustu
sína.
Vegna þess hversu heima-
markaðurinn sé öllugur hafi hann
gert fyrirtækinu klcift að hcfja
markaðsstarf erlendis og einnig
að þróa búnaöinn áfram til notk-
unar í öðrum framleiðslugrein-
unt. í því sambandi nefnir hann
sláturhúsin og þá einkum
vinnslustöðvar er vinna markaðs-
afurðir úr kjúklingum. Geir segir
að möguleikar hátækniiönaðar
hér á landi byggist fyrst og
fremst á þeírri þekkingu sem unnt
sé að leggja fram. Mjög hæpið sé
að fyrirtæki á borð við samsctn-
ingarverksmiðjur, þar sem grunn-
þekkingin á framleiðslunni væri
flutt erlendis frá, eigi möguleika
til samkcppni á erlendum mörk-
uðum þar scm mun ódýrara
vinnuafl sé að finna víða um
heim. Þá veröi einnig að hafa
heimamarkaöinn í huga viö þró-
un nýjunga sem byggja á hátækni
því erlent markaósstarf taki ætíð
nokkurn tíma og kosti ákvcóna
fjármuni.
Með því að hefja sölu á
heimamarkaði á meðan verið sé
að vinna að markaðsmálum í víð-
ara samhcngi gcti viðkomandi
framleiðslufyrirtækí treyst rekstr-
argrundvöll sinn jafnframt því aó
hefja útflutningsstarfsemi.