Dagur - 16.08.1995, Síða 16

Dagur - 16.08.1995, Síða 16
Endurskoðun búvörusamnings: Fjárlaganefnd Aiþingis á ferð um Norðurland eystra: l’löntur sem Brynjar Skarphcðinsson, skógræktarfraeðingur, færði Melgerðismelum að gjöf voru gróðursettar á þriðjudaginn. Plönturnar eru í hcstshæð og er andvirði gjafarinnar um 300 þúsund krónur. shv/Mynd: BG Líkur á al Isherjaratkvæða- greiðslu meðal bænda um endanlega gerð hans Vegamálin ofarlega á baugi á fundi á Raufarhöfn Gunnlaugur Júlíusson, sveit- arstjóri á Raufarhöfn, af- henti Jóni Kristjánssyni, for- manni fjárlaganefndar Aiþingis, undirskriftir rúmlega 2.500 ein- staklinga á hádegisverðarfundi nefndarinnar með héraðsnefnd N- Þingeyinga á Hótel Norður- Ijósi á Raufarhöfn í gær. Á und- irskriftalistanum er krafist úr- bóta í vegamálum á svæðinu. Gunnlaugur sagði að mönnum þætti lítið þokast í endurbótum vega á meðan 30% af fram- kvæmdafé kjördæmisins væri lagt í veg yftr öræftn. Vcgamálin voru mjög til um- - undirskriftalistar afhentir, þar sem krafist er úrbóta í vegamálum ræðu er fjárlaganefnd Alþings hóf yfirreið sína um Norðurlandskjör- dæmi eystra á Þórshöfn í gær- morgun. Frá Þórshöfn var haldið til Raufarhafnar þar sem rætt var við sveitarstjórn og héraðsnefnd og síðan hélt ncfndin för sinni áfram til Kópaskcrs. Ingunn St. Svavarsdóttir, odd- viti héraðsnefndar, sagöi í samtali við Dag að megináherslan væri lögð á vegamálin og það komi fram í undirskriftalistunun sem af- hentir voru i gær. „Við leggjum þunga áherslu á skólamálin, að við fáum það fjármagn sem þarf til aó geta staðið hér jafn myndar- lega að skólum og hingað til, eftir að sveitarfclögin yfirtaka rekstur þeirra. Eins ætlum vió aðeins að ræóa menningarmál við nefndina, um Sauðaneshúsið sem við erum að fjármagna í sameiningu.“ Barnaverndarmál verða einnig til umræðu, hversu mikilvægt er að barnastofa styðji viö bakið á barnavemdanefndum út um land- ið. „Hver sveitarstjórn fyrir sig ræðir svo við Vita- og hafnamála- stjórn um hafnamál," sagði Ing- unn. Aðspurð um hvaða væntingar hún hefði af þessum fundum með nefndinni, sagði Ingunn: „Ég vona að þetta vcröi til þess að nefndar- menn fái sterkari tilfinningu fyrir okkar byggðarlagi og hvað sé aðal- atriðið fyrir okkur.“ Jón Kristjánsson, formaður fjárlaganefndar, sagóist hafa farið um þetta svæði áður en undir leiö- sögn heimamanna kæmust menn betur inn í málin. „Það hefur ekki margt komið á óvart, því aðstæður hér eru um margt svipaðar og í mínu kjördæmi, Austurlandskjör- dæmi. Éigi að síóur er margt sem skýrist fyrir manni á svona ferð og hún hefur tvímælalaust gildi.“ Jón sagði sumarió vera nauð- synlegan tíma til að fara á vett- vang því ncfndarmenn heföu ekki mikinn tíma fyrir viðtöl, meðan á fjárlagagerð stendur. „Það er ekki algengt að vió fáum undirskrifta- lista cn sýnir hvað menn leggja mikla áherslu á vegamálin hér. Ég þori ekki að spá um framhaldið, vcgamálin heyra ekki undir fjár- laganefnd, nema hcildarramminn. Skipting og forgangsröð er í hönd- um samgöngunefndar og þing- manna cinstakra kjördæma. Eigi að síður koma vegamálin fjárlaga- nefnd við. Ég hlakka til að fara hcr um kjördæmið en feróin er rétt aó byrja,“ sagði Jón. IM/KK Menntasmiöja kvenna á Akureyri: Rúmlega 20 umsóknir hafa borist Umsóknarfrestur um nám á haustönn í Menntasmiðju kvenna á Akureyri átti að renna út 14. ágúst en ákveðið var að framlengja umsóknar- frestinn til mánudagsins 21. ágúst. Rúmlcga 20 umsóknir hafa þegar borist og ltkur á að fleiri bætist við fyrir mánudag. Pálína Guömundsdóttir, verkefnisfreyja Menntasmiðj- unnar, segir að mikið hafi vcrið hringt og margar séu að velta fyrir sér að sækja um og því eigi hún von á að umsóknir verði nokkuð margar. „Við getum ekki tckið fleiri en tuttugu cn það cr ágætt að fá sem flcsta umsækjendur til að velja úr.“ Pálína segir að allir umsækj- endur verði teknir í viðtöl og reynt að meta hvaða umsækj- cndur sýni mestan áhuga og séu í meslxi þörf fyrir nám af þcssu tagi. Öllum umsækjendum verð- ur svaraó 25. ágúst en námið í Menntasmiðjunni byrjar 11. scptember. Pálína mun ekki gegna starfi verkcfnisfreyju áfram í vetur en heldur þó áíram sem kennari í hlutastarfi. Jafnréttisnefnd aug- lýsti nýlega eftir nýrri verkefnis- freyju og hafði ein umsókn bor- ist þcgar umsóknarfrcstur rann út. Fjallað verður um umsóknina á fundi jafnréttisnefndar í þess- ari viku. AI Brúnni við Hróarsstaði lyft í lok september - tvö tilboð bárust í verkið Fnjóskárbrúin við Hróarsstaði liggur enn niðri, en á mánu- dag voru opnuð tilboð um að lyfta endanum. Útboðið var lok- að og einungis tvö tilboð bárust, bæði yftr kostnaðaráætlun. Á Norðvesturlandi má í dag búast við norðaustan kalda eða stinningskalda með rigningu og hiti verður 9-15 stig. Veðrið á Norðurlandi eystra verður ekki skemmti- legra; því samkvæmt Veð- urstofu íslands er gert ráó fyrir austan eða suðaustan kalda og rigningu og 5-9 stiga hita. Ætli það sé farið aó hausta? VEÐRIÐ Kostnaðaráætlun var upp á 800.000 krónur, en lægra tilboðið, frá TG-krönum í Reykjavík var hátt í 400.000 krónum hærra; 1.167.063, en tilboð Valfells hf. í Reykjavík bætti uni betur; nam 2.212.116 krónum. Þrátt fyrir að tiiboðin séu mun hærri en áætlun veróur að taka tillit til þess að mat Vegagerðarinnar miðast við að notað sé spil til að lyfta brúnni en tilboóin byggjast á öðrum aðferðum. Ekki hefur vcriö tckin ákvörð- un um hvor hlýtur vcrkiö cða hvort samið vcrður viö hvorugan þcssara aðila, en búist cr við að nióurstaóa fáist um það í lok vik- unnar. Fyrirhugað er að lyfta brúnni seinnipartinn í september, en fram að því mun Vegagerðin vinna að annarri viðgerð á brúnni. shv Bílvelta í Eyjafjarðarsveit Bflvelta varð í Eyjafjarðar- sveit laust eftir klukkan ell- efu í gærmorgun. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum eftir að hafa lent í lausa- möl í vegkantinum meö þeim af- leiðingum aö bíllinn fór út af veg- inum og valt tvær veltur. Bifreiðin er mikið skcmmd, cn ökumanninn sakaði lítið; kvartaði að sögn lög- reglu um í öxl og hné, en sá ekki ástæðu til að lcita læknis. shv Viðræðunefnd fulltrúa ríkis- valdsins og bænda um end- urskoðun búvörusamningsins hélt áfram fundi t gær en ekki hefur verið fundað í liðlega hálf- an mánuð vegna sumarleyfa nefndarmanna. Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu og for- maður búvörusamningsnefndar segir markmiðið vera að ljúka endurskoðuninni fyrir lok ágúst- mánaðar. Þá verða tillögurnar sendar rík- isvaldinu og til Bændasamtakanna því nefndarmenn bænda verða að leita til sinna umbjóðenda um samþykki eða synjun tillagnanna. Stefnt er að því aó í endanlegri gerð búvörusamningsins vcrði ákvæði um aó allsherjaratkvæða- greiðsla fari fram meðal bænda um hann. Næsti fundur nefndarinnar verður nk. mánudag en í millitíð- inni þinga starfs- eða vinnuhópar um þær tillögur sent frant eru kornnar. Bændur hafa m.a. lagt fram tillögu um að kindakjöts- framleiðslan verði dregin saman um allt að 1000 tonn sem gæti þýtt að sauðfjárbændum fækkaði um a.m.k. 200 talsins. Fram- leiðslustýring hefur einnig verið á borði nefndarinnar, en þar er m.a. rætt um að bændur taki á sig ein- hvern útflutning á kindakjöti til aó ekki myndist kjötfjall. Guðmund- ur Sigþórsson segir að mjög mörg sjónarmið nefndarmanna séu sam- eiginleg og það létti vinnuna nokkuð. Einnig fylgist landbúnað- arráóherra, Guðmundur Bjarna- son, náið með því sem gerist á fundum nefndarinnar. GG Allt fyrir garðinn í Perlunni við 0KAUPLAND Kaupangi v/Myrarveg. simi 23565

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.