Dagur - 22.08.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 22.08.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Þriðjudagur 22. ágúst 1995 - DAGUR - 3 Berjasprettan norðanlands: Sæmilegt útlit í Öxnadal og í nágrenni Dalvík- ur eru menn sæmilega bjartsýnir á góða berjasprettu í ár. Enn eru ber þó ekki orðin nógu þroskuð til að hægt sé að tína þau. Matthías Jakobsson frá Dalvík hefur fylgst með sprettunni í ná- grenni Dalvíkur. „Það sem ég er búinn að skoða sýnist mér að Umferðaróhapp: Útlendingar veltu bíl Um hádegi á fóstudag varð umferðaróhapp á öræfunum austan Jökulsár á Fjöllum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílaleigubíl sem valt útaf veginum. Sjúkrabíll frá Sjúkra- húsinu á Húsavík náði í menn- ina og voru þeir færðir þangað til skoðunar, en ekki var um al- varleg meiðsli að ræða. Bíllinn skemmdist talsvert. IM Tveir sviptir ökuréttindum Lögreglan á Sauðárkróki svipti tvo bifhjólakónga öku- réttindum um hclgina. Mennirnir tveir óku á um 160 km hraða norður sk. Sauðár- króksbraut, milli Varmahlíðar og Sauðárkróks aðfararnótt sunnu- dags. Lögreglan stöðvaði þá og svipti ökuleyfi á staðnum. shv verði eitthvað um aðalbláber um miðjan september, raunar meira en ég átti von á, en þetta fer líka eftir veðráttunni það sem eftir er,“ segir Matthías. Hann segir jafn- framt að mikill kuldi í júní gæti haft slæm áhrif, hinsvegar sé snjór ekki vandamál því oft séu bestu árin eftir snjóþunga vetur. „En þar sem á annað borð eru einhver ber tel ég að þau verði góð,“ segir hann. Þorsteinn Arnþórsson, hjá Skógræktinni Vöglum í Öxnadal, er einnig nokkuð bjartsýnn. „Ber- in eru nú ekki orðin þroskuð enn- þá en ég á von á því að sprettan geti orðið þokkaleg," segir hann og tekur undir með Matthíasi að oft séu bestu berjaárin eftir snjóa- mikla vetur. AI „Þegar við flugum yfir landið sáum við að eyðimerkur á íslandi eru ekkcrt í sérstakri útrýmingarhættu,“ sagði Guð- mundur Bjarnason landbúnaðar- og umhverfisráðherra við atliöfn á Hólasandi sl. laugardag. Guðmundur lofaði að leita leiða til að setja niður skoðanamun um aðferðir við uppgræðslu sandsins. Nánar verður sagt frá athöfninni á Hólasandi síöar í vikunni. Mynd: IM Fiskistofa sendir út veiöileyfi og tilkynningar um aflaheimildir næsta fiskveiðiár: Aflamarki úthlutað til 879 skipa - krókabátar eru nú tæplega 1.100 Fiskistofa hefur sent útgerðum fiskiskipa, sem hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, (með afla- marki), veiðileyfi og tilkynning- ar um aflaheimildir á fiskveiði- árinu sem hefst 1. september nk. Að þessu sinni eru gefin út 1.078 aflamarksveiðilcyfi og af þeim aflamarksskipum sem fengu veiðileyfi, var úthlutað afla- Raufarhöfn: Sátt við að hafa opnað verslunina Björnsdóttir - segir Guðrún Guðrún Björnsdóttir rekur verslunina Urð á Raufarhöfn. Hún hafði verið með bókaversl- un í bflskúrnum heima hjá sér og selt auk þess leikföng, gjafa- vörur og fleira. Það var síðan 3. júní í sumar sem Guðrún opnaði matvöruverslun við Aðalbraut þar sem hún selur allt mögulegt og rekur einnig vídeóleigu. „Eg varð að flytja vörurnar úr bíiskúrnum og taka þær með. Ég var hvött til að byrja með mat- vöruverslunina og það gengur vonum framar, alveg rosalega vel. Ég er ekki inikill viðskiptafræð- ingur, lét bara vaða og svo læt ég sérfræðingana segja mér til um það hvernig útkoman verður." Opið kvöld og helgar - Ertu með margt fólk í vinnu? „Eina stúlku eftir hádegi. Hún fer að vísu í MA en ég er búin að ráða aðra manneskju og vona að þær geti verið saman í búðinni næstu helgar svo ég geti skroppið eitthvað í burtu með fjölskyld- unni. Vídeóleigan kallar á það að ég er með opið á kvöldin og um helg- ar. Það kunna bæjarbúar mjög vel að meta.“ - Er mikið horft á video? „Nei, og það minnkaði með komu Stöðvar 2. Annars er mikið hollara að skreppa út í göngutúr.11 - Hvernig er mannlíf á Raufar- höfn? „Það er ágætt. Annars sé ég ekki mikið áf því utan búðarinnar. Það hefur verið mikið um að vera og hefur snúist um þetta afmæli. Einnig var annað stórafmæli hérna þegar bróðir minn og kona hans urðu fertug. Það var heilmikil marki til 879 skipa. Aflamarks- skip sem fá leyfi en eru án afla- hlutdeildar og fá því ekki út- hlutað neinu aflamarki, eru 199. Aflamarksskipum hefur fækkað um 232 á yfirstandandi fisk- veiðiári. Leyfilegur heildarafli í þorski á næsta fiskveiðiári, eru 155.000 lestir og þar af rúmar 108.000 lestir í aflamarki. Heildarafli ýsu er 60.000 lestir, í ufsa 70.000 lest- ir, í karfa 65.000 lestir, í grálúðu 20.000. Úthlutað aflamark í út- hafsrækju er 63.000 lestir, í inn- fjarðarrækju 6.700 lestir og í síld 125.000 lestir. Þá er bráðabirgða- úthlutun í loðnu 536.000 lestir. Fiskistofa hefur ennfremur út- hlutað til jöfnunar 12.000 þorsk- ígildislestum og 5.000 lestum af þorski. 12.000 þorskígildislestun- um var úthlutað til þeirra fiski- skipa sem urðu fyrir meira en 31,3% skerðingu við úthlutun aflamarks í þorskígildum talið milli fiskveiðiáranna 1991/’92 og 1995/’96. Úthlutun þessi náði til 544 fiskiskipa. 5.000 lestum af þorski, miðað við óslægðan fisk, var síðan úthlutað til þeirra fiski- skipa sem urðu fyrir skerðingu allt að 19,3%, miðað við sömu for- sendur, að teknu tilliti til úthlutun- ar á þorskígildislestunum 12.000. Þessar 5.000 lestir af þorski skipt- ust milli 635 skipa en ekkert skip fékk þó meira en 10 lestir, miðað við slægðan fisk. Fullvinnsluskip voru undanskiiin við þessa úthlut- un. Á næstu dögum mun Fiskistofa senda eigendum krókabóta leyfi til veiða í atvinnuskyni á fisk- veiðiárinu 1995/1996. Krókabátar eru nú tæplega 1.100 og af þeim munu um 400 stunda veiðar með þorskaflahámarki en um 700 með viðbótarbanndögum/sóknardög- um. Stefnt er að því að á fiskveiði- árinu verði þorskafli krókabáta ekki meiri en 21.500 lestir, miðað við óslægðan fisk. í hlut króka- báta sem stunda veiðar með þorskaflahámarki, koma um 14.000 lestir um 7.000 lestir í hlut þeirra sem stunda veiðar með banndagakerfinu. Byggðastofnun hefur síðan 500 lestir til ráðstöf- unar. Á komandi fiskveiðiári má gera ráð fyrir að leyfilegir sóknar- dagar þeirra báta sem stunda veið- ar með banndagakerfinu verði um 100. KK Verslunarfélag Raufarhafnar: Allt gekk upp fyrir afmælið Guðrún Björnsdóttir. veisla 11. ágúst sem endaði með flugeldasýningu." Verðlegg eins lágt og ég get - Ertu bjartsýn á framtíðina? „Hún hlýtur að vera björt með þessu áframhaldi. Það er mikið um að bátar taki kost hjá mér og það munar um hvern aðila sem verslar hérna.“ - Er verðið hagstætt? „Það verða aðrir að dæma. Ég er ekki verðglögg manneskja, en verðlegg vöruna eins lágt og ég tel mig geta. Fólk sem kemur frá öðr- um stöðum segir að hagstætt sé að versla hér. Ég er mjög sátt við að hafa látið verða af því að opna verslunina, en það var dálítið stór ákvörðun. Ég er með 1 1/2 árs barn og önnur tvö, sex ára og átta ára, svo það er dálítið stórt stökk að fara að heiman til að vinna, en meðan ég verslaði í bílskúrnum var lítið mál að skreppa í af- greiðsluna." IM Það hefur á ýmsu gengið í versl- unarmálum hjá Raufarhafnar- búum síðustu árin. Verslunarfé- lag Raufarhafnar hefur síðustu árin selt dagvörur en reksturinn hefur ekki alltaf gengið snurðu- laust og framtíðin stundum ver- ið óviss. Eigendur hafa leitast við að skjóta fleiri stoðum undir starfsemina og reka jafnhliða gistiheimili og pizzustað. Það er ös ungra heimamanna að kaupa sér í svanginn þegar við hittum Jón Eið Jónsson, einn eig- enda Verslunarfélagsins á pizzu- staðnum. „Ég segi allt ágætt. Þetta hefur tekist nokkuð vel hjá okkur og allt gekk upp sem við ætluðum að gera fyrir afmælið.11 Erfitt að fá fólk í vinnu „Við sáum frá upphafi að verslun- in var hvorki fugl eða fiskur. Það var því árið 1992 sem við hófum rekstur gistiheimilisins. Fyrst vor- um við með tvö herbergi, síðan þrjú og að lokum sex. Rekstur veitingastaðarins hófst á þessu ári. Við seljum hér næstbestu pizzur og hamborgara á landinu. Við seljum einnig bjór og léttvín og þetta hefur gengið vonum framar. Hér koma bæði bæjarbúar og ferðafólk en það mættu koma fleiri, stundum er maður að hanga hér yfir engu. Það verður að reyna að hafa opið eins lengi og hægt er en í raun er maður í allt of mörgu fí Jón Eiöur Jónsson. vegna þess að starfsfólk fæst ekki. Það er nánast útilokað að fá fólk í vinnu á sumrin, og það er bölvan- legt. Frí eru því lítil en vonandi lagast það í haust.“ - Hvaða gestir koma til ykkar í gistingu? „Allskonar gestir en þó mjög lítið af útlendingum. Hér kemur ferðafólk og verktakaflokkar.“ Versnandi þjónusta með fjölgun verslana - Ertu bjartsýnn á framtíðina? „Hún lítur ágætlega út en mað- ur veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég vona að Raufar- hafnarbúar haldi áfram að taka okkur vel í því sem við erum að gera. Við getum þetta ekki án þeirra og Raufarhöfn hefur aldrei staðið eins og í dag með jafn góða þjónustu, nema í verslunarmálum. Eftir að þjónustan skiptist á tvær búðir versnar hún. Hvorug versl- unin þorir að eiga mikið á lager og þar af leiðandi versnar þjónustan. Við fengum samkeppni hérna í sumar en hins vegar höfum við verið í bullandi samkeppni við Þingey á Húsavík í mörg ár, eitt- hvað hefur verslun við Þingey minnkað en er samt sem áður enn f gangi. Hin verslunin hérna er með aðstoð Jóhannesar í Bónus en við verslum með hjálp Raufar- hafnarbúa og höfum hugsað okkur að halda því áfram. Við munum reyna að koma til móts við Rauf- arhafnarbúa og annað fólk sem hingað kemur eins vel og við get- um. Við munum halda áfram án hjáipar Jóhannesar í Bónus, reyna að bæta okkar þjónustu og lækka vöruverð enn frekar.“ - Hvernig hefur stemmningin í sumar verið, á afmælisárinu? „Það er búið að vera rosalega gaman hérna. Brjálað að gera, hér voru 10 starfsmenn og það var varla nóg. Það var ekki svo mikið að gera í versiuninni, en í gisting- unni, veitingasölunni og þjónustu við hana. Við höfum lagt í tals- verðan kostnað við uppbyggingu hérna, en hann á örugglega eftir að skila sér.“ IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.