Dagur - 22.08.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 22.08.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 22. ágúst 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, Sl'MI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AÐRIR BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), FROSTI EIÐSSON (iþróttir). UÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 LEIÐARI-------------------- Hvar er hugsunin? Atvikið á Vatnajökli í fyrxakvöld þegar koma varð til hjálpar hópi vanbúinna erlendra ferða- manna sannar enn og aftur að ferðamennsk- una á hálendi landsins þarf að fara að taka til rækilegrar endurskoðunar. íslensk náttúra er að sönnu góð útflutningsvara og hún heillar erlenda ferðamenn ekkert síður en innlenda. Só rétt á spilum haldið er hægt að spila vel úr möguleikunum sem gefast á hálendinu, t.d. jöklaferðum, og um það eru dæmi sem eru verðug viðurkenningar. Dæmið sem upp kom á Vatnajökli sýnir þó að menn vilja stundum gleyma því að við erum að selja íslenska og erfiða náttúru og óútreiknanlegt veðurfar. Þetta gildir nefnilega ekkert síður um sumar en vetur. Þegar hópur erlendra ferðamanna lendir al- gjörlega vanbúinn í vonskuveðri hlýtur fyrsta spurningin að vera sú hvort ekki hefði mátt taka í taumana varðandi búnað í ljósi þess að hér er um jöklaferð að ræða. Menn geta ekki leyft sér að kenna Veðurstofu íslands um allt sem miður fer þegar hálendið er annars vegar þvi þar er allra veöra von, hvenær sem er. Þeir sem skipuleggja ferðir á hálendinu hljóta að þurfa að taka á sig sína ábyrgð af skipulagn- ingu ferða um þessi svæði. Það á ekki að taka fram fyrir hendur á þessum aðilum og banna ferðir upp á jökla heldur á að gera kröfu til þess að fólki sé ekki hleypt illa búnu á jöklana. Sú auglýsing er ekki góð fyrir landið og ber þess merki að menn viti ekki nægilega vel hvað er verið að selja. Hér á landi hafa komið upp nógu mörg dæmi á undanförnum árum til þess að hægt sé að læra af þeim og varast vit- in. í þetta skiptið tókst að bjarga íslenskri ferðaþjónustu frá stórslysi en það er engin ástæða til að ætla að það gerist alltaf. Við verðum að læra af mistökunum þegar þau verða, viðurkenna þau og bæta úr. Þannig sönnum við fyrir erlendum ferðamönnum að okkur sé treystandi til að bjóða upp á sannar ævintýraferðir um íslenskt hálendi. Perla Akureyrar?: Lítil hugleiðíng um stórt mál Ár eru þungamiöja ótcljandi borga og bæja um allan hcim. Á bökkum þcirra eru oftar cn ckki miöstööv- ar menningar og lista og umhvcrfi þeirra gcgnir lykilhlutverki í um- hverfis- og útivistarmálum borg- anna. Áóur fyrr voru margar þcssar ár heimsfræg skólpræsi en á síö- ustu árum hafa þjóðir hins siö- menntaða heims lagt ofurkapp á hreinsun þeirra og náð í mjög mörgum tilfcllum undravcrðum árangri. I þcssi fyrrum skólpræsi gekk fiskur á ný eftir áratuga og jafnvcl árhundraöa hlc. Umhvcrfi þeirra er borgunum til mikils sóma og á bökkunum dafnar mannlíf, blómlcg viöskipti og menning. Gleráin, Ijóti andarunginn? I gegnum bæinn okkar rcnnur Glerá. Hvemig höfum viö Akur- eyringar umgengist þessa perlu bæjarlandsins? Fyrr á öldinni reistu Sambandsmenn mengandi iöjuver og Akureyringar reistu sér virkjun. Allskonar ólyfjan var dælt í ána og allur fiskur hvarf úr henni, bakkamir voru þaktir alls kyns úr- gangi frá verksmiðjunum. Síðar á öldinni var eyðilcgg- ingin fullkomnuð. Bensínstöó, þvottaplan, bílaverkstæöi og skemmur. Öllu tyllt á árbakkann. Allt þctta var afleiðing þcss skiln- ings og áhugaleysis á umhverfis- málum sem var á Islandi til skamms tíma. Ef til vill má segja mönnum til varnar, að á þeim tíma Jón Ingi Cæsarsson Iðnaður ’95: Þór fékk tölvuna Þegar Iðnaói ’95 í Eyjafjaröar- sveit lauk í fyrrakvöld var dregió úr lukkupotti keppninnar cn verð- laun í lukkupottinum voni öflug Huyndai 486 tölva með tilhcyr- andi búnaði. Gestir létu aögöngu- miöa sinn í pottinn og úr honum dró svo Pétur Þór Jónasson sveit- arstjóri í Eyjafjarðarsveit Miði Þórs Hjaltasonar á Akri í Eyja- fjaróarsveit kom úr kassanum og síóar um kvöldið afhentu for- svarsmenn sýningarinnar honum vélina. Á myndinni að ofan er Þór ásamt eiginkonu sinni, Hönnu Jóhanncsdóttur, en til hægri eru Hreiðar Hreióarsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson frá Lifandi landi hf. Þór heldur á miðanum sem skilaði honum tölvunni. Á minni myndinni drcgur Pét- ur Þór Jónasson úr lukkupottin- um. JÓH þegar þessir atburðir voru að ger- ast var áin utan sjónmáls bæjarbúa að nicstu. Þessum hremmingum árinnar hefði átt að ljúka fyrir fjölda ára og markvisst uppbyggingarstarf hefði átt að hefjast. Það hefur því miður ekki gerst. I stað þess að leita fag- legra lausna með alhliða fegrun svæðisins í huga er sífellt verið að bjarga uppákomum frá degi til dags með því að hella á bakkana grjóti og möl í stórum stíl, og enn eru blikur á lofti. Ymis konar starf- semi er hafin á gamla verksmiðju- svæðinu og er það vel. Þessi starf- semi er í mörgum tilfellum þess eðlis að hún krefst mikillar var- kárni og virðingar fyrir umhverfinu ef vel á að fara. Því miður skortir þar mikið á. Á bökkunum eru aó hlaðast upp bílhræ, glerbrot, olíu- leifar og alls konar annað drasl. Hrcmmingar Glerár halda áfram. Verður ljóti andarunginn svanur? í ævintýri H.C. Andersen varð ljóti andarunginn svanur og bar af öðrum. Viljum við Akureyringar að áfram verði það ljóti andarung- inn sem viö okkur og gestuni blas- ir þegar menn eiga leið um bæinn eóa viljum við að hún fái þá feg- uró sem unginn í ævintýrinu? Eg trúi því ekki að nokkur maður hér í bæ sé ánægður með það ástand árinnar og bakka hennar sem nú er. Enn er svæðinu frá ósi upp að stíflu vel bjargandi að niínu mati, en þaó kostar peninga. Þetta er fyrst og fremst spurning um for- gangsröðun. Fjármagn veröur að taka frá í þetta verkefni. Svæðið á að skipuleggja og láta vinna tillög- ur um lokafrágang. Nágrannar Glerár verða að átta sig á því að með ógætilegri um- gengni geta orðió óbætanleg mengunarslys, sem geta haft áhrif á lífríki árinnar og sjávar um ókomin ár. Ófrágengin svæðin á bökkunum valda m.a. þessu hugs- unarleysi. Það er að mínu mati skylda stjórnvalda hér í bæ að hrinda strax af stað þeirri vinnu sem þarf til aó fram fari lokafrágangur ár- bakkanna með umhverfisvernd og útivist í huga. Að þeirri vinnu lok- inni mun Gleráin hljóta þann sess sem henni ber. Jón Ingi Cæsarsson. Höfundur er varaforniaður umhverfisvcmdar. Frá bökkum Glerár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.