Dagur - 22.08.1995, Side 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 22. ágúst 1995
ÍÞRÓTTIR
FROSTI EIÐSSON
Brynleií'ur Hallsson stýrði fjöldasöngnum á Afmælishófi GA að Jaðri á laugardagskvöldið. Hér hefur hann fengið
Birgi Marinósson í lið með sér til að syngja lagið A heimleið.
Golfklúbbur Akureyrar sextíu ára:
Svipmyndir frá afmælishófi
Golfklúbbur Akureyrar hélt upp á sextugsafmæli sitt sl. laugardag í klúbbhúsinu að
Jaðri en sextíu árum áður höfðu þrír menn komið saman í Skjaldborgarhúsinu í því
skyni að stofna golfklúbb. Líklega hefði það ekki hvarflað að upphafsmönnum íþrótt-
arinnar að aðstæður gætu orðið með þeim hætti sem þær eru í dag. Leikið var við
fremur frumstæðar aðstæður fyrstu árin á sex holu velli við Glerána. í hófinu var
frumherjanna minnst og ýmsir aðilar sem unnið hafa vel fyrir klúbbinn og golfíþrótt-
ina fengu viðurkenningu. Myndimar hér á síðunni tók Björn Gíslason í hófinu en nán-
ar verður greint frá afmæli klúbbsins á næstunni og stiklað á sögu hans.
Þórhallur I’álsson gæðir sér á veitingum á hlaðborðinu og þeir Ásgrímur
Hilmisson varaformaður GA, Brynleifur Hallsson og kona hans, Emma
Magnúsdóttir, eru næst í röðinni.
Árni Björn Árnason tekur við Afreksmerki úr hendi Karólínu Guðmunds-
dóttir sem er formaður orðunefndar G.A. Þess má geta að Karólína fékk
einnig orðu, frá Hannesi Guðmundssyni, forseta Golfsambandsins sem
þakkaði henni fyrir góð störf í þágu golfíþróttarinnar.
' mm, - - * ’
y ■
i
\ . ■ • ,■
■ ' ' I
■
' ,
laisra;
- '■: ■ > - ■ ■
, :
■ ■
* > í >, «./ • % i-*
•
> >• H * *
Verðlaunahafar í karlaflokki á Afmælismótinu. Frá vinstri: Þórhallur Pálsson sem varð í þriðja sæti en geta >r.á þess
að hann lék á 71 höggi, þá Guðmundur Lárusson sem hafði betur í baráttunni gegn Gunnlaugi Búa Ólafssyni, efni-
legum kylfingi sem hafnaði í öðru sæti. Lengst til hægri stendur FIosi Jónsson gullsmiður sem gaf bikara þá sem
sjást á myndunum.
Þær sigruðu í kvennaflokki á Afmælismólinu sem haldið var á laugardag-
inn. Frá vinstri: Hulda Vilhjálmsdóttir, Guðrún Ófeigsdóttir og Anna
Freyja Eðvarðsdóttir sem hlaut 1. sætið
Afmælismótiö á laugardaginn:
Rúmlega níutíu
skráðu sig til leiks
Golfklúbbur Akureyrar gekkst
fyrir opnu golfmóti á laugardag-
inn í tilefni af afmælinu og var
þátttaka ágæt en rúmlega níutíu
kylfingar skráðu sig til leiks.
Leikin var punktakeppni með
7/8 forgjöf og fór keppni fram í
glampandi sól og logni.
Guðmundur Lárusson varð
hlutskarpastur í karlaflokki nieð
42 punkta en Gunnlaugur Búi Ól-
afsson fékk 41 punkt og þá varð
Þórhallur Pálsson þriðji á sama
punktafjölda.
Anna Freyja Eðvaldsdóttir sigr-
aði í kvennaflokki, hún hlaut 36
punkta en næstar komu þær Guð-
rún Ófeigsdóttir og Hulda Ófeigs-
dóttir.
Jón Orri Guðjónsson fékk 43
punkta og sigraði í unglingaflokki
en þeir Ingvar Hermannsson og
Baldvin Harðarson urðu næstir.
Páll Sigurðsson og Guðrún Bergsdóttir voru á afmælishólinu og skemmtu
sér vel.
<