Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 27. september 1995
FRÉTTIR
Uppgræðsla Glerárdals hafin:
Verði lokið um aldamót
Hafnar eru framkvæmdir við uppgræðslu á
Glerárdal og segir umhverfisstjóri Akureyr-
arbæjar, Árni Steinar Jóhannsson, að þeim
verði lokið um næstu aldamót. Um mjög
brýnt verkefni er að ræða að mati umhverf-
isstjóra, og það hafi bersýnilega komið í ljós
fyrir skömmu er jarðvegur var að fjúka úr
dalnum í sunnanroki. Kostnaður er áætlað-
ur um 10 milljónir króna, þ.e. um 2,5 millj-
ónir ár hvert næstu fjögur árin ef tillögur
umhverfisnefndar hljóta náð fyrir augum
bæjarráðs við gerð íjárhagsáætlunar fyrir
árið 1996.
Byrjað er að græða upp Glerárdal sunnan-
verðan í gömlu malamámum bæjarins og þar
var tekinn fyrir stór hluti sumarið 1994. Akur-
eyrarbær keypti fyrir tveimur árum og fékk þá
yfirráðarétt yfir svæðunum norðan Glerár, en
landið var áður í einkaeign. Bærinn yfirtók
samninga um malamám og nýtingu á svæðinu
en sá aðlögunartími er nú liðinn. Vonast er til
að hægt verði að hefjast handa við upp-
græðslu norðan Gierár á árinu 1996.
Malamámið mun greiða uppgræðslu þess
svæðis sem tekið er úr, þ.e. það er inn í gjald-
töku fyrir svæðið. Eins er Sorpsamlag Eyja-
fjarðar komið á svæðið og hefur verið að
græða upp í kringum athafnasvæði fyrirtækis-
ins frammi á Glerárdal en því bcr skylda til
þess samkvæmt samningi. Komin er út
skýrsla um uppgræðsluna og hvernig að henni
verður staðið á næstu árum og eins hefur bor-
ist styrkur frá Landvemd að upphæð 500 þús-
und krónur, sem nýttur verður þegar hafist
verður handa.
Svæðið sem stefnt er að uppgræðslu á er
205 hektarar að stærð en einhver hluti þess er
þegar gróinn. Athafnasvæði Sorpsamlagsins,
sem er innan þess, er 9,4 hektarar.
„Ástandið segir okkur að það er brýn nauð-
syn að stemma stigu við því að hægt sé að
vaða í hráefnistöku og verðleggja hana með
tilliti til þess að menn skilji ekki eftir gapandi
sár eftir vélar og tæki. Ástandið norðan Glerár
er langverst, en það var áður í einkaeign og
við sitjum uppi með það í núverandi ástandi
eftir kaupin á því. Malarvinnsla á þessu svæði
verður á nýjum forsendum og kaupendur
verða skyldaðir til að ganga frá landinu
grónu,“ sagði Árni Steinar Jóhannsson, um-
hverfisstjóri Akureyrarbæjar. GG
Jafnréttisnefnd Dalvíkurbæjar:
Setur fram tillogu að
jafnréttisáætlun 1995-1998
Á fundi bæjarstjórnar Dalvíkur í
gær var fjallað um tillögu jafn-
réttisnefndar að jafnréttisáætlun
Dalvíkurbæjar fyrir árin 1995-
1998.
Tillaga jafnréttisnefndar er
nokkuð ítarlegt plagg og þar er
tæpt á ýmsu. Um margt er það líkt
gildandi jafnréttisáætlun Akureyr-
arbæjar.
Um ráðningar í stjórnunarstörf
innan bæjarkerfisins er tekið fram
að leitast skuli við að jafna stöðu
kynjanna og jafnréttissjónarmið
skulu metin til jafns við önnur
mikilvæg sjónarmið sem ráði við
C3 KAUPANGI
Miðvikudagstilboð
Söltuð rúllupylsa 298 ki kg
Fimmtudagstilboð
2x100 g hamboigaiar + brauð 148 ki.
Föstudagstilboð
Svinafiðriidi (úi fðet) 1.098 kr.
Laugardags- og
sunnudagstilboð
Grillaður kjúklingui og franskai 719 ki.
(Ath! Afgi. kl. 17.30-19.30)
Tilboð fiá Toio
SúUctUa&idrykkui sg 2 tegundii af súpum
30% afsláttur
Vikutilboð - há miðvikud. til miðvikud.
Frá Brauðgerð Kr. Jónssonar: Skúffukaka 279 kr. stk.
Frá Nýja-Bautabúrlnu: Parísarpylsa 298 kr. kg
Frá Kjarnafæði: Hrossabjúgn, hökkuð, 288 kr. kg
Londonlamb 799 kr. kg
stöðuveitingar. Tekið er fram að í
starfsauglýsingum á vegum bæjar-
félagsins skuli þess gætt að hafa
bæði kynin í huga við gerð aug-
lýsinga.
í tillögu jafnréttisnefndar kem-
ur fram að nefndin skuli árlega
standa fyrir námskeiðum sem
stefni að því að jafna stöðu kynj-
anna, auka þekkingu á séreinkenn-
um og mismunun og bæta sam-
skipti kynjanna. Tekin eru dæmi
um námskeið um sveitarstjórnar-
mál, námskeið um samskipti og
jöfn áhrif kynjanna á vinnustöð-
um, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir
konur og karla og námskeið um
samvinnu og samskipti innan fjöl-
skyldunnar.
I kafla tillögu jafnréttisnefndar
um starfsaðstæður og kjör segir
m.a. að starfsfólk Dalvíkurbæjar
skuli eiga kost á sveigjanlegum
vinnutíma, hlutastörfum eða ann-
ari hagræðingu vinnutíma þar sem
því verði við komið. Þannig sé
starfsfólki auðveldað „að sam-
ræma fjölskylduábyrgð og ábyrgð
í starfi. Konum og körlum skal
einnig gert kleift að minnka við
sig vinnu tímabundið til að sinna
fjölskylduábyrgð, svo sem um-
önnun barna og sjúkra fjölskyldu-
meðlima.“
Fram kemur í kaflanum um
skóla að jafnréttisnefnd lýsi yfir
áhuga sínum á samstarfi við kenn-
ara og nemendur skólanna um
framgang jafnréttismála. „Dalvík-
urbær beinir því til allra mennta-
stofnana bæjarins að vinna að því
að jafna stöðu kynjanna og veita
nemendum af báðum kynjum
hvatningu til að rækta sín sérein-
kenni og jákvæð samskipti kynj-
anna.“
I kaflanum um íþróttamál kem-
ur fram að jafnréttisnefnd beini
því til íþróttafélaganna og íþrótta-
og æskulýðsráðs að fjármunum til
fþrótta- og æskulýðsmála verði
skipt jafnt á milli kynjanna. Þá
verði þess gætt að piltar og stúlkur
fái jafna möguleika til iðkunar
íþrótta- og æskulýðsstarfs. Einnig
verði þess gætt að stúlkur og piltar
hafi sömu möguleika til unglinga-
vinnu á vegum bæjarins.
í kaflanum um nefndir og ráð
segir orðrétt: „Við skipan í nefnd-
ir, ráð og stjórnir á vegum bæjar-
ins skal leitast við að hlutföll
kynjanna séu sem jöfnust. Bæjar-
stjóm beinir því til stjómmála-
flokkanna að hafa þetta ákvæði að
leiðarljósi þegar settar eru fram
tillögur um fulltrúa í nefndir, ráð
og stjórnir." óþh
Vaka kaupir
íbúð í Reykjavík
Verkalýðsfélagið Vaka á
Siglufirði hefur fest kaup á 3-4
herbergja íbúð fyrir félags-
menn sína að Þverholti 32 í
Reykjavík. Samkvæmt Hell-
unni á Siglufirði er þetta fyrsta
íbúðin sem félagið kaupir, en
það á einn sumarbústað að 111-
ugastöðum í Fnjóskadal. íbúð-
in verður afhent 1. október nk.
en fyrstir til að nota hana
verða fulltrúar Vöku á þingi
Verkamannasambandsins í lok
október. óþh
Kirkjukór Siglu-
fjarðar tekur
upp geisladisk
Kirkjukór Siglufjarðar er nú að
undirbúa sig fyrir upptökur á
jólasálmum og lögum sem síð-
an verða gefnar út á geisladisk
fyrir næstu jól. Fram kemur í
Hellunni á Siglufirði að upp-
tökur fari fram í Hóladóm-
kirkju og mun Elías Þorvalds-
son stjórna upptökum. Á disk-
inum mun Jóhann Már Jó-
hannsson, bóndi í Keflavík í
Skagfirði og einn „Konnar-
anna“, syngja með kórnum.
Stjórnandi Kirkjukórs Siglu-
fjarðar er Antonia Hevesi. óþh
Rífandi gangur
hjá Sæunni
Rífandi gangur er í saltfisk-
verkun Sæunnar Axels hf. í
Olafsfirði. Að því er fram
kemur í Ólafsfjarðarblaðinu
Múla nam framleiðsla fyrir-
tækisins 700 tonnum á síðasta
ári en það sem af er þessu ári
er framleiðslan orðin um 900
tonn og lætur nærri að mánað-
arframleiðslan sé að jafnaði
um 100 tonn. Að staðaldri
vinna um 14-15 manns hjá Sæ-
unni Axels hf. og að undan-
fömu hefur verið unnið að lág-
marki í 10 tíma á dag og kl. 6-
12 á laugardögum.
Stærsti markaður Sæunnar
Axels hf. er Brasilía en á þessu
ári hefur töluvert verið selt af
saltfiski á innanlandsmarkaði.
óþh
Rækjuveiðar bann
aðar á Skjálfanda
- bátar hafa fengið allt að 400 stk/kg
k
KJÖRBÚÐIN
SÍMI 461 2933-FAX 461 2936
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
bannað aliar rækjuveiðar á all-
stóru svæði á Skjálfanda og hef-
ur bannið þegar tekið gildi.
Ástæðan er sú að sú rækja sem
hefur veiðst á þessu svæði er of
smá. Viðmiðunarmörk Hafrann-
sóknastofnunar eru 300 stk/kg
en á þessu svæði hafa bátar ver-
ið að fá allt að 400 stk/kg.
Enginn smáfiskur kemur hins
vegar í rækjutollið þar sem nú
hefur notkun seiðaskilju verið lög-
leidd. Þetta svæði sem nú hefur
verið lokað fyrir rækjuveiðum er
stundum kallað Grímsey - efra
svæði.
Sigfús Schopka, fiskifræðingur
hjá Hafrannsóknastofnun, segir að
rækjan sem veiðst hafi þarna hafi
verið mjög smá en á þessu svæði
hafi verið framkvæmdar tjórar
skyndilokanir en áður en til opn-
unar fyrsta svæðisins kom var
svæðið kannað að nýju og reynd-
ist ástandið óbreytt. Því var
ákveðið að loka svæðinu ótíma-
bundið með reglugerð en Sigl'ús
Schopka segir að ástandið verði
kannað að nýju eftir mánaðartíma.
Innfjarðarrækjuveiði hefst í næsta
mánuði að öllu forfallalausu eftir
að Hafrannsóknastofnun hefur
lokið hefðbundinni haustskoðun.
Of snemmt er að segja til um
hvort þetta bann hefur áhrif á það
hvenær sú veiði hefst á Skjálf-
andaflóa. GG