Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 27. september 1995 - LEIÐARI----------------------- Náms- og húsnæðislánakerfíð ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 Samantekt sú sem Stúdentablaðið, málgang Stúd- entaráðs Háskóla íslands, birtir í nýjasta tölublaði sínu, þar sem þeirri spurningu er velt upp hvort námsmenn standi frammi fyrir því að velja um náms- lán eða húsnæði, er sláandi og hún styður það sem Dagur hefur ítrekað haldið fram. Þessi grein sýnir svart á hvítu að námslánabyrðin er orðin svo ískyggi- leg að ungt fólk sem kynni að vilja fjárfesta í húsnæði að námi loknu, jafnvel þótt það fái góða atvinnu, ræð- ur ekki við það. Þetta segir líka þá sögu að miðað við óbreytt húsnæðiskerfi getur þorri ungs fólks ekki með góðu móti ráðist í húsnæðiskaup, það ræður ósköp einfaldlega ekki við slíka fjárfestingu. Greiðslubyrði húsnæðislána í viðbót við afborgun af námslánum er meira en venjulegt fólk getur ráðið við. Það er því ekki út í bláinn sem Stúdentablaðið veltir því fyrir sér hvort ungt fólk verði í framtíðinni að velja um að fjárfesta í menntun eða húsnæði. Ráðhena menntamála hefur sagt í viðtölum að ákvæði um endurgreiðsluhlutfaU námslána verði end- urskoðað og það er vissulega fagnaðarefni. Vonandi kemur eitthvað vitrænt út úr þeirri endurskoðun. En þetta mál snertir líka ráðuneyti félagsmála og því ber að fagna sem félagsmálaráðherra kynnti í fjöl- miðlum um liðna helgi að til stæði að gefa fólki kost á að taka húsbréfalán tO 40 ára í stað 25 ára. Þannig ætti mánaðarleg greiðslubyrði af húsnæðislánum að lækka, þótt vitaskuld hækki heildarkostnaður við íbúðarkaupin. Félagsmálaráðherra talaði líka tæpitungulaust um félagslega húsnæðiskerfið og það var fyrir löngu tímabært. Þetta kerfi er allt of dýrt, hvað sem þeir stjórnmálamenn segja sem börðust hvað mest fyrir því á sínum tíma. Félagslega íbúðakerfið hefur ekki sem skyldi verið sá raunhæfi kostur sem til var ætlast fyrir það fólk sem hefur lágar tekjur. Þær upplýsingar sem fram komu í viðtölum við félagsmálaráðherra um helgina eru sláandi, hann segir að ýmis sveitarfélög séu komin í stórvanda vegna þeirra mörgu félagslegu íbúða sem þau hafa orðið að leysa til sín á undan- fömum misserum, íbúðirnar standi auðar og yfirgefn- ar og komi engum að gagni. Þessar upplýsingar eru heldur dapurlegur vitnisburður um félagslega íbúða- kerfið. SKÁK Undanrásir íslandsmótsins í atskák: Skákfélag Akureyrar á fjóra menn í úrslítunum - Gylfi Þórhallsson sigraði í undanrásunum á Akureyri Þannig er liðsskipan hljómsveitarinnar „Norðan þrír + Ásdís“ í dag. Frá vinstri: Hörður G. Ólafsson, Hilmar Sverrisson, Viðar Sverrisson og Ásdís Guðmundsdóttir. Undanrásir íslandsmótsins í at- skák fóru fram um síðastliðna helgi og var keppt í einum riðli á Akureyri. Eftir harða keppni stóð Sauðárkrókur: Hljómsveitin Norðan þrír bætir við sig söngkonu Ný hljómsveit er tekin til starfa á Sauðárkróki undir nafninu „Norð- an þrír + Ásdís“. Hér er þó á ferð- inni sama sveit og hefur starfað undir nafninu „Norðan þrír“ en í sumar gekk Ásdís Guðmundsdótt- ir, söngkona, til liðs við þá félaga og var nafni hljómsveitarinnar þá breytt. Hljómsveitina hafa skipað frá því í fyrrahaust þeir Hilmar Sverr- isson, hljómborðsleikari, Viðar Sverrisson, trommari og Hörður G. Olafson, bassaleikari. Vetrar- starfið er hafið af krafti og hefur sveitin leikið á nokkrum dansleikj- um í haust við góðar undirtektir og um komandi helgi verður hún á sínum fyrsta dansleik á Akureyri eftir að Ásdís byrjaði að syngja með hljómsveitinni. „Norðan þrír + Ásdís“ verður á dansleik í Sjall- anum á föstudagskvöld. Meðlimir hljómsveitarinnar segja að áfram verði leikin fjöl- breytt tónlist og reynt að höfða til allra aldurshópa enda hafí sveitin á að skipa reyndum hljómlistar- mönnum sem þekki vel til áhuga- sviðs dansleikjagesta. JOH Barnakór Glerárkirkju: Vetrarstarfið að hefiast Undanfarin ár hefur bamakór starfað við Glerárkirkju á Akur- eyri og er kórinn nú að hefja vetr- arstarf. í Barnakór Glerárkirkju hafa verið um þrjátíu 10-12 ára börn og hefur hann tekið þátt í ýmsum at- höfnum í Glerárkirkju, t.d. sungið mánaðarlega í fjölskylduguðs- þjónustum, tekið þátt í aðventu- kvöldi og séð um söng við guðs- þjónustu á annan dag jóla. I vor fór kórinn í æfingabúðir að Vest- mannsvatni og dvaldi þar eina helgi ásamt bamakór úr Borgar- hólsskóla á Húsavrk. í vetur verður starfíð ineð líku sniði og fyrr og verða æfingar á miðvikudögum kl. 15.30-16.30 í Glerárkirkju. Kórinn er opinn krökkum sem áhuga hafa á að vera með. JÓH Kyrrðarstundir í Glerárkirkiu Eins og undanfarin ár verða í vet- ur kyrrðarstundir í Glerárkirkju í hádeginu á miðvikudögum frá kl. 12 til 13. Þar mun þeim sem vilja og geta gefast tækifæri til að draga sig stutta stund út úr amstr- inu og eiga helga stund í kirkj- unni. Hver samvera samanstendur af orgelleik, lofgjörð, fyrirbæn og altarissakramenti. Að helgistund lokinni í kirkjunni býðst sfðan þátttakendum að þiggja léttan málsverð á vægu verði í safnaðar- sal kirkjunnar. Þær eru of fáar stundimar sem við gefum okkur til að koma saman í slíkum til- gangi en ómæld sú blessun sem af því hlýst. (Fréttatilkynning frá Glerárkirkju) Gylfl Þórhallsson uppi sem sigur- vegari og með sigrinum öðlaðist hann rétt til keppni í úrslitum í Reykjavík í janúar næstkomandi. Harkan í keppninni á Akureyri var mikil og allt fram á síðustu sek- úndur umhugsunartímans var óljóst hver bæri sigur úr býtum. Enginn komst taplaus frá þessum riðli og er það til marks um baráttuna. Gylfi Þórhallsson fékk sex vinninga af átta mögulegum og í öðm sæti hafnaði Jón Björgvins- son með 5,5 vinninga. í þriðja til fjórða sæti voru þeir Smári Ólafs- son og Þór Valtýsson, báðir með fimm vinninga. í undanrásum í Reykjavík kepptu nokkrir félagar úr Skákfé- lagi Akureyrar. Af þeim komust Áskell Öm Kárason og Jón Árni Jónsson áfram í úrslitakeppnina. Þetta þýðir að Skákfélag Akureyr- ar mun eiga fjóra keppendur í úr- slitum í janúar eða fjórðung kepp- enda. Til viðbótar við þá þrjá sem nefndir hafa verið keppir Margeir Pétursson, stórmeistari, sem á þar sæti. Næsta mót hjá Skákfélagi Ak- ureyrar verður annað kvöld en það mót er fyrir 45 ára og eldri og verða tefldar hraðskákir. Mótið hefst í Skákheimilinu kl. 20. JÓH Almanak HI fyrir 1996 komið út Út er komið Almanak fyrir ísland 1996, sem Háskóli íslands gefur út. Þetta er 160. árgangur ritsins, sem komið hefur út samfellt síðan 1837. Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjömufræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans, hefur reiknað almanakið og búið það til prentun- ar. Ritið er 96 bls. að stærð. Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar svo sem um sjávarföll og gang himin- tungla. Þar er að finna stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á ís- landi, yfirlit um mælieiningar, veðurmet og margt fleira. Af nýju efni má nefna töflu sem sýnir veð- urfar í Reykjavík og á Akureyri og grein um hlutfall birtu og myrkurs á mismunandi breiddar- stigum. Loks eru í almanakinu upplýsingar um helstu frídaga fjögur ár fram í tímann. Háskólinn annast sölu alman- aksins og dreifingu þess til bók- sala. Almanakið kemur út í 5000 eintökum, en auk þess eru prentuð 2000 eintök sem Þjóðvinafélagið gefur út sem hluta af almanaki sínu með leyfi Háskólans. Ólí G. sýnir blómamyndir á Café Olsen Þessa dagana sýnir Óli G. Jó- hannsson, myndlistarmaður á Ak- ureyri, nokkrar blómamyndir á veggjum Café Olsen við Ráðhús- torg á Akureyri. Myndimar eru allar til sölu. Myndirnar verða til sýnis á kaffihúsinu næsta hálfan mánuðinn á opnunartíma þess.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.