Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. september 1995 - DAGUR - 7
Sálmar og aríur
Sunnudaginn 17. september var
efnt til tónleika í Glerárkirkju,
þar sem ffam komu danska
sópransöngkonan Elisabeth Meyer-
Topspe og orgelleikarinn Inger
Marie Lenz. Þær hafa verið á tón-
leikaferð á íslandi og eru stryktarað-
ilar ferðarinnar Danska menningar-
málaráðuneytið og ýmsir sjóðir í
Danmörku.
Elisabeth Meyer-Topspe er á
meðal allra fremstu söngvara Dana.
Hún hefur starfað víða utan ættlands
síns og tekið þátt í uppfærslum á
ýmsum höfuðverkum óperutónbók-
menntanna og má þar til nefna
nokkrar af höfuðóperum tónskálds-
ins Richards Wagners.
Inger Marie Lenz hefur haldið
fjölda tónleika í heimalandi sínu og
annars staðar jafnt á píanó sem orgel
auk þess sem hún hefur starfað með
ýmsum þekktum hljómsveitum og
kórum, svo sem dönsku útvarpssin-
fóníuhljómsveitinni og Konunglegu
Kapel sinfóníuhljómsveitinni og sin-
fóníuhljómsveitum Arhúsa og Oð-
insvéa.
Elisabeth Meyer-Tops0e hefur
mikla rödd. Hún hefur mjög gott
vald á henni jafnt í blæ sem styrk.
TONLIST
Elisabeth Meyer-Tops0e.
Mýkt hennar kom vel fram í efnis-
skrá þeirri, sem hún valdi sér fyrir
tónleikana. Á henni var margt sálma,
sem söngkonan flutti af innileika og
sem næst trúarhita, án þess þó að
nokkurs staðar bæri á væmni og til-
gerð af nokkru tagi. Þrótt á söngkon-
an einnig, eins og fram kom í þeim
óperuaríum, sem á efnisskránni voru,
og reyndar líka í nokkrum sálmanna.
Rödd Elisabethar Meyer-Tops0es
fyllir afar vel og yfir flutningi hennar
er blær, sem gefur til kynna, að hún
þurfi aldrei að beita sér að fullu,
heldur eigi ætíð gnótt af að taka
hvort heldur í styrk eða brag. Þetta
HAUKUR AGUSTSSON
SKRIFAR
kom víða fram, svo sem í natinni
túlkun hennar á tveim passíusálmum
eftir sr. Hallgrím Pétursson, hljóð-
legum innileika, sem ríkti í flutningi
sálmsins Bliv hos os, nár dagen hæl-
der eftir C. E. F. Weyse og þróttug-
um og vonglöðum blæ, sem var ráð-
andi í sálminum Udrust dig, helt eftir
Niels W. Gade. Óperuaríurnar tvær,
sem Elisabeth Meyer-Tops0e ilutti,
voru ekki síður vel af hendi leystar.
Bæn Elísabetar úr Tannháuser eftir
Richard Wagner túlkaði söngkonan
frábærlega, og Bæn Desdemónu úr
Otello eftir Guiseppe Verdi var hríf-
andi og fögur í flutningi hennar.
Orgelleikur Ingerar Marie Lenzs
gaf ekkert eftir túlkun Elisabeth
Formannskjör í Alþýöubandalaginu:
Formannskjðr hefst
29. september
Atkvæðagreiðsla vegna allsheijar-
kjörs til formanns í Alþýðubanda-
laginu hefst hinn 29. september nk.
Atkvæðaseðlar verða sendir þeim fé-
lagsmönnum sem þá eru á kjörskrá í
pósti. Atkvæðaseðlar verða að hafa
borist yfirkjörstjóm eigi síðar en kl.
12 á hádegi 13. október nk.
Kjörskrárstofn vegna formanns-
kjörsins liggur frammi á skrifstofu
Alþýðubandalagsins, Laugavegi 3 í
Reykjavík. Jafnframt hefur Alþýðu-
bandalagsfélögum verið sendur listi
yftr þá félagsmenn sína sem eru á
kjörskrá. Kjörskrárstofn byggir al-
farið á upplýsingum frá hverju Al-
þýðubandalagsfélagi um hverjir eru
félagsmenn.
Allir fullgildir félagar í Alþýðu-
bandalaginu hafa atkvæðisrétt í for-
mannskjörinu. Samkvæmt lögum
þess eru það skilyrði fyrir félagsað-
i!d að vera 16 ári að aldri og skulda
ekki meira en eitt gjaldfallið félags-
gjald. Nýir félagar geta komist á
kjörskrá með því að ganga í flokkinn
fyrir 29. september nk. og kæra sig
um leið inn á kjörskrá. Þeir sem telja
sig hingað til hafa verið félaga í Al-
Margrét.
þýðubandalaginu en hafa af
einhverjum ástæðum fallið út af
kjörskrá geta kært sig inn á kjörskrá
fram að því að atkvæðagreiðslu lýk-
ur.
Kærur skulu vera skriflegar og
þeim fylgja staðfesting á að viðkom-
andi sé fullgildur félagi í Alþýðu-
bandalaginu. Erindi vegna nýrra fé-
laga skal fylgja staðfesting á
inngöngu frá viðkomandi Alþýðu-
bandalagsfélagi eða skrifstofu
Steingrímur J.
flokksins. Rétt þykir að undirstrika
að frá og með 29. september verða
einungis þeir sem voru fullgildir fé-
lagar í Alþýðubandalaginu fyrir
þann tíma teknir á kjörskrá.
Brýnt er að sérhver félagsmaður
kanni hvort nafn hans er á kjörskrá
fyrir 29. september næstkomandi og
tryggi þannig rétt sinn til að velja sér
formann.
(Fréttatilkynning frá Alþýðubandalaginu).
Rannsóknarstofnun KHÍ:
Rit um rannsókn á notkun
námsefnís í grunnskólum
Rannsóknarstofnun Kennarahá-
skóla íslands hefur gefið út rann-
sóknarritið „Notkun námsefnis í
10-12 ára deildum grunnskóla og
viðhorf kennara og nemenda til
þess“.
Eins og nafnið bendir til, er í rit-
inu gerð grein fyrir rannsókn á notk-
un námsefnis í grunnskólum og við-
horfum kennara og nemenda til þess
og byggir ritið að hluta til á doktors-
ritgerð höfundar sem hann varði við
Sussex háskóla 1992. Fjölmörgum
aðferðum var beitt við gagnaöflun,
m.a. vettvangsathugunum í 20
bekkjardeildum í 12 skólum þar sem
fylgst var með kennslu í hálfan mán-
uð samfellt í hverri deild. Mun þetta
vera ein umfangsmesta rannsókn af
þessu tagi sem gerð hefur verið hér á
landi en alls var fylgst með kennslu
hjá 120 kennurum. Ritið er því ein-
stæð heimild um kennsluhætti á
þessu skólastigi auk þess að lýsa
hlutverki námsefnisins og viðhorf-
um til þess.
Gerð er grein fyrir heildamiður-
stöðum, m.a. notkun námsefnis eftir
skólum og námsgreinum og tjallað
um notkun mismunandi kennslu-
gagna, kennslutækja og kennsluleið-
beininga, auk þess sem viðhorfum
kennara og nemenda er lýst. Höf-
undur ræðir áhrif námsefnis á
kennsluhætti og leitast við að gera
Meyer-Topspe. Hann var afar fjöl-
breyttur í raddasetningu og féll nær
ætíð sem hanski að hönd að túlkun
söngkonunnar. Einungis í fyrsta
sálminum á efnisskrá tónleikanna,
Kærlighed fra Gud eftir J. P. E. Hart-
mann, var orgelið ívið of hávært, en
annars var samvinna kvennanna
gjöful og falleg, svo sem í hinni inni-
legu túlkun á sálminum Hil dig,
frelser og forsoner.
Inger Marie Lenz lék tvö ein-
leiksverk á orgelið. Hið fyrra var eft-
ir Edward Elgar en hið síðara eftir
Niels W. Gade. Hvorugt verkanna
var átakaverk, en í þeim naut stíll
Inger Marie Lenz sín skemmtilega,
en hann felur meðal annars í sér afar
naum tónaskipti, sem á stundum
minna sem næst á glissandó. Ekki
síður kom frani rnikil næmni fyrir
möguleikum hljóðfærisins, en hún
nýtti þá af jafnt frumleika sem
smekkvísi.
Tónleikamir vom rétt bærilega
sóttir, en þeir, sern mættu áttu sann-
arlega góða stund með góðum lista-
mönnum.
Konica KF 710
telefaxtæki
Sjálfvirkt val á milli
fax og síma
Sjálfvirkur pappírsskurður
10 blaða frumritamatari
Kvittar fyrir sendingu
Sendihraði 15 sek.
50 númera minni
fyrir fax/síma
Konica KF 710 faxtæki
kr. 49.800,- staðgr.
Bláfell hfM
Furuvöllum 13,
sími 462 7090.
Bílar til sölu
grein fyrir þýðingu niðurstaðna fyrir
kennara, kennaramenntun, námsefn-
ishöfunda og útgefendur.
Höfundur hefur haldið áfram
rannsóknum á notkun námsefnis og
gerði 1994 könnun á viðhorfum
skólastjóra og kennara til nýs náms-
efnis. Helstu niðurstöðum könnunar-
innar, sem náði til 200 grunnskóla,
er lýst í skýrslunni „Notkun náms-
efnis og viðhorf til Námsgagnastofn-
unar í 200 grunnskólum", sem
Rannsóknarstofnun Kennaraháskól-
ans hefur einnig gefið út.
Ritin eru bæði fáanleg í Bóksölu
kennaranema og hjá Rannsóknar-
stofnun Kennaraháskóla íslands.
Skoda Favorit '89
Skoda Favorit '90.
★ Góðir greiðsluskilmálar.
Skálafell sf.
Draupnisgötu 4, sími 462 2255.
HOTEL KEA
Laugardagskvöldíð 30. sept.
Danshljómsveitin
KARMA
ásamt söngvurunum Ólafi (Labba) Þórarinssyni og Gublaugu Ólafsdóttur
Helgartílboð:
Koníaksbætt humarsúpa eöa
eöa Apríkósugljáðar grisalundir
Hvítlauksristaöir sniglar meö gráöostasósu
í smjördeigshnöppum ★
★ Vínlagðir ferskir ávextir
Glóöarsteiktur í súkkulaöibolla
lambahryggjanröövi eða
á rósmarinkartöflubeöi Konfektísterta
Verð aðeins kr. 2.700
Sími 462 2200