Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 27. september 1995 Sláturtíð hjá Ferskum afurðum hf. á Hvammstanga komin á fullt: Gef ekki mikið fyrir meintan birgðavanda „Markaðshorfur fyrir kindakjöt nú í haust eru ágætar. Við selj- um afurðir til ýmissa aðila á þessum frjálsa markaði, eins og hann kemur fyrir hverju sinni. En ég gef ekki mikið fyrir um- ræðu um meintan birgðavanda. Mikið af kindakjöti er hreint ekkert annað en drasl og refa- fóður; afskurður og kjöt af gömlum rollum. Slíku kjöti má henda og þegar það hefur verið gert fer þetta 2.600 tonna kjöt- ijall nú aldeilis að lækka,“ sagði Sigfús Jónsson, sláturhússtjóri hjá Ferskum afurðum á Hvammstanga, í samtali við Dag. Sláturtíð í norðlenskum slátur- húsum er nú komin í fullan gang og mikið var umleikis í sláturhúsi Ferskra afurða þegar blaðamaður Dags kom þar við á dögunum. A þessari haustvertíð starfa þar nú 25 starfsmenn, flestir úr Vestur- Húnavatnssýslu og af Hvamms- tanga og einnig nokkrir Dala- - segir Sigfús Jónsson sláturhússtjóri menn. Sláturtíðin stendur í fimm vikur og er áformað að slátra 1.700 til 2.000 fjár á viku. Ein- hverjir dagar munu svo alltaf falla út í miðri viku þegar: „... menn þurfa að fara í göngur eða í réttir. Við verðum að taka tillit til þess og spila þetta á mannlegu nótun- um,“ segir Sigfús. Að sögn Sigfúsar Jónssonar verður hjá fyrirtæki hans mest slátrað af húnvetnsku fé nú í haust. Einnig leggja nokkrir bændur úr Saurbæ í Dölum þar inn fé sitt, sem og sauðfjárbændur við Arnarfjörð og við Isafjarðar- djúp. Það hafa þeir gert í nokkur ár, enda þótt sláturhús sé á þeirra heimaslóðum. Fallþunga dilka í ár segir Sigfús vera allgóðan, en þó eitthvað minni en í fyrra. Þá voru dilkar vænir, meðalþyngdin 16,0 kg. -sbs. Sigfús Jónsson segir áforniað að slátra 7.500 til 8.000 fjár hjá fyrir- tæki sínu nú í haust. .. mm J HEi ... Hiú Mikið var unileikis í vinnslusal Ferskra afurða þegar þessi mynd var tekin. Myndir: Sigurður Bogi Hljóðbókaklúbburinn: Gefur út síðari hluta Góða dátans Svejk Ut er komin hjá Hljóðbóka- klúbbnum seinni hluti skáldsög- unnar Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek í íslenskri þýð- ingu Karls ísfelds. Það er Gísli Halldórsson leikari sem les sög- una, en upptakan var upphaf- lega gerð árið 1979 til flutnings í Ríkisútvarpinu. Fyrra bindi hljóðbókarinnar kom út í febrú- ar sl. og markaði upphaf útgáfu Hljóðbókaklúbbsins. Lesendur hafa því margir mátt bíða óþreyjufullir eftir því að heyra söguna alla. Góði dátinn Svejk er ein fræg- asta skemmtisaga sem skrifuð hef- ur verið á þessari öld og fór á sín- um tíma sigurför um heiminn. Sagan kom fyrst út á íslensku 1942-1943 og varð strax vinsæl, enda hefur hún margsinnis verið endurútgefin. í túlkun Gísla Hall- dórssonar er dregin upp eftir- minnileg mynd af dátanum Svejk og gefur það hljóðútgáfunni aukið gildi. Seinna bindi Góða dátans Svejk er á sex snældum, en alls er verkið útgefið á 12 snældum og tekur um 12 klukkustundir í flutn- ingi. Útgefandi hljóðbókarinnar Góði dátinn Svejk II er Hljóð- bókaklúbburinn. Hljóðritunin var gerð hjá Ríkisútvarpinu, en um tjölföldun sá Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Kápu hannaði Þórhildur Elín. Hljóðbókin verður fyrst um sinn aðeins seld félögum í Hljóðbókaklúbbnum og kostar 1.995 kr. Adalskodun hf. í Hafnarfirði segir ójöfn skilyrði á markaði hamla því að fyrirtækið geti hafíð störf á Norðurlandi: Verður að jafiia samkeppnisstöðu - segir framkvæmdastjórinn „Við getum ekki farið í upp- byggingu skoðunarstöðva úti á landsbyggðinni nema sam- keppnisstaða okkar og Bif- reiðaskoðunar íslands hf. sé jöfnuð. Fyrr getum við ekkert gert og nú er verið að skoða þessi mál innan dómsmálaráðu- neytisins,“ sagði Bergur Helga- son, framkvæmdastjóri Að- alskoðunar hf. í Hafnarflrði, í samtali við Dag. Samkvæmt gildandi reglugerð er skoðunarstöðvum bifreiða, sem eru í eigu einkaaðila, gert skylt að starfa einnig úti á landi og þá til jafns við þá markaðshlutdeild sem þær afla sér á Reykjavíkursvæð- inu. Aðalskoðun hf. í Hafnarfirði, sem tók til starfa seint á síðasta ári, hefur þegar aflað sér um 30% hlutdeildar á þessum markaði og er gert, samkvæmt áðurnefndri reglugerð, að hefja starfsemi úti á landi og starfa til samræmis við þann veg sem fyrirtækið hefur afl- að sér á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Bergs Helgasonar hef- ur Bifreiðaskoðun íslands hf. ýmis forréttindi sem aðrir á markaðnum hafa ekki. Hefur til að mynda um- sjón með samræmdri ökutækja- skráningu, einkaleyfi til sérskoð- unar á breyttum bifreiðum og hef- ur jafnframt betra tölvukerfi sem tryggir fyrirtækinu mun greiðari aðgang að markaði en keppinaut- arnir hafa. Aðurnefndum atriðum segir Bergur Helgason að þurfi að breyta eigi Aðalskoðun hf. að geta hafið störf úti á tandi, svo sem á Norðurlandi. Málið sé nú í skoðun innan ráðuneytis dómsmála og vonast Bergur til að það skýrist og skilyrði verði jöfnuð á næstunni. -sbs. Aðalskoðun hf. vill jafnari sam- keppnisstöðu til að geta hafið starf- semi úti á landi. : '

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.