Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 11

Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 11
IÞROTTIR Miðvikudagur 27. september 1995 - DAGUR - 11 FROSTI EIÐSSON Handknattleikur: Stefán og Rögnvald valdir til að dæma á HM kvenna Knattspyrna: Sigur ÍA ekki nógu stór ÍA sigraði Raith Rovers, frá Skotlandi í viðureign liðanna í gær á Akranesi 1:0. Skoska liðið komst þar með áfram í Evrópu- keppni félagsliða, því það sigr- aði í fyrri leiknum 3:1 og því samanlagt 3:2 í leikjunum tveimur. Skagamenn sóttu mun meira mest allan leiktímann en tókst að- eins einu sinni að skora. Marka- kóngur íslandsmótsins, Arnar Gunnlaugsson, var þar að verki, skallaði í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu Haraldar Ingólfssonar. Þrátt fyrir linnulitlar sóknir heimamanna á lokakaflanum urðu mörkin ekki fleiri. Stefán Arnaldsson. Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson hafa verið valdir af Al- þjóða handknattleikssambandinu til að dæma á heimsmeistara- keppni kvenna, sem fram fer í Austurríki og Ungverjalandi dag- ana 5.-17. desember. „Það var draumurinn að komast í þetta mót og það er ekkert skemmtilegra en að dæma kvenna- handbolta eins og hann gerist bestur í heiminum. Konurnar eru líkam- lega sterkar en þær spila „hreinni“ handbolta þar sem minna er um brot og leikirnir ganga því oft bet- ur,“ sagði Stefán þegar Dagur sló á þráðinn til hans í gær. „Keppnin er líka mikilvæg fyrir okkur að öðru leyti, ef við náðum að standa okkur vel á þessu móti er líklegt að við verðum valdir til að dæma á Olympíuleikunum á næsta ári,“ sagði Stefán. Þeir Stefán og Rögnvald vom valdir fimmtu bestu dómaramir í síðustu heimsmeistarakeppni sem haldin var hér á landi og hafa því óumdeilanlega skipað sér í flokk með bestu dómurum heims. Þetta er áttunda heimsmeistara- keppni þeirra saman á sjö árum en þeir hafa áður dæmt á tveimur A- keppnum karla, einni B-keppni, tveimur A-keppnum kvenna og tveimur heimsmeistaramótum ungl- inga. Körfuknattleikur - DHL-deildin: „Spáin kemur mér ekki á óvart“ Herferð Dómaranefnd HSÍ leggur áherslu á að handknattleiks- dómarar verði harðir á að dæma á sóknarbrot á íslandsmótinu í vetur. Nefndin sendi frá sér bréf til félaganna með upplýsingum um þau atriði sem lögð verður áhersla á, og eru þau í samræmi við það sem Dómaranefnd Al- þjóða handknattleikssambands- ins lagði hvað mesta áherslu á fyrir heimsmeistarakeppnina sl. vor. Tekið verður hart á sóknarbrot- um með bolta (ruðningi) og án bolta, s.s. ólöglegum hindrunum, gegn grófum leik hrindingum og þegar varnarmönn- um er haldið. Skýrt er tekið i'ram að fyrir grip í skothendi aftanfrá þá skuli refsa með útilokun og fyrir bakhrind- ingar með brottvísun og síðan úti- lokun. Refsa á fyrir peýsutog með áminningu og síðan með brottvís- un. Almennt skal það vera hlut- verk dómara að reyna að losa handknattleikinn við gróf brot og til að ná þvf markmiði, að beita brottvísunum eða útilokunum. í bréfinu segir jafnframt: „Stig- hækkandi refsing er tæki dómar- ans til að losa leikinn við gróf brot, endutekin brot, óíþrótta- mannslega framkomu, tuð, mót- mæli. peysutog og fleira. Henni skal beitt. Tiltal og áminning eru ekki refsingar heldur upplýsingar. Brottvísun, útilokun og brottvikn- ing eru refsingar." Slakað hefur verið á reglum varðandi varamannabekkinn. Ein- um manni er heimilt að standa fyrir framan bekkinn og vera á ferðinni svo fremi sem hann er að- eins að koma ábendingum eða hvatningu til leikmanna sinna. Kristinn Björnsson. - segir Páll Kolbeinsson, þjálfari Tindastóls, sem spáð er 10. sæti „Spáin er raunhæf og það kem- ur mér ekkert á óvart í henni. Sterkustu liðin eru í okkar riðli, Keflavík, Njarðvík og ÍR og þessi vetur verður erfiður eins og þeir síðustu,“ segir Páll Kol- beinsson, þjálfari körfuknatt- leiksliðs Tindastóls. Úrvalsdeild- in hefst annað kvöld en fyrr í vikunni komu fulltrúar liðanna saman til að spá fyrir um stöðu liðanna á keppnistímabilinu. Tindastóli var spáð 10. sætinu en Þórsliðinu 7. sæti. „Við höfum lent þeim megin þar sem flest stigin hafa lent und- anfarin ár þannig að stefnan hjá okkur verður að ná níunda eða tí- unda sætinu. Það væri eins og að vinna í happdrætti að komast í úr- slitakeppnina, en mestu máli skiptir að sleppa við fall,“ segir þjálfarinn, sem er mjög óhress með riðlaskiptingu deildarinnar. Tindastól! hefur verið mjög óheppinn, lenti í riðli með erfiðari liðunum auk þess sem sá riðill kemur mun verr út tjárhagslega, þar sem öll önnur lið riðilsins eru á sv-horninu, á stór-Reykjavíkur- svæðinu og á Suðurnesjum. Liðið er nú í A-riðlinum með Njarðvík, Keflavík, ÍR, Breiðabliki og Haukum en í B-riðlinum eru Þór, Valur, KR, Grindavík, ÍA og Skallagrímur. Sama fyrirkomulag verður á úr- slitakeppninni eins og undanfarin ár. Atta efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina en liðin í 9. og 10. sæti Ijúka þar með keppni. Liðið sem lendir í botn- sæti deildarinnar fellur niður í 1. deild en liðið í ellefta sætinu leik- ur við liðið sem lendir í 2. sæti 1. deildarinnar. „Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir veturinn og erum alla vega tilbúnir í slaginn. Við er- um með spræka stráka sem gætu komið á óvart. Liðið er ungt, en þó árinu eldra heldur en í fyrra og reynslunni ríkara. Eg vonast því til þess að leikur okkar verði held- ur stöðugri og við náum að stríða liðunum á heimavelli. Heimavöll- urinn kemur líka til með að skipta máli. Við erum með skemmtileg- an heimavöll, stóran og góðan hóp stuðningsmanna og ég veit að fyr- ir hin liðin er ekkert gaman að koma hingað." Úrvalsdeildin hefst annað kvöld og þá fara fram tveir leikir norðanlands. Tindastóll leikur við ÍR á Sauðárkróki og Þórsarar mæta Skallagrími í íþróttahöllinni á Akureyri. Tindastóli og Þór er spáð misjöfnu gengi í úrvalsdeildinni scm hefst annað kvöld. Myndin er úr leik liðanna á Greifamótinu sem fram fór fyrir skömmu. Blak: Okeypis þjálfun fýrir þá yngri í tvo mánuði Blakdeild KA hefur ákveðið að bjóða ölluin 10-13 ára krökkum ókeypis þjálfun í blaki í tvo mánuði. Eftir þann tíma geta hinir ungu iðkendur ákveðið hvort að blakið sé íþrótt fyrir þá. Blakdeildin hefur kynnt tilboð sitt í skólum á Akureyri að und- anfömu og með þessu vonast þeir til að geta vakið áhuga yngstu krakkanna á íþróttinni. KA hefur ákveðið að bjóða upp á þjálfun, bæði í fjórða aldursflokki fyrir tólf og þrettán ára krakka og í 5. flokki fyrir tíu og ellefu ára. Handknattleikur - dómgæsla: Skíöi: Leitað eftir styrkjum fyrir Kristin Skíðasambandið hefur farið þess á leit að Ólafsfjarðarbær og fyr- irtæki í bænum styrki Kristin Björnsson, landsliðsmann í alpa- greinum, til æfinga og keppni. Kristinn en nú í Austurríki við æfingar og hyggst dvelja erlendis í vetur við æfingar og keppni eins og hann gerði á síðasta ári. Handbolti: Viking byrjar vel Mótheijar KA í Evrópukeppn- inni í handknattleik, norsku bikarmeistararnir Viking frá Stavanger, unnu átta marka sigur í fyrstu umferð deildar- innar í Noregi. Viking vann 29:21, á heimavelli sínum gegn Sandefjord, en fyrirfram er búist við því að bæði liðin verði í toppbaráttunni. Það er ekkert nýtt að norsku Víkingamir byrji tímabilið vel því þeir voru í efsta sæti um jólaleytið í fyrra en luku keppni um vorið um miðja deild. Tveir landsliðsmenn eru í liðinu, Sten- ar Egge, sem er aðalmarkvörður landsliðsins og stórskyttan Run- ar Ehrland. Sá síðamefndi var reyndar ekki í byrjunarliði Sta- vanger-Iiðsins, en hann átti við meiðsl að stríða í fyrra, heldur Torbjöm Annesen, ungur leik- maður, sem skoraði átta mörk í leiknum. Næstkomandi sunnudag leik- ur liðið við norsku deildarmeist- arana, Elverum, en með því liði leikur Matthías Matthíasson, hornamaður, sem lengi lék með ÍR. íþróttaskóli fyrir börn íþróttaskóli barna 3-4 ára verður starfræktur á vegum KA í vetur með sama fyrirkomulagi og sl. vetur. Bömin koma með for- eldrum sínum eða fylgdarmanni og fá að reyna sig við ýmsar þrautir og leiki. Skólinn tekur til starfa nk. laugardag og er þeim sem hyggja á þátttöku bent á að skráning og upplýsingar em í KA-heimilinu í síma 462-3482. Blak: HK-sigur á haustmóti Haustmót í blaki var haldið sl. laugardag í íþróttahúsinu Austurbergi í Reykjavík með þátttöku sex liða í karlaflokki og þriggja liða í kvennaflokki. íslands- og bikarmeistarar HK urðu sigurvegarar í karla- flokki en Víkingsstúlkurnar í kvennaflokknum. KA sendi lið í karlaflokki og hafnaði í fjórða sæti eftir tap fyrir ÍS í leiknum um bronsið 15:9 og 15:6. KA-liðið sigraði í fyrsta leik sínum gegn Hamri 13:15, 15:0 og 15:8, tapaði fyrir Stúdentum 15:13, 11:15 og 13:15 og mátti einnig þola tap í undanúrslitunum gegn HK 15:10 og 15:10. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.