Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 3

Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 3
FRETTIR Miðvikudagur 27. september 1995 - DAGUR - 3 Formannskjörið í Alþýðubandalaginu: Félagatalan hefur tvöfaldast á Þórshöfn og í Þorlákshöfn Eftir rúman hálfan mánuð, þ.e. föstudaginn 13. október, verður ljóst hver tekur við formanns- embættinu í Alþýðubandalaginu af Ólafí Ragnari Grímssyni. Landsfundur Alþýðubandalags- ins verður haldinn 12. til 15. október nk. og eru tveir þing- menn í kjöri; Margrét Frímanns- dóttir í Suðurlandskjördæmi og Steingrímur J. Sigfússon í Norð- urlandskjördæmi eystra. A síðustu mánuðum hafa á sjö- unda hundrað manns gengið í Al- þýðubandalagið en einnig hefur nokkuð verið um það að fólk hafi verið strikað út af félagaskrá vegna vangreiddra félagsgjalda, búferlaflutnings eða af öðrum ótil- greindum ástæðum. Að sögn Ein- ars Karls Haraldssonar, fram- kvæmdastjóra Allþýðubandalags- ins, er þar um að ræða urn 500 manns. Þessu fólki hefur öllu ver- ið sent bréf og það beðið að láta vita ef það vill eiga kosningarétt í formannskjörinu og er hægt að kæra sig inn á kjörskrá allt að því að talning hefst. Það er þó háð því skilyrði að viðkomandi hafi áður verið á skrá sem flokksfélagi í Al- þýðubandalaginu. Þeir sem ekki hafa áður verið félagar í Alþýðu- bandalaginu þurfa að hafa sótt um aðild að því fyrir næstu helgi en kjörseðlar verða sendir út nk. föstudag, 29. september. Kjörseðl- ar þurfa að hafa skilað sér á fund- Skagafjörður: 24 sinnum ekið Alls hefur 24 sinnum verið ekið á búfé í umdæmi lögreglunnar á Sauðárkróki, það sem af er árs. Þetta er mun meira en verið hef- ur síðustu ár og Björn Mikaels- son yfírlögregluþjónn sagðist í samtali við Dag vera sannfærð- ur um að óhöppin yrðu fleiri en nú þegar er orðið. Hann segir eignartjón í þessum óhöppum skipta mörgum milljóna króna. Flest hafa óhöppin orðið á Öxnadalsheiði (Akrahreppi). Þar hafa þau orðið alls 10 og í Seylu- hreppi sjö. Bjöm Mikaelsson segir hross mikið halda sig á Öxnadals- heiði og þá í nágrenni vegarins. Reyndar hafi heiðin verið smöluð nú fyrir fáeinum dögum, en nokk- uð sé ennþá af hrossum á þessum slóðum, meðal annars við Fremri- Kot. Þá sé alltaf nokkuð af hross- um á Vatnsskarði, en það lands- svæði tilheyrir Seyluhreppi. Akra- og Seyluhreppar skera sig úr þegar litið er til þess hvar helst er ekið á búfé. Þar er átt við líðandi ár og eins árin 1994 og 1993. í fyrra urðu slík óhöpp í umdæmi lögreglunnar á Sauðár- króki alls 20 og 9 í hitteðfyrra. Bjöm Mikalesson segist ekki hafa haldbæra neina skýringu á því hvers vegna óhöppum af þessu tagi fjölgi jafn rnikið og raun ber vitni. Þó sé vitað að bílstjórar aki á sífellt meiri hraða og þegar bíll til dæmis á 100 km hraða lendi á hrossi sé það líkt og ekið sé á steinvegg. Því sé meginatriði að hægar sé ekið með tilliti til þessa og annars. „Við höfutn verið mikið í sam- bandi við hestamenn, landeigend- ur og hreppstjóra vegna þessara mála. Þetta þarf að lagast. Sérstak- lega höfum við lagt áherslu á að hross séu ekki á vegum þar sem lönd eru afgirt beggja vegna við veginn. En þar sem ekið er um af- rétti svo sem á Öxnadalsheiði er íþróttafélögin í Ólafsfirði fá félagsheimili - langþráður draumur að rætast Nú hillir undir að langþráður draumur íþróttafólks í Ólafs- firði rætist og þessa dagana verður væntanlega gengið frá samningi milli Ungmenna- og íþróttasambands Ölafsfjarðar, UÍÓ, og Ólafsfjarðarbæjar um byggingu félagsheimilis fyrir íþróttafélögin. Byggingin mun rísa sunnan Gagnfræðaskól- ans, milli skólans og knatt- spyrnuvallarins. 1 húsinu verður félagsstarf- semi UÍÓ og aðildarfélaga þess, þ.e. Leiftur, með knattspyrnu- deild, skíðadeild og körfubolta- ráð, Skotfélag Ólafsfjarðar, Golfklúbbur Ölafsfjarðar og hestamannafélagið. Að sögn Kristins Hreinssonar, hjá knatt- spyrnudeild Leifturs, hafa Ólafs- firðingar lengi gengið með þann draum í maganum að öll félögin fái aðstöðu á sama stað sem menn trúi að rnuni efla starf þeirra til muna. í húsinu verður einnig búningsaðstaða fyrir íþróttavöllinn, sem bætir úr brýnni þörf. íþróttahreyfingin mun væntanlega hetja fram- kvæmdir við húsið og bærinn koma inn í dæmið á síðari stig- um. Verið er að ræða um 300-400 fermetra hús og gera áætlanir ráð fyrir að það kosti uppkomið um 24 milljónir. Stefnt er á að hefja framkvæmdir hið allra fyrsta. HA arstað á Hótel Sögu í Reykjavík fyrir klukkan 13.00 föstudaginn 13. október en þá hefst talning at- kvæða. í Alþýðubandalaginu eru nú liðlega 3 þúsund manns og seg- ist Einar Karl Haraldsson fastlega reikna með því að stór hluti þeirra sem hafi verið strikaður út komi aftur inn auk þeirra sem þessa dagana er verið að skrá í flokkinn og reiknar hann með að endanleg tala verði nálægt 3.500 manns. „Aukningin á félagaskránni er langmest í kjördæmum frambjóð- endanna eða um þriðjungur aukn- ingarinnar. Mesta fjölgunin í Al- þýðubandalaginu er í uppsveitum Arnessýslu en einnig hefur félaga- tala tvöfaldast á Þórshöfn, úr 20 í ábúfé þetta erfiðara við að eiga. En ég er sannfærður um að óhöppin í ár verða fleiri, nú þegar svart haustið er framundan,“ segir Björn Mika- elsson, yfirlögregluþjónn á Sauð- árkróki. -sbs. Dalvík: Bæjarmála- punktar Framlagtil Hríngs Á fundi bæjarráðs 21. septem- ber sl. var staðfestur samning- ur við Hestamannafélagið Hring um að árlegt framlag frá Dalvíkurbæ 1996, 1997 og 1998 til félagsins nemi 1.250.000 kr. Svanhildur Árnadóttir (D) lét bóka að hún samþykkti samninginn en óskaði jafnframt eftir að samn- ingsgerð við önnur félagasam- tök verði hraðað. Ófeigur fær löggildingu Á byggingarnefndarfundi fyrr í mánuðinum var samþykkt beiðni Ófeigs Pálssonar um löggildingu sem húsasmíða- meistari á Dalvík. Sólstofa við Böggvisstaði Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi Snorra Snorrason- ar um að byggja sólstofu sunn- an við Böggvisstaði. Teikning er eftir Mikael Jóhannesson. Disk á sundlaugina Bygginganefnd frestaði að taka afstöðu til umsóknar Ung- mennafélags Svarfdæla um leyfi til að setja upp sjónvarps- disk á nýju sundlaugarbygg- inguna á Dalvík. Tæknifræð- ingi var falið að kanna mögu- leika á staðsetningu. 40 félaga, og svipuð aukning er í smala heilum íþróttafélögum í Þorlákshöfn. Ég hef það þó ekki á flokkinn eða annað sambærilegt,“ tilfinningunni að verið sé að sagði Einar Karl Haraldsson. GG Þessir heiðursmenn vinna að því að salta gærur hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri og voru þeir að ræða málin þegar Ijósmyndari blaðsins átti þarna leið hjá í vikunni. Mynd: BG. GUNNAR RAFN JÓNSSON opnan MAtVERKA SYNINGU i HekLusaL, GaLLem ALLxa Handa, á GLeRáneymm, Akuneym pösrudaginn 29. seprembeK 1995 kL.20.00 Viö opnunma Leika AmhiLdun Eyja SöLvadÓTrm og Sigunveig GunnansdÓTTm á ghan Á sýmngunm venÖa ypm 60 vawsLiTamynöm Opiö aLLa öaga pná kL. 14-19 Symngunm Lýkun 10. okwben ALLin hjanTanLega veLkomnm!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.