Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 12

Dagur - 27.09.1995, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 27. september 1995 Félagslega húsnæðis- kerfið á Akureyri: Engar íbúðir standa auðar Engar félagslegar íbúðir á Akureyri standa auðar. Eft- ir þeim er talsverð eftirspurn og þetta er í samræmi við að mikið er spurt eftir leighúsnæði hér í bænum. Þau vandræði sem íbú- ar í félagslega kerfinu eiga að hafa lent í eiga, að ég hygg, fyrst og fremst við um minni byggða- lög og þetta er þá í samræmi við atvinnuástand á hverjum stað,“ sagði Guðríður Friðriksdóttir hjá húsnæðisnefnd Akureyrar- bæjar í samtali við Dag. íbúðir í félagslega kerfinu eru nærri 600 á Akureyri. Af þeim hafa tvær verið seldar nauðungar- sölu á þessu ári og það er ekki mikið að mati Guðríðar. „Það eru litlu sveitarfélögin sem hafa barmað sér vegna hús- næðismálanna. Vandræðin með þessar íbúðir eru þau að verð þeirra fylgir lánskjaravísitölu, en ekki almennu markaðsverði. Þar sem atvinnuástand er bágt er auð- vitað slæmt að verð fasteigna sé í engu samræmi við atvinnu. Allt verður að vera í samhengi,“ sagði Guðríður Friðriksdóttir. -sbs. Sláturhús KEA á Akureyri: Mikil slátursala * OU Valdimarsson, sláturhús- stjóri KEA, segir að slátur- sala hafi farið rólega af stað, en hún hafi nú tekið kipp og sé mjög álíka og undanfarin ár. Óli segir að ungir jafnt sem gamlir kaupi slátur og mikil eftirspurn sé eftir saumuðum vömbum, sem sláturhúsið selur nú. Slátrið kostar nú kr. 489 en með fjórum saumuðum vömbum kostar það 520 krónur. Óli segir sláturtíð ganga ágæt- lega, hún stendur sem hæst þessa dagana og er meðalvigt það sem af er 15,5 kg., sem er um einu kfiói lægri meðalvigt en í fyrra. Lokjð verður við að slátra dilkum um miðjan október og verður þá hafin slátrun á fullorðnu fé. Aætl- að er að ljúka allri sauðfjárslátrun 20. október og lýkur slátursölunni sama dag. Óli segir að innmaturinn sé ekki eins vinsæll og hann var. Þó seljist hjörtun alltaf upp, en mun minni eftirspurn sé eftir bæði lifur og nýrum. Á meðan á slátrun stendur er einnig hægt að kaupa kjöt af ný- slátruðu í sláturhúsi KEÁ og segir Óli að Akureyringar noti sér þessa þjónustu ekki mikið. „Akureyr- ingar virðast vera lítið fyrir kjöt af Slátursalan var á rólegu nótunum til að byrja með en Óli Valdimarsson sláturhússtjóri segir að hún hafi tekið kipp þegar fór að snjóa. Mynd: BG. nýslátruðu, þeir vilja helst frysta kjötið áður en þeir borða það.“ Hins vegar segir Óli að bændur fái nú að taka meira kjöt heim en áður, hver heimilismaður megi taka heim 80 kg. „Ég hugsa að þessi breyting sé til komin til þess að reyna að minnka heimaslátrun- ina,“ sagði Óli. óþh Héraðsnefnd Eyjafjarðar: VIII samstarf við Akureyrarbæ í eldvarnamálum Silfurstjarnan hf. í Oxarfirði: Framleiðslan á þessu ári er áætluð 850 tonn Héraðsnefnd Eyjafjarðar hef- ur farið þess á leit við bæjar- stjórn Akureyrar að hún tilnefni fulltrúa til viðræðna við Héraðs- ráð Eyjafjarðar um samstarf um eldvarnir á svæðinu. Birgir Þórð- arson, oddviti Eyjafjarðarsveitar, segir að samkvæmt lögum eigi slökkviliðsstjóri í viðkomandi sveitarfélagi að yfirfara ailar húsateikningar áður en bygg- inganefnd samþykkir þær. Birgir segir að í mörgum sveit- arfélögum í Eyjafirði sé enginn slökkviliðsstjóri en hins vegar gegni slökkviliðsstjórinn á Akur- eyri, Tómas Búi Böðvarsson, starfi slökkviliðssstjóra á brunastað hjá nokkrum sveitarfélögum sem eru með samstarf um brunavarnir og bera heitið Brunavarnir Eyjafjarð- ar. I annan tíma gegni hann ekki starfi slökkviliðsstjóra né sinni @ VEÐRIÐ í nótt átti að vera frost á Norðurlandi og ef marka má spá Veðurstofu íslands verður norðaustangola eða kaldi í dag. Síðdegis má bú- ast við dálitlum éljum og hit- inn rétt lafir réttu megin við strikið, því spáð er 0-3 stiga hita. forvamarstarfi í eldvörnum og eins vanti mörg af sveitarfélögunum slökkviliðstjóra til að yfirfara teikningar áður en þær koma fyrir bygginganefnd viðkomandi sveit- arfélags og uppfylli með þeim hætti ákvæði í byggingareglugerð. Birgir Þórðarson segir það ekki uppi á teningnum eins og er að stefna að einu slökkviliði fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið, heldur sé hug- mynd Héraðsnefndar Eyjafjarðar að kaupa þessa þjónustu af Akur- eyrarbæ sem sé vinnuveitandi slökkviliðsstjórans. Því hafi beiðn- in verið send Akureyrarbæ en slökkviliðsstjóri hefur haft hana til umsagnar en hefur nú sent þá um- sögn til bæjarráðs Akureyrar. Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, segir að á því svæði sem fjallað hefur verið um séu starfrækt mörg slökkvilið með janfmörgum slökkviliðsstjórum og umfang for- vamarstarfs sé^ mjög misjafnt, jafnvel ekkert. í dreifbýlishrepp- unum utan Akureyrar eru starfandi tvær bygginganefndir og í engum tilfellum er eldvarnaeftirlitsmaður eða samsvarandi embættismaður boðaður á fundi bygginganefnd- anna, enda er hann ekki til í öllum sveitarfélögunum. Það er brot á núgildandi reglugerð og með bréfi Héraðsnefndar Eyjafjarðar er gerð tilraun til að „stoppa“ upp í gatið. GG Fyrsta sending á ferskum laxi til Þormóðs ramma hf. á Siglufirði frá eldisstöðinni Silfurstjörnunni hf. í Öxarfirði fór þangað sl. fimmtudag en á Siglufirði er laxinn reyktur fyr- ir Bandaríkjamarkað. Við- skiptin hafa legið niðri um hríð vegna mikilla breytinga á verk- smiðjunni, m.a. til að uppfylla kröfur heilbrigðisyfirvalda. Þegar viðskiptin voru mest seldi Silfurstjarnan hf. um 140 tonn af laxi til Siglufjarðar. Bjöm Benediktsson hjá Silf- urstjömunni hf. segir að ekki hafi verið skrifað undir nýja sölusamninga en viðskiptin hafi verið að mörgu leyti mjög þægi- leg fyrir Silfurstjömuna hf. því laxinn hafi verið fluttur ísaður í lokuðum plastpokum ofan í lok- uðum plastkömm sem rýma um 200 kg. Verðið hafi verið ásætt- anlegt þó það hafi verið lægra en á ýmsiim öðmm mörkuðum því umbúðakostnaður hafi verið sáralítill. Milli 15 og 17 tonn fara frá Silfurstjörnunni hf. á viku og er rnagnið nokkuð jafnt allar vik- urnar en í stöðinni vex fiskurinn um 2,5 tonn á dag. Fiskinum er ekið til Reykjavíkur í skip eða í flug á Keflavíkurflugvelli og fer allur ferskur. Um 20% af árs- framleiðslu stöðvarinnar er bleikja, sem fer að mestu á Bandaríkjamarkað, og er hún eitt kg og stærri á þann markað en bleikja undir einu kg að þyngd fer á Evrópumarkað. Nokkrar árstíðasveiflur eru á því hvaða verð fæst fyrir laxinn eftir stærð. Til þessa hefur stærsti laxinn verið verðmestur en verðið hefur farið lækkandi á honum að und- anförnu og að sama skapi hækk- andi á smærri fiski. Því veldur hvaða meðalstærð er hjá stærstu samkeppnislöndunum og hún hefur farið vaxandi að undan- fömu. Hjá Silfurstjörnunni hf. er mikið um hlutastörf en ársverk eru um 26 talsins. Eldið hefur gengið vel og skapast hefur tölu- verður stöðugleiki en treglega hefur gengið að greiða niður lán stöðvarinnar hjá Byggðastofnun. Því veldur m.a. að verð á laxi hefur farið heldur lækkandi þannig að framleiðsluaukning síðasta árs gerði ekki betur en að halda í horfinu. Á þessu ári er enn fyrirsjáanleg framleiðslu- aukning, heildarframleiðslan verður líklega um 850 tonn. Rætt hefur verið um að stækka eldis- stöðina og gera framleiðsluna þar með arðbærari, þ.e. að auka framleiðsluna án þess að fjölga ársstörfum við stöðina. GG Dalvík: Fjórir teknir fyrir of hraðan akstur Lögreglan á Dalvík stöðvaði Qóra ökumenn fyrir of hrað- an akstur um síðustu helgi. Þar af voru tveir á 85 km hraða inn- an bæjarmarkanna þar sem há- markshraði er 50 km. Hámarkshraði á þjóðveginum sitt hvoru megin við Dalvík er 90 km og nokkuð ber á því að fólk gleymi að hægja á sér þegar það keyrir í gegnum bæinn. Nokkuð hefur borið á kvörtunum til lög- reglunnar undanfarið vegna hrað- aksturs og stendur til að fylgjast vel með þessum málum á næst- unni. AI KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.