Dagur - 07.10.1995, Page 5
Laugardagur 7. október 1995 - DAGUR - 5
Nýtt andlit:
Tekur 4-5
tíma að undir-
búa og mynda
fyrirsætu
Á næstu mánuðum munu birtast af
og til í Degi myndir af fallegu og
vel snyrtu fólki. Hér er ekki um
frægt sýningarfólk að ræða heldur
er ætlunin að taka venjulegt fólk á
öllum aldri, fá það í hendur fag-
fólki í förðun, greiðslu og ljós-
myndun og afraksturinn verður
síðan hægt að skoða á síðum
Dags. Förðunin verður í höndum
Nönnu Yngvadóttur hjá Snyrti-
stofu Nönnu, Sólrún Stefánsdóttir,
sem rekur Hársnyrtistofuna Sam-
son, mun sjá um hárgreiðslu og
Sigríður Soffía hjá List-Mynd
myndar módelin.
Þær Nanna, Sólrún og Sigríður
hafa starfað saman í nokkurn tíma
en það var Nanna sem upphaflega
fékk hugmyndina að þessari sam-
vinnu. Hún segir að þegar allt sé
tekið saman taki yfirleitt um 4-5
tíma að undirbúa og mynda eina
fyrirsætu. Fyrst þarf að farða
módelið, síðan er það greiðslan og
lokapunkturinn er myndatakan.
„Við erum búnar að vinna afskap-
lega vel saman og það er mjög
gaman að þessu verkefni," segir
Nanna.
- Hvernig útvegið þið fyrirsæt-
ur?
„Við auglýstum á sínum tíma
og þeir sem höfðu áhuga sendu
inn myndir. Ég fékk 60-70 myndir
sendar og enn eru að berast fleiri
myndir. Fyrst fengum við aðallega
myndir af ungum stúlkum en nú
fáum við myndir af stúlkum á
öllum aldri og það er mjög gaman.
Við viljum taka venjulegt fólk,
ekki sýningarstúlkur, heldur bara
venjulegt fólk. Auðvitað kemur
það misjafnlega út á mynd því
sumir eru stressaðir fyrir framan
myndavélina. Það getur stundum
verið erfitt en allir hafa þó gaman
af þessu ekki síst módelin sjálf,“
segir Nanna.
Módelin sem þær stöllur hafa
tekið fyrir fram að þessu hafa flest
verið konur, bæði vegna þess að
fleiri konur hafa sýnt áhuga og
eins eru möguleikarnir færri þegar
unnið er með karlmann. Þó hafa
þær verið með karlmenn líka og
aldrei að vita nema óvæntir gestir,
sem lesendur þekkja frá öðrum
vettvangi, eigi eftir að sýna á sér
nýja hlið í útlitsþætti þeirra
Nönnu, Sólrúnar og Sigríðar. AI
^ Fyrsta skrefið í um-
breytingunni er förðun-
in. Hér er Nanna að
byrja að farða fyrsta
módelið sem mun birt-
ast í Degi, Önnu Maríu
McCrann.
Lögmannavaktin á Akureyri:
Veitir almenningi ókeypis rádgjöf
- nafnleynd heitið
Nútímaþjóðfélagið verður sífellt
flóknara og oft getur það reynst
hinum almenna borgara erfitt að
fóta sig í frumskógi laga og reglu-
gerða. Lögmenn á Akureyri, í
samvinnu við starfsfólk Akureyr-
arkirkju, halda uppi lögmannavakt
þar sem almenningi gefst kostur á
ókeypis lögfræðiráðgjöf. Mark-
miðið er að mæta vaxandi þörf al-
mennings við að fá upplýsingar
um réttarstöðu sína í nútímaþjóð-
félagi.
Lögmannavaktin á Akureyri
var starfrækt í fyrsta sinn síðasta
vetur og ákveðið hefur verið að
halda þjónustunni áfram í vetur.
Ólafur Birgir Árnason, hæstarétt-
arlögmaður á Akureyri, segir að
þjónustan hafi verið notuð tölu-
vert fyrst þegar hún hafí farið af
stað en síðan hafi ásóknin minnk-
að. Það hafi því verið nokkur um-
ræða meðal lögmannanna hvort
þörf væri á þessari þjónustu. Nið-
urstaðan var þó sú að halda áfram
með lögmannavaktina en í vetur
og verður hún tvisvar í mánuði en
ekki einu sinni í viku eins og var í
fyrravetur. „Við verðum sennilega
um 8 tíma í senn. Ef aðsóknin
verður meiri lengjum við bara
tímann," segir Ólafur.
Lögmannavaktin er staðsett í
Safnaðarheimili Akureyrarkirkju
og það eru ekki síst prestamir sem
leggja mikið upp úr að þjónust-
unni verði haldið áfram. Ólafur
segir að stundum komi fyrir að
fólk leiti til prestanna með vanda-
mál sem séu lögfræðilegs eðlis og
þá sé gott að geta vísað á Lög-
mannavaktina.
Þeir sem vilja notfæra sér Lög-
mannavaktina geta pantað tíma í
síma Safnaðarheimilisins. Við-
komandi þarf ekki að segja til
nafns né hvers eðlis mál hans sé
heldur fær hann úthlutað tíma og
númeri. Ekki er hægt að velja um
hvaða lögmann er talað við og
ekki er gefið upp hver er á vakt
hverju sinni. Ráðgjöfin takmark-
ast við munnlega ráðgjöf og er
miðað við að hver fái um 15 mín-
útuna viðtal en ekki meira en 30
mínútur. Ef þörf er talin vísa lög-
mennirnir fólki áfram til annarra
lögmanna, stjórnvalda eða annarra
eftir því hvað við á hverju sinni.
Gengur skrefi lengra en
símaþjónusta
Ólafur segir að sambærilega þjón-
ustu og Lögmannavaktin veiti sé
að finna víða erlendis. Hérlendis
hafa ýmsir aðilar veitt almenningi
ókeypis lögfræðiaðstoð en í mörg-
um tilfellum er aðstoðin í tengsl-
um við ákveðin félög t.d. stéttarfé-
lög eða Neytendasamtökin. Félag
laganema, Órator, hefur einnig um
árabil veitt almenningi ókeypis
lögfræðiaðstoð með símaþjónustu.
Ólafur segir þjónustu Orators hafa
á sér gott orð og þangað leiti
margir. Lögmannavaktin gangi
hinsvegar skrefi lengra. í fyrsta
lagi séu þar starfandi lögmenn
með reynslu, en ekki laganemar,
og í öðru lagi fái fólk tækifæri á
að fara og hitta löginennina frekar
en að tala í síma. „Þegar allt er í
gegnum síma sér sá sem veitir
ráðgjöf ekki fólkið og getur ekki
skoðað nein gögn um málin en oft
getur verið erfitt að átta sig á
málavöxtum þegar maður þarf að
treysta eingöngu á frásagnir þeirra
Ólafur Birgir Árnason,
hæstaréttarlögmaður:
„Oft leitar fólk til okkar
með eitthvað sem það er
búið að velta fyrir sér og
hafa áhyggjur af árum
saman og svo er hægt að
leysa málið á korteri."
Mynd: BG
sem hringja og er ekki með nein
gögn í höndunum," segir Ólafur.
Ólafur Birgir bendir á að þeir
sem búi utan Akureyrar og sjái sér
ekki fært að koma og tala við lög-
fræðing geti líka notfært sér þjón-
ustu Lögmannavaktarinnar. „Þeir
sem þannig er ástatt um fá líka út-
hlutað ákveðnum tírna en þeir
þurfa að gefa upp símanúmer og
síðan hringjum við í þá. Við get-
um að vísu ekki skoðað skjöl eða
önnur gögn þegar þessi háttur er
hafður á nema fólk sendi þau.“
Spurt um allt milli himins
og jarðar
Bæði karlar og konur leituðu til
Lögmannavaktarinnar á síðasta ári
þó karlamir væru heldur fleiri.
Flestir voru á aldrinum 30-65 ára
en þó voru dæmi um að fólk undir
20 ára aldri leitaði eftir ráðgjöf.
Ólafur segir að spurt sé um allt
mögulegt. Til dæmis hafa komið
fyrirspurnir um skaðabótamál,
fasteignir, dánarbús- eða gjald-
þrotaskipti, greiðsluerfiðleika,
erfðamál, hjónaskilnað og sam-
búðarslit svo eitthvað sé nefnt.
„Það er eiginlega fátt sem er ekki
spurt um,“ segir hann.
Stundum ráðleggja lögmenn-
irnir fólki að leita sér lögmannsað-
stoðar eða vísa á aðra aðila sem
geta veitt aðstoð. Ólafur segir að
fiest málin séu þó leyst á staðnum
og raunar hafi það konrið á óvart
hve mörg mál hafi verið hægt að
leysa í 15 mínútna viðtali. „Oft er
þetta eitthvað sein fólk er búið að
velta fyrir sér og hafa áhyggjur af
árum saman og svo er hægt að
leysa málið á korteri." AI