Dagur - 07.10.1995, Side 6

Dagur - 07.10.1995, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 7. október 1995 Myndir: Sigurður Bogi. höfuðstöðvar SH á Akureyri. Gylfi Þór Magnússon forstöðumaður Akureyrarskrifstofu SH: „Eram að slípa og stilla strengi“ Gylfi Þór Magnússon veitir skrifstofu SH á Akureyri forstöðu. „Þeir sem skipta við fyrirtækið eiga á engan hátt að finna hvort sá sem þeir lcita til er staðsettur í Reykjavík eða á Akureyri.“ Líkt og Islendingarnir sem námu land á sléttunum vestur í Kanada fyrir rösklega 100 árum má á sama hátt segja að landnemar geri nú innrás á Akureyri. Um þessar mundir eru nokkrir tugir nýs fólks að flytjast í bæinn, en það gerist samfara því að Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna flytur í bæinn tals- verðan hluta starfsemi sinnar. Blaðamaður Dags ræddi við hina nýju landnema fyrir nokkrum dögum og kjaminn í máli þeirra er sá, að gott sé að búa fyrir norðan. Forsaga máls þessa er slagur- inn um viðskiptin við Útgerðarfé- lag Akureyringa í byrjun árs. Stærstu fisksölufyrirtæki landsins, íslenskar sjávarafurðir og Sölu- miðstöðin, tókust þar á, en lyktir málsins urðu að SH hélt áfram sölustarfsemi fyrir ÚA. í samn- ingum þar um var skilyrt að SH færi með nokkurn hluta starfsemi Flytja með þrjú börn norður: Erum ekkí farin enn í Sjallann Hjónin Ragnheiður Valdimars- dóttir og Svavar Jóhannsson eru meðal þess fólks, sem tók þá ákvörðun að flytjast til Akureyrar með starfsemi SH norður. Bæði vinna þau hjá fyrirtækinu; Ragn- heiður í útflutningsdeild og Svav- ar á birgðalager. „Nei, við höfum engin tengsl við Akureyri, önnur en þau að hafa komið hingað sem ferða- menn. Það var auðvitað ögrandi að flytjast hingað, en við ákváðum að slá til. Höfum keypt hér íbúð og erum ákveðin í að búa hér í tvö ár að minnsta kosti. Nei, við höf- um ekki ennþá farið í Sjallann," sagði Ragnheiður. Ragnheiður á fyrir 10 ára dótt- ur, Ágústu, og býr faðir hennar hér á Akureyri. Síðan eiga þau Svavar þriggja ára tvíburastelpur, Steinunni og Stefaníu. „Þetta er Ragnheiður og Svavar ásamt dætr- um sínum, þeim Ágústu, Stein- ^ unni og Stefaníu. Mynd: BG. ^ góður kostur fyrir elstu stelpuna að geta verið meira með pabba sínum og þær yngri verða sjálfsagt ekki lengi að kynnast jafnöldr- um,“ segir viðmælandi okkar. -sbs. sinnar norður, alls 31 starf. Það er þriðjungur starfsmanna fyrirtækis- ins. Þá mun Umbúðamiðstöðin hf., sem er dótturfyrirtæki þeirra hraðfrystihúsa sem skipta við SH, flytja umbúðalager sinn til Akur- eyrar og starfrækja þar eina til tvær framleiðslulínur. Við það munu starfa um 12 manns. „Þetta er allt að slípast til og við erum að stilla saman strengi deilda fyrirtækisins sem nú verða á tveimur stöðum. Um tveir þriðju hlutar starfseminnar verða í Reykjavík en nærri þriðjungur hér á Ákureyri, í svonefndu Lindu- húsi, sem margir eru nú famir að nefna SH-húsið,“ segir Gylfi Þór Magnússon. Hann er fram- kvæmdastjóri markaðsdeildar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna jafnframt því að veita hinni nýju Akureyrarskrifstofu forstöðu. Það eru ákveðnir hlutar úr öll- um deildum rekstrar SH sem flytjast norður. Innkaupadeild er þar á meðal og verður stýrt frá Akureyri, enda þótt nokkur hluti verði eftir sem áður staðsettur í Reykjavík. Stærstur hluti gæðaeft- irlits er staðsettur nyrðra sem og skoðunarstofa. Þá er útflutnings- deild að hluta komin norður og öllum útflutningi til Frakklands og Bretlands verður stýrt í gegnum Akureyri. „Það er samgöngutækni nútím- ans sem gerir það mögulegt að starfsemi fyrirtækisins sé á tveim- ur stöðum, á sitt hvoru landshorn- inu. Þeir sem skipta við fyrirtækið eiga á engan hátt að finna hvort sá sem þeir leita til er staðsettur í Reykjavík eða á Akureyri," sagði Gylfi Þór Magnússon. Skrifstofur SH verða á efstu hæð Linduhússins við Hvanna- velli. Á jarðhæð og miðhæð verð- ur Umbúðamiðstöðin með sig og sína. -sbs.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.