Dagur - 25.10.1995, Side 6

Dagur - 25.10.1995, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 25. október 1995 Drög aö nýrri lögreglusamþykkt fyrir Akureyri til umfjöllunar í bæjarkerfinu: Lögreglusamþykkt er ekkí grundvallar- plagg í starfi okkar - segir Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn Baldur Dýrfjörð er bæjarlögmaður Akureyrar. Hann bindur vonir við að hin nýja lögreglusamþykkt hafí öðlast gildi ekki síðar en um áramót. Til umfjöllunar hjá bæjarstjórn Akureyrar eru þessa dagana drög að nýrri lögreglusamþykkt fyrir bæinn. Sú sem í dag er gild- andi var staðfest 1954 og er um margt ekki í takt við daginn í dag. Baldur Dýrfjörð bæjarlög- maður hefur sett saman drög að nýrri lögreglusamþykkt sem nú er til umfjöllunar í bæjarkerfinu. Hann segir að sjálfsagt eigi drög- in eftir að breytast talsvert við umfjöllun manna á meðal, en hann bindur þó vonir við að hún verði samþykkt öðru hvoru meg- in við komandi áramót. Drögin að nýju lögreglusam- þykktinni eru mun skýrari, knapp- ari og skorinyrtari en í gildandi samþykkt. Efnislega eru báðar samþykktirnar þó keimlíkar, en sú nýja tekur þó mið af þjóðfélagsað- stæðum dagsins í dag, en ekki þeim sem voru gildandi fyrir nær 40 árum. Að sögn Baldurs lágu drög að nýrri lögreglusamþykkt Akureyrarbæjar fyrir um tíu árum. Þá dagaði málið uppi og þykir það miður, en þeir sem blaðið ræddi við segja að brýnt sé að ný sam- þykkt komist í gildi. Almennir mannasiðir Fjölmörg atriði lögreglusamþykkta lúta beinlínis að því að fólk skuli viðhafa almenna mannasiði í dag- legri breytni sinni. Nefna má þau ákvæði að uppþot og áflog eru bönnuð á almannafæri; að ekkert má aðhafast sem veldur ónæði eða raskar næturró manna; að ganga á vel um á almannafæri; að ekki skal troða gróður niður eða slíta upp blóm og ekki má raska friði fugla í tjömum. Þetta er meðal atriða í fyrsta kafla væntanlegrar sam- þykktar sem fjallar um reglu, vel- sæmi og almennt öryggi á al- mannafæri. Annar kafli draganna að lög- reglusamþykktinni fjallar um góða umgengnishætti og hreinlæti á al- Lögreglumenn lenda í ýmsu háskalegu í starfi sínu. Hér fást þeir við einn góðborgara sem hefur lent í hálku á svell- inu. Ólafur Ásgeirsson er aðstoðaryfírlögregluþjónn á Akureyri. Hann segir að í löggæslustarfi sé fremur tekið mið af landslögum en lögreglusamþykktum hvers byggðarlags. mannafæri. Þar segir að öllum beri að ganga vel um og skemma ekki hús né krota á veggi þeirra. Ekki má troða niður ræktaða bletti og bannað er að slíta upp blóm; rusl má ekki frá sé fleygja á víðavangi; og frið fugla í tjömum á Akureyri má ekki raska. í þriðja kafla, sem lýtur að almennum reglum um ör- yggi á almannafæri, segir að með- ferð vatns, svo sem við glugga- þvott, sé óheimil nema í frostlausu veðri og haga skuli þvottinum Stofnlánadeild landbúnaðarins Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur eftirfarandi eignir til sölu: Vesturberg 6, Reykjavík...................íbúö, 4. h. t.h., 4 herbergja. Sláturhús/frystihús, Saurbæjarhreppi, Dal.Sauðfjársláturhús & frystihús. Dýrholt, Svarfaðardalshreppi, Ey.Loðdýraskálar. Þverá, Svarfaðardalshreppi, Ey............Jörð Skógahlíð, Reykjahreppi, S-Þing....Jörð Norður Skálanes I, Vopnafjarðarhreppi, N-Múl.Loðdýraskálar. Lindarhóll, Tunguhreppi, N-Múl.....Jörð. Réttarholt, Gnúpverjahreppi, Árn...Loðdýrajörð. Alifuglasláturhús Árnesi, Gnúpverjahreppi, Árn.Kjúklingasláturhús, án búnaðar. Árgil, Biskupstungnahreppi, Árn................íbúðarhús. Stærri Bær II, Grímsneshreppi, Árn.............íbúðarhús & loðdýraskálar. Upplýsingar um eignirnar gefa Þorfinnur Björnsson og Gunnar M. Jónasson, sími 525 6430, fax 525 6439. Stofnlánadeild landbúnaðarins, Laugavegi 120,105 Reykjavík. þannig að sem minnst óþægindi stafi af fyrir vegfarendur. A al- mannafæri má ekki nota skotvopn, ganga með logandi blys eða kveikja í bálköstum nema með leyfi lögreglustjóra. Tilkynna skal lögreglustjóra um fyrirhugaðar úti- samkomur. Þá segir í 14. grein samþykktarinnar sem er í nefndum kafla að lögreglustjóra sé heimilt að banna öllum óviðkomandi, sem ekki eiga brýnt erindi í skip sem liggja við bryggju, umferð um borð í þau. í þeim kafla sem fjallar um um- ferð og ökutæki er reglugerð sem heyrir til nokkurra nýmæla. Þar segir að allir sem ferðist um á reið- hjólum, hjólabrettum og hjóla- skautum skuli nota hlífðarhjálma. Þetta ákvæði heyrir til nýmæla hér á landi og segir Baldur Dýrfjörð að ánægjulegt væri ef Akureyring- ar yrðu fyrstir bæjarfélaga á land- inu að lögleiða notkun reið- hjólahjálma. Fyrir slíku ætti að vera lagastoð þegar dómsmálaráð- herra staðfestir lögreglusamþykkt- ina í heild sinni. Vitnum sjaldan til lögreglusamþykktar í samtali við Dag sagði Ólafur Ás- geirsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á Akureyri að í löggæslu- starfi væri lögreglusamþykkt hvers byggðarlags ekkert grundvallarp- lagg, en þannig hefði verið áður. „Við erum mikið að atast í málum; svo sem umferðarlagabrotum og mörgu öðru sem kemur til kasta lögreglu og heyrir þá undir önnur lög. I skýrslum okkar vitnum við mjög sjaldan til lögreglusam- þykkta,“ sagði Ólafur. Hann sagði ennfremur að lögreglusamþykkt Akureyrar hefði ekki verið kynnt fyrir ungum og nýjum mönnum sem koma í lögreglulið bæjarins. Svo lengi hefði samþykktin verið í endurskoðun, að með allt slíkt hefði verið beðið. Þó væri fyrirsjá- anlegt að efna yrði til víðtækrar kynningar í liðinu þegar hin nýja lögreglusamþykkt hefði verið sam- þykkt af bæjarstjóm. Núgildandi lögreglusamþykkt er barn síns tíma, enda þótt mörg ákvæði hennar gefi alla möguleika á að halda góðu skikki í bænum. Sum ákvæðin eiga þó alls ekki lengur við í dag og hljóma sem gamanmál. Bannað að synda nakinn við bryggjur I 8. grein samþykktarinnar segir meðal annars að enginn megi baða sig eða synda nakinn við bryggur bæjarins - eða annarsstaðar svo nærri landi eða skipum í höfninni að hneyksli valdi. 13. grein kveður meðal annars á um að sölumönn- um sé bannað að gera vart við sig með ópum og köllum „eða'annarri háreysti, einkum frá náttmálum til dagmála,“ einsog þar segir. Og í 14. grein segir síðan að án leyfis húsráðenda megi enginn láta fyrir- berast í eigum annars manns, svo sem á húsþökum. I 56. grein lögreglusamþykktar segir svo: „Naut, sem farið er með um bæinn, skulu ávallt leidd í bandi, þannig útbúnu að auðvelt sé að hafa vald á nautinu og tveir fullorðnir karlmenn fylgja hverju nauti. Ekki má láta naut standa úti gæzlulaust.“ Og 74. grein kveður á um að í valdi lögreglustjóra og undirmanna hans sé heimilt að leysa upp sjónleiki, dansleiki, sam- söng eða hverslags skemmtanir sem brjóti í bága við almennt vel- sæmi. Þá megi lögreglustjóri jafn- framt skóða kvikmyndir sem tekn- ar eru til sýninga og banna þær, ef skaðlegar og siðspillandi séu. -sbs.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.