Dagur - 25.10.1995, Síða 11

Dagur - 25.10.1995, Síða 11
Miðvikudagur 25. október 1995 - DAGUR - 11 Hrísey: Samvinna sveitarfélaga er mikilvægt hagsmunamál okkar - segir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri Bifvélavirki óskast Óskum eftir að ráða bifvélavirkja sem fyrst. Upplýsingar ekki veittar í síma. / \ Bifreiðaverkstæði „Hérna í eynni voru íbúar skráðir 277 þann 1. des- ember í fyrra. Ég hef ekki fylgst náið með þessu, en þetta er að hlaupa til og frá eitthvað í kringum þessa tölu. Sveiflurnar eru litlar. Þegar ein fjöl- skylda fer héðan kemur önnur í staðinn. Það sem hins vegar háir okkur er að hér skortir leiguhús- næði. Töluvert er hringt og spurt um húsnæði og til eru sjómenn sem sótt hafa verulega stíft að fá pláss á bátum héðan. Hér er ágætt atvinnuástand,“ segir Jónas Vigfússon, sveitarstjóri í Hrísey. Talsverðar framkvæmdir hafa ver- ið í gangi í Hrísey að undanförnu. Unnið hefur verið að endurbótum við höfnina og steypt þekja á hluta hafnarsvæðisins. Þá er jafnframt unnið að ýmsum öðrum hafnar- bótum, en framkvæmdir þessar miða í heild sinni að því að þar geti komið inun stærri skip en ver- ið hefur til þessa. Nú eiga að geta lagst að bryggju í Hrísey, allt að 70 metra löng skip. Ekki er til staðar fjárveiting frá ríkisvaldinu til þessa verkefnis - og lánar Vita- og hafnamálaskrifstofan peninga til framkvæmda. Á meðan bíða aðrar umfangsmeiri framkvæmdir í eynni. Jónas Vigfússon segir að at- vinnuástand í eynni sé allgott og hann bindur jafnframt vonir við að samstarf KEA við útgerðarfélagið Snæfelling í Ólafsvík muni tryggja nægt hráefni til vinnslu í Fiskvinnslustöð KEA í eynni. Samningar þar að lútandi hafi ver- ið gerðir. „Við höfurn verið með nokkuð háar meðaltekjur á hvern íbúa,“ segir Jónas Vigfússon. I þróun hafa verið hugmyndir um frekara samstarf sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu um ýmis málefni. Þannig segir Jónas brýnt að almenningssamgöngur á þessu svæði verði efldar með það fyrir Jónas Vigfússon er sveitarstjóri í Hrísey. Hann segir fjölda feröanianna koma í eyna á hverju sumri, en þeir skilji þó litlar tekjur eftir. augum að það geti verið eitt at- vinnusvæði. Að áætlunarbílar leggi upp frá Ólafsfirði og Akur- eyri snemma morguns og þeir rnætist á miðri leið, á Árskógs- sandi, og þannig geti íbúar af öllu svæðinu sótt atvinnu til sitt hvorr- ar áttar. Þessar rútuferðir yrðu síðan stilltar saman við ferðir Hríseyjarferjunnar Sævars. Þessar hugmyndir hafa enn ekki orðið að veruleika, en Jónas vonast til að svo verði innan fárra ára. Þá vænt- ir hann þess jafnframt að samstarf sveitarfélaga náist um almanna- vamir, barnavemdarmál, bruna- varnir og mörg fleiri samfélags- verkefni. Fjöldi þeirra ferðamanna sem heimsækir Hrísey á sumri hverju hefur aukist stórum á síðustu misserum. Skiptir fjöldi þessara ferðamanna orðið þúsundum, en á hinn bóginn skilja þeir ekki ýkja miklar tekjur eftir sig, segir Jónas. „Þessir ferðamenn koma hingað og stoppa í nokkrar klukkustundir. Þeir fara hér kannski í sund og sumir borða á veitingahúsinu Brekku eða á skyndibitastaðnum Snekkjunni. Hér er gistiaðstaða í Brekku og skólanum og tjald- svæði er hér einnig og á því eru fyrirhugaðar endurbætur á næsta ári. Þá höfum við einnig verið að ræða um að koma hér upp há- karlaminjasafni, en þetta eru enn- þá hugmyndir,“ sagði Jónas Vig- fússon. -sbs. Unnið er að hafnarbótum í Hrísey þessa dagana og er það stærsta verkefnið sem er í gangi í eynni nú. Myndir: sbs. BSV Sigurðar Valdimarssonar v j Óseyri 5 - Sími 462 2520 - Akureyri Sjávarfréttir ,95/,96 Handbókin Sjávarfréttir ’95/’96 er komin út hjá Fróða hf. Bókin kemur út í upphafi hvers físk- veiðiárs og er send öllum áskrif- endum vikublaðsins Fiskifrétta endurgjaldslaust en er boðin öðr- um til kaups. I bókinni er að finna margvís- legar upplýsingar sem starfsmenn í sjávarútvegi og þjónustuaðilar í greininni þurfa á að halda. Þar er m.a. skrá yfir öll íslensk þilfars- skip, sem er frábrugðin öðrum skipaskrám að því leyti, að auk hefðbundinna upplýsingar um skipin er þar að finna heimilis- föng, símanúmer, faxnúmer og kennitölur útgerðaraðila skipanna. Einnig er sérstök skrá yfir alla smábáta sem hafa farsíma. Þá er birt sundurliðuð dagskrá yfir öll helstu fyrirtæki sem þjónusta sjáv- arútveginn og ftarleg skrá yftr út- flytjendur sjávarafurða og þær af- urðir sem þeir flytja út. Af öðru efni bókarinnar má nefna ágrip af skýrslu Hafrann- sóknastofnunar um ástand fiski- stofna, upplýsingar um aflaþróun helstu fisktegunda á íslandsmið- um, veiðar Islendinga utan land- helgi, veiðar útlendinga í íslenskri lögsögu, sölu á fiskmörkuðum heima og erlendis og fleira. Síðast en ekki síst er svo birtur kvóti allra fiskiskipa, skrá yfir kvóta- hæstu sjávarútvegsfyrirtækin og upplýsingar um hlutdeild ein- staikra verstöðva í heildarkvótan- um. Skipaskrá og kvótaskrá Sjávar- frétta eru einnig fáanlegar á tölvu- diski.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.