Dagur - 25.10.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 25.10.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Miðvikudagur 25. október 1995 - DAGUR - 15 FROSTI EIÐSSON Blakleik frestað Ekkert varð af leik KA og HK, sem fram átti að fara í KA- heimilinu í gærkvöld. Ekki var flogið frá Reykjavík vegna veðurskilyrða og leiknum var frestað af þeim sökum. Hann hefur verið settur á nk. þriðju- dag klukkan 19:30. Lárus Orri með Lárus Orri Sigurðsson lék all- an leikinn með Stoke er liðið gerði jafntefli við Derby, 1:1 um síðustu helgi og hefur Lár- us ekki misst úr deildarleik með liðinu. Þorvaldur Örlygs- son var ekki í leikmannahópi liðsins. Stoke leikur gegn efsta liði úrvalsdeildarinnar, New- castle, í bikarkeppninni í kvöld. Þá sigruðu Dean Martin og félagar í Brentford, Peter- borough 3:0 í 2. deildinni og lék Martin með allan leikinn. Tímarit um skíðaíþróttina Nýlega kom út skíðablaðið Skíðalíf og mun það vera í fyrsta skipti sem tímarit er gef- ið sérstaklega út sem fjallar eingöngu um skíðafþróttina. Stefnt er að því að gefa ritið út fimm sinnum á ári og verður það selt í smásölu og áskrift. Meðal efnis í fyrsta tölublað- inu er viðtal við Daníel Jak- obsson skíðagöngumann, sagt frá þjálfaranámskeiði sem haldið var á Akureyri og fleira. Blaðið er 40 síður, að mestu prentað í lit og lausasöluverð þess er 590 krónur. Þórsstrákar sigursælir í körfubolta Sjöundi flokkur Þórs í körfu- knattleik sigraði í C-riðli á fjölliðamóti, sem fram fór í Iþróttahúsi Fjölnis í Reykjavík fyrir stuttu. Þórsaramir sigruðu Fjölnisstrákana 35:23, Stjöm- una 44:17 og Tindastól 44:21 og færðust þar með upp í B- riðlinn, en leikið verður í hon- um 11. og 12. næsta mánaðar. Gunnar Konráðsson var stiga- hæstur Þórsara í keppninni með 58 stig, Baldvin Þor- steinsson skoraði 17 og Birgir Þór Þrastarson 12. Völsungur sterkastur Völsungur varð sigurvegari á fyrsta fjölliðamótinu í Norður- landsriðlinum í 3. flokki kvenna, sem frani fór í íþrótta- höllinni á Akureyri á laugar- daginn. Þrjú lið tóku þátt í mótinu, auk Völsungs, Akur- eyrarliðin Þór og KA. Völs- ungur og KA skildu jöfn í fyrsta leiknum 17:17 og síðan sigraði KA Þór 13:7. Þórs- stúlkumar iéku síðan strax á eftir við Völsung og virtust að- eins hafa þrek framan af leikn- um. Lokatölur urðu 22:10. Völsungur og KA fengu því þrjú stig en markatala Húsa- víkurliðsins var sex mörkum betri. Handknattleikur - B-liöakeppnin: Algengt að lið mæti ekki til leiks Völsungur, sem keppir í B-liða- keppninni á Islandsmótinu í handknattleik, hefur byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu fjóra leiki sína, þrátt fyrir að hafa aðeins þurft að leika tvo leiki í mótinu. Völsungar sigruðu Selfoss á heimavelli 23:17 og lögðu síðan Aftureldingu í Mosfellsbæ, 23:21. Síðasti leikur liðsins var síðan gegn Víkingi á Húsavík en Vík- ingar mættu ekki til leiks og Völs- ungi var því dæmdur sigur, 10:0. Það er í annað skiptið í vetur sem að lið mæta ekki til leiks gegn Völsungum. Valsarar mættu ekki á eigin heimavöll gegn þeim í 1. umferðinni en drógu lið sitt út úr deildinni skömmu síðar. Magnús Ingi Eggertsson, þjálf- ari Völsungs, segist vera mjög óhress með það hve vel lið sleppi frá því að gefa leiki og viðurlög eru lítil. Víkingar þurfa til að mynda aðeins að inna af hendi 15.000 króna sektargreiðslu sem rennur til HSÍ en það er mun minni upphæð en liðið hefði þurft að greiða fyrir ferðalag frá Reykjavík til Húsavíkur. Á meðan viðurlögin eru ekki strangari en þetta má því búast við að lið sjái hag sinn í að mæta ekki til leiks og svo kann að fara að óvenju margir leikir deildarinnar lykti með 10:0 sigri heimaliðanna. Næsti leikur Völsungs er í kvöld, á Húsavík. Liðið mætir Ögra og hefur það heyrst að liðið muni mæta til Húsavíkur. Leikur- inn hefst klukkan 18. Skíði - Akureyri: Sömu þjálfarar í eldri aldursflokkum „Komum með því hugar- fari að sækja tvö stig“ - segir Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem mætir KA í kvöld „Þetta verður mjög erfiður leik- ur þessi lið gefa hvort öðru ekki neitt, það er alveg á hreinu. Þetta er mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið, ekki síst fyrir Stjörnuna því það yrði þá þriðji tapleikur liðsins í röð og það yrði nokkuð með öðrum hætti en þeir ráðgerðu veturinn. Eg á því von á hörkuleik og við þurf- um að leika vel til að sigra,“ seg- ir Alfreð Gíslason, þjálfari KA, þegar Dagur sló á þráðinn til hans í gær. Leikur liðanna í KA-heimilinu hefst klukkan 20 en það er fyrsta viðureign liðanna frá því í úrslita- keppninni sl. vor þegar KA tryggði sér áframhaldandi þátttöku í úrslitakeppninni með því að leggja Stjömuna að velli í Garða- bænum. Leikurinn dró dilk á eftir sér fyrir Stjömuna, áhangendur liðsins veittust að dómurum leiks- ins og í kjölfarið var Garðabæjar- liðið dæmt til að leika fyrsta heimaleik sinn í haust fyrir luktum dyrum. Þess má geta að Stjaman sigraði KA í báðum deildarleikj- um liðanna sl. vetur en KA sló Stjömuna út 2:1 í úrslitakeppn- inni. Stjaman byrjaði mjög vel í haust og var í toppsætinu ásamt KA í fyrstu umferðunum. Hlut- skipti liðanna hefur hins vegar verið misjafnt að undanförnu, Ak- ureyrarliðið hefur haldið sig- urgöngunni áfram en Stjaman hef- ur mátt þola töp í tveimur síðustu leikjum sínum, gegn Aftureldingu og Haukum í spennandi viður- eignum. Viggó Sigurðsson, þjálfari Stjömunnar sagði að ófarimar frá því sl. vor mundu ekki sitja í leik- mönnum. „Við eigum vinnings- möguleika og komum með því hugarfari að sækja tvö stig. Til þess þurfum við þó að spila betur en við höfum gert í síðustu leikj- um okkar, það verður erfitt að ná stigunum því KA-menn eru geysi- sterkir og sjálfsagt með besta heimavöll landsins í dag,“ sagði Viggó, sem oftast hefur verið óragur við að reyna ýmsar útfærsl- ur í varnarleik. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þó hann reyndi að finna leiðir til að stöðva Patrek Jóhannesson og Julian Duranona, eða „Dúndranúna“ eins og hann er kallaður af sumum stuðningsmönnum KA-liðsins, en þeir hafa verið atkvæðamiklir í síðustu leikjum liðsins. Dómarar í kvöld verða þeir Þorlákur Kjart- ansson og Einar Sveinsson. Handknattleikur -1. deild karla: Johann G. Jóhannsson, hornamaður KA, verður í eldlínunni í KA-heimilinu í kvöld þegar KA mætir Stjörnunni. Mynd: BG Skíðaráð Akureyrar hefur geng- ið frá ráðningu flestra þjálfara fyrir veturinn en þeir verða 14 eða 15 talsins í vetur. Sömu þjálfarar eru með fullorðins- fiokkana, 13 ára og eldri og í fyrra, en það eru þeir Guð- mundur Sigurjónsson og Gunn- ar Reynisson, sem sjá um þjálf- un í alpagreinum karla og kvenna. Haukur Eiríksson verður með eldra göngufólkið og Kári Jóhann- esson með tólf ára og yngri. Ekki hefur verið gengið frá ráðningu á þjálfurum í flestum yngri flokk- anna en ljóst er að Ingólfur Gísla- son og Gunnlaugur Magnússon verða þjálfarar hjá 10-12 ára krökkum í alpagreinum. Skíða- hópar hófu þrekæfingar fyrir rúm- um mánuði. Ekki hefur verið gengið endan- lega frá mótaskrá fyrir veturinn. Andrésar andarmótið verður sem fyrr langfjölmennasta mótið sem Skíðarráðið stendur fyrir, þá verð- ur Unglingameistaramót Islands 13-16 ára haldið á Hlíðarfjalli bæði í alpagreinum og göngu. Þá mun verða keppt í tvo daga á al- þjóðlegu móti í Hlíðarfjalli næsta vor en það fer einnig fram á Dal- vík og í Reykjavík. Evrópurleikir KA: Leikið heima og að heiman Ljóst er að Evrópttleikir KA og Kosice frá Slóvakíu í Evrópu- keppni bikarhafa í handknatt- leik verða leiknir sunnudagana 12. og 19. nóvember. KA-menn reyndu að fá heima- leikinn keyptan í KA-heimilið en það reyndist aldrei vera neinn vilji fyrir því hjá forráðamönnum Kos- ice. Félagið hafði gert það einu sinni fyrir þremur árum en það hefði mælst illa fyrir hjá áhorfend- um og stuðningsaðilum og því hefði liðið ekki hug á því að leika sama leik. KA á heimaleikinn á undan og ljóst er að það verður engin hóp- ferð á síðari leikinn í Slóvakíu. Stjómarmenn KA hafa undanfarið verið að vinna í málinu og segir Þorvaldur Þorvaldsson að líklega yrði flogið með fimmtán manna hóp með Metró- vél Flugfélags Norðurlands til Slóvakíu með millilendingu í Noregi. Farið yrði föstudaginn 17. og flogið til baka strax eftir leik. Norsku dómaramir Abraham- sen og Kristiansen dæma leikinn í KA-heimilinu en það verða pólsku dómaramir Durka og Uz- inski sem dæma síðari leikinn í Slóvakíu og þá verður rúmenskur eftirlitsdómari á leiknum. Sagðist Þorvaldur kvíða þeirri blöndu að fá tríó frá Austur-Evrópuþjóðum til að dæma leikinn í Slóvakíu. — i 1 i lÍlDDDD n a Myndarugl í leikmannakynningu á Þórsliðinu í körfuknattleik í gær urðu þau leiðu mistök að Óðinn Ásgeirsson, 16 ára piltur hjá Þór, var sagður vera Haf- steinn Lúðvíksson. Þá vantaði mynd af Hafsteini í kynninguna. Hlutaðeig- andi em beðnir velvirðingar á mistök- unum. Hafsteinn Lúðvíksson, 19 ára, bakvörður/framherji, 189 sm, 78 leikir. Óðinn Ásgeirsson, 16 ára framherji, 192 sm, nýliði. Afnuelisfagnaður 1995 80 ára Sjallanum 28. okt. Húsið opnað kl. 19.30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20.30. Þríréttaður matseðill á aðeins kr. 2.500.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.