Dagur - 27.10.1995, Page 5
HVAÐ ER AÐ C E RAST?
Föstudagur 27. október 1995 - DAGUR - 5
Halldór með
fyrirlestur hjá
Alzheimer félaginu
FAASAN, félag aðstandenda Alz-
heimer-sjúklinga á Akureyri og
nágrenni, verður með fræðslufund
í dvalarheimilinu Hlíð á morgun,
laugardaginn 28. október, kl. 13.
Gestur fundarins verður Halldór
Halldórsson, læknir í Kristnesi, og
mun hann segja frá öldrunardeild-
inni sem opnuð hefur verið á Krist-
nesi. Allt áhugafólk um vandamál
aldraðra og heilabilaðra er velkom-
ið að koma á fundinn.
Flóamarkaður
Hjálpræðishersins
Hinn sívinsæli flóamarkaður
Hjálpræðishersins, Hvannavöllum
10 á Akureyri, verður í dag, föstu-
dag, kl. 10-17.
Kynning á
TM-hugleiðslu
Kynningarfundur á TM-hug-
leiðslu verður á Hótel Hörpu á
morgun, laugardag, kl. 13. TM-
hugleiðsla er þroskaaðferð og
heilsubót og hefur hún verið tekin
í notkun innan fyrirtækja eins og
Vídeótek og
afinælisfagn-
aður Þórs í
Sjallanum
Vegna ófærðar fellur niður j
kvöld svokallað Bylgjuball. í
þess stað verður vídeótek og
diskótónlist.
Annað kvöld, laugardags-
kvöld, verður 80 ára afmælis-
fagnaður Þórs í Sjallanum þar
sem hljómsveitin Stjómin
ásamt Siggu og Grétari leikur
fyrir dansi.
Á Góða dátanum verður dú-
ettinn Amor í kvöld og annað
kvöld.
Sony, Mitsubishi, Somitomo og
General Motors.
Nýtt St. Georgsgildi
stofnað á Akureyri
nk. mánudag
Næstkomandi mánudag, 30. októ-
ber, kl. 20.30, verður stofnað nýtt
St. Georgsgildi á Akureyri, en St.
Georgsgildi er félagsstarf fullorð-
inna byggt á hugsjónunr skáta-
hreyfingarinnar. Stofnfundurinn
verður í sal Dvalarheimilisins
Hlíðar á Akureyri.
Efling sýnir
Indíánaleik
Ungmennafélagið Efling í Reykja-
dal sýnir á morgun, laugardag, og
sunnudag að Breiðumýri kl. 20.30
báða dagana, Indíánaleik - það
þýtur í Sassafrastrjánum eftir Ren-
ato Obaldi. Þetta verk var sýnt á
síðustu „leiktíð" en sýningum varð
að hætta vegna ófærðar og illtíðar.
Reikinámskeið
á Akureyri
Bergur Bjömsson, reikimeistari,
verður með 1-2 stig reikinámskeið
á Akureyri á morgun, laugardag,
og sunnudag. 3. stig reikinám-
skeiðisins verður á mánudag.
Upplýsingar á Akureyri em gefnar
í síma 4623293.
Drakúla í
Samkomuhúsinu
Leikfélag Akureyrar sýnir í kvöld
og annað kvöld kl. 20.30 hroll-
vekjuna Drakúla eftir Bram Sto-
ker í leikgerð Michael Scott.
Kaffihlaðborð
Skíðaráðs Akureyrar
Hið árlega kaffihlaðborð Skíða-
ráðs Akureyrar verður haldið að
Skíðastöðum í Hlíðarfjalli á morg-
un, laugardag - fyrsta vetrardag -
28. október kl. 14-17. Allur ágóði
rennur í ferðasjóð unglinga, sem
æfa á vegurn SRA. Skíðaáhuga-
fólk og aðrir eru hvattir til að
koma og njóta fjallaloftsins og
góðra veitinga.
Vottar Jehóva:
Fyrirlestur með
1‘tskyggnum
Á morgun, laugardag, verður
sérstakur fyrirlestur fluttur í
Ríkissal votta Jehóva á Akur-
eyri. Hann nefnist „Kennsla
Guðs hrósar sigri um allan
heim“. Fyrirlesturinn sem verð-
ur með 160 litskyggnum fjallar
um einstakt mótshald árið 1993,
en þá var í fyrsta sinn sem söfn-
uðinum var veitt leyfi af yfir-
völdum í Rússlandi að halda al-
þjóðamót í Moskvu. í fyrirlestr-
inum verður fjallað um undir-
búning og framkvæmd móts-
haldsins bæði í Moskvu og
Kiev í Úkraínu.
Þar að auki verður fárið víða
um lönd og fylgst með móts-
haldi vottanna þetta sama ár
í Suður-Ameríku, Asíu og
Afríku.
Fyrirlesturinn á morgun
verður kl. 17 í Ríkissalnum að
Sjafnarstíg 1 og eru allir sem
áhuga hafa velkomnir.
Kuran Swing kvartettinn heldur
tónleika á vegum Tónlistarfélags
Akureyrar í Safnaðarheimili Ak-
ureyrarkirkju nk. mnnudag, 19.
október, kl. 17. Á efnisskránni
eni m.a. lög af nýrri geislaplötu
sem kvartettinn undirbýr um
þessar rnundir ásamt tónleika-
ferðalagi um Norðurlönd og Pól-
land.
Kuran Swing var stofnaður í
janúar 1989 af Ólafi Þórðarsyni,
Szymon Kuran, Bimi Thorodd-
sen og Þórði Högnasyni. Til-
gangurinn með stofnun kvar-
tettsins var að leika „strengja-
djass“ eða „Evrópudjass“ í anda
Django Reinhardt og Stephæte
Grappelli, en þetta er í fyrsta
sinn svo vitað sé að kvartett sem
slíkur kveði sér hljóðs á íslandi.
Szymon Kuran (1955) byrjaði
ungur að læra á fiðlu í heima-
landi sínu, Póllandi. Hann naut
Tónleikar Kuran Svving
á Akureyri á sunnudag
fyrst í stað leiðsagnar föður síns
og síðar nam hann undir hand-
leiðslu ýmissa virtra kennara í
Varsjá. Að loknu námi varð
hann konsertmeistari Baltnesku
Fflhamioníusveitarinnar. Árið
1984 var ltann ráðinn annar
konsertmeistari Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands. Hann hefur kom-
ið fram sem einleikari og stund-
að tónsmíðar og hafa verk hans
rn.a. verið tlutt af Sinfóníu-
hljómsveit íslands. Szymon hef-
ur leikið með fjölmörgum inn-
lendum og erlendum listamönn-
um á flestöllum sviðum tónlist-
arinnar.
Björn Thoroddsen (1958)
hefur starfað sem gítarleikari frá
unga aldri bæði í dans- og djass-
hljómsveitum. Hann stundaði
nám í Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar og síðan frarn-
haldsnám við Guitar Institute of
Technology í Los Angeles undir
handleiðslu Pat Marino, Joe Pass
og Lany Carlton. Bjöm hefur
gefið út fimm sólóplötur, eina
með tríói sínu og þrjár með
Gömmunum, auk þess að hafa
hljóðritað og starfað með fjölda
einstaklinga og hljómsveita bæði
hér heima og erlendis.
Ólafur Þórðarson (1949)
vakti snemma athygli er hann
kom frarn með þjóðlagahópnum
Ríó tríói úr Kópavogi. Með Ríó
hefur hann starfað frá árinu
1964, sungið og leikið inn á
fjölda vinsælla hljórnplama og
gert tvær sólóplötur. Ólafur er
lærður tónlistarkennari og hefur
fengist við tónlistarkennslu, kór
og hljómsveitarstjórn.
Bjami Sveinbjömsson (1963)
hefur leyst Þórð Högnason af
hólmi sem bassaleikari kvartetts-
ins. Hann stundaði klassískt gít-
arnám jafnframt námi í kontra-
bassaleik og lék í ýmsum dans-
og dægurlagahljómsveitum.
Bjami nam síðan hjá Jóni Sig-
urðssyni við djassdeild FÍH og
við Bass Institute í Los Angeles.
Kvikmyndaklúbbur
Akureyrar:
Geggjun
Georgs
konungs
Kvikmyndaklúbbur Akureyrar
(KVAK) mun nk. sunnudag og
mánudag sýna kvikmyndina
„Geggjun Georgs konungs"
(The Madness of King Ge-
orge) í Borgarbíói. Sýningam-
ar verða kl. 17 sunnudaginn
29. október og kl. 18.30 rnánu-
daginn 30. október.
Myndin Geggjun Georgs
konungs fjallar unt Georg III
sem réði rfkjum seint á átjándu
öld. Hann tók að sýna af sér
mjög óeðlilega hegðun svo
ekki sé meira sagt, sem ríkis-
arfinn, prinsinn af Wales,
reyndi að nýta sér með hjálp
þingmanna að konta sér til
valda. Hann vildi fá föðurinn
lýstan geðsjúkan og gerast
kóngur sjálfur enda orðinn
harðfullorðinn maður og hat-
ursfullur út í sitt gersamlega
fánýta ríkisarfahlutverk.
Leikaraliðið í þessari mynd
er ekki af verri endanum. Nig-
el Hawthome (Já ráðherra) fer
á kosturn í titilhlutverkinu og
aðrir leikarar em m.a. Helen
Mirren, Rupert Everett, Ian
Holm og Amanda Donohoe.
Allir em velkomnir á þessar
sýningar.
Miðaldamenn
á Hótel KEA
Hljómsveitin Miðaldamenn frá
Siglufirði leikur fyrir dansi á vetr-
arfagnaði á Hótel KEA á Akureyri
annað kvöld, laugardagskvöld.
Vetrardagstilboð Hótels KEA
hljóðar upp á kampavínsbætta
humarsúpu, hvítlauksristaðar
lambalundir og „Frost og funa“.
Verð kr. 2.500.
Par-ís
áOdd-
vitanum
Dúettinn Par-ís flytur lifandi tón-
list í kvöld, föstudagskvöld, og
annað kvöld. Húsið verður opnað
kl. 21 bæði kvöldin og er aldurs-
takmark 20 ár.
Snyrtilegur klæðnaður er áskil-
inn.