Dagur


Dagur - 27.10.1995, Qupperneq 8

Dagur - 27.10.1995, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Föstudagur 27. október 1995 Norðurlandsskjálftar: Stórtjón á Húsavík á öldum áður „Segja má að smáskjálftar séu óskaplega gagnlegir til að segja okkur hvernig jarðskjálftar verða til. Við höfum byggt upp einskonar viðvörunarkerfi um landið á einum 17 stöðum, þannig að við fáum sjálfvirkt viðvaranir ef virkni breytist á ákveðnum stöðum. Þetta hefur ekki mikla þýðingu ennþá, nema í sambandi við eldgos,“ sagði Ragnar Stefánsson, jarð- eðlisfræðingur, á fræðslufundi um Norðurlandsskjálfta í Safna- húsinu á Húsavík sl. laugardag. Safnahúsið hefur haldið nokkra fræðslufundi um málefni af marg- víslegu tagi undanfarin misseri. Að þessu sinni voru fyrirlesarar jarðeðlisfræðingamir Ragnar Stef- ánsson, frá Veðurstofu Islands og Eysteinn Tryggvason, sem búsett- ur er á Húsavík. Þeir svöruðu jafn- framt fyrirspumum fundarmanna. Fjallað var um sprungusvæði, skjálftavirkni og hættu á stór- skjálfta á Norðurlandi. Húsavíkursprungan Eysteinn rakti sögu jarðskjálfta á Norðurlandi samkvæmt heimild- um í annálum og samkvæmt síðari tíma vitneskju. Hann sagði frá misgengissprungunum sem harðir brotaskjálftar verða á; Grímseyjar- sprungunni sem liggur frá Kópa- skeri til Grímseyjar og Húsavfkur- spmngunni sem liggur um Þeista- reyki, sunnanvert Húsavíkurfjall, áfram til sjávar og út af Gjögurtá. Talið er að skjálftar að styrk- leika 7 á Richter hafi orðið á Húsavíkurspmngunni. Eysteinn sagði í samtali við Dag að senni- lega yrðu svo harðir skjálftar ekki á svæðinu nema tvisvar á hverjum 1000 ámm, en ekkert væri því til fyrirstöðu að slíkur skjálfti gæti komið á næstu árum eins og næstu árhundruðum. Spenna hleðst upp í misgengis- spmngum og hlýtur að losna úr læðingi fyrr eða síðar. Spennan myndast við gliðnun jarðskorp- unnar, annars vegar norður við Kolbeinseyjarhrygg og hins vegar austur við gosbeltið. Misgengis- spmngumar liggja milli gliðnun- arspmngnanna og jarðskorpan sitt hvom megin þeirra er einfaldlega að færast sitt í hvora áttina. Fö gnum vetri með kinum eldfjörugu Miáalda mönnum frá Siglufirði ✓ ásamt Jóni Arnasyni armom ikuleik ara fjórir bæir og þrír löskuðust á Flateyjardal. I Fljótum duttu ríð- andi menn af baki, og þar hmndu fjórir bæir.“ Eysteinn greindi frá heimildum um fleiri skjálfta en stærstur þeirra er skjálftahrina sem reið yf- ir á nokkmm dægmm í maí 1872 og olli stórtjóni á Húsavík, þó hvorki hlytist af slys eða mann- skaði, sem telja má með ólíkind- um miðað við lýsingar sjónarvotts sem greinir frá á þessa leið í „Öld- in sem leið“: Menn drukknuðu í jarðskjálfta Það gengur ekkert lítið á þegar brotasksjálftar ríða yfir. Eysteinn vitnaði í „Aldimar". Þar er sagt frá Norðurlandsskjálftanum 1755 þegar bæir hmndu og menn dmkknuðu. Skjálftinn gerði mik- inn usla við Skjálfanda og í út- sveitum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. „A Tjömesi hmndu þrettán bæir til grunna, en sjö löskuðust. Féll kirkja og prestsetur á Húsavík, kaupmannshúsin þar færðust úr stað, en kaupskipi á legunni lá við áföllum. Tveir bátar voru á sjó þar ekki langt frá, og dmkknuðu flestir mannanna. Djúpar spmngur mynduðust í grennd við Húsavík, lækir gmgg- uðust, og víða steyptust skriður miklar úr fjöllum. Á Flatey á Skjálfanda hmndu Eysteinn Tryggvason, jarðeðlisfræðingur. Guðni Halldórsson, forstöðumaður Safnahússins. Mæður með hálfnakin börn „Rétt í sömu andránni laust á hús- ið svo óttalegum jarðskjálfta, að mér kom til hugar, að ég væri knúður til að mölva mig út um glugga, áður en húsið félli, því ekki var annað sýnilegt en það myndi á svipstundu falla til gmnna. En af því að rykkimir voru svo grimmúðlegir ýmist fram og aftur eða þá á hlið, gat ég enga stjóm á mér haft, meðan á þessum ósköpum stóð, sem vafalaust hafa varað í hálfa aðra mínútu. Loks komst ég út. Varð mér þá fyrst fyrir að líta í kringum mig, til að vita hvort nokkuð af smábýlum hér í kring stæði enn uppi. Sá ég þá, að fólkið streymdi hópum saman hingað ofan eftir með þá sorglegu fregn, að öll hús þess væru fallin til gmnna. Þetta var það sviplegasta augnablik, sem ég hef lifað, þvf mæðumar komu með bömin á bakinu hálfnakin, þær einnig sjálf- ar ekki betur útbúnar. Enginn vissi, hvert flýja skyldi, til að geta verið óhultur um líf sitt, og nú bættist það ofan á, að jarðskjálft- amir voru svo miklir og tíðir með- an fólk var að þyrpast saman, að ekki gátu staðið á bersvæði nema styrkustu menn.“ Fram kemur að nær allir torfbæir féllu en timur- hús rammskekktust og þök þeirra rifnuðu. Það urðu 104 íbúar hús- næðislausir og það litla sem þeir höfðu undir höndum skemmdist og sumt tapaðist að fullu og öllu. Á fundinum fjallaði Ragnar Stefánsson um jarðskjálftarann- sóknir og taldi að í ljósi sögunnar og með uppsetningu mælitækja og auknum rannsóknum mætti hugs- anlega spá fyrir um jarðskjálfta í framtíðinni. IM ❖ Vetrardagstilkoð Kampavínsbœtt humarsúpa Hvítlauksristaðar lambalundir með kartöflulcörfu °g koníakspiparsósu „Frost og funi“ Verð aðeins kr. 2.500,- Boráapantanir í síma 462 2200 Miáaverá á dansleik kr. 500,-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.