Dagur - 28.10.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1995
FRÉTTIR
íþrótta- og tómstundaráð Akur-
eyrar hefur samþykkt að leggja
til við bæjarstjórn Akureyrar að
gerður verði rammasamningur
við íþróttafélagið Þór um bygg-
ingu íþróttahúss við félagsheim-
ili Þórs, Hamar. Verði ramma-
samningurinn undirritaður
kemur þó ekki til greiðslna úr
bæjarsjóði fyrr en á árinu 1998,
þ.e. að lokinni þriggja ára íjár-
hagsáætlun bæjarsjóðs, sem ný-
lega var samþykkt.
En hafa fulltrúar minnihluta
bæjarstjómar Akureyrar tekið af-
stöðu til þessa rammasamnings?
Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfull-
trúi Sjálfstæðisflokksins, segist
ekki hafa rætt þetta formlega við
aðra bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins en hann hafi fremur trú
á því að tillagan verði samþykkt.
„Menn verða hins vegar að átta
sig á því að það er verið að lofa
fjárframlagi á næsta kjörtímabili
þ.e. í framhaldi af þriggja ára
áætluninni. Það gæti verið á annað
hundrað milljónir króna sem
þama er verið að lofa“, sagði Sig-
urður J. Sigurðsson.
Heimir Ingimarsson, bæjarfull-
trúi Alþýðubandalagsins, segir að
Samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs Akureyrar um rammasamning við Þór:
Þrjár íþróttahallir ekki
það brýnasta
- segir Heimir Ingimarsson og ætlar að leggjast gegn tilllögu íþrótta- og tómstundaráðs
samþykkt íþrótta- og tómstunda-
ráðs sé ekki í neinu samræmi við
þriggja ára áætlun bæjarins og það
sé vafamál hvort skynsamlegt sé
að binda hendur næstu bæjar-
stjómar með þessum hætti en
byggingarkostnaður sé allt að 150
milljónir króna að húsinu full-
byggðu. Auk þess kosti yfir-
byggður knattspyrnuvöllur um
500 milljónir króna en íþrótta- og
tómstundaráð hefur einnig sam-
þykkt að standa að stofnsamningi
um hlutafélag um úrbætur fyrir
knattspymumenn.
„Þegar sveitarfélagið hefur til
ráðstöfunar 150 milljónir á ári í
allar fjárfestingar þá geta allir séð
hvemig gengur að láta þá enda ná
saman. Ég mun leggjast gegn
þessum tillögum íþrótta- og tóm-
stundaráðs þegar þær koma til af-
greiðslu bæjarstjómar því ég sé
enga skynsemi í þessu. Þrjár
íþróttahallir á Akureyri er ekki
það brýnasta sem við þurfum, en
fyrir em tvær og önnur þeirra lítt
notuð. Ég tel hins vegar miklu
skynsamlegra að byggja yfir
knattspymumennina og hef alltaf
lýst því yfir að ég sé reiðubúinn
að skoða raunhæfa lausn í því
máli í þeirri trú að tækniframfarir
vinni þar með okkur. Það verður
hins vegar að vera um það sam-
staða að aðeins verður byggt yfir
einn völl, en ekki fyrir bæði
íþróttafélögin," segir Heimir
Ingimarsson.
Heimir segir að þeir kapp-
fyllstu verði að átta sig á stærð
byggðarlagsins og getu þess til
byggingar íþróttamannvirkja en
engir erlendir aðilar myndu sam-
þykkja að 15 þúsund manna
byggðarlag eins og Akureyri
þyrfti þrjár handboltahallir. GG
Mikil sjávarhæð á
stórstreymi í vetur
Sjómælingar íslands hafa vakið
athygli á mikilli sjávarhæð við
stórstreymi á tímabilinu frá
október 1995 fram í maímánuð
1996. Bent er á nauðsyn þess að
fylgjast vel með veðri samfara
stórstreymi á næstu mánuðum í
þeim höfnum og á þeim stöðum
sem þekktir eru fyrir flóðahættu
eins og víða er við Suður- og
Suðvesturland.
Dagana 22. janúar og 20.
febrúar á næsta ári er áætlað að
flóðhæð fari 0,2 metra yfir meðal-
stórstreymi á Siglufirði og Djúpa-
vogi, 0,4 metra á ísafirði og 0,6
I,
Frítt í Ijós
■ UKAMSRÆKTIN
HAMRI
Nú er komið aö því að koma sér í form
fyrir jólin. Ótrúlegt afmælistilboð:
Heill mánuður í eróbikk og 10 tíma
Ijósakort fylgir með á aðeins kr. 2.900,-
Tveggja mánaða kort á kr. 5.600,-
10 tíma Ijósakort fylgir meö.
Kl. Mánud. Þriöjud. Miðvikud. Fimmtud. Föstud. Laugard.
12-13 Blandaður timi Pallahr. 3
17.15-18.15 M.r&l M.rSI M.r&l
18.15-19.15 Pallapuð 2 Pallapuð 3 Blandaður tími Vaxtm.erob. 2 Pallapuð 3 Blandaður tími Pallahringur 2
19.15-28.15 — Pallapuð 1 Vaxtm.erob 1 — Pallahringur 1
Afmœlistilboð
í tilefni af 80 ára afmæli Þórs
1. mán. í eróbikk 3x í viku og 10 tíma Ijósakort frítt kr. 2.900,-
2. mán. í eróbikk 3x í viku og 10 tíma Ijósakort frítt kr. 5.600,-
Lokaðir kvennatímar! Blandaður tími
Nýtt námskeið hefst mánudaginn 30. október
Vatnsgufubað, nuddpottur og frábærir Ijósabekkir.
Mánaöarkort í tækjasalinn aðeins kr. 2.400,- ótakmörkuð mæting
Opiö frá kl. 9-23 virka daga, til kl. 1B um helgar
Ath! Munid ódýru morguntímana í Ijósabekkina, aðeins kr. 270,- frá kl. 9-14.
Skráning og allar upplýsingar f Hamri,
sími 46*1 2080.
Tilboöiö gildir til 31.12 1995.
VISA
Greiðslukjör við allra hæfi
metra í Reykjavík. Meðalloft-
þrýstingur við yfirborð sjávar er
nálægt 1013 millibörum og frávik
frá meðalloftþrýstingi kemur fram
í flóðhæð til aukningar við lægri
loftþrýsting og öfugt. Nota má þá
þumalputtareglu að l millibar
breyti flóðhæð um l cm en jafn-
framt geta langvarandi hafáttir
aukið flóðhæð.
Stórstreymt er þessa dagana í
sex daga samfleytt sem er óvenju
langt því venjulega varir það í 2 til
3 daga. Hæst varð yfirborð sjávar
um hádegisbilið á Siglufirði í
fyrradag og þá var helst hætta á að
flæddi inn með öldubrjótnum og
inn í Hvanneyrarkrókinn. Þar eru
nokkur verksmiðjuhús en lengra í
íbúðarhús. Töluverð hreyfing var í
höfninni á Siglufirði en ekkert
tjón og samkæmt öldumælisdufli,
sem staðsett er við Grímsey, var
ölduhæðin síðdegis á miðvikudag
4,4 metrar en var orðinn 12,5
metrar á fimmtudagsmorgun, en
þá voru 4 vindstig af norðaustri
við Grímsey. Þegar ölduhæð er
slík í norðaustanátt og stórstreymt
gæti flætt á Siglufirði. Hlaðnir
voru á miðvikudag snjóvamar-
garðar til að draga úr áhrifum
hugsanlegs tjóns ef sjó flæddi
þegar hann stæði hæst. Ekkert tjón
varð hvort sem vamargörðum má
þar þakka að einhverju leyti. GG
Ekkert tilboð í
eignir þrotabús
Hótels Vertshúss
Ekkert tilboð barst í Hótel
Vertshús á Hvammstanga en
hótelið var auglýst nýverið tii
sölu af skiptastjóra þrotabús-
ins, Ágústi Sindra Karlssyni
hdl. og skyldu tilboð berast
fyrir 22. október sl. Hótelið
var í septembermánuði lýst
gjaldþrota af Héraðsdómi
Norðurlands vestra og er
kröfulýsingarfrestur í þrota-
búið tii 4. desember nk.
Skiptastjóri segir að nokkrir
aðilar. mestmegnis aðilar
Hvammstanga. hafi sýnt hótel-
inu áhuga en ekkert kauptilboð
hafi borist. Heimamenn hafa
áhuga á því að leigja hótelið en
ekki hefur verið tekin afstaða tii
þess.
„Ég á frekar von á því nú að
stærsti veðhafinn, Sparisjóður
Vestur-Húnavatnssýslu, ieysi
hótelið til sín. Veðkröfur nema
um 13 milljónum króna en aðr-
ar kröfur geta numið um fjórum
milljónum króna. Hótelið er
ekki í neinum rekstri sem marg-
ir heimamanna telja rnjög baga-
legt, þeir sakni þess úr bæjarlíf-
inu að geta ekki átl þess kost að
fara á barinn eða kaupa sér mál-
tíð. Aðkomumenn á Hvamms-
tanga eiga því engra kosta völ
hvað varðar gistingu, fæði eða
drykk um þessar mundir.“ GG
Skagafjörður:
Snjóflóð féll
við Smiðsgerði
Stórt snjóflóð féll á hiöðu við
bæinn Smiðsgerði í Hólahreppi í
Skagafirði í norðan áhlaupinu í
vikunni og olli þar verulegum
skemmdum. Þá lentu hross frá
Sleitustöðum í flóðinu.
Jón Ámi Friðjónsson, bóndi í
Smiðsgerði, sagði að flóðið hefði
komið úr hlíð þeirri fyrir ofan bæ-
inn sem gjaman er nefnd Hnjúkar.
Á þessum slóðum hefðu minni
snjóflóð eða spýjur oftsinnis fall-
ið, en ekkert á borð við þetta nú.
Jón Ámi segir talsverðar skemmd-
ir hafa orðið á hlöðunni í Smiðs-
gerði, en ekki á öðru. íbúðarhús
og fólk þar var aldrei í hættu.
I fyrradag var leitað að hross-
um frá Sleitustöðum. Nokkur
höfðu fundist lifandi, nokkur dauð
og annarra var enn leitað. -sbs.