Dagur


Dagur - 28.10.1995, Qupperneq 6

Dagur - 28.10.1995, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1995 Er hægt að ímynda sér hvernig það er að heyra aldrei neitt? Að heyra ekki tón- list og ekki eigin rödd? Að geta aldrei setið út í náttúrunni og hiustað á fugla- klið og lækjarnið? Að heyra aldrei rödd móður sinnar eða föður og geta ekki greint grát eða hjal eigin barns? Á bilinu 100-200 íslendingar eru heyrnarlausir og heyrnarskertir skipta einhverjum þúsundum. Heyrnarlausir hafa verið fremur | hljóðlátur hópur í þjóðfélaginu og margir sem átta sig ekki á hve alvarieg þessi fötlun er. Dagur hafði samband við þrjár konur, sem allar hafa komist í návígi við heim heyrnarleysingjans, og spjallaði við þær um þær hindranir sem mæta I heyrnarlausum, skilningsleysið, hætturnar og margt fleira. Tvær þeirra eiga i heyrnarlausar dætur og sú þriðja er alvarlega heyrnarskert. Bjargarleysið hryllir mig mest Að eignast bam er stór stund í lífi allra. Þegar Valdís Jónsdóttir eignaðist stúlku fyrir um 25 árum óaði hana þó ekki fyrir hve mikil bylting yrði á lífi hennar í kjölfar- ið. „Eg var svolitla stund að átta mig á að þessi litli einstaklingur var að gjörbylta mínu lífí. Ég ætl- aði t.d. aldrei að verða kennari," segir Valdís, sem er talmeinafræð- ingur að mennt og starfar sem tal- kennari á Akureyri. Þegar Anna Kristín, dóttir Valdísar, var níu mánaða gömul kom í ljós að hún var heyrnarlaus. „Ég fór strax að hugsa um mögu- leikana og hvað hún gæti gert frekar en hvað hún gæti ekki gert,“ segir Valdís. Valdís segist í upphafi hafa verið mikill blöndunarsinni. „Ég var óraunsær blöndunarsinni. Ég hélt ég gæti bara túlkað fyrir hana. En enginn getur búið til vini fyrir bamið sitt. Möguleikar fyrir heyrnarlausa út í heyrandaskólum eru engir ef nemandi á að vera einn innan um alla hina. Fram til 9 ára aldurs var ég að þvælast með döttur mína í sérdeildum og var búin að kenna henni sjálf að lesa, reikna og skrifa. En það kom að því að hún varð að fara suður í Heymleysingjaskólann því hún var orðin gjörsamlega einangruð félagslega séð.“ - Var erfitt að senda bamið sitt í burtu svona ungt? „Það var hroðalegt. En ég myndi samt ekki hika við að gera það aftur vegna þess að það er sár- ara að sjá einstakling einangrast félagslega, sem þarf ekki að gera það ef hann er í réttu umhverfi, heldur en að senda liann frá sér.“ Valdís segir Önnu Kristínu hafa aðlagast ótrúlega vel og hún sé mjög stolt af henni. „Þessir ein- staklingar verða að hafa fengið í vöggugjöf marga sterka eigin- leika, m.a. málagáfuna. Þeir verða að hafa mikla sjálfsbjargarvið- leitni og kjark. Hvernig væri t.d. að geta ekki hringt eða geta ekki gengið inn á bæjarskrifstofur og annast sín mál?“ Stutt síðan táknmál var viðurkennt Valdís hefur ýmislegt við mennt- un heymarlausra að athuga. „Það hefði þurft að krefjast þess miklu fyrr af heyrnleysingjakennurum að þeir kynnu táknmál og kenndu á táknmáli í staðinn fyrir að vera að berjast við að kenna heyrnar- lausum mál heyranda. Það þýðir að það efni sem þú berð baminu er langt fyrir neðan þess getu og greindarstig. Við höfum ekki skil- að þessum einstaklingum upp í gegnum menntakerfið.“ Að mati Valdísar væri æskileg- ast ef heymleysingjakennarar væru jafnframt túlkar sem hefðu nægjanlegt vald á táknmáli til að miðla allri sinni þekkingu yfir til heyrnarlausra. Hins vegar sé sjald- gæft að finna heyranda sem hafi það gott vald á táknmáli. „Það er afskaplega erfitt fyrir okkur að ná fullkomnum tökum á táknmáli því það er allt annað mál, önnur mál- fræði og uppbygging. Það er kannski núna fyrst, þegar heym- leysingjar hafa fengið leyfí til að kenna heyrandi sitt mál, að farið er að örla á að við getum náð til- tölulega góðu táknmálsfólki sem jafnframt heyrir. Það em ekki nema örfá ár síðan táknmál var viðurkennt og þetta er að smáopn- ast,“ segir Valdís, en nýlega var komið á fót táknmálsnámi við Há- skóla Islands. Mannréttindabrotin mörg Nýju framhaldsskólalögin, sem fela í sér að allir eigi að fá mennt- un við hæfi, voru mikil bót fyrir fatlaða en Valdís segir stórt slys hvemig að þeim var staðið. Heymleysingjum var gleymt og engir túlkar vom til. „Þeir segja skólana opna öllum en heymleys- AValdís Jónsdóttir: „Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig er að vera heyrnar- laus, sama hvað maður reynir. Heyrnarlausir heyra ekki eigin and- ardrátt, hjartslátt eða sína eigin rödd. Það er þessi eilífa þögn.“ Mynd: BG það hefur sýnt sig t.d. í dýraríkinu, að þau dýr sem ekki bjarga sér og verða undir, eru heymarlausu dýr- in. Þau ná ekki að varast hættum- ar. Kannski er það einmitt þetta bjargarleysi sem hryllir mig mest í sambandi við Önnu. Ef hún sefur og eitthvað kemur upp á, segjum t.d. að verði eldur í húsinu, þá heyrir hún ekki í viðvömnartækj- um eða ef einhver kallar. Heymar- lausir eru í gríðarlegri hættu.“ Að eiga heyrandi maka Heymarlausir eiga sína drauma eins og annað fólk, lifa fjölskyldu- lífi og bindast. Anna, dóttir Val- dísar, býr með heyrandi manni og bömin læra bæði táknmál og tal- mál heima hjá sér. „Það hlýtur að vera töluvert álag fyrir heymar- lausan og heyranda, sem búa sam- an, að komast inn í málheim hvers annars," segir Valdís. „Vinahóp- urinn getur t.d. verið vandamál. Hvernig blandast heyrandinn inn í heymarlausa heiminn og hvernig gengur þeim heymarlausa að blandast inn í vinahóp heyrand- ans. Fyrir hinn heymarlausa eru ótal gryfjur og þessi er ekki grynnst.“ AI Anna Kristín, dóttir Valdísar, hefur verið heyrnarlaus frá fæðingu. Kristín Harpa Rögnvaldsdóttir er heyrnarskert. Án heyrnartæk- is heyrir hún lítið sem ekkert en þegar hún er með heyrnar- tæki er hún fær um að eiga samskipti á talmáli ef viðmælandi gætir þess að horfa á hana þegar talað er. Harpa er einstæð móðir og býr ásamt Indíönu dóttur sinni í íbúð í Vestursíðunni á Akueyri. Hún er ein örfárra alvariega heyrnarskaddaðra eða heyrnarlausra sem búa á Akureyri en flestir sem svo er ástatt um kjósa að búa á höfuðborgarsvæðinu, þar sem meiri þjón- usta er í boði fyrir þennan hóp. i ingjar geta ekki náð fræðslunni ef enginn túlkar. Lögin komu þannig á undan getunni til að framfylgja þeim. Okkur hættir til að setja fatlaða í einn hóp og athugum ekki að fatlaðir eru blindir, heymalausir, geðveikir, þroska- heftir og hreyfihamlaðir. Hver hópur hefur sínar sérþarfir sem eru ólíkar þörfum hinna hópanna. Þar af leiðandi þurfa svona lög góðan undirbúning. Við erum eig- inlega á eftir okkur því fyrst koma lögin og síðan er farið að reyna að gera eitthvað þegar allir eru búnir að reka sig á veggi og fá kúlu á ennið.“ Mannréttindabrotin eru á fleiri stöðum en í menntakerfinu að mati Valdísar. „Fjölmiðlar, og þá á ég fyrst og fremst við sjónvarp- ið, hafa gjörsamlega hundsað þetta fólk. Það er hlaupið til að texta söngva til að heyrendur skilji orðin og það þykir ekki trufla en íslenskar myndir eða fréttir eru ekki með texta. Það er rosalega erfitt fyrir heymleysingja að berj- ast fyrir réttindum sínum. Fram á síðustu ár hefur allt meira og minna orðið að vera skriflegt því þeir hafa ekki haft túlk til að bera á milli sín og ráðamanna en þetta er þó orðið betra eftir að Sam- skiptamiðstöðin hóf starfsemi. Kannski hafa heymarlausir ekki verið nógu duglegir heldur. Þetta er ákaflega lítill hópur en hann heldur fast saman.“ f/7/7 þögn Skilningsleysi gagnvart heyrnar- lausum er áberandi, segir Valdís, og telur þar skipta miklu að ekki er hægt að setja sig í spor heyrn- leysingjans. „Það er ekkert sem vekur upp samkennd eða sem vek- ur upp hrylling. Þetta er ósköp venjulegt og vel gefið fólk. Það er ekki hægt að ímynda sér hvernig er að vera heymarlaus, sama hvað maður reynir. Heymarlausir heyra ekki eigin andardrátt, hjartslátt eða sína eigin rödd. Það er þessi eilífa þögn. Blindir fá ntikinn skilning því það þarf ekki annað en að binda fyrir augun til að komast inn í heim hins blinda en það er mun erfiðara að ímynda sér hvernig er að heyra ekkert." - Getur verið að heymarleysi sé meiri fötlun en margir gera sér grein fyrir? „Hún er meiri fötlun en blinda að því leyti að hún minnkar möguleikana á sambandi við ann- að fólk. Hvað er það sem tengir okkur saman núna? Við erum að tala saman. Ef ég væri blind gæt- um við samt talað saman þó ég sæi þig ekki. Bæði blinda og heymarleysi er hrikaleg fötlun en Stundum spyr fólk mjög asnalega Það var með nokkrum kvíða sem blaðamaður bankaði upp á hjá Hörpu. Táknmálskunnáttan á svipuðu stigi og þekking á kín- versku, þ.e.a.s. engin, og því ekki um annað að ræða en treysta því að íslenska talmálið dygði. Kvíð- inn var þó ástæðulaus því með ör- lítilli þolinmæði var vandalaust að tala við Hörpu og hún er fljót að skilja þó heymin sé takmörkuð. „Þegar ég er ekki með heymar- tæki heyri ég ekki neitt. Ég tek tækið af mér þegar ég fer að sofa og ef veðrið er vont heyri ég það t.d. ekki,“ segir Harpa þegar hún er spurð hve mikil heyrnarskerð- ing hennar sé. Ýmislegt í hinu daglega lífi, sem heyrendur taka sem sjálf- sögðum hlut, getur verið vanda- mál fyrir hinn heyrnarskerta. Harpa segir að oft sé erfilt að fylgjast með hvað sé um að vera. „Táknmálsfréttimar í sjónvarpinu eru t.d. allt of stuttar, bara fimm mínútur. Það er líka alltaf verið að breyta útsendingartímanum. Ég er ekki með Stöð 2 núna því ég er að reyna að spara en annars horfi ég meira á Stöð 2 því þar eru fleiri erlendar myndir sem em textaðar. Ég nota líka textavarpið töluvert,“ segir Harpa og finnst textavarpið vera skref í rétta átt þó enn vanti mikið upp á að sjónvarpið taki til- lit til þeirra sem ekki heyra. - Finnst þér fólk almennt skilja hvað það þýðir að vera heymar- laus? „Það er mjög misjafnt. Stund- um spyr fólk mjög asnalega eins og hvort ég sé mállaus eða hvort þetta sé smitandi."

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.