Dagur - 28.10.1995, Page 8

Dagur - 28.10.1995, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 28. október 1995 Vinníð miða á Leynivopnið Krakkar! Litið myndina og sendið til Dags, Strandgötu 31, ar út teikningar, 20 í hvort skipti og eigendur þeirra verðlaunað- Pósthólf 60, 600 Akureyri. Næstu tvo fimmtudaga verða dregn- ir með miða á teiknimyndina Leynivopnið. Góða skemmtun. Fyrsta íslenska teíkni myndin í fullrí lengd Á morgun frumsýnir Borgarbíó á Akureyri teiknimyndina Leynivopnið sem er fyrsta ís- lenska teiknimyndin í fullri lengd. í tilefni af sýningu mynd- arinnar, sem verður á hvítu tjöldunum í Borgarbíói næstu sunnudaga, efna Borgarbíó og Dagur til leiks fyrir börnin sem felst í að lita meðfylgjandi teikn- ingu með sögupersónum Leyni- vopnsins og senda myndina til Dags, Strandgötu 31 á Akureyri. Á fimmtudag í næstu viku verða dregnar út 20 teikningar og höf- undar þeirra verðlaunaðir með miðum á sýningu á Leynivopn- inu. Hið sama verður svo gert fimmtudaginn 2. nóvember þannig að í heild verða gefnir 40 bíómiðar. Teiknimyndin Leynivopnið var framleidd af Skífunni hf. í sam- starfi við danska og þýska fram- leiðendur. Hugmyndasmiður og leikstjóri myndarinnar er Daninn Jannik Hastruop, sem einnig var maðurinn á bak við hina feikivin- sælu teiknimynd Fuglastríðið í Lumbruskógi, sem útnefnd var besta myndin í samkeppni bama- og unglingamynda í Cannes 1991. Skífan hf. tók þá mynd upp á arnta sína hér á landi og talsetti með íslenskum leikurum. Við- brögð íslenskra bíógesta við sýn- ingunum voru góð sem aftur varð til þess að leitað var til Skífunnar þegar framleiðsla Leynivopnsins hófst. Hilmar Öm Hilmarsson á að mestu veg og vanda af tónlist myndarinnar og Egill Ólafsson samdi eitt lag sérstaklega fyrir hana. Þá var teiknarinn Ásta Sig- urðardóttir, sem búsett er í Dan- mörku, í hópi myndlistarmanna sem unnu að teiknimyndinni. Ekkert hefur verið til sparað að gera íslenska útgáfu myndarinnar sem vandaðasta. Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur, þýddi textann yfir á íslensku og Þórhall- ur Sigurðsson, leikari, var fenginn til að leikstýra íslensku talsetning- unni. Leikraddir eru í höndum valinkunnra leikara en þar koma vð sögu Jóhann Sigurðsson, Öm Ámason, Magnús Ólafsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristbjörg Keld, Vigdís Gunnarsdóttir, Stefán Jónsson, Þór Sigurðsson, Álfrún Örnólfsdóttir, Anita Briem og Guðlaug María Bjarnadóttir. Leynivopnið er bamamynd, bæði spennandi og fjömg. Þar er sögð dæmisaga af tveimur apa- fjölskyldum í fmmskóginum sern hafa illan bifur hvor á annarri. En ástarsaga Rómeós og Júlíu endur- tekur sig þegar ungu apamir Hekt- or og Elvíra verða ástfangin en mega ekki eigast þar sem þau eru úr sitt hvorri fjölskyldunni. Þá kemur Leynivopnið til sögunnar - bogi og ör sem ekki eru venjuleg vopn. Upphefst mikill darraðar- dans og svo fer að leynivopnið ógurlega lendir í höndunum á Elvíru og fyrr en varir tekur bog- inn að skjóta Amors-örvum, því þegar allt kernur til alls er línan fín milli ástar og haturs. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.