Dagur - 28.10.1995, Page 11

Dagur - 28.10.1995, Page 11
Laugardagur 28. október 1995 - DAGUR - 11 Veiðisvæði Evrópusambandsins hér við land víkkað: Fískiskip ríkja ESB mega veiða þar 3.000 tonn afkarfa Árlegar viðræður milli íslands og kvæmd fiskveiðisamningsins sem Evrópusambandsins um fram- undirritaður var 1993 fóru fram í Karlakórinn Heimir með nýja geislaplötu: Dísir vorsins Á næstu dögum mun koma í verslanir ný plata með karlakóm- um Heimi í Skagafirði. Þetta er fjórða útgáfa kórsins en áður hafa komið Karlakórinn Heimir 50 ára, Kom söngur og Undir bláhimni. Nýjasta afurðin ber nafnið Dísir vorsins, sem vísar í titillag plötunnar, en lag og ljóð er eftir Bjarka Ámason frá Siglufirði, sem er raunar Þingeyingur að ætt og uppruna. Dísir vorsins orti Bjarki árið 1942 þegar hann var nemandi við Bændaskólann á Hólum. Lagið hefur áður komið út sem danslag, en hefur ekki verið gefið út af kór áður, að sögn Þorvaldar G. Ósk- arssonar, formanns Heimis. Hann segir lagaval á nýju plötunni vera afar fjölbreytt. Þar má finna a.m.k. sex lög sem flokka má sem dans- lög, að auki em alhliða kórlög, gömul og góð sönglög en einnig lög sem ekki hafa verið gefin út áður. Alls em lögin 21. „Við höfum reynt að vanda þetta eins og við höfum getað, því það getur verið erfitt að fylgja eft- ir þeim miklu vinsældum sem Undir bláhimni hefur notið. Að okkar mati er Dísir vorsins þó ekki síðri,“ sagði Þorvaldur. Fjórir einsöngvarar syngja með kómum; Pétur Pétursson, Sigfús Pétursson, Einar Halldórsson og Hjalti Jóhannsson. Að auki syngja Álftagerðisbræður bæði tvísöng og þrísöng og með þeim syngur einnig Bjöm Sveinsson. Söng- stjóri er Stefán R. Gíslason. Aðal undirleikarar eru Thomas Higger- son á píanó og Jón Gíslason á harmoniku. I danslögunum bætast við þeir Eiríkur Hilmisson á gítar og Friðrik Halldórsson á bassa. Upptökustjórn var í höndum Sig- urðar Rúnars Jónassonar, útlits- hönnun plötuhulsturs önnuðust hjónin Þorvaldur G. Óskarsson og Sigurlína Eiríksdóttir, en prent- vinnsla var í höndum Alprents á Akureyri. Þorvaldur segir nýju geislaplötunni verða fylgt eftir með tónleikum og t.d. er stefnt á að syngja í Akureyrarkirkju laug- ardaginn 18. nóvember. HA Reykjavík nú í vikubyrjun. Á síð- asta ári voru þrjú þýsk fiskiskip á karfaveiðum hér við land en veið- ar þeirra gengu fremur illa og það hefur orðið til þess að ekkert fiski- skip frá ríkjum ESB hefur enn hafið veiðar hér við land. Samkomulag varð um að suð- austur veiðisvæðið yrði rýmkað nokkuð til austurs og norðausturs en fulltrúar Evrópusambandsins töldu að erfitt væri að veiða þau 3 þúsund tonn af karfa á þeim af- mörkuðu svæðum sem tilgreind vom innan íslenskrar lögsögu. í ákvæði samningsins segir að end- urskoða skuli veiðisvæðin ef í ljós kemur að ekki er hægt að stunda þar hagkvæmar veiðar. GG Fjórðungsþing Fiskifélagsins nk. þriðjudag: Nýting fiskistofna og úthafs- samningar meðal umræðuefna Fjórðungsþing fiskideilda Fiskifé- lags íslands á Norðurlandi fer fram á Hótel KEA þriðjudaginn 31. októbernk. klukkan 10.00. Fé- lagssvæðið er frá Hrútafirði austur að Gunnólfsvík. Á fundinum mun fiskimálastjóri, Bjami Grímsson, flytja ávarp; Sigfús Schopka, fiskifræðingur frá Hafrannsókna- stofnun, flytur erindi um nýtingu Stjórnunarnámskeið fyrir íþróttaleiðtoga haldið á Akureyri: Skipulag, fíármál, staríshættir, skrifstofuhald og uppbygging meðal umfjöllunarefna fiskistofna og Tómas H. Heiðar, lögfræðingur, flytur erindi um út- hafsveiðar og úthafssamninga. Kosnir verða 6 fulltrúar á Fiskiþing, sem haldið verður á Grand Hóteli í Reykjavík 21. til 23. nóvember nk. Fulltrúum fjölg- ar um 2 frá síðasta ári. Áðrar deildir á landinu em Austfirðir, Suðurland, Vestmannaeyjar, Reykjavík, Vesturland og Vest- firðir auk þess sem t.d. rækjufram- leiðendur, mjölframleiðendur, Landssamband íslenskra útvegs- manna o.fl. senda sína fulltrúa en alls vom fulltrúamir 39 að tölu á síðasta Fiskiþingi. I stjóm Norður- landsdeildarinnar em Kristján Ás- geirsson á Húsavík, sem er for- maður, Gunnar Þór Magnússon, Ólafsfirði, Gísli Svan Einarsson á Sauðárkróki, Láms Ægir Guð- mundsson á Skagaströnd og Valdimar Kjartansson á Hauga- nesi. GG Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 30. október 1995 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Gísli Bragi Hjartarson og Björn Jósef Arnviðarson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geisla- götu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 462 1000 Fræðslunefnd ÍSÍ heldur leiðtoga- fund á Akureyri dagana 3. og 4. nóvember nk. í Hamri, félags- heimili íþróttafélagsins Þórs, í samvinnu við íþróttabandalag Ak- ureyrar og hefst það klukkan 17.15. Námskeiðið er einkum ætl- að þeim sem starfa í nefndum, ráðum og stjómum íþróttafélaga. Fjallað verður m.a. um skipulag og fjármál íþróttahreyfingarinnar, starfshætti í félögum og skrif- stofuhald, uppbyggingu og þróun íþróttafélaga og samskipti þeirra við sveitarfélög. Einnig verður rætt um ýmiss mál sem hafa verið ofalega á baugi, ekki síst meðal foreldra, eins og keppnisform í bamaíþrótt- um; stefna ISI í viðkomandi mála- flokkum verður kynnt og efnt verður til umræðna. í lok ráðstefn- unnar verður sérstaklega fjallað um uppbyggingu og starfsemi Iþróttabandalags Akureyrar og hugsanlegar breytingar sem gera mætti á starfsemi ÍBA í ljósi þess sem á undan hefur verið rætt um á ráðstefnunni. Markmiðið með námskeiðinu er að efla skilning þeirra sem gegna trúnaðarstörfum fyrir íþróttafélögin, á eðli og og starf- semi íþróttahreyfingarinnar og gera þá betur í stakk búna til að vinna að stefnumálum hennar. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Stefán Konráðsson, verð- andi framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem fjallar um uppbyggingu og fjármál íþróttahreyfingarinnar auk fundar- skapa og skrifstofuhald; Bjami Jó- hannsson, íþróttafræðingur, mun fjalla uppbyggingu og þróun íþróttafélaga og hlutverk þeirra í samfélaginu og samskipti við sveitarfélögin og loks Sigurður Magnússon, fræðslufulltrúi ÍSÍ, sem tekur fyrir verðmætamat íþróttahreyfingarinnar og hvaða jákvæða afrakstur má gera sér vonir um að fá úr íþróttahreyfing- unni, bæði uppeldislegt gildi, góð- an félagsskap, heilbrigði og ýmsa menningarlega þætti auk þeirra vandamála sem steðja að íþrótta- hreyfingunni. Þar má nefna brott- fall úr íþróttum, rangar áherslur í bamaíþróttum, lyfjamisnotkun o.fl. GG Leiðrétting Sú meinlega og lítt fyrirgefanlega villa slæddist inn í umsögn um minningartónleika um Jóhann Pét- ur Sveinsson, sem haldnir voru í Varmahlíð í Skagafirði 21. októ- ber, að rangt var farið með nafn höfundar lagsins Lítið skrjáf í skógi. Höfundur lagsins er Geir- mundur Valtýsson og er hann hér með mikillega beðinn afsökunar á þessum mistökum. Haukur Ágústsson. 80 ára Sjallanum í kvöld, 28. okt. Húsið opnað kl. 19.30 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20.30. Þríréttaður matseðill á aðeins kr. 2.500. Guð blessi og styrki ykkur öll. Þóra Steinunn Gísladóttir, Björg Þórhallsdóttir, Höskuldur Þór Þórhallsson, Anna Kristín Þórhallsdóttir, Gísli Sigurjón Jónsson, Björg Steindórsdóttir, Kristján Sævaldsson, Hulda Kristjánsdóttir, Gestur Jónsson og synir. Innilegar kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og samhug við fráfall ástkærs eig- inmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, SÉRA ÞÓRHALLS HÖSKULDSSONAR, sem lést 7. október sl.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.