Dagur - 31.10.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 31. október 1995
FRÉTTIR
Eitft skip fer þá
annað kemur
Það er ekki hægt að segja annað en mikið sé um að vera á athafna-
svæði Slippstöðvarinnar-Odda hf. þessa dagana og greinilegt er að
hin nýja flotkví gefur fyrirtækinu ný tækifæri. Á myndinni hér að
ofan er Amar HU frá Skagaströnd, sem framvegis siglir undir merki
Royal Greenland á Grænlandi, að yfirgefa kvína og í stað hans
kemur önnur glæsileg fleyta, sjá myndina hér að neðan, Guðbjörg
ÍS frá ísafirði. Það reyndist ekki einfalt mál að taka Guðbjörgina
upp í kvína vegna djúpristu og vegna þess hve mikill þungi kemur á
svo fáa tanka í kvínni. En vanir menn leystu öll vandamál farsæl-
lega og Guðbjörgin er komin á sinn stað og viðgerð hafm.
óþh/Myndir: Brynjólfur Brynjólfsson.
Valt eftir árekst-
ur við hross
Á laugardagskvöldið fór bíll út
af veginum við Melgerðismela í
Eyjafjarðarsveit og valt. Öku-
maður mun hafa verið að reyna
að forðast árekstur við hross
sem voru á veginum og þá lent
utan í einu þeirra með þessum
afleiðingum. Engir áverkar
fundust á hestinum, en þarna er
lausaganga hrossa bönnuð.
Á föstudaginn var nokkuð um
umferðaróhöpp á Akureyri. Fjórir
árekstrar komu til kasta lögreglu,
þar af urðu talsverðar skemmdir á
ökutækjum í einu tilfelli. Þrír öku-
menn tilkynntu um tjón á bílum
sínum eftir að hafa lent í holu á
Hörgárbraut við hringtorgið. Að-
faranótt sunnudags var einn tekinn
grunaður um ölvun við akstur. Þá
hefur lögregla á Akureyri verið að
klippa númer af bílum sem lög-
boðnar tryggingar hafa ekki verið
greiddar af. HA
Héraðsdómur Norðurlands eystra:
Akoplast og POB hf.
greiði Reyni Hjartar-
syni 130 þúsund
Héraðsdómur Norðurlands
eystra hefur dæmt Akoplast og
POB hf. á Akureyri til að greiða
Reyni Hjartarsyni rúm 130 þús-
und krónur auk dráttarvaxta frá
1. ágúst 1993. Þá er Akoplast og
POB gert að greiða Reyni 50
þúsund krónur í málskostnað.
Þetta mál var dómtekið 27.
september sl. Málsatvik eru þau
að Reynir hóf störf hjá Akoplasti
og POB 20. júlí 1992 og var með
bréfi dagsettu 28. maí 1993 sagt
upp störfum. í uppsagnarbréfinu
segir orðrétt m.a.: „Hér með er þér
sagt upp störfum frá og með
næstu mánaðamótum (I. júní
1993) vegna skipulagsbreytinga
innan fyrirtækisins. Vegna vinnu-
aðstöðu í setningardeild óskum
við eftir því að þú mætir ekki til
starfa frá 1. júní nk., en fáir engu
að síður greidd laun út uppsagnar-
frestinn. Sumarorlof verði tekin
innan uppsagnarfrestsins." Upp-
sagnarfrestur var 2 mánuðir.
Reynir Hjartarson byggði kröfu
sína á því að Akoplast og POB hf.
hafi verið óheimilt að áskilja sér
einhliða og án samkomulags við
sig að honum bæri að taka út orlof
sitt í uppsagnarfrestinum. Þá taldi
hann fyrirtækinu óheimilt að
greiða sér ekki full laun í upp-
sagnarfresti og reikna orlofslaun
þar inn í. Slíkt bryti gegn ákvæði
laga um orlof sem kveði á um að
við lok ráðningartíma skuli greiða
launþega öll áunnin orlofslaun.
Krafa Reynis, samkvæmt útreikn-
ingi Félags bókagerðarmanna,
hljóðaði upp á 130.564 krónur.
í mállíutningi forsvarsmanna
Akoplast og POB hf. kom m.a.
fram að Reynir hafi fengið fulln-
aðaruppgjör og ætti því ekki rétt á
frekari greiðslu. Hafi honum við
starfslok verið greidd áunnin or-
lofslaun í samræmi við orlofslög.
Jafnframt hafi Reynir fengið
greiddar bætur í uppsagnarfresti
sem svari til launa í tæpan mánuð
í samræmi við loforð fyrirtækisins
í uppsagnarbréfi. Hann hafi síðan
hafið störf hjá öðru fyrirtæki þann
31. maí 1993 og hafi ekki orðið
fyrir neinu tjóni við uppsögnina.
í dómi Héraðsdóms Norður-
lands eystra, sem Ásgeir Pétur Ás-
geirsson kvað upp, segir orðrétt:
„Svo sem uppsagnarbréf stefnda
er orðað telur dómurinn það vera
skuldbindandi loforð um launa-
greiðslu út uppsagnarfrestinn.
Samkvæmt 8. gr. laga um orlof nr.
30, 1987, er kveðið skýrlega á um
það að við lok ráðningartímans
skuli vinnuveitandi greiða laun-
þeganum öll áunnin orlofslaun
hans samkvæmt reglunni í 2. mgr.
7. gr. s.l. Telur dómurinn að
fallast verði á þá málsástæðu
stefnanda að sá tími er uppsagnar-
fresturinn var að líða hafi ekki
orðið orlofstími nema samþykki
beggja aðilja kæmi til. Ósannað er
að svo hafi verið og er því krafa
stefnanda tekin til greina að fullu.
Samkvæmt þessari niðurstöðu ber
stefnda að greiða stefnanda máls-
kostnað sem þykir hæfilega
ákveðin kr. 50.000 og hefur þá
ekki verið tekið tillit til virðis-
aukaskatts." óþh
Norðlenskar
björgunarsveitir
á Flateyri
Um helgina var snjóflóðahættu
aflýst á Flateyri og þá strax hóf-
ust hreinsunaraðgerðir. Aðgerð-
irnar miða að því að bjarga því
sem bjargað verður af verðmæt-
um, ss. persónulegum munum,
úr rústum þeirra húsa sem urðu
fyrir snjóflóðinu í síðustu viku.
Auk heimafólks koma björgun-
armenn víða af landinu, t.d. fór vél
frá Flugfélagi Norðurlands til ísa-
fjarðar með 19 björgunarsveitar-
menn frá Norðurlandi og önnur frá
flugfélaginu Ömum á Isafirði með
jafn marga. Skipt er reglulega um
fólk og komu Norðlendingarnir
sem fóru vestur um helgina aftur
heim í gær og aðrir tóku við.
Nokkur gagnrýni kom fram á
framkvæmd hreinsunarstarfa í
kjölfar snjóflóðsins í Súðavík og
reyna menn nú að koma í veg fyrir
slíkt. Skriflegt leyfi er fengið hjá
húsráðendum sem þar með heim-
ila leit í rústunum og er tilsjónar-
maður skipaður með hverju húsi.
Hvert þeirra húsa sem skemmdist
í flóðinu fékk úthlutað gámi og
þangað er farið með persónulega
muni sem finnast. HA
Leikfélag Húsavíkur:
Gauragangur frum-
sýndur 4. nóv.
Gauragangur eftir Ólaf Hauk Símonarson verð-
ur frumsýndur hjá Leikfélagi Húsavíkur 4. nóv.
nk. Þetta er í annað sinn sem verkið er sett upp
en Þjóðleikhúsið sýndi það fyrir tveimur árum
og sáu um 40 þúsund manns þá sýningu. LH er
fyrsta áhugaleikfélagið sem fær leyfl til að setja
Gauragang upp. Höfundur verður viðstaddur
frumsýningu og mun í leiðinni lesa úr verkum
sínum á bókmenntakynningum í skólum á
svæðinu.
Leikstjóri Gauragangs er Sigrún Valbergsdóttir
og semur hún jafnframt dansa í leikritinu. Stjóm-
andi tónlistar er Valmar Valjaots, eistlenskur tón-
listarkennari á Húsavík, en ljósahönnuður er ástr-
alskur, David Walters, sem búsettur er í Reykjavík.
„Þetta er í fyrsta skipti sem fenginn er sérstakur
Ijósahönnuður til að vinna við sýningu hjá LH og
vænta félagsmenn sér mikils af samstarfinu við
hann. Mjög mikil áhersla hefur verið lögð á að öll
tæknimál sýningaimnar séu sem best úr garði gerð
og sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil ljósa-
og hljóðtækni notuð í Samkomuhúsinu á Húsavík,“
sagði Regína Sigurðardóttir, formaður LH.
Regína sagði að nú væri unnið dag og nótt til að
það tækist að fmmsýna á réttum tíma, en það mætti
telja kraftaverk að koma upp svo viðamikilli sýn-
ingu á aðeins sex vikum. Alls starfa um 50 manns
við sýninguna en leikendur eru á öllum aldri, frá
11 ára til 64 ára, það er bæði gamalreyndir leikarar
hjá Leikfélaginu, nýliðar og félagar úr Piramus og
Þispu, leikklúbbi Framhaldsskólans á Húsavík.
Tónlist í sýningunni var samin við uppsetningu
verksins í Þjóðleikhúsinu af hljómsveitinni Ný-
dönsk. „Já, ég geri ráð fyrir góðri aðsókn," sagði
Regína, aðspurð hvemig hún héldi að til tækist við
uppsetningu verksins. IM