Dagur - 31.10.1995, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Dalvík:
Bæjarmála-
punktar
Ekki heiðursáskrifandi
Bæjarráð hefur hafnað erindi
frá Skógræktarfélagi íslands
um að Dalvíkurbær gerist
heiðursáskrifandi að ársriti fé-
lagsins.
Skilti í bið
Á fundi ferðamálanefndar ný-
verið var rætt um uppsetningu
skiltis um Friðland Svarfdæla
og spunnust miklar umræður
um gerð, hönnun og fleira.
Málið var sett í bið og ákveðið
að atla frekari gagna og upp-
lýsinga.
Bæjarskilti
Á sama fundi var rætt um upp-
setningu bæjarskiltis á vegum
björgunarsveitar S.V.F.Í. Fram
kom að skiltinu hefur verið
fundinn staður austan og sunn-
an við Ásgarð. Miklar umræð-
ur spunnust á fundinum um
kjör Dalvíkurbæjar vegna aug-
lýsinga á skiltinu. Skiptar
skoðanir voru um hver afslátt-
ur Dalvíkurbæjar yrði.
Á fundi ferðamálanefndar
19. október sl. var síðan
ákveðið að kaupa 5 merki inn
á bæjarskiltið og Dalvíkur-
merki fyrir staðsetningu ráð-
hússins.
Samningur ferðamálanefnd-
ar og Björgunarsveitar S.V.F.Í.
kveður á tim eftirfarandi:
- S.V.F.Í. og H.S.S. Dalvík
annast hönnun og uppsetningu
þjónustuskiltis sunnan Dalvík-
ur ásamt aðkeyrslum og lýs-
ingu.
- Ferðamálanefnd samþykkir
að leggja fram kr. 225 þúsund
til verksins svo og að kaupa 5
skráningar árlega.
- S.V.F.Í. og H.S.S.D. selja
ferðamálanefnd árlega skrán-
ingar með 50% afslætti frá og
með 1996. Merking Ráðhúss
með merki bæjarfélagsins er
án greiöslu.
- S.V.F.Í. og H.S.S.D. annast
viðhald, rekstur og nýskrán-
ingar af eigin tekjum.
Gildistími samningsins er
15 ár, til 31. desember 2010.
íþróttamaður Dalvíkur
Á fundi í íþrótta- og æskuiýðs-
ráði 11. október sl. voru lögð
fram drög að rammasamningi
við íþrótta- og æskulýðsfélög-
in og þau yfirfarin af ráðinu.
Kynnt voru drög að Reglugerð
um afreks- og styrktarsjóð
íþrótta- og æskulýðsráðs Dal-
víkur. í þeim kom m.a. fram
að ráðið hyggst kjósa árlega
íþróttamann Dalvíkur að
fengnum tilnefningum frá fé-
lögurn á Dalvík.
30 km hámarkshraði
Skipulagsnefnd hefur sam-
þykkt tillögur frá lögreglu-
varðstjóra um að 30 km/klst.
hámarkshraði verði heimilaður
á eftirtöldum götum: Ránar-
braut, Martröð, Karlsrauða-
torgi austan Hafnarbrautar,
Karlsbraut, Bárugata, Brim-
nesbraut, Lokastígur, Ægis-
gata, Drafnarbraut og Öldu-
gata.
Þriðjudagur 31. október 1995 - DAGUR - 3
Ótrúlega mikið af
smárækju alls
staðar en stór-
rækjuna vantar
- segir Hinrik Hringsson, skipstjori
Fjölveiðiskipið Sunna SI-67 hef-
ur verið á rækjuveiðum djúpt
vestur á Halamiðum (Djúpkrók)
sl. hálfan mánuð en vegna fár-
viðris sem geysað hefur á þess-
um slóðum hefur ekki nema um
helmingur þess tíma nýst til
veiða.
Ólafur Dýrmunds-
son á Bænda-
klúbbsfundi
Bændaklúbbsfundur verður á
Hótel KEA fimmtudaginn 2.
nóv. nk. og hefst kl. 20.30.
Frummælandi verður dr. Ólafur
Dýrmundsson, ráðunautur Bænda-
samtaka Islands, og ræðir hann
um lífrænan og vistvænan land-
búnað og þær reglur sem uppfylla
þarf til þess að viðkomandi fram-
leiðsla skoðist sem slík.
Hinrik Hringsson, skipstjóri,
segir rækjuna sem fáist mjög
smáa, og þykir gott ef fást 140
stk/kg en mikið íleiri stykki í kg
verði að teljast hálfgert „sjálfs-
morð“. Um 50% aflans fer í
pakkningar á Japansmarkað en
það sem smærra er, iðnaðarrækj-
an, fer til vinnslu í rækjuverk-
smiðju Þonnóðs ramma hf. á
Siglufirði.
„Það er ótrúlega mikið af smá-
rækju alls staðar þar sem menn
hafa leitað fyrir sér á rækjunni og
það virðist alveg vatna stórrækj-
una. Ástæðan er bæði sú að mikið
er búið að veiða og eins er nýlið-
unip góð. Það ætti að skila sér
seinna í góðri rækju en það er hins
vegar mikil sókn í rækjuna, meira
en oft áður og hún fjölgar sér ekki
sú rækja sem búið er að veiða.
Við verðum á veiðum hér við land
fram á veturinn, fram yfir áramót,
en þó förum við að huga að því að
fara á rækjuveiðar í Flæmska hatt-
inum við Nýfundnaland. GG
Bragi Sigurjónsson,
fyrrv. alþingismaður
og skáld, látinn
Bragi Sigurjónsson, fyrrv. al-
þingismaður og skáld, lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri sl. sunnudagskvöld á 85.
aldursári.
Bragi Sigurjónsson fæddist
á Einarsstöðum í Reykjadal 9.
nóvember 1910. Foreldrar hans
voru Sigurjón Friðjónsson,
bóndi og skáld á Sandi í Aðal-
dal, og Kristín Jónsdóttir, hús-
freyja á Sandi.
Bragi varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
1935 og kennaraprófi lauk
hann frá Kennaraskóla íslands
árið 1931. Nám í norrænudeild
HÍ stundaði hann 1935-1936
og lauk þaðan cand. phil prófi.
Bragi starfaði við kennslu
um tveggja ára skeið við Reyk-
dælaskóla og síðan um áratug
við Gagnfræðaskólann á Akur-
eyri og Iðnskólann á Akureyri.
Þá vann hann í mörg sumur
sem bókari hjá Kaupfélagi
verkamanna á Akureyri, var
fulltrúi hjá bæjarfógetanum á
Akureyri við almannatrygging-
ar 1946-1964 og útibússtjóri
Utvegsbanka Islands á Akur-
eyri 1964-1978. Alþingismaður
fyrir Alþýðuflokkinn var Bragi
1967-1971 og 1978-1979 og
fyrsti varaþingmaður 1971-
1978. Hann var forseti efri
deildar 1978. Iðnaðar- og land-
búnaðarráðherra var Bragi í
ráðuneyti Benedikts Gröndal
1979-1980.
Bragi Sigurjónsson var til
fjölda ára bæjarfulltrúi Alþýðu-
flokksins á Akureyri, fyrst
1950-1954 og aftur 1958-1970.
Forseti bæjarstjórnar var hann
1967-1970.
Bragi Sigurjónsson var
þekktur fyrir ritstörf. Hann
sendi frá sér fjölmargar ljóða-
bækur, sú fyrsta kom út árið
1947, og einnig minningar,
ferðaþætti, smásögur og þýð-
ingar. Meðal bóka sem hann
gaf út má nefna ritsafnið
Göngur og réttir I-V sem kom
út á árunum 1948-1953 og auk-
ið og endurbætt 1983-1987.
I viðtali sem birtist við
Braga Sigurjónsson í Degi 21.
október sl. kom fram að von
væri á tveim bókum frá skáld-
inu. Annars vegar ljóðabókinni
Misvæg orð og hins vegar Af
erlendum tungum II, sem hefur
að geyma ljóðaþýðingar Braga.
Ætlunin mun vera að gefa bæk-
umar út 9. nóvember nk. en þá
hefði Bragi orðið 85 ára gam-
all.
Eftirlifandi eiginkona Braga
Sigurjónssonar er Helga Jóns-
dóttir. Þau eignuðust sex böm;
Sigurjón f. 1937, d. 1976,
Hrafn f. 1938, Þórunni f. 1940,
Gunnhildi f. 1941, Ragnhildi f.
1944 og Úlfar 1949. Þá eignað-
ist Bragi tvo syni; Helga Ómar
f. 1954 og Kormák Þráin f.
1955. óþh
Sunna SI-67 við bryggju á Akureyri í sl. viku, en hingaö kom skipið vegna
þrálátrar brælu. Mynd: BG
Fjárskaðarnir
á Eyjafjarðarsvæðinu:
Tjónið er
áaðra
milljón
Reikna má með að tjón bænda á
Eyjafjarðarsvæðinu vegna fjár-
missis í norðanáhlaupinu í síð-
ustu viku sé ekki minna en 1,2
millj. kr. „Þetta er þó aðeins
byrjunartala og sett fram án
þess að málið sé fullkannað,“
sagði Ólafur Vagnsson, ráðu-
nautur hjá Búnaðarsambandi
Eyjafjarðar, í samtali við Dag.
Ólafur Vagnsson segir enn ekki
fullljóst hvar fjárskaðar hafi orðið,
né hve miklir þeir séu. Þetta sé þó
óðum að skýrast. Um 200 fjár sé
tala sem ekki sé fjarri lagi skv.
fréttum síðustu daga og ef hver
kind leggi sig á 6.000 kr. sé tjónið
um 1.2 millj. króna. -sbs.
r i
BI5LEY
skjalasképar
BI5LEY skjalaskáparnir
eru einfaldlega betri
T#LVUTÆKI
Furuvöllum 5 • Akureyri
Sími 462 6100
k______________Á
BÁSMOTTUR
CÚMMÍMOTTUR FVRIR HROSS
OC NAUTCRIPI
UBO básmottur skapa betra heilsufar búpenings.
UBO básmottur einangra frá gólfkulda.
UBO básmottur eru slitsterkar og endingargóðar.
UBO básmottur er auðvelt að prífa.
ÞOR HF
REYKJAVIK - AKUREYRI
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070
Einar Logi Einarsson
grasalæknir
verður á Akureyri
fimmtudaginn 2. nóvember.
Tímapantanir í dag, þriðjudag,
í síma 562 2777 og í kvöld í síma 587 7714.