Dagur - 31.10.1995, Side 8

Dagur - 31.10.1995, Side 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 31. október 1995 ÍÞRÓTTIR l Úrslit: Grindavík-UBK 124:91 KR-Njarðvík 80:93 Þór-Keflavík 89:97 Skallagrímur-Haukar 58:76 Valur-Tindastól 59:73 ÍA-ÍR 81:86 Staðan A-riðill: Haukar 862 671:572 12 Keflavík 8 6 2 760:675 12 Njarðvík 8 6 2 712:632 12 Tindastóll 8 6 2 628:603 12 ÍR 844 667:648 8 Breiðablik 8 1 7 637:784 2 B-riðill: Grindavík 8 5 3 778:655 10 KR 85 3 712:702 10 Skallagr. 8 4 4 609:618 8 Þór 8 3 5 699:653 6 ÍA 8 2 6 643:709 4 Valur 8 08 517:782 0 Níunda umferð deildarinnar fer fram í kvöld og eru það leikir sem upphaílega áttu að fara fram sl. fimmtudag. Tinda- stóll og Þór mætast á Sauðár- króki, Keflavík og Skallagrím- ur mætast í Keflavík, Njarðvfk leikur gegn Val, ÍR gegn Grindavík, Haukar við ÍA og Breiðablik tekur á móti KR. Allir leikimir hetjast klukk- an 20. Kristinn Friðriksson úr Þór kominn í góða stöðu undir körfu Keflvíkinga en varnarmaðurinn sterki, Albert Óskars- son, reynir allt hvað hann getur til að stöðva hann. Mynd: bg Barátta Þórsara ekki nóg gegn skyttum Keflavíkur - Tindastóll sigraði botnlið Vals í slökum leik „Við vorum hins vegar ekki nógu skynsamir eftir að þeir breyttu vörninni hjá sér, fóru í 3- 2 svæðisvörn. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við berjumst allan leiktímann en það er samt ekki hægt að vera ánægður því maður er aldrei sáttur við að tapa,“ sagði Birgir Örn Birgis- son, leikmaður Þórs, eftir tap gegn Keflavík í íþróttahöllinni á sunnudagskvöldið, 89:97. Eftir tvo sigurleiki í byrjun móts hefur Þórsliðið aðeins sigrað í einum leik af síðustu sex. Leik- urinn gegn Keflavík gefur þó von- ir um að hlutimir séu að færast til betri vegar. Þórsarar áttu ágæta leikkafla, héldu í við Keflavíkur- liðið nær allan leikinn en skorti vopn gegn öflugum vamarleik Suðumesjaliðsins og hnitmiðuð- um þriggja stiga skotum gestanna í síðari hálfleiknum. Keflvíkingar leiddu leikinn lengst af fyrri hálfleiksins en náðu aldrei að stinga ákveðna Þórsara af, Þórsarar náðu að jafna leikinn stöku sinnum en þá var alltaf eins og Keflavíkurliðið hefði einhverja ása í erminni til að bæta við stig- um og svo gekk það lengst af fyrri hálfleiksins. Munurinn varð mest- ur fimmtán stig undir lokin og þrettán stig í leikhléi, 39:52. Falur Harðarsson var mjög atkvæðamik- ill fyrir Keflavíkurliðið í fyrri hálfleiknum, skoraði sautján stig, þar af tólf þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og segja má að góð hittni hans hafi öðru fremur verið það sem skildi liðin að. Þórsarar mættu ákveðnir til leiks og Keflavíkurliðið réði ekk- ert við Fred Williams sem hvað eftir annað óð inn í vöm þeirra og sótti villur og stig og eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleiknum var forskot gestanna nær horfið og næstu mínútur var yfirleitt aðeins eins til fjögurra stiga munur á lið- unum. Keflvíkingar hvfldu Leaner Bums, sem fékk sína fjórðu villu snemma í hálfleiknum og stuttu síðar fékk Sigurður Ingimundar- son að sjá sína fjórðu villu. Þórs- arar höfðu yfir 74:72 þegar Kefl- vikingar tóku á það ráð að skipta Bums og Jóni Kr. Gíslasyni inná og það skilaði árangri. Vömin styrktist og Falur og Guðjón Skúlason fundu báðir góðar fjalir fyrir utan þriggja stiga línuna. Fal- ur skoraði til að mynda sex stig úr tveimur skotum og breytti stöð- unni úr 74:72 í 74:78 og Guðjón var sömuleiðis drjúgur. Á sama Þór-Keflavík 89:97 Iþróttahöllin á Akureyri, Úr- valsdeildin í körfuknattleik, sunnudaginn 29. október. Gangur leiksins: 4:7, 9:7, 9:13, 16:17, 19:19,21:25,25:27, 31:42, 35:50, 39:52, 48:60, 59:60, 59:64, 64:64, 74:72, 74:78, 79:80, 79:85, 82:97, 89:97. Stig Þórs: Fred Williams 32, Kristinn Friðriksson 17, Konráð Óskarsson 15, Birgir Öm Birgis- son 12, Hafsteinn Lúðvíksson 6, Kristján Guðlaugsson 3, Böðvar Kristjánsson 2, Bjöm Sveins- son 2. Stig Keflavíkur: Falur Harðar- son 26, Leaner Bums 20, Davíð Grissom 16, Guðjón Skúlason 16, Albert Óskarsson 8, Sigurður Ingimundarson 6, Jón Kr. Gísla- son 3, Einar Einarsson 2. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Björgvin Rúnarsson. Sæmi- legir. Áhorfendur: Um 200. tíma fóm Þórsarar að hiksta í sóknarleiknum, Fred Williams hafði sig minna í frammi og Þórs- arar náðu ekki að komast inn í leikinn að nýju. Fred Williams var sterkasti maður Þórsaranna í þessum leik, stundum allt í öllu hjá liðinu en það komu reyndar líka kaflar þar sem hann hafði sig lítið í frammi. Aðrir voru jafnir. Birgir Örn var gífurlega sterkur í vöminni og Kristinn Friðriksson og Konráð Óskarsson gerðu góða hluti í sóknarleiknum. „Þetta var erfiður leikur. Við réðum ekkert við Kanann hjá þeim lengst af síðari hálfleiksins og vorum að sama skapi allt of bráðir í sóknarleiknum," sagði Sigurður Ingimundarson, leikmað- ur Keflavflcur. Keflavíkurliðið var Valur-UMFT 59:73 Iþróttahúsið að Hlíðarenda, Urvalsdeildin í körfuknatt- leik, 29. október. Gangur leiksins: 2:0, 2:8, 10:10, 18:17, 26:26, 28:35, 43:45,45:59,51:66, 59:73. Stig Vals: Ragnar Þór Jónsson 18, Bjarki Guðmundsson 15, Bergur Emilsson 9, Guðni Haf- steinsson 8, Ivar Webster 5, Pét- ur Már Sigurðsson 3, Sveinn Zoega 1. Stig Tindastóls: John Torrey 23, Pétur Guðmundsson 12, Atli Þorbjörnsson 10, Lárus Pálsson 9, Ómar Sigmarsson 6, Óli Barð- dal 4, Hinrik Gunnarsson 3, Am- ar Kárason 2, Halldór Halldórs- son 2, Baldur Einarsson 2. Dómarar: Kristinn Óskarsson og Einar Einarsson. Dæmdu auð- veldan leik vel. Áhorfendur: 110. jafnt. Falur var drjúgur, allan leik- inn, Davíð Grissom var mikilvæg- ur fyrir liðið um miðbik leiksins og Bums í lokin. Þá var Albert Óskarsson geysisterkur í vöminni. Breiddin er ótrúlega mikil og til að mynda gat Jón Kr. Gíslason leyft sér að hvfla nær allan leik- inn. Basl hjá Tindastóli gegn botnliði Vals Tindastóll vann sinn sjötta sigur í vetur og jafnframt þann tilþrifa- minnsta gegn botnliði Vals að Hlíðarenda. Viðureign liðanna lyktaði 59:73 og þó stigin komi sér vel fyrir Sauðárkróksliðið vilja þeir eflaust gleyma þessum leik sem fyrst. Valsmenn skoruðu tvö fyrstu stigin en síðan svaraði Ómar Sigmarsson með tveimur þriggja stiga körfum. Leikurinn var síðan í járnum allan fyrri hálfleikinn, þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna, en sóknarnýting beggja liðanna var afskaplega slæm. Tindastóll hafði sjö stiga forskot í leikhléi 35:28. Valsmenn byrjuðu síðari hálf- leikinn betur, börðust vel og náðu að minnka muninn niður í tvö stig, 43:45 en þá small vörnin saman hjá Tindastóli sem skoraði fjórtán stig gegn tveimur og breytti stöð- unni í 45:59. Eftir það var aldrei spuming um úrslit og Tindastóls- menn gátu leyft varamönnunum að spreyta sig á lokamínútunum. John Torrey var yfirburðamað- ur á vellinum, þó hann haft sjálf- sagt leikið undir getu eins og aðrir leikmenn Tindastóls. Torrey skor- aði 23 stig og var sterkur í vöm- inni en hjá Valsmönnum var Bjarki Guðmundsson bestur. áh/fe Fýrs hjá Bikarmeistarar KA í handknatt- leik áttu ekki í neinum vand- ræðum með Gróttu í 32 liða úr- slitum Bikarkeppni HSÍ í hand- knattleik í fyrrakvöld. Eftir nokkra baráttu í fyrri hálfleik var staðan í leikhléi 14:17 og KA gerði síðan út um leikinn í byrj- un þess síðari, náði tíu marka mun um miðbik hálfleiksins. Lokatölur urðu 24:32 og hinir Alfreö Gíslaso Fýrsti á „Við bjuggumst við erftðum leik |: og betur en menn reiknuðu með. E hjá okkur í fyiri hálfleik en við ger kafla í þeim síðari. Þetta var fyrsti; og vitaskuld stefnum við að því. I liða úrslitunum en það væri gam; Gíslason, þjálfari KÁ, eftir sigurinr Þór-Ármann 36:25 íþróttahöllin á Akureyri, ís- landsmótið í handknattleik, 2. deild karla, föstudags- kvöldið 27 október. Gangur leiksins: 5:5, 8:7, 12:7, 17:13,30:20,31:23,36:25. Mörk Þórs: Sævar Ámason 12, Geir Kr. Aðalsteinsson 7, Páll V. Gíslason 6, Jón Kjartan Jónsson 4, Þorvaldur Sigurðsson 3, Logi Már Einarsson 2, Atli Már Rún- arsson 1, Gauti Einarsson I. Utan vallar: lOmínútur. Mörk Ármanns: Þórður Sig- urðsson 9, Arnar Halldórsson 6, Jóhann Gunnar Stefánsson 3, Ragnar Ragnarsson 2, Ámi Pét- ursson 2, Ómar Stefánsson 2, Þorvaldur Ingimundarson 1. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Stefán Amaldsson og Guðmundur Lárasson. Þór-Valur Reyðarf. 34:22 íþróttahöllin á Akureyri, Bikarkeppni karla í hand- knattleik, 32-Iiða úrslit, laug- ardaginn 28. október. Mörk Þórs: Logi Már Einarsson 11, Gauti Einarsson 9, Þorvaldur Sigurðsson 4, Sævar Ámason 4, Páll Viðar Gíslason 2, Atli Már Rúnarsson 2, Jón Kjartan Jóns- son 1, Svavar Jóhannsson 1. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Vals: Róbert Haraldsson 14, Óðinn Ómarsson 3, Róbert Sigurðsson 3, Sigurjón Rúnars- son 2. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Aðalsteinn Ömólfs- son og Marinó Njálsson. Páll Kolbeinsson, [ Botnim „Þetta voru tvö góð stig, en leikurii lega fyrri hálfleikurinn. Okkur hefu ánægður með sigurinn. Valsmenn sagði Páll Kolbeinsson, þjálfari Tin „Við höldum enn toppsætinu og unin á erfiðri en góðri viku hjá o verðum ekki komnir á Sauðárkrók morgun). Síðan eigum við tvo heir gegn Þór og KR og þá ætlum við ac um leikjum munum við spila betu botninn í spilamennsku okkar.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.