Dagur - 22.11.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 22.11.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 22. nóvember 1995 LEIÐARI------------------- Misnotaður miðill ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (Iþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 4641585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 íslendingar sjást oft lítið fyrir í nýjungagirn- inni og tæknibreytingunum sem verða í nú- tímaþjóðfélögum. Nýjasta dæmið um þetta er tölvunetið Internet og þær óravíddir mögu- leika sem það gefur. Nú þegar hafa komið upp dæmi um alvarlega misnotkun á tölvunetinu sem vekur upp spurningar um hvar ábyrgðin liggur þegar og ef slíkt gerist. Vöxtur netsins hér á landi hefur verið gríð- arlegur, eins og við var að búast miðað við al- menna tölvueign og notkun. Ábyrgð þeirra sem veita aðgang að netinu er mikil og svo virðist sem reglur um þjónustu af þessu tagi séu litlar sem engar. Þetta er áhyggjuefni þegar haft er í huga að hér er á ferðinni risa- vaxinn fjölmiðill sem brýtur niður flest fyrri landamæri. Hætta á misnotkun á þessum miðli, eins og öðrum, er til staðar þannig að það hlýtur að vera keppikefli að um hann gildi eðlilegar reglur. Þó skuggahliðar Internetsins hafi verið mest til umræðu uppá síðkastið má heldur ekki gleyma að jákvæðu hliðarnar eru fleiri og notendur netsins sjá með hverjum deginum fleiri hagkvæma notkunarmöguleika. Tölvur hafa nú þegar gríðarlega mikil áhrif í þjóðfé- laginu og munu gera það enn meira í framtíð- inni. Samskipti fólks munu verða meiri í gegn- um tölvur á komandi árum og sömuleiðis upp- lýsingaöflun. Hér á landi verður aldrei snúist gegn straumnum heldur verðum við að fylgja þróuninni eftir en jafnframt þarf að búa þann- ig um hnútana að við misnotkun á Internetinu verði ströng viðurlög og þeim sem selja að- gang að þessari þjónustu sett ströng starfs- skilyrði. Dæmin sanna að hægt er að misnota þennan miðil að óbreyttu en öllum áhuga- mönnum um þennan stærsta upplýsinga- banka heims hlýtur að vera keppikefli að á þessu verði tekið. A£ íþróttahúsi og körfúboltaskrifúm Undanfamar vikur hafa átt sér stað blaðaskrif í Degi, blaðaskrif þessi hafa gengið út á það að menn hafa verið að lýsa skoðun- um sínum um hvort það sé réttlæt- anlegt að byggt verði íþróttahús við Hamar (félagsheimili Þórs), bókasafnið skuli stækkað, eða byggt skuli yfir fótboltavöll eða skautasvellið, eða guð má vita hvað. Blaðaskrif þessi hafa verið mjög athyglisverð, vegna þeirra yfirlýsinga sem hinir ýmsu bæjar- fulltrúar hafa gefið og í sumum tilfellum skoðanaleysis hjá öðrum fulltrúum. Bæjarfulltrúar okkar eru greini- lega búnir að gleyma þeim skjálfta sem um þá fór fyrir síðustu kosn- ingar þó ekki sé langt um liðið. Skjálfti þessi stafaði af þeirri hræðslu sem greip um sig þegar menn fóru fyrir alvöru að ræða um sérframboð í Glerárhverfi til bæjarstjómar, þá stóð ekki á því hjá æði mörgum þeirra að eigna sér væntanleg atkvæði okkar íbúa Glerárhverfis (Þorpara) eð öllu heldur Þórsara, til að koma í veg fyrir umrætt sérframboð, þeir voru sko okkar menn, alveg fram yfir kosningar, en þá gleymdust fögm orðin. Ég er einn af þeim foreldr- um sem þarf að rassskellast út um allan bæ með mín böm á æfingar þar sem fþróttahús Glerárskóla rúmar ekki allar æfingar krakk- anna, þá þarf maður að sækja alla leið upp í Höll, sem orðið er full langt í burtu, eða að fara niður í Skemmu, sem er vart boðleg leng- ur að mínu mati, enda ekki byggð sem íþróttahús heldur sem áhalda- hús. En það er víst alveg nógu gott og á að duga áfram af því að það hefur gengið fram að þessu. Ég eins og eflaust allir Þórsarar er harður stuðningsmaður þess að byggt verði íþróttahús hjá okkur hið fyrsta. Ég hef áður hvatt til þess að íþróttahús rísi við Hamar með greinum í Degi, þar sem ég hef reynt að færa rök fyrir þeirri kröfu okkar að umrætt hús skuli rísa hið fyrsta. Vegna þeirrar um- ræðu sem skapast hefur út af þessu öllu er greinilegt að við Þórsarar erum ekki einir um að vilja þetta hús heldur eigum við marga stuðningsmenn innan raða KA og bæjarbúa almennt, og reyndar andstæðinga líka. Ekki ætla ég að hætta mér út á þann hála ís að fara að agnúast út af því að ekki séu allir mér sam- mála eins og gerst hefur milli tveggja mætra manna að undan- fömu hér á síðum blaðsins. Það er hins vegar afar sorglegt þegar málefnin gleymast að miklu leyti og jafn hæfir og vel menntaðir menn falla í þá gryfju að rífast og ráðleggja hvaða uppnefni sé hægt að nota til að uppnefna hinn. Enda er undirritaður einungis lítt menntaður sjómaður og tæplega nógu fær um að grafa upp hvað menn hafa sagt fyrir löngu síðan og hvaða skoðanir þeir hafa haft hér áður fyrr, til þess eru aðrir bet- ur til þess fallnir og jafnvel menntaðir í slíku. En þó er það talið þroskamerki að geta skipt um skoðun. Það er hins vegar krafa mín að bæjarstjómin taki ákvörð- un hið fyrsta og geri hana opin- bera strax. Því ég hygg að ýmsir þeir bæjarfulltrúar sem þóttust eiga okkur við síðustu kosningar eigi okkar atkvæði ekki alveg vís við næstu kosningar, svo gæti ver- ið gott að hafa tímann til að íhuga og undirbúa sérframboð í fullri al- vöm. Svona rétt í lokin langar mig að biðja fólk hér í bæ sem kaupir og les DV að fara heldur varlega í að taka mark á þeim manni sem skrifar um fþróttir þar á bæ fyrir Páll Jóhannesson. Það er hins vegar krafa mín að bæj- arstjórnin taki ákvörðun hið fyrsta og geri hana opinbera strax. okkur Akureyringa. Skrif þau og umfjöllun sem úrvalsdeildarleið Þórs fær er hreint með ólíkindum, þar fer blaðamaður DV á kostum og mokar svo miklum skít yfir leikmenn liðsins að maður á vart orð til að lýsa þeirri reiði sem grípur mann við lestur á skrifum hans, nema þá í þeim dúr sem ég geri núna, og á varla heima á síð- um dagblaða. Mér er það til efs að maðurinn hafi séð leiki liðsins, en ef svo er þá hljóta að liggja ein- hverjar annarlegur ástæður að baki skrifum hans. Því þó liðinu hafi ekki gengið eins vel og við vildum, þá gefa þessi skrif ekki rétta mynd af leik liðsins. Geta liðsins er meiri en staðan í deildinni sýnir. Ég skora á alla Akureyringa að mæta betur á leiki liðsins og hjálpa okkur að hvetja þá til dáða, því hvatning er það sem öll lið þurfa og þannig getum við áhorfendur næstum því unnið leiki. Og fullyrði ég að enginn verður fyrir vonbrigðum, en þó geta öll lið átt einn og einn dapran dag, en réttlætir þó ekki slíka um- fjöllun eins og ég var að benda á. Páll Jóhannesson. Höfundur er áhugamaður um boltaíþróttir og velferð bama og unglinga. Barnaskóli Bárðdæla: Mannlega hagkvæmur skóli „Ég veit ekki hvernig mér líst á að sveitarfélög taki við rekstri grunnskóla. Það er þó mín grundvallarskoðun að ríkið eigi alfarið að sjá um skóla- og heil- brigðismál. Þetta tvennt er upp- hafið af öllum jöfnuði manna á meðal,“ sagði Svanhildur Her- mannsdóttir, skólastjóri í Barnaskóla Bárðdæla, í samtali við Dag. Ellefu nemendur stunda nám við skólann í vetur, þar af eru tveir í eldri deild, það eru nem- endur sem eru tíu og ellefu ára. í yngri deild eru nemendur frá sex til tíu ára aldurs en hinir elstu í yngri deildinni sitja þó allmarga tíma í þeirri eldri. Svanhildur hef- ur verið skólastjóri þessa skóla síðustu 35 árin. Flestir voru nem- endurnir í kringum 1980 - eða 28 talsins, en 1993 fóru þeir niður í sex. Síðan hefur talan verið uppá við og innan tveggja til þriggja ára verða þeir orðnir 17 eða 18. Þrír kennarar starfa við Bama- skóla Bárðdæla, að skólastjóra meðtöldum. „Það er máski pen- ingalega óhagkvæmt að halda úti skóla í þessari stærð. Það skal ég viðurkenna. En þetta er þó hag- kvæmt að því leyti að hér er hverjum einstaklingi sem nem- anda sinnt vel. Kostimir eru að því leyti nokkuð margir og eru fleiri en gallamir sem að vissu leyti eru til staðar í þessari nem- endafæð," sagði Svanhildur Her- mannsdóttir skólastjóri. -sbs. Blokkflautukennsla í Barnaskóla Bárðdæla. A inyndinni má sjá nokkra nemendur skólans sem eru, frá vinstri talið; Sigríður Huld Ingvarsdóttir, Hlíðskógum. Helga Margrét Helgadóttir, Kálfborgará, Sigurður Jón Eiríksson, Sandhaug- um, Arnfríður Ingvarsdóttir, Hlíð- skógum, og Anna Sæunn Ólafsdótt- ir, Bjarnastöðum. Kennarinn og skólastjórinn, Svanhildur Her- mannsdóttir, stendur að baki nem- endum sínum. Mynd: Sigurður Bogi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.