Dagur - 22.11.1995, Side 6

Dagur - 22.11.1995, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 22. nóvember 1995 Þarf aðhald í ríkisfjármálum? Nú er sá tími árs þegar hin pólit- íska umræða í þjóðfélaginu snýst mest um fjármál ríkisins. Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs stendur yfir og ef að líkum lætur verður það orðið að lögum eftir einn mánuð. Það er vandasamt verk að setja þjóðinni fjárlög og við Islendingar eigum við sömu útgjaldaþensluna að stríða og aðrar þjóðir. Öll þau ár sem ég hef setið á þingi hefur verið reynt að stemma stigu við þessari þenslu en gengið mjög misjafn- lega. Sú ríkisstjóm sem nú situr hefur sett sér það markmið að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum með fjárlögum 1997. Það þýðir að eyða þarf halla, sem í ár er um 9 milljarðar. Þetta verður tekið í tveimur áföngum, á næsta ári er gert ráð fyrir 4 milljarða halla. Það er sannfæring mín að þetta muni ganga betur nú en oft áður einkum vegna þess að mikil sam- staða ríkir á milli stjórnarflokk- anna um mikilvægi málsins. Spornað gegn útgjaldaþenslu Það er athyglisvert að þrátt fyrir það að ýmsum þyki nóg um að- V haldsaðgerðir þá verða fjárfram- lög til heilbrigðis- og trygginga- mála og menntamála hærri á næsta ári en í ár. A verksviði heilbrigðisráðuneytisins þarf samt að draga úr útgjöldum sem nemur 3 milljörðum króna ef miðað er við útgjaldaauka vegna launahækkana og fleiri þátta. sem gengið hafði verið frá í tíð síðustu ríkisstjórnar. Það er eðli- legt að tekið sé á málum við þessar aðstæður, svona getur þetta ekki haldið áfram. Það er hins vegar ekki létt verk að for- gangsraða í viðkvæmum mála- flokki eins og heilbrigðis- og tryggingamálum en hjá því verð- ur ekki komist. Ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum í dag eru um 10% af þjóðinni 67 ára og eldri en samkvæmt út- reikningunt mun það hlutfall verða um 17% árið 2030. Þá verða 3,3 á vinnualdri á móti hverjum 67 ára og eldri en í dag er þetta hlutfall 6,3. Við sem erum í stjórnmálum í dag vitum vel að það verða aðrir sem þurfa að takast á við þann vanda sem þetta hefur í för með sér. Okkur ber þó skylda til að hugsa um komandi kynslóðir, ábyrgð okkar gagnvart þeim er mikil. Það er ánægjulegt að á AI- þingi virðist ríkja nokkuð góð samstaða um að að lengra verði ekki gengið í sóun fjármuna og skuldasöfnun ríkisins til þess að „redda“ frá degi til dags. VALCERÐUR SVERMSDÓTTIR 5JONARMIP ÁMIÓVIKU- DEÚI Haldi hækkun ríkisútgjalda áfram, eins og hún mun gera, verði ekki gripið í taumana, verður að mæta útgjaldaaukning- unni með nýjum sköttum. Þá þarf að finna 28 milljarða króna í nýj- íslenskir máls- hættir með skýr- ingum og dæmum og Islensk orð- tök með skýr- ingum og dæmum Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út tvær bækur eftir Sölva Sveinsson, íslenskir málshættir með skýr- ingum og dæmum og nýja útgáfu bókarinnar Islensk orðtök með skýringum og dæmum, sem kom út fyrir tveimur árum og seldist þá upp. Bækumar fást bæði stakar og einnig saman í öskju. í bókununt er fjallað um mik- inn fjölda orðtaka, málshátta og spakmæla, sem eru ríkur þáttur ís- lenskrar tungu og draga fram sannindi og skoðanir um ýmis fyr- irbæri, en upprunaleg merking þeirra er nútímafólki oft ekki Ijós, síst hinum yngri. Bókunum er ekki aðeins ætlað að auðvelda fólki að auðga mál sitt og öðlast skilning á því, heldur og að stuðla að réttri meðferð þess. Höfundur- inn skýrir hér málshættina og orð- tökin, segir frá upprunalegri merk- ingu þeirra og lýsir þeim aðstæð- um sem þau eru sprottin upp við. Jafnframt eru gefin dæmi um notkun þeirra í daglegu nútíma- máli. Þetta eru einkar handhægar og fróðlegar bækur fyrir nútímafólk, sem vill leita uppruna orðtaka og málshátta og um leið auðga málfar sitt og gera það blæbrigðaríkara. í bókunum er íjöldi skemmtilegra skýringarteikninga eftir Brian Pilkington. Bókin íslensk orðtök er 225 blaðsíður og íslenskir málshættir 247 blaðsíður. Verð hvorrar bókar um sig er 3.880 en saman í öskju kosta þær 7.760 krónur. HOTEL KEA Hinir sívinsælu Miðatdamem frá Siglufirði halda uppi fjörinu laugardagskvöld Atfi.l Enginn aðgangseyrirl Erum farin að bóka fyrir okkar vinsœla 0 V jomnmofjon sem verður 1., 2., 8., 9., 15. og 16. desember. Htjómsdeit Inyu Eydat fullkomnar jólastemmninguna. Borðapantanir í síma 462 2200. mmmm um tekjum til að mæta útgjalda- aukningunni frá 1995 til 1999. Allir sjá að slfkt gengur ekki upp. Ymsar þjóðir hafa reiknað út hvernig skattar komandi kyn- slóða verði að hækka ef ekki verði dregið úr útgjöldum. Italir hafa t.d. komist að þeirri niður- „Okkur ber þó skylda til' að hugsa um komandi kyn- slóðir, ábyrgð okkar gagn- vart þeim er mikil. Það er ánægjulegt að á Alþingi virðist ríkja nokkuð góð samstaða um að lengra verði ekki gengið í sóun fjármuna og skuldasöfnun ríkisins til þess að „redda“ frá degi til dags.“ stöðu að komandi kynslóðir þurfi að greiða fimmfalt hærri skatta ef ekki verði dregið úr útgjöld- um. Bandaríkjamenn telja að skattar geti tvöfaldast I stjómarsáttmála ríkisstjórn- arinnar segir m.a.: „Tekið verði upp samstarf við aðila vinnu- markaðarins um endurskoðun á skattkerfinu með það að mark- miði að draga úr skattsvikum, lækka jaðarskatta, einfalda skatt- kerfið og auka jafnræði innan þess.“ Nefnd þessi hefur þegar verið skipuð og á hún að skila af sér á næsta ári. Verkefni hennar er gíf- urlega umfangsmikið og vanda- samt. Það er augljóst að skattsvik eru stunduð hér af kappi og hafa líkur verið leiddar að því að þær upphæðir sem þannig tapist séu á annan tug milljarða. Það sem kallað hefur verið jaðarskattar og er áhrif bótagreiðslna sem eru tekjutengdar, er stórkostlegt vandamál í okkar skattkerfi. Tal- ið er að jaðarskattar séu í ýmsum tilfellum hærri hér en þekkist annars staðar. Það er því eitt af stóru málun- um að komið verði á réttlátara skattkerfi ásamt því að jafnvægi verði komið á í ríkisfjármálum. Valgerður Sverrisdóttir. Höfundur er þingmaður fyrir Norðurland eystra og formaður þingflokks Framsóknar- flokksins. ________________________________J Inga Sólveig Friðjónsdóttir listakuna við tvö verka sinna. Mynd: Sigurður Bogi. Ljósmyndasýning í Deiglunni: Einskonar stúdía af andstæðum og formum „Verkin á þessari sýningu eru einskonar stúdía af andstæðum og formum í borgar- og náttúrulands- lagi,“ segir listakonan Inga Sól- veig Friðjónsdóttir, sem um þessar mundir heldur ljósmyndasýning- una Af klettum og steini í Deigl- unni í Listagilinu á Akureyri. Myndirnar sem Inga Sólveig sýnir eru allar svart-hvítar og lit- aðar með litum. Myndirnar eru ýmis teknar í fjörum víðsvegar um landið eða þá í Berlín. „Að reika unt stræti stórborgar og njóta þess sem náttúran hefur uppá að bjóða gefur gjörólíkar tilfinningar. En í báðum tilfellum er hægt að finna skemmtileg form og andstæður," segir listakonan, en sýning hennar stendur fram á sunnudag um næstu helgi, það er 26. nóvember. -sbs.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.