Dagur - 22.11.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 22.11.1995, Blaðsíða 16
mm, Akureyri, miðvikudagur 22. nóvember 1995 XEROX 5090 MAX ljósprentarinn tekur við þeim gögnum sem skal ljósprenta (ljósrita) og skilar útkomunni innbundinni, sé þess óskað. I einni og sömu aðgerðinni má prenta sjálft meginmálið, kápuna, stinga inn aukasíðum (litasíðum td.) og binda inn (kjölband (6 litir) eða vírhefta). KOMIÐ OG SJÁIÐ - SJÓN ER Hafnarstræti 106 Sími 462 7422 NÝJA=Z=ZH SÖGU RÍKARI. Filmuhúsið Bæjarstjórn Akureyrar: Samþykkti að ganga til samninga við Þór- arin Kristjánsson o.fl. Sala hlutabréfa Akureyrarbæj- ar í Krossanesi hf. að nafn- virði 110 milljónir króna var til umræðu í bæjarstjórn Akureyrar í gær og samþykkt að ganga til samninga við hóp fjárfesta sem Þórarinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnsl- unnar, hefur farið fyrir, með 10 samhljóða atkvæðum. Auk Þór- arins standa m.a. að tilboðinu starfsmenn Krossaness hf., Líf- eyrissjóður Norðurlands hf. og Sigurður Einarsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum, en baki tilboðsgjöfum eru um 10% af heildarloðnukvótanum. Jakob Björnsson, bæjarstjóri, sagði að þeim aðiium sem sýnt hefðu verksmiðjunni áhuga hefði verið boðið að gera tilboð í hana með símbréfi 10. nóvember sl. Tiiboðin voru opnuð 14. nóvem- ber og að kvöldi þess dags hefði svo borist tilboð frá Sverri Leós- syni, útgerðarmanni, o.fl. Bæjar- stjóri sagði að gagnrýna mætti þessa aðferð og e.t.v. hefði verið eðlilegast að auglýsa bréfín á op- inberum markaði. Það væri hans skoðun að það ætti ekki að gera að svo komnu máli því hugsanlega bærust þá lægri tilboð eða jafnvel engin. Með sölunni myndi staða Framkvæmdasjóðs batna verulega og Akureyrarbær yrði laus úr öll- um ábyrgðum í Krossanesi. Sigurður J. Sigurðssson (D) gagnrýndi bæjarstjóra fyrir að sala hlutabréfa í Krossanesi hefði ekki verið tekin fyrir í bæjarráði áður en beðið var um tilboð í þau. Það leiddi hugann að því hvernig skynsamlegast væri að standa að sölu hlutabréfa bæjarins í Laxá hf. og hann varpaði einnig fram þeirri spurningu hvort eign Akureyrar- bæjar í formi hlutabréfa í Útgerð- arfélagi Akureyringa hf. stæði í vegi fyrir eðlilegum viðskiptum með hlutabréf fyrirtækisins. Kanna ætti hvort ekki væri rétt að selja hluta þeirra. Bæjarstjórn samþykkti að bjóða hlutabréf Ak- ureyrar f Laxá hf. til sölu. Guðmundur Stefánsson, bæjar- fulltrúi og framkvæmdastjóri Fóð- urverksmiðjunnar Laxá hf., sat hjá við atkvæðagreiðsluna en Laxá hf. átti einnig tilboð í hlutabréfin auk Odds Halldórssonar, sem fór fyrir áhugahópi um rekstur Krossaness hf„ auk tilboðs frá Sveiri Leós- syni o.fl., sem áður er getið. Sig- ríður Stefánsdóttir (G) taldi Guð- mund Stefánsson vanhæfan til að greiða atkvæði um sölu hlutabréfa Akureyrarbæjar f Krossanesi þar sem Laxá hf. væri einn þeirra að- ila sem sóst hefðu eftir bréfunum. GG Bæjarstjórn Akureyrar: Hlutabréf í Skinnaiðnaði hf. seld á nær þreföldu kaupverði Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær samning við Kaupþing Norðurlands hf. um sölu á hlutabréfum Akureyrar- bæjar í Skinnaiðnaði hf. Hluta- bréfin eru að nafnverði kr. 21.250.000 en voru á sínum tíma, fyrir réttum þremur árum, keypt á 22,5 milljónir króna. Gengi bréfanna við sölu nú er 2,92 og heildarsöluverð þeirra því kr. 62.050.000. Samþykkt var einnig að hafna tilboði um forkaupsrétt á auknu hlutafé í Skinnaiðnaði hf. Hótel Norðurland Nokkrar umræður urðu um það er- indi frá Hótel Norðurlandi að Geislagötu 7 að byggja fjórðu hæðina ofan á húsið án þess að að þurfa að koma fyrir lyftu í húsinu. Tillaga um að vísa málinu aftur til bygginganefndar var felld og er- indið síðan samþykkt með 7 at- kvæðum gegn þremur þeirra Sig- ríðar Stefánsdóttur, Heimis Ingimarssonar og Sigfríðar Þor- steinsdóttur. Ráðning Valgerðar staðfest A fundinum voru Jóni Björnssyni, fráfarandi félagsmálastjóra, þökk- uð giftusamleg störf fyrir Ákur- eyrarbæ og jafnframt staðfesti bæjarstjórn ráðningu Valgerðar Magnúsdóttur í starf sviðsstjóra félags- og fræðslusviðs. Nýr fulltrúi í stjórn Upplýsingamiðstöðvar Jafnframt var kosið um nýjan full- trúa Akureyrarbæjar í stjóm Upp- lýsingamiðstöðvar ferðamála í stað Hallgríms Guðmundssonar, fyrrverandi atvinnumálafulltrúa, og var tillaga bæjarstjóra um Gunnar Karlsson, hótelstjóra, samþykkt en fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn sátu hjá. GG Þórarinn B. Jonsson bæjarfulltrúi: Áhrif álversfram- kvæmda á „Eyfirska efnahagssvæðið“ Þórarinn B. Jónsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, varpaði fram þeirri hugmynd á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær hvort ekki væri rétt að senda heillaóskaskeyti suður vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við stækkun og/eða byggingu nýs álvers á suðvestur- horni landsins. Hann vildi jafnframt hvetja stjómvöld til þess að draga að sama skapi úr framkvæmdum á því landshorni og leyfa öðrum landshlutum að njóta þar með einnig þeirrar þenslu í fram- kvæmdum sem óhjákvæmlega myndu fylgja í kjölfarið. Bæjar- stjóri sagði vel athugandi að skoða áhrif álversframkvæmda fyrir sunnan, hvað stjórnvöld vildu gera til mótvægis á „Eyfirska efna- hagssvæðinu". GG Einingarfélagar á einu máli MikiII fjöldi fólks sótti félagsfund í Verkalýðsfélaginu Einingu, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu á Akureyri sl. mánudagskvöld. Þetta er með fjölmennari fundum sem haldinn hefur verið í Einingu í langan tíma. Mikill meirihluti fundarmanna samþykkti að segja upp gildandi kjarasamningum. Mynd: BG Eining vill uppsögn kjarasamninga Mikill meirihluti félaga í Verkalýðsfélaginu Einingu samþykkti að segja upp gildandi kjarasamningi þannig að þeir verði lausir um áramót. Á félagsfundum í Einingu sl. sunnudag og mánudag var eftir- farandi tillaga borin undir atkvæði félagsmanna: „Almennir félagsfundir í Verka- lýðsfélaginu Einingu Eyjafirði samþykkja að skora á launanefnd landssambanda innan ASÍ að segja nú þegar upp gildandi kjarasamn- ingum þannig að þeir verði lausir um næstu áramót. Ennfremur sam- þykkja fundirnir að veita stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins heim- ild til að segja upp gildandi kjara- samningum félagsins." Efnt var til félagsfunda í Ólafs- firði, Dalvík, Hrísey, Grenivík og Akureyri og greiddu alls 286 fé- lagsmenn atkvæði. Tillögunni greiddu 266 félagsmenn atkvæði, nei sögðu 17 og 3 seðlar voru auð- ir. Beðið er niðurstöðu launa- nefndar ASÍ og VSÍ, en í henni eiga sæti fulltrúar beggja þessara landssambanda. Björn Snæbjörns- son, formaður Einingar, sagði í Degi sl. þriðjudag að ef launa- nefndin myndi ekki segja upp gildandi kjarasamningum þannig að þeir verði lausir um næstu ára- mót, þá fari einstök verkalýðsfé- lög af stað og láti á það reyna hvort þau geti sagt samningunum upp. óþh Sóknarheimildir smábáta skerðast skv. frumvarpi um smábátaútgerð: „Leitum hráefnis á öðrummiðum“ - segir Jóhann Ólafsson á Raufarhöfn Ef sókn smábáta, sem mikið leggja inn afla hér yfir sum- artímann, verður heft hefur það mikil áhrif hjá okkur. Við þessu verður brugðist af okkar hálfu,“ sagði Jóhann Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðju Raufar- hafnar hf. Nýtt frumvarp um stjórn fisk- veiða, sem er til meðferðar á Al- þingi, gerir ráð fyrir verulegri fækkun sóknardaga þeirra smá- báta sem eru undir 9 tonnum að stærð. Má búast við að heimiluð- um sóknardögum fækki um allt að helming frá því sem nú er, en ntis- jafnt er aftur hve marga daga hver bátur hefur skv. núgildandi regl- um. Frumvarpið tekur gildi þann 1. september 1996, verði það sam- þykkt. „Við verðum að bregðast við þessu með einhverjum hætti og gefumst ekki upp. Við þurfum að fara af stað og leita hráefnis á öðr- um miðum, svo sem að fá afla frá skipum eða fiskmiðlunum í öðrum landshlutum. Þetta nýja frumvarp hefur líka mikil áhrif á iffíð á stöðum eins og hér á Raufarhöfn, svo margar fjölskyldur hafa viður- væri sitt af útgerð smábáta. Stóra málið er hinsvegar að takmarkað magn fiskjar er í sjónum og hver á að veiða hann?“, sagði Jóhann Ól- afsson. -sbs Innimálning á ótrúlegu verði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.