Dagur - 25.11.1995, Side 13

Dagur - 25.11.1995, Side 13
Laugardagur 25. nóvember 1995 - DAGUR - 13 POPP MAGNÚS GEIR ÚUÐMUNDSSON Betl er besta mál Árið 1993 tóku þeir félagar og frændur, Rögnvaldur Bragi Rögn- valdsson og Hreinn Laufdal, sig til og gáfu út sérdeilis nýstárlega og skemmtilega jólasnældu undir nafninu Beti. Kallaðist verkið „Skyldi það vera hjólastóll" og innihélt frumsamda jólaóða þeirra sungna af ýmsu góðu fólki. Verð- ur ekki annað sagt en að tiltækið hafi heppnast bærilega því þeim félögum tókst að selja snælduna í um 2000 eintökum, eða u.þ.b. allt upplagið. Það var því óhjákvæmi- legt annað fyrir þá Rögnvald og Hrein en að endurtaka leikinn. Spurningin var aðeins hvenær þeir kæmu því við þar sem þeir voru (og eru) búsettir sitt hvoru megin á landinu, á Akureyri og í Reykjavík. Er skemmst frá því að segja að lagaframleiðsla hófst fljót- lega í kjölfar jólasnældunnar, en það var ekki fyrr en á þessu ári sem þeir hófust handa við fyrstu upptökur. Hafði þá þriðji meðlim- urinn, Dósi, sem söng á snæld- unni, bæst í hópinn og tók fullan þátt í upptökunum. Afraksturinn af amstrinu er nú kominn út og í þetta skiptið í formi 16 laga geislaplötu, sem ber heitið Eilíft betl. Lagasmíðinni skipta þeir á milli sín þannig, að Hreinn á sjö laganna, Rögnvaldur sex og Dósi þrjú. Textana við eigin lög semja þeir yfirleitt sjálfir, nema hvað Hreinn semur alla þrjá við lög Dósa. Þeir syngja svo allir líka, mismunandi mikið þó. Þenur Dósi sín hráu en hrífandi raddbönd í einum sjö lögum, Rögnvaldur í einu og „Mr. Clean" (sem með röklegri hugsun hlýtur að vera augljóst hver er) í tveimur. Af- gangnum, sjö lögum, skipta svo jafnmargir sönvarar á milli sín og eru nöfn þeirra, sum hver a.m.k., kunnugleg. Þetta eru þau Kristján Pétur fjöllistamaður með meiru, Halli Davíðs hinn eini sanni, Guð- laugur Hjaltason, Sölvi Ingólfsson fyrrum upprennandi íþróttahetja (og skólabróðir ónefnds popprit- ara) og söngkonurnar Guðrún Baldursdóttir og Petr Björk. Um bakraddasöng o.fl. sér síðan þriðja söngkonan, Inga Guðmundsdóttir, systir Bjarkar. Dísætt og dillandi Alveg eins og á jólasnældunni láta Betl er bragðgott og akureyrskt popp. þeir „Betlararnir" nú nær alfarið hefðbundin hljóðfæraleik lönd og leið, en láta þess í stað dýrindis tölvutól um allt ómakið og erfiðið við flutninginn. Þetta væri undir venjulegum kringumstæðum ámælisvert athæfi (nema ef um hefði verið að ræða „Teknó" eða annað slíkt danspopp) en þar sem um oft á tíðum dæmalaust dísætar og dillandi laglínur er að ræða, sem vart hefðu hljómað betur öðruvísi, er fullkomlega hægt að fyrirgefa slíkan umbúnað hér. Grátbroslegir textar, sem sumir hverjir pota í ýmsa viðkvæma staði, (og eru þ.a.l. vafalaust ekki öllum að skapi) krydda svo her- legheitin hressilega. Dæmi um eð- alsmíðar eru lög og textar á borð við Guð, í bítið, Þeir, Elskan, Basl, Hvati og Fía, allt fín lög, sem myndu sóma sér vel á öldum ljós- vakans. Betlið eilífa er sem sagt hið besta mál og hið mesta gleði- og fagnaðarefni. Plötuna er að fá í Tónabúðinni, Radiónausti og Hljómdeild KEA, auk þess sem „Betlarar" hafa hana sjálfir til sölu. Stelpumar standa sig Á þessum tímum jafnréttis er ánægjulegt að sjá að kvenþjóðin er a.m.k. á einu sviði að færa sig sí- fellt meira upp á skaftið, í tónlist- inni. Hér á síðunni hefur aðeins verið drepið á þetta áður í kjölfar þess að ungar söngkonur á borð við Kristínu Eysteinsdóttur, Heið- rúnu Önnu Björnsdóttur og Emili- önu Torrini, auk margra annarra tónlistarkvenna af eldri kynslóð- inni, hafa verið að gera athyglis- verða hluti hér á landi. Það sama er svo líka upp á teningnum þegar augunum er rennt yfir poppflór- una erlendis. Auðvitað er það ekk- ert nýmæli að konur séu í sviðs- ljósinu þar, en það hefur líklega sjaldan verið eins áberandi og nú. Listinn yfir tiu söluhæstu plöturn- ar í Bandaríkjunum er ekki hvað síst til marks um þennan uppgang tónlistarkvenna, því að um þessar Janet Jackson er áfram ein af vin- sælustu snótum poppsins. mundir eiga þær hvorki meira né minna en þrjár best seldu plöturn- ar. Mariah Carey trónir nú á toppnum með Daydream. í öðru sæti er hin kanadíska Alanis Mori- sette með frumburð sinn, Jagged Little Pill og í þriðja sæti er svo Janet Jackson, systir Michaels, með nýju safnplötuna sína Design Of A Decade 1985/1996. Neðar á listan- um, í áttunda sæti, er síðan stúlknaþríeykið TLC með Plötuna Crazysexcool. í Bretlandi eru Marih, Janet og Alanis allar inni á topp 20 og fór sú fyrsttalda m.a. á toppinn á sínum tíma. Lög þessara kvenna hafa síðan mörg líka verið í efstu sætum að undanfömu. Verður það svo spennandi að sjá hvernig Björku vegnar með nýju smáskífuna, It's A1 So Quiet, en hún var að koma út í Bretlandi í síðustu viku. Efefei dauður úr öllum æðum Hafi einhverjir haldið að gamla rokkbrýnið Ozzy Osboume væri dauður úr öllum æðum, þá er það mikill misskilningur. Gamla rokksöngvaranum gekk að vísu nokkuð brösuglegá að koma nýju plötunni sinni, Ozzmosis, út auk þess sem hann hætti við að hætta í rokkbransanum á síðustu stundu, en það hefur bara ekkert komið að sök. Hefur hálfgert æði skollið á í kringum hann og plat- an selst gríðarvel á fyrstu útgáfu- vikum. Til dæmis fór hún í yfir 90.000 í Japan í fyrstu söluviku og í Bandaríkjunum seldist hún í fyrstu vikunni í 135.000 eintök- um og fór beint inn á topp tíu. Hefur Ozzy ekki fengið slíkar viðtökur í yfir tíu ár og gæti Ozz- mosis allt eins orðið hans vinsæl- asta plata ef fram heldur sem horfir. Ozzy gefur ekkert eftir. Safn- og endurútgáfur Líkt og fyrir mörg undanfarin jól, verða safn- og endurútgáfur áberandi fyrir þessi jól í plötu- flóðinu. Fer hér á eftir upptaln- ing á nokkrum þeirra. Gunnar Þórðarsson í tilefni af 50 afmæli Gunnars Þórðarsonar á þessu ári, er komin út tvöföld útgáfa með fjörutíu af hans þekktustu lög- um. Spanna lögin tímabil allt frá Hljómum á miðjum sjöunda áratugnum til nær dagsins í dag. Ragnar Bjarnason Ragnar Bjarnason hefur svo áratugum skiptir verið einn af vinsælustu dægurlagasöngvur- um þjóðarinnar og er enn þann dag í dag í fullu fjöri. Með hon- um er komið út tuttugu laga safn, þar sem perlur á borð við Vorkvöld í Reykjavík og Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig er að finna. Einar og MA Úr klassískri deild íslenskrar sönglistar er ekki úr vegi að nefna hér tvær útgáfur, sem báðar tengjast norðurhéruðum landsins. Er þar annars vegar um að ræða plötu með söng hins margfræga MA kvartetts á Akureyri, sem með sanni voru einir helstu „popparar" síns tíma. Hins vegar er það veglegt safn með óperusöngvaranum Einari Kristjánssyni úr Skaga- firðinum, sem tvímælalaust er með ástsælli söngvurum þjóð- arinnar. Má geta þess hér til gamans fyrir þá sem ekki vita að Einar Kristjánsson var afi Einars Amar Sykurmola og at- hafnamanns með meiru og afa- bróðir Halldórs Bragasonar, blúsgreifa í Vinum Dóra. BRUNALIÐIÐ úr öskunni í eldinn Plata Brunaliðsins, Úr öskunni í eldinn, ein af þeim sem nú hefur verið endurútgefin. Bruna- liðið Sumarið 1978 tók margt af helsta tónlistarfólki landsins sig til og setti saman hljómsveitina Brunaliðið. Er ekki að orðlengja það að fyrsta platan, Úr ösk- unni í eldinn, náði gríðarlegum vinsældum og seldist í þúsund- um eintaka. Meðal þeirra sem þama komu við sögu voru Magnús Eiríksson, Pálmi Gunnarsson, Ragnhildur Gísla- dóttir, Diddú, Magnús Kjart- ansson og Laddi. Hefur nú þessi vinsæla plata, sem inni- heldur m.a. lög á borð við Ég er á leiðinni, Einskonar ást og Sandala, nú verið endurútgefin í geislaformi, er áreiðanlega gleður marga. Halli og Laddi Þeir bræður, Haraldur og Þór- hallur Sigurðssynir, Halli og Laddi, gerðu á sínum tíma þeg- ar þeir voru sem vinsælastir nokkrar plötur, sem nutu mik- illar hylli meðal landsmanna. Tvær þeirra vom Fyrr má nú aldeilis fyrrvera og barnaplatan um Skríplana. Eru þær nú báð- ar endurútgefnar fyrir þessi jól, en eins og flestir krakkar vita kallast nú litlu fyrirbærin Stmmpar og hefur upprunaút- gáfunni verið breytt í samræmi við það.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.