Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. desember 1995 - DAGUR - 15
Hjálparsveit skáta á Akureyri 25 ára
Hversu oft heyrum við ekki í frétt-
urn frásagnir af fólki sem hefur
týnst eða lent í hrakningum vegna
slæms veðurs eða annarra erfiðra
aðstæðna? Jafnoft heyrum við
minnst á björgunarsveitir sem
bregðast skjótt við og koma hin-
um nauðstöddu til bjargar. Björg-
unarsveitir á íslandi eru nær
eingöngu skipaðar sjálfboðaliðum
og oft vill gleymast hve mikið og
óeigingjarnt starf sveitirnar vinna
í þágu þjóðfélagsins. Hjálparsveit
skáta á Akureyri er ein þessara
björgunarsveita en í næsta mánuði
verða tuttugu og fimm ár liðin frá
stofnun sveitarinnar.
„Sveitin var stofnuð 17. janúar
árið 1971,“ segir Magnús Amars-
son, sveitarforingi Hjálparsveitar-
innar. Sjálfur hefur Magnús
starfað í 18 ár og þar af verið
sveitarforingi í 5 ár. Heildarfé-
lagatal er eitthvað yfir 200 manns
en starfandi félagar eru á bilinu
35-40. Um 90 prósent þeirra sem
koma nýir inn í sveitina eru gaml-
ir skátar en Magnús segir að alltaf
sé eitthvað um að fólk komi ann-
ars staðar frá.
Hjálparsveitin hefur mikilvægu
hlutverki að gegna en Magnús
bendir á að hún gefi líka mann-
skapnum sem í henni starfi heil-
mikið í útiveru, námskeiðum og
öðru. „Við sinnum ýmsum verk-
efnum og erum m.a. aðilar að
samkomulagi um alntannavarnir.
Starfið snýst að mestu leyti um að
þjálfa mannskapinn. Við erum
með ótal námskeið yfir veturinn
og síðan lengri og styttri ferðir
sem l’ólk fer í til að kynnast landi
og aðstæðum. Hluti af þjálfuninni
er að halda æfingar þar sem reynt
er að undirbúa sveitarmeðlimi
undir hugsanlegar aðstæður sem
geta komið upp á,“ segir Magnús,
þegar hann er spurður um helstu
þættina í starfinu.
Flugeldasala aðal fjáröflunin
Hjálparsveit skáta á Akureyri er
ein fjölmargra björgunarsveita á
Eyjafjarðarsvæðinu og segir
Magnús að samstarf þessara sveita
sé gott. „Hver sveit hefur sitt sjálf-
stæða starf og þjálfar sitt fólk á
sínum stað en öðru hvoru eru
haldnar stærri æfingar, þar sem
sveitimar í Eyjafirði koma saman.
I aðgerðum og útköllum gengur
allt eins og smurð vél og samstarf-
ið gengur vel.“
- Hvað með fjárhagslegu hlið-
ina?
„Langstærsti hluti rekstursins,
eða um 85%, er byggður á söfnun-
arfé frá almenningi og starfsemin
er því mjög háð fjáröflunum.
Stundum gengur vel en ef árar illa
og lítið safnast vill starfið oft
dragast saman. Flugeldamir eru
stærsta fjáröflunin en við erurn
búnir að selja flugelda í yfir 20 ár.
Við höfum getað einbeitt okkur að
þessari fjáröflun en síðustu 3-4 ár
höfum við þó einnig þurft að leita
annað vegna aukinnar samkeppni
í flugeldasölu og eins er rekstur-
inn farinn að þyngjast. Kröfumar
til félaga eru orðnar meiri sem
þýðir meiri þjálfun og endumýjun
búnaðar er að sama skapi þungur
baggi. Við fáum niðurfellingu á
aðflutningsgjöldum og tollum á
tækjum og það er stærsti opinberi
styrkurinn sem við fáum. Eins fá-
um við styrk frá Akureyrarbæ,
sem við nýtum upp í gjöld eins og
hitaveitu, rafmagn og fasteigna-
gjöld.“ " AI
Ólafur Ásgeirsson, lögreglumaður
og starfsmaður almannavarna:
Get varla ímyndað
mér byggdarlagið
án björgunarsveita
Hjálparsveitarmeðlimir búa um bcinbrut.
/
Akveðin hugsjón
Stefán Gunnarsson hefur starfað
með Hjálparsveitinni síðan árið
1987. „Hjá mér var þetta eðlilegt
framhald af ferðamennsku og úti-
lífi sem ég hafði stundað í nokkur
ár áður en ég byrjaði í Hjálpar-
sveitinni,“ segir Stefán um ástæðu
þess að hann starfar með sveitinni.
„Síðan hlýtur að tengjast þessu
ákveðin hugsjón og ég hef alltaf á
bak við eyrað að með þessu móti
sé hægt að láta eitthvað gott af sér
leiða. Það er kannski það sem
heldur í fólk löngu eftir að það er
hætt að stunda þetta útilíf sem
flestir tengja við hjálparsveitir,"
segir Stefán ennfremur.
Að sögn Stefáns er sá hópur
sem starfar í Hjálparsveitinni
mjög breiður. Skiptingin milli
kynja er tiltölulega jöfn og þama
er fólk með misjafnan bakgrunn.
„Læknar, bifvélavirkjar, rafvirkj-
ar, bakarar, það er hægt að nefna
hvað sem er,“ segir Stefán.
Þeir sem hafa áhuga á að starfa
með Hjálparsveitnni þurfa að vera
orðnir sautján ára gamlir. Áður en
nýliði verður formlegur meðlimur
þarf hann að ganga í gegnum
þjálfun sem tekur um eitt og hálft
ár. I þjálfuninni er lögð áhersla á
skyndihjálp og meðferð sjúkra-
gagna, undirstöðuatriði í fjalla-
mennsku eru kennd eins og hvem-
ig nota á áttavita, landakort og
annað. Þegar þjálfun er lokið eru
menn teknir inn í sveitina, þeir
undirrita eiðstaf og eru skráðir
sem félagar í Landsbjörgu.
Fjölbreytt starf
„Sem betur fer felst starfið ekki
bara í útköllum," segir Stefán.
„Við höldum okkur í þjálfun og
erum stöðugt að prófa nýja hluti.
Við ferðumst líka til að kunna á
landið ef við þurfum að leita.“
Fjöldi útkalla getur verið mis-
mikill eftir árum en á snjóþungum
vetrum eins og í fyrra segir Stefán
að útköllin geti verið nokkuð tíð
og mun fleiri en kemur fram í
fréttum. „Við erum í alls konar
aðstoð. Við höfum t.d. þurft að
moka ofan af húsum hjá eldra
fólki ef fer að leka, förum með
mat fram á Kristnes ef ekki er
fært, höfum flutt vaktafólk á
sjúkrahús til vinnu sinnar þegar
strætisvagnar geta ekki gengið og
áfram mætti telja.“
- Hvemig eru meðlimir ræstir í
útköll?
„Við erum með símboðakerfi
og eins og er eru tólf símboðar í
gangi. Þeir sem eru með símboða
eru kallaðir út fyrstir en þeir eru
flestir lykilmenn í sveitinni eins
og umsjónarmenn á tækjum, leit-
arstjóri og þeir sem eru reyndastir
og vanastir. Símboðakerfið hefur
stytt útkallstíma sveitarinnar mjög
mikið og við erum orðnir nokkuð
fljótir að bregðast við,“ segir Stef-
án.
Skilningur vinnustaða
mikilvægur
Virkir meðlimir í Hjálparsveitinni
þurfa að vera tilbúnir að kasta öllu
frá sér ef þeir eru kallaðir út og
því getur skilningur vinnustaða
skipt sköpum um hvort fólk treysti
sér til að starfa með sveitinni.
Stefán segir misjafnt hve jákvæðir
vinnuveitendur séu en venjulega
sýni þeir þó skilning. „Oft eru
menn á launum á venjulegum
vinnutíma þó þeir fari kannski á
hádegi og komi ekki fyrr en há-
degi daginn eftir og má segja að
vinnuveitendur styrki sveitina
óbeint með þessum hætti. Þeir
gera fólki kleift að standa í þessu
því ef um langar leitir er að ræða
getur auðvitað skipt máli að missa
þrjá til fjóra daga úr vinnu og fólk
hugsar um þetta þegar það svarar
hvort það mæti í útkall eða ekki.“
AI
Ólafur Ásgeirsson er aðstoðaryf-
irlögregluþjónn og starfsmaður
almannavama á Akureyri. Hann
var jafnframt einn af stofnend-
um Hjálparsveitar skáta og því
vel meðvitaður unt mikilvægi
björgunarsveita af þessu tagi.
„Bæði almannavamir og lög-
regla nýtur tnjög góðs af björg-
unarsveitum og ég get varla
ímyndað mér byggðarlagið án
þeirra. Ég held að við íslending-
ar séunt mjög framarlega á al-
þjóðlegum vettvangi hvað varð-
ar uppbyggingu björgunarsveita
sem eru mannaðar sjálfboðalið-
um. Erlendis eru björgunarað-
gerðir yfirleitt í höndum hers og
lögreglu en hér er hægt að kalla
inn stóran hóp sjálfboðaliða sem
eru tilbúnir að leggja lögreglu
og þar með bæjarfélaginu lið,“
segir Ólafur.
Samvinna milli lögreglu og
björguttarsveita segir Ólafur
vera mikla og góða. „í lögregl-
unni þiggjum við aðstoð Hjálp-
arsveitar skáta og Flugbjörgun-
arsveitarinnar margsinnis á ári,
bæði til að leita að fólki og eins
hafa sveitimar aðstoðað okkur
vegna foks og við leitum gjam-
an til þeirra þegar mikið er um
ófærð því þeir eru með góða
Ólafur Ásgeirsson.
btla. Ekki má heldur gleyma að
við höl'um átt rnjög gott samstarf
við bæði Hjálparsveitina og
Flugbjörgunarsveitina vegna
útvivistarátaks unglinga síðast-
liðið ár. Á hverju föstudags- og
laugardagskvöldi höfum við haft
fólk frá báðum sveitunum sem
aðstoðar okkur við að framfylgja
útivistarreglum unglinga og það
samstarf hefur gengið virkilega
vel.“ AI
*
00 b
un genst
ems
NYJA
BAUTá
BURIÐ