Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 24

Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 24
Sauðfjárbænd- um mun fækka umtalsvert Vel heppnað- ir styrktar- tónleikar Hin gamalkunni söngvari Óðinn Valdimarsson stóð fyrir tónleikum á veitingahús- inu Oddvitanum á Akureyri til styrktar afastelpunni sinni, henni Marínu Hafsteinsdóttur frá Eskifirði, sem fæddist með alvarlegan hjartagalla og þurfti að gangast undir erfiða skurðaðgerð í Boston í Bandaríkjunum. Fjölmargir listamenn lögðu þessum góða málstað lið og að sögn eins aðstandenda tónleik- anna tókust þeir frábærlega vel og var mjög góð aðsókn. Ekki var búið að taka saman hvað safnaðist á tónleikunum, en það var umtalsvert. Meðal annars gáfu félagar í Lionsklúbbnum Hæng á Akureyri 50 þúsund krónur í söfnunina. Fyrir allan þennan góða stuðning vilja að- standendur tónleikanna sl. fimmtudag þakka af heilum hug og er þeim þökkum hér með komið á framfæri. óþh © HELGARVEÐRIÐ Eftir suðlægar vindáttir á und- anförnum vikum spáir Veður- stofan hægri austan- og norðaustan átt. Það er þó ekkert að óttast - í kortunum er síður en svo sjáanlegt norðan áhlaup. í dag er spáð hægri austan- og norðaust- anátt með slyddu eða rign- ingu með köflum á Noður- landi. Á morgun er spáð hægri breytilegri átt og kóln- andi veðri og eftir helgina verður aftur komin hæg aust- an- og norðaustanátt. Alls hafa 354 sauðfjárbændur á landinu öllu tilkynnt að þeir ætli að taka tilboði ríkisins um að hætta alveg sauðQárbú- skap eða draga verulega saman seglin. Munu alls um 20-25 þús- und ljár hafa verið felld í haust vegna þessara samninga. Sauðfjárbændum stóðu tvenns konar samningar til boða. Annars vegar að hætta alveg og að ríkið keypti þá greiðslumarkið en hins vegar að fækka fé, semja sig frá útflutningsskyldu sem kallað er, eða eiga 0,7 kindur á ærgildi. Það þýðir í stuttu máli að ef bóndi á 100 ærgildi í greiðslumarki en set- ur ekki á nema 70 vetrarfóðraðar ær, er með 0,7 ásetning eins og það er kallað, er litið svo á að hans framleiðsla sé svo lítil miðað við fyrra greiðslumark að hann þurfi ekki að taka þátt í útflutn- ingi. M.ö.o. er verið að umbuna þeim sem vilja draga saman. Alls hafa 240 bændur tilkynnt að þeir ætli að taka þátt í að draga saman, sem gerir 12-15% af öllu greiðslu- markinu. Nú hafa 114 sauðfjárbændur sent inn beiðni um samning um að hætta sauðfjárbúskap. Þar af mun tæpur helmingur, eða um 50 bændur, vera á landinu norðan- verðu, 36 á Suðurlandi og afgang- urinn skiptist á Vesturland og Austurland. HA gardínur frá kr. 740,- KAUPLAND Kaupangi ■ Sími 462 3565 Rósa Guöný Þórsdóttir og Valdimar Flygertrirtg jólasýningin í ár Gefðu þeim sem þér þykirvœnl um gjafakorl í leikhúsid Miöasalan í leikhúsinu er opin mánudaga-föstudaga kl. 14-18 Sími 462 1400 OPIÐ LAUGARDAG KL. 10-22 - SUNNUDAG KL. 13-17 HERRADEILD GRÁNUFÉLAGSGÖTU4 AKUREYRI • SÍMI 462 3599 VERÐ FRÁ KR. 15.900,-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.