Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 17

Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 17
Laugardagur 16. desember 1995 - DAGUR - 17 (Melanitta nigra) Hrafnsönd, steggur í sumarbúningi. (Andrew Gosler(ed).: The Hamlyn pholographic to the birds of the World 1991.) Hrafnsöndin er af ættbálki gás- fugla eða andfugla, eins og t.d. gæsir og álftir. Hún er síðan af andaættinni, sem hefur að geyma um 140 tegundir fugla. Andaættin er tegundaflesta fuglaættin hér á landi, með um 25 tegundir árvissar og þar af 18 þeirra reglubundna varpfugla. Ættin skiptist í gráendur (sem einnig eru nefndar buslendur, grasendur, eða hálfkafarar) og kafendur. Hrafnsöndin tilheyrir hinum síðamefndu. Hún er 44-54 sm að lengd, að meðaltali um 1.000 g að þyngd (kvenfuglar 600-1268 g, karlfugl- ar 642-1450 g), og með 79-90 sm vænghaf. Hrafnsöndin, þ.e.a.s. blikinn, er eina önd Islands, sem er alsvört á búkinn. Nefið, sem er með ein- kennilegum hnúð við rótina, er auk þess svart, með rauðgulum bletti á efri skolti miðjum og fram eftir. Kollan er hins vegar dökk- brún, ljósmóflikrótt á kviði og með ljósa (skolhvíta eða grá- brúna) vanga, framháls og kvið. Nef hennar er svartleitt, mænir ekki eins og rauðgulur, og hnúð- urinn minni. Stél beggja kynja er oddhvasst og oft sperrt upp á við þegar fuglamir eru á sundi. Fætur eru svartir, augu brún. Vængspeg- ill enginn. Hrafnsöndin á varpheimkynni sín á freðmýmm norðursins, þ.e.a.s. á mjóu belti, sem nær frá Islandi, um Bretlandseyjar (N- Skotland; fyrsta örugga heimild um varp þar árið 1855, og írland; fyrsta örugga heimild um varp þar 1905), Skandinavíu (og þ.m.t. Spitsbergen, a.m.k. 1905, 1963, 1965 og e.t.v. fleiri ár), og þaðan um norðurhluta Síberíu, allt til Al- aska. Um er að ræða tvö afbrigði: Melanitta nigra nigra, sem er okkar fugl, verpir í N-Evrópu og að stórfljótinu Olanek í N-Asíu, og Melanitta nigra americana (þar sem rauðguli bletturinn þekur mest allt nefið, og þ.m.t. sjálfan hnúðinn) er svo frá Yanafljóti í N- Asíu og yfir í N-Ameríku. Hrafnsöndin er farfugl, að mestu leyti, er kemur hingað til lands í apríl. Varpstöðvarnar eru aðallega við Mývatn og í nágrenni þess; slæðingur verpir þó á öllu norðanverðu landinu, frá A-Húna- vatnssýslu austur á Fljótsdalshér- að. Hrafnsöndin er félagslynd, nema um varptímann, sem hefst í maílok eða byrjun júní. Fátt er vitað um hegðun þessar- ar andar í varplandinu, enda er hún felugjörn, með „erfiðan" lit, og að auki mest á ferð að nætur- þeli. Hreiðrið er gróp í jörðu, klætt innst miklum dúni og yfirleitt fal- ið í kjarri eða öðrum skjólgóðum gróðri nærri vötnum, tjömum og lygnum ám. Eggin eru oftast á bil- inu 7-10, gulhvít að lit. Útungun tekur um einn mánuð og sér koll- an ein um ásetuna. Ungamir fæð- ast dökkmórauðir, að öðru leyti en því, að framháls, vangar og kviður eru með Ijósgráum lit. Þeir eru hreiðurfælnir. Oft má sjá marga tugi unga saman í hóp, eltandi eina og sömu kolluna. Slíkt þekk- ist reyndar hjá fleiri öndum. Hrafnsandarungamir verða fleygir 45-50 daga gamlir og bera þá mjög svip af kollunni. I desember byrja þeir, sem eru af karlkyni, loks að dekkjast, hægt og rólega. Kynþroska er náð 2-3 ára. í rannsókn á varpárangri hrafnsanda, sem gerð var hér á landi á ámnum 1961-1970, þar sem fylgst var með 159 hreiðrum, kom í ljós, að 81,8% eggjanna náðu að klekjast. Sumarfæða hrafnsandar er talin vera lík því, sem duggöndin aflar sér, þ.e.a.s. einkum smádýr ýmis konar, eins og t.d. lirfur mýflugna, vorflugna og annarra skordýra, krabbadýr (aðallega komáta og skötuormur), og vatnabobbar og samlokur. Lítið er nærst á jurta- gróðri. A varptíma, einkum um nætur, gefur hrafnsandarblikinn frá sér lág, hljómþýð og angurvær hljóð, sem minna á flaututóna eða bjölluhljóm, en rödd kollunnar er hrjúft garg. Hrafnsöndin kemst tiltölulega auðveldlega á loft og vængjatök eru hröð og kröftug. Hópflug er óreglulegt, nánast bylgjukennd halarófa. Lágt er jafnan flogið yfir sjó eða vatni, en hátt yfir landi. Aftur á móti á öndin erfitt með gang, er stirð og vaggandi. Blikamir yfirgefa varpstöðv- amar í júlí og kollumar í ágúst, og leita til sjávar. Hrafnsöndin er nefnilega sjófugl, nema á eggtíð. Hún syndir léttilega, þrátt fyrir stóran búk, og kann best við sig á opnu hafi, en forðast grynningar og rót. Sé henni ógnað, verður hún djúprist. Vetrarfæðan er aðal- lega botndýr, einkum kræklingur og önnur lindýr, sem og krabba- dýr. Islenski hrafnsandarstofninn er mjög lítill, var árið 1975 talinn vera um 500 varppör, en ekki nema 300 núna. Af þeim munu um 200 pör verpa umhverfis Mý- vatn. Tegundin mun hafa orpið um 1890 við Stokkseyri; er það eini kunni varpstaður hrafnsandar á Suður- og Suðvesturlandi. Hins vegar sést hún annað slagið þar, einkum með ströndum fram á haustin. Fullorðnar hrafnsendur yfirgefa landið á undan ungfuglunum og eru í sárum á vetrarstöðvunum (endurnýja fjaðrimar), sem er næsta óvenjulegt. í bókum er hins vegar dálítið á reiki livar þær muni vera nákvæmlega. Einir segja þær var með ströndum V- Evrópu, oft fjarri landi, aðallega við Biskajaflóa, og ná allt norður til Skotlands, en aðrir að þær séu á austanverðu Atlantshafi, allt frá Tjömesi suður til Asóreyja. í niðurstöðum annarrar rann- sóknar, en þeirrar, sem nefnd var hér á undan, og sem birtar voru árið 1962, kom í ljós, að dánar- tíðni fullorðinna, íslenskra hrafns- anda var um 23% á ársgrundvelli, og gert ráð fyrir að undir venju- legum kringumstæðum næði hver önd að halda lífi í 3,8 ár að jafn- aði. En undantekningar finnast að sjálfsögðu. Elsti fugl, sem ég á heimildir um, náði t.d. að verða 15 ára og 11 mánaða gamall, og 9 dögum betur. Sá hafði verið merktur fullorðinn 23. júní 1932 og fundist dauður 1. júní 1948. AFAAÆ LIS KVEÐJA Jón Ami Jónsson menntaskólakennari, sjötugur Jón Ámi Jónsson, latínukennari við Menntaskólann á Akureyri, er sjötugur í dag. Jón Ámi er fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Lovísu Jónsdóttur, sem ættuð var úr Steingrímsfirði, og Jóns Krist- jánssonar, framkvæmdastjóra á Akureyri, af eyfirskum ættum. Jón Ámi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1945 og stundaði nám í latínu við há- skólann í Lundi og lauk þaðan fil. kand. prófi í latínu 1948. Veturinn 1948 til 1949 kenndi hann latínu við Menntaskólann á Akureyri en hélt 1949 til Þýskalands og las þýsku, þýskar bókmenntir og menningarsögu við háskólann í Heidelberg og lauk þaðan prófi vorið 1951. Frá 1951 var hann síðan kennari við Menntaskólann á Akureyri til ársins 1986 eða alls 36 ár. Kennarar sjá sjaldan áþreifan- legan árangur af starfi sínu. Umb- un þeirra er fólgin í starfinu sjálfu, enda er kennarastarfið köllun, eins og þau störf önnur sem mikilverð- ust em. Mismunandi manngerðir veljast líka til mismunandi starfa eða mismunandi störf kalla á ólík- ar manngerðir. Mikilverðasti eig- inleiki kennara er að bera virðingu fyrir grein sinni og því næst að bera virðingu fyrir nemendum sín- um. Þá eiginleika hafði Jón Árni til að bera sem kennari. Latínan hefur líka verið eftirlæti hans í líf- inu - næst á eftir eiginkonu hans, sæmdarkonunni Maríu Pálsdóttur, enda þótt ég ætli ekki að bera þær tvær saman að öðm leyti - þótt margt sé raunar líkt með þeim því að báðar búa yfir festu og speki. María býr yfir mannviti margra kynslóða, latínan yfir mannviti sem er afrakstur djúprar hugsunar í þúsundir ára. Saga þúsund ára ríkis Rómverja hefur líka mótað latínuna og það var af viskubrunni latínunnar sem Jón Ámi jós nem- endum sínum. Það var ekki aðeins kaldhömruð málfræði latneskrar tungu og rökvís uppbygging henn- ar, sem Jón Ámi miðlaði nemend- um sínum, heldur hugsunin, sem að baki tungumálinu og menningu þess býr. Rómverska skáldið Horatius, sem uppi var um Krists burð, klæddi eina af hugsunum fomald- ar um sæmdina í orð þegar hann mælti: Integer vitae scelerisque purus sem í einfaldri vertio út- leggst: vammlaust líf og hreint af synd. Grímur, skáld á Bessastöð- um, sneri þessum orðum hins veg- ar á íslensku af andagift sinni og mælti: Vammlausum hal og /vítalausum,fleina vant er ei, boglist þarfhann /ei að reyna, bannvœnum þarfhann /oddum eiturskeyta aldrei að beita. (Oder 1:22:1) Þessi orð Horatiusar finnst mér eiga vel við vin minn og meistara Jón Árna sem er magister optimus maximus. Hann er vammlaus og vítalaus og því er honum yfir- gangur ógnvaldsins og her- mennskunnar bæði óþarfur og fjarlægur og þarf hann ekki að beita banvænum eiturskeytum ill- yrða og ills urntals. Það sem ein- kennir Jón Áma er hógværð, heið- arleiki, trúmennska og mannvirð- ing auk kímnigáfu sem er öllum gáfum betri. Þeir sem yfir þessum góðu eiginleikum búa sækjast heldur ekki eftir vegtyllum og völdum, og það hefur Jón Ámi ekki gert. Fyrir um það bil aldar- fjórðungi hefði hann getað orðið skólameistari Menntaskólans á Akureyri, ef hann hefði eftir því sótt. En hann kaus hins vegar að vinna áfram störf sín í hljóði og lét öðrum eftir virðingu og völd. Þegar ég kom skólameistari að Menntaskólanum á Akureyri varð hann konrektor minn. Það var ómetanlegur styrkur að eiga vísan velvilja hans og óskoraða trú- mennsku. Hann var í þessu sem öðru hollur í hugum, eins og sagt var um trausta menn forðum daga. Með þessurn fáu orðum vil ég þakka Jóni Árna latínukennara fyrir allt það sem hann hefur verið Menntaskólanum á Akureyri - og mér - um leið og ég óska honum til hamingju með þennan merka áfanga og giftudrjúgt ævistarf. Tryggvi Gíslason. Veljið nytsama JÓLAGJÖF Jólatilboö á handverkfærum Hleðsluborvél 9,6 volt,......................verð kr. 8.700,- Hleðsluborvél 12 volt,.......................verð kr. 9.990,- Brýnsluvélar 220 volt............verð frá kr. 3.200,- Topplyklasett.....................verð frá kr. 3.050,- Loftverkfærasett.................verð frá kr. 6.020,- Súluborvélar 3 stærðir............verð frá kr. 9.900,- Hleðsluskrúfjárnasett 3,6 volt.............kr. 4.900,- Vinnuljós 220 volt...........................verð kr. 2.950,- Skrúfjárnasett, 8 st.,.......................verð kr. 2.030,- Opið frá kl. 9-12 og 13-18 mánud. til föstud. Laugard. 16. des. frá kl. 12-18. ÞÓRP Þórh/f, Lónsbakka, 601 Akureyri, sími461 1070.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.