Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 20
20 - DAGUR - Laugardagur 16. desember 1995 Sigríður Sunncva, fatahönnuður, þreifar á efninu í mokkajakkanum sem Geir Magnússon klæðist en Geir var annar tveggja sem sýndu nýju línuna hennar Sigríðar á opnun jóladaga á fimmtudaginn. Akureyri: Jóladagar hjá Sigríði Sunnevu Sigríður Sunneva, fatahönnuður á Akureyri, kynnti á fimmtudaginn nýja fatalínu sem hún hefur hann- að og ber nafnið Volcano. Kynn- ingin markaði jafnframt upphaf jóladaga í fyrirtæki hennar, Sunneva Design, sem munu standa fram að jólum. Kynningin á fimmtudaginn var fyrsta formlega auglýsingin frá Sigríði Sunnevu en áður hefur hún aðallega saumað eftir pöntunum. Á jóladögum gefst fólki hins veg- ar kostur á að kíkja inn í verkstæði hennar í Gilinu þar sem nú er full búð af vörum sem eru til sölu úr nýju línunni. Nafnið á fatalínunni, Volcano, er ítalska orðið fyrir eldgos. „Þetta er mjög sígild lína en þó með nýj- um tískustraumum eins og á vasa- lokum, kraga og eins örlitlum breytingum á sniði. Innblásurinn .kemur frá eldfjöllum, hrauni og glóð og litimir minna svolítið á hraunkvikuna. Eg er með svartan lit eins og í öskunni, brúna og ljósa tóna eins og í hrauninu og svo er ég með eldrauðan lit sem táknar glóðina,“ segir Sigríður Sunneva. „Isheit að hjartarótum" er slag- orð fyrir fatalínuna og vísar Sig- ríður Sunneva í að fötin séu heit en fólk klæðist þeim á köldum dögum. Fatnaður af þessu tagi er líka heit gjöf og þar sem við búum á Islandi á forskeytið Is- vel við í þessu tilfelli. AI íslenskt 0 já takk Tryggjum atvinnu Verkalýðsfélagið Eining, Eyjafirði. Iðja, félag verksmiðjufólks Akureyri og nágrenni. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri. Félag byggingamanna Eyjafirði. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri. Sjómannafélag Eyjafjarðar. \= Rafyirkjafé!ag Norðurlands. Gestir fylgjast áhugasamir með kynningu á fatalínu Sunnevu. Myndir: AI cKONFEKT UMBOÐ Á AKUREYRI: 1 ÁSBYRGI-FLÓRA FROSTAGÖTU 2A • SÍMAR: 461 1155 & 462 3260 íslensAt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.