Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 13
Segjum feimnimti
stríð á hendur
Feimni er vandamál sem hrjáir
marga. Hjá sumum er feimnin al-
varlegt vandamál og þeir geta
varla stunið upp orði án þess að
roðna og blána og byrja að stama.
Aðrir eru aðeins feimnir við
ákveðnar aðstæður og misjafnt
eftir einstaklingum hvers konar
aðstæður kalla feimnina fram.
Feimni ætti þó ekki að vera ein-
hver óyfirstíganleg hindrun og
flestir geta lært að draga úr sinni
eigin feimni þó hún hverfi
kannski aldrei alveg. Hér á eftir
eru talin upp nokkur atriði sem
geta hjálpað hinum feimna að
vera afslappaðri og óhræddari í
samskiptum sínum við ann-
að fólk.
segja. Á íslandi klikkar heldur
aldrei að minnast á hvernig veðrið
sé.
3.
Brostu og náðu augnsambandi.
Fólk tekur frekar eftir þér ef þú
brosir og endurgeldur jafn-
vel í sömu mynt. Ef þú
lítur niður á fætur
1.
Til að byrja með er inik-
ilvægast að læra að slaka
á og ná stjórn á hjart-
slættinum og 'Æ
skruðningunum í
maganum. Öndunar-
æfingar gera sitt gagn og
þá skiptir máli að anda rólega og
draga andann djúpt að sér. Oft er
einnig hægt að vinna bug á þess-
um líkamlegu óþægindum með
því að gefast ekki strax upp. Ekki
flýja úr veislu eftir fimm mínútur
vegna þess að þér líður illa og ert
feiminn því stundum hverfa
óþægindin af sjálfu sér þegar líður
á.
2.
Reyndu að æfa þig í að tala við
fólk augliti til auglitis. Stutt,
óformleg samskipti við af-
greiðslufóík í búð eða bflstjóra í
strætisvagni er ágætis byrjun.
Fólk í ýmsum þjónustustörfum
tekur yfirleitt vel í að eiga stutt
orðaskipti þar sem slíkt fær tím-
ann til að líða hraðar. Þar sem stór
hluti vandans er að vita um hvað á
að tala er nauðsynlegt að undirbúa
sig fyrirfram. Gott ráð er að renna
yfir fréttir í biöðum og finna þar
umræðuefni og æfa síðan nokkr-
um sinnum það sem þú ætlar að
þér tekur annað hvort enginn eftir
þér eða það sem verra er, þú virk-
ar neikvætt á fólk. Ef þú brosir og
nærð augnasambandi opnar þú
leið að frekari tjáskiptum. Augn-
samband gefur líka til kynna að
þú sért að hlusta og hafir áhuga á
því sem viðkomandi er að segja.
4.
Hættu að fmynda þér allt hið
versta. Þú vanmetur sjálfa(n) þig
þegar þú býst alltaf við því að
hlutimir fari á versta veg. Uin leið
og þú ferð að vanmeta þig gerir
taugaveiklun vart við sig, þú byrj-
ar að roðna og stama og gleymir
þvf sem þú ætlaðir að segja.
5.
Margir sem eru feimnir hugsa sí-
fellt um hve asnalega þeir hljómi
og hafa áhyggjur af því að engum
líki við þá. Enginn dæmir þig jafn
hart og þú sjálf(ur) og því engin
ástæða að draga þá ályktun að þú
sért ómögulegur þó þú segir eða
gerir eitthvað kjánalegt. Ef þú
roðnar og segir eitthvað asnalegt í
samræðum við einhvem þýðir það
ekki að hið sama gerist í hvert
skipti sem þú átt samskipti við
fólk og sá sem þú talar við
verður örugglega búinn
A ) að gleyma þessu atviki
næst þegar þið hittist.
6.
Þú þarft ekki að vera full-
ocr kominn. Ef brandararnir
> / 0 þínir verða að vera óborgan-
y" o lega fyndnir og allt sem þú
segir vandlega íhugað er ekki
furða þó þér finnist að þér mistak-
ist. Settu þér markmið sem eru
raunhæf.
7.
Allir sem eiga í mannlegum
samskiptum taka þá áhættu
að vera hafnað. Reyndu að taka
höfnun ekki á þann veg að eitt-
hvað sé athugavert við þig því oft
hefur höfnunin ekkert með það að
gera hver þú ert.
Ab hjálpa þeim
sem eru feimnir
Þó þú sért ekki feimin(n) sjálf(ur)
breytir það ekki þeirri staðreynd
að samkvæmt rannsóknum þjáist
önnur hver manneskja af feimni af
einhverri tegund. Því er mikilvægt
að þú áttir þig á því að aðrir eru
ekki eins opnir og fullir sjálfsör-
yggis og þú ert og þitt hlutverk er
því að sjá til þess að fólk geti ver-
ið afslappað nálægt þér. Hér eru
nokkur ráð sem þú getur notað til
að draga úr feimni annarra:
• Sjáðu til þess að athyglin
beinist ekki eingöngu að einni
manneskju (ekki heldur þér) á
mannamótum. Ef enginn stelur at-
hyglinni er mögulegt fyrir alla að
fá einhvern hluta athyglinnar í
einhvern tíma.
# Reyndu að draga það besta
8.
Fólk safnast saman á mismunandi
stöðum og misjafn hvað hentar
hverjum. Reyndu að átta þig á
hvers konar samkomur henta þér
best. Kannski líður þér betur að
spila með blakliði eða að syngja í
kirkjukór heldur en á troðfullum
bar eða í kokteilboði.
9.
Takmarkið með að vinna bug á
feimninni er ekki aðeins að þér
líði vel heldur einnig að þér takist
að láta öðrum líða vel. Hafðu
þarfir og líðan annarra í huga í öll-
um samskiptum. Ef sá sem þú um-
gengst hugsar með sér að gott sé
að vera nálægt þér er það merki
um að feimnin sé á undanhaldi að
þú hafir til að bera færni í mann-
legum samskiptum. Til hamingju
með árangurinn!
Byggt á Psychology today.
fram í fólki við mismunandi að-
stæður. Kennarar í skólum ættu
t.d. að beina máli sínu til nemenda
sem veigra sér við að tala í tímum
og fá þá til að taka virkan þátt í
umræðum. Á vinnustöðum ættu
yfirmenn að fylgjast með hverjir
leggja ekki orð í belg á fundum og
gera sér far um að hvetja þá
feimnu til að koma með eigin
hugmyndir. Á mannamótum skalt
þú vera fyrri til að brjóta ísinn og
hefja spjall við þá sem standa ein-
ir.
• Hjálpaðu hinum feimnu með
því að beina umræðum í þægileg-
an farveg. Reyndu að komast að
því hver áhugamál hins feimna
eru og bryddaðu upp á samræðum
tengdum áhugamálinu.
Byggt á Psychology today.
Er útiljósið
bilað?
Er raflögnin
í ólagi?
Ert þú að byggja eða
breyta og þarft bæði
rafmagnsteikningu og
láta leggja rafmagnið?
Hafðu samband og
fáðu tilboð í einstaka
þætti eða heildarverk,
þér að kostnaðarlausu.
RAFVERKTAKI
Sími 461 1090
er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar
sem allir unglingar ættu að
kannast við. Bókin fjallar um viðburðaríkt
sumar í lífi ósköp venjulegra unglinga. Kalli
og Vigga eru ennþá saman en á Þjóðhátíðinni
í Vestmannaeyjum kynnist Kalli Veru. Eftir
það verður ekki aftur snúið!
er skrifuð af þeim Smára Frey
og Tómasi Gunnari, sem eru 19
ára gamlir og ættu því að
komast nær raunverulegum
heimi unglinga en þeir sem eldri
eru.
Skjjaldborg h£
Armúla 23. Reykjavík
Akureyri: Furuvellir 13
r 588-2400 Fox 588-8994
r 462-4024