Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 16

Dagur - 16.12.1995, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 16. desember 1995 NORÐLENSKA KEA HANGIKJÖTIÐ GiLÍS ()<> Nordlcnska KEA /langikjölið cr róiiiað Jyrir g(oði og goll bragð - (’i/Ja iinnið sainkririnl norðlenskri /iefð seni /lefur gengið í arf kyns/óð eftir kynslóð /ir nýjn lirra/s norðlensku /ainhakjöli. Xorðlenska KEA /latigikjölið - Iuitíðarniatur seni /nvgt er að Ireysta Fjölvi: Tvær nýjar bækur um Margréti litlu Tvær nýjar Margrétar- bækur eru ný- komnar út hjá Fjölva í ár. Þær heita Mar- grét litla mamma og Afmælisgjöf Margrétar. Þetta eru litlar og fallegar barnabækur, fremur miðaðar við telpur. Þær eru eftir tvo belgíska félaga Gilbert Dela- haye sem er rithöfundurinn og Marcel Marlier sem er listamaður- inn, en það er einkum handbragð hans í myndskreytingu bókanna sem hefur vakið heimsathygli. Fyrir nokkru var þess minnst í Belgíu að nú eru 40 ár síðan fyrsta Margrétarbókin (Martine) kom út 1955. Þær voru raunar tvær sem komu út saman Margrét í sveitinni og Margrét ferðast, en nú hafa alls komið út 45 mismunandi bækur og hafa þær verið þýddar og út- gefnar á 32 mismunandi tungu- mál, þar á meðal á arabísku, hebr- esku, rússnesku og japönsku, en alls hafa 45 milljón eintök af Mar- grétarbókum verið gefin út um víða veröld. Hér á landi hefur Fjölvi gefið út 14 mismunandi Margrétarbæk- ur, tvær þeirra hafa komið út í tveimur útgáfum en sex eru nú því miður uppseldar. Marcel Marlier hefur og mynd- skreytt bókaflokkinn Andrés og Soffía (Jean-Lou et Sophie) og Fjölvi einnig gefið út nokkrar bækur úr þeim flokki. Fjölvi: Að lifa og leika sér Lítil stúlka spurði ömmu sína: Amma, hvemig léku bömin sér í gamla daga? Og spuming hennar varð tilefni myndarlegrar bókar. Því að amma liennar, Oddný Thorsteinsson, fór að segja henni hvernig þau krakkamir léku sér, þegar þau voru lítil. Sagan byrjaði svona: Þá var svo gaman að lifa og leika sér. Sagan er nú komin út hjá Fjöl- vaútgáfunni og kallast eftir einni aðalsöguhetjunni Siggi hrekkju- svín. í byrjun sögunnar lýsir Odd- ný ýmsum leikjum bama í Reykjavík í gamla daga, þegar krakkarnir voru mest á ferli úti við, eins og París, kýlubolta, auð- vitað fótbolta og Yfir, en síðan tekur sagan á sig holdgervingu söguhetjanna og verður um tíma æði spennandi mest vegna þess hvað Siggi er brösóttur og lendir jafnvel í kasti við lögregluna, en það átti eftir að koma í ljós að mannsefni var í Sigga. Bókin er í stóru broti um 80 bls. og fagurlega myndskreytt í fullum litum af Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Hún er unnin í Prentmyndastofunni og G.Ben.- Edda Prentstofa. Verð er kr. 1.680. afsláttur næstu daga adiska-tiyboð., disk fylgir 20 Ijósa jólasería KAUPVANGSSTRÆTI 4 - SÍMI 462 6100 - FAX 462 6156

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.