Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 2
FRETTIR 2 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1995 f I I I I Lokað þriðjudaginn 2. janúar vegna vörutalningar ★ Óskum ViðskiptaUinum okkar efteðiíecfs nýs árs með þökk fyrir Uiðskiptin á árinu sem er að tíða M METRO Furuvöllum 1, Akureyri s I % r u* UTVisum nuutvjii v p Skágrælttatfélagy Tyftrðwga/ sendirfélögum sínum og öllum viðskiptavinum bestM/ áskir um /. farsæld á/ nýjii ári/ Skógræktarfélag Eyfirðinga Gróðrarstöðin í Kjarna Sími 462 4047 w & /Ííjff/ii viðskiptavinir 'Bestu/áskir farsælt/ uýtt ár Pökkum ánœgjuleg viðskipli. Beslu kveðjurfrá FIVIIM FLUTNINGAMIÐSTÖÐ NORÐURLANDS S/'m/ 461 1522 ■ Fax 462 5730 & a Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðileijs árs/ ogfarsceldar á nfju ári. GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI $ Öxarfjörður: Lifandi hrút- lamb úr fönn - eftir átta vikur Rétt fyrir jólin gekk rjúpna- skytta fram á lifandi hrútlamb frá Hafrafellstungu í Öxarfirði. Greinilegt var að lambið hafði fennt í áhlaupinu í október og því verið grafið í fönn í átta vik- ur. Snjó hafði tekið af lambinu, en það ekki rótað sér nema í hring í sinni holu. Annað lamb, dautt og frá öðrum bæ, fannst á sama stað. Daginn eftir skilaði tvflemd kind frá Sandfellshaga sér heim að Hafrafellstungu, og virtust mæðg- inin öll við ágæta heilsu og hin bröttustu. Laufey Bjarkadóttir húsfreyja í Hafrafellstungu sagði að ekki hefðu orðið miklir fjárskaðar í sveitinni í októberáhlaupinu. Búið í Hafrafellstungu hefði ekki misst fé, en hrútlambið sem fannst í fönninni hafði ekki heimst af fjalli í haust, enda gæti fé leynst lengi í skóginum. Hrúturinn braggast vel. Laufey sagði að bóndinn hefði gefið honum jórturtuggu úr kind, en það þætti þjóðráð til að byrja með við slíkar aðstæður. Hrútur- inn fór síðan stax að éta og hljóp í hringi í húsunum, rétt eins og hann mun hafa hringsólað í holu sinni í fönninni. IM Vinningshafar í jólaorðaleik KEA Dregið hefur verið í jólaorðaleik KEA og fengu eftirtalin vinninga: 1. Helgarferð fyrir tvo til Reykjavöcur Flugelda- salan í Hamri er hafin Hamar sími 461 2080 Hólmfríður Friðbjömsdóttir, Hvammshlíð 2, Akureyri. 2. Matarkarfa frá KEA að verðmæti kr. 35 þúsund - Hallgrímur Öm Karlsson, Byggðavegi 97, Akureyri. 3. Matarkarfa frá KEA að verðmæti kr. 25 þúsund - Sigríður Guðmunds- dóttir, Múlasíðu ld, Akureyri. Aukavinningar - Sprite NBA/Sprite bolir - Ingibjörg Hulda Ragnarsdóttir, Ásvegi 3, Hauganesi, Albert Sigurðs- son, Skarðshlíð 12f, Akureyri, Guðný Halldórsdóttir, Kirkjuvegi 17, Ólafs- ftrði, Guðrún H. Gunnarsdóttir, Byggðavegi 117, Akureyri, og Jó- hanna Elíasdóttir, Höfðahlíð 11, Akur- eyri. Aukavinningar - 2 lítrar Coke kippa - Fanney Þórðardóttir, Einholti 16e, Ak- ureyri, Hulda Jónsdóttir, Tjamarlandi 6e, Akureyri, Sigríður Huld, Skarðs- hlíð 23d, Ákureyri, Hermann Kristinn, Sunnuhlíð 1, Akureyri, og Sigrún Kristbjömsdóttir, Helgamagrastræti 53 (302), Akureyri. Viöurkenning Atvinnumála- nefndar Atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar mun árlega veita viöurkenningu fyrirtæki sem skarað hefur fram úr á sviði atvinnurekstrar. Fyrirtæki ársins 1995 verður valiS í fyrsta sinn í byrjun árs 1 996. Við veitingu við- urkenningarinnar mun atvinnumálanefnd einkum taka tillit til framlags til atvinnu- og nýsköpunar í at- vinnurekstri á Akurevri og sérstaks árangurs á sviöi vöruþróunar og markaSssetningar. ---------------------------------------------- Atvinnumálanefnd leitar nú til Akureyringa um til- nefningu fyrirtækis. Vinsamlega sendið ykkar hug- myndir til skrifstofu atvinnumálanefndar aS Strana- götu 29, fyrir 6. janúar 1996. Nafn fyrirtækis: RökstuSningur: Bæjarmála- punktar Erindi frá Ljósavatnshreppi Á fundi bæjarráðs fyrr í þess- um mánuði var samþykkt er- indi frá Ljósavatnshreppi um dvöl bama með lögheimili í hreppnum á leikskólum Húsa- víkurbæjar gegn greiðslu hreppsfélagsins. í bókun bæj- arráðs er erindið samþykkt, „enda séu laus rými á leikskól- unum í bænum og Ljósavatns- hreppur greiði kostnað sveitar- félagsins á móti leikskóla- gjöldum. Sá fyrirvari er gerður að böm með lögheimili á Húsavík hafa forgang að leik- skólum bæjarins." Úttekt framkvæmda við Borgarhólsskóla Á fundi bygginganefndar grunnskóla fyrr í þessum mán- uði gerði Pálmi Þorsteinsson eftirlitsmaður grein fyrir stöðu framkvæmda við Borgarhóls- skóla. Verkinu er að mestu lokið. Nú er ljóst að hluti af utanhússfrágangi verður fram- kvæmdur næsta vor. Pálma var falið að gera tillögu að samn- ingi við verktaka um framgang verksins að vori og uppgjöri við verktaka nú í haust. Gjaldskrárhækkun Tónlistarskólans Á fundi skólanefndar 13. des- ember var fjallað um gjald- skrárhækkun Tónlistarskólans, sem er 5% 1. janúar og 6% 1. júlí 1996. í bókun skólanefnd- ar er þeirri ákvörðun bæjar- stjómar að ákvarða gjaldskrár- hækkun fyrir Tónlistarskóla Húsavíkur mótmælt, „án þess að gefa skólanefnd færi á að fjalla um forsendur hennar sem ráðgefandi aðila um skólamál". Húsnæðis- og flutningsstyrkir Á sama fundi skólanefndar var rætt um flutningsstyrki til kennara. í bókun fundarins segir að nefndin telji einsýnt að enn um sinn verði að bjóða niðurgreitt húsnæðis- og flutn- ingsstyrki til að auðvelda ráðn- ingu kennara að skólanum. Núverandi regla hefur verið að mati skólanefndar einföld í framkvæmd og því erfitt að sjá ástæður til breytinga. Bókun æskulýðs- og íþróttanefndar Á fundi æskulýðs- og íþrótta- nefndar 14. desember sl. var eftirfarandi bókað: „íþrótta- og æskulýðsnefnd ítrekar enn vilja sinn til þess að þeir starfsmenn sem vinna við skíðamannvirki og íþrótta- velli verði ráðnir beint til þess- ara málaflokka, þannig að ekki sé verið að greiða virðisauka- skatt af þessari vinnu að óþörfu. Ljóst er að það þarf aðeins vilja til að þessi mál komist í lag. Það er með öllu óþolandi að á sama tíma og verið er að skera niður og tak- marka fé til allra hluta þá sé verið að greiða 700 þús. til 1 milljón í virðisaukaskatt af fé sem sett er í íþrótta- og æsku- lýðsmál."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.