Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. desember 1995 - DAGUR - 13 43. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við völdum í apríl, nánar tiltekið...? a. Mánudaginn 24. apríl. b. Þriðjudaginn 25. apríl. c. Sunnudaginn 23. apríl. 11. Hver ósköpin ganga hér á? a. Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóri ÚA, og Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri, gera upp SH/ÍS deiluna á táknrænan hátt. b. Formenn KA og Þórs gera upp langvarandi ágreining í eitt skipti fyrir öll. c. Tveir norskir „víkingar" gera strandhögg á Akureyri. 41. Hvenær urðu náttúruhamfarirn- ar á Súðavík? a. Mánudaginn 16. janúar. b. Sunnudaginn 15. janúar. c. Föstudaginn 13. janúar. 42. Tveir lögreglumenn voru mættir á frumsýningu leikritisins „Ég kem frá öðrurn löndum með öll mín ævin- týri aftan á mér“ sem var sýnt í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum í sumar. Hvers vegna voru þeir þarna? a. Konurnar þeirra léku í leikritinu. b. Grunur lék á um að leikarar í sýning- unni væru flæktir í fíkniefnamál. c. Ábending hafði borist að hugsanlega væru fánalög brotin í leiksýningunni. 44. „Aldrei verið mín sterkasta hlið að reikna út Alþýðuflokksmenn“. Hver mælti svo og af hvaða tilefni? a. Bollaleggingar Þorsteins Más Bald- vinssonar um hvort bæjaryfirvöld á Ak- ureyri tækju tilboði ÍS eða SH um sölu- mál ÚA. b. Sigbjöm Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, um möguleika hans til að ná endurkjöri í alþingiskosningunum. c. Davíð Oddsson um möguleika á áframhaldandi stjómarsamstarfi með Alþýðuflokknum. 45. „Omarkviss, sljó og slöpp“. Hver mælti svo og um hvað? a. Alfreð Gíslason um vöm KA-manna í síðasta leiknum gegn Val í úrslita- keppninni í handboltanum. b. Halldór Ásgrímsson um stjómarand- stöðuna á þingi eftir alþingiskosning- amar. c. Sigurjón Benediktsson, tannlæknir á Húsavík, um fjárhagsáætlun Húsavík- urbæjarfyrir 1995. 46. „Ætlum að hafa varanleg áhrif1. Hver komst svo að orði og um hvað? a. Svanfríður Jónasdóttir um framboð Þjóðvaka í alþingiskosningunum. b. Jón Ingvarsson, stjómarformaður SH, þegar fyrir lá niðurstaða í reiptog- inu um sölumál Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. c. Halldór Ásgrímsson, formaður Fram- sóknarflokksins, eftir að samkomulag tókst milli Framsóknar og Sjálfstæðis- flokks um ríkisstjómarmyndun. 47. „Já, svona er Island í dag“, varð Akureyringi að orði í blaðagrein í Degi þegar niðurstaða í sölumálum Útgerðarfélags Akureyringa hf. lá fyrir. Hver skrifaði svo? a. Gísli Konráðsson. b. Sverrir Leósson. c. Magnús Gauti Gautason. 49. „Það er ekki við þetta vinnandi og ég er því farinn“. Hver mælti svo og af hverju? a. Viðar Eggertsson, leikhússtjóri á Ak- ureyri, vegna rottugangs í leikhúsinu. b. Garðar Karlsson skólastjóri í Mý- vatnssveit um skóladeiluna þar í sveit. c. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitar- stjóri á Raufarhöfn, um vatnstökudeilu á Raufarhöfn. 50. Hvenær urðu náttúruhamfarirn- ar á Flateyri? a. 26. október. b. 21. október c. 29. október land. í Morgunblaðsviðtali var hann ómyrkur í máli um Akureyringa. Hvað heitir þessi merki biskup? a. John Adams. b. Peter Hougan. c. Michael Micari. 33. Á þessu ári hefur með margvís- legum hætti verið haldið upp á að öld er liðin frá fæðingu Davíðs Stefáns- sonar, skálds frá Fagraskóg. Hvenær fæddist skáldið? a. 21. janúar 1895. b. 23. janúar 1895. c. 22. febrúar 1985. 34. „Ég er í sjöunda himni,“ sagði Stefán R. Gíslason, stjórnandi Karla- kórsins Heimis, í Degi 4. janúar. Af hverju? a. Stefán var kjörinn maður ársins í Skagafirði vegna fádæma vinsælda karlakórsins. b. Skagfirðingar sameinuðust um kaup á Steinway flygli í Miðgarð. c. Karlakórinn Heimir fékk boð um að syngja á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996. 35. Umfangsmiklar breytingar voru gerðar á símanúmerakerfi landsins í júní á þessu ári. Vikuna fyrir breyt- ingu var Póstur og sími með augýs- ingaherferð í fjölmiðlum. Hvernig hljómaði slagorð herferðarinnar? a. Jibbí, ný símanúmer! b. Ég er tilbúinn. c. Mundu sjö stafa símanúmerið. 36. Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands, var sýnt banatilræði í lok júní þegar hann var í heimsókn í Eþíópíu. Hverjir voru grunaðir um tilræðið? a. Egypskir öfgatrúarmenn. b. Súdanir c. Meðlimir Hizbullah hreyfingarinnar. 38. „...klámvísur sem þessir söng- menn kepptust við að flytja, voru fyrir neðan allar hellur.“ Hver lét þessi orð falla og af hverju? a. Sigríður Schiöth var ósátt við þátt Ómars Ragnarssonar um Karlakórinn Heimi í Skagafirði og Álftagerðisbræð- ur. b. Séra Heimir Steinsson trylltist yfir flutningi Súkkats á klámvísum í útvarp- inu. c. Kvenfélagasamband íslands sendi frá sér ályktun um meintan neðanbeltis- söng karlakórsmanna í Mosfellsbæ. 39. „Konráð hefur leikið sinn fjöl- miðlaleik og ég ligg flatur eftir“. Hver mælti þessi orð: a. Patrekur Jóhannesson, liðsmaður KA í handbolta, um andstæðing sinn, Kon- ráð Olavsson, í fyrstu deildar liði Stjömunnar, en Konráð lét mörg ljót orð falla í fjölmiðlum eftir leikinn. b. Þorsteinn Már Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Samherja, um Konráð Alfreðsson, formann Sjómannafélags Eyjafjarðar, vegna Stokksnessdeilunn- ar. c. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, um áhuga Konráðs Alfreðssonar á að ná kjöri sem formað- ur Sjómannasambandsins. 37. Hér eru menn greinilega að velta einhverju merkilegu fyrir sér. Við hvaða tækifæri var þetta tekið? a. Freyr Ófeigsson veltir fyrir sér dómsúrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra. b. Talningarmenn velta vöngum yfir gildi atkvæðaseðils í alþingiskosningunum í apríl. c. Menn eru hér að skoða útprentun af Intemetinu á umdeildri ljósmynd. 40. „Við erum með þessu að færa störf erlendis frá til Islands“. Hver mælti svo og af hvaða tilefni? a. Sveinn Jónsson bóndi í Kálfsskinni í tilefni af auknu samstarfi ferðaþjón- ustubænda við ferðaskrifstofur á meg- inlandi Evrópu. b. Þorsteinn Már Baldvinsson um samning Samherja hf. og Royal Green- land. c. Bæjarstjórinn á Akureyri um aukið samstarf við útgerðarmenn í Murmansk um viðgerðir á rússneskum skipum í Slippstöðinni-Odda hf. 30. Útgerðarfélag Akureyringa hf. hélt upp á 50 ára afmæli sitt á árinu. Hver var hinn formlegi afmælisdag- ur? a. 29. maí b. 26. maí c. I.júní 32. Bandarískur biskup setti sig nið- ur á Akureyri á árinu. Hann kvaddi síðan kóng og prest og flutti vestur á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.