Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 6
I I 6 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1995 Patrekur Jóhannesson íþrótta- maður Norðurlands 1995 Lesendur Dags kusu Patrek Jó- hannesson, handknattleiksmann hjá KA, sem íþróttamann Norð- urlands á árinu sem senn er Iið- ið. Það er oft erfiðara að meta árangur þeirra sem stunda hóp- íþróttir, það þarf mikið til að taka sterkan hlekk út úr sterkri heild en það gerðu fjölmargir lesendur að þessu sinni og því má bæta við að hann er eini hópíþróttamaðurinn af þeim fimm efstu. Patrekur var í eldlínunni allt ár- ið með KA, sem náði sínum besta árangri frá upphafi og flestum er í fersku minni æsispennandi úrslita- leikir við Val, í íslandsmótinu og í bikarkeppninni. I haust hefur hann síðan verið einn albesti maður ís- lenska landsliðsins. Þær viðurkenningar sem Pat- rekur fékk á árinu, hafa eflaust átt stóran þátt í atkvæðamagninu, en hann var valinn besti leikmaður 1. deildar í maí og fyrr í þessum Árlðhjá 1. janúar Patrekur í gipsi yfir áramótin vegna áverka sem hann hlaut í æfingaleik. Lið- band slitnaði í þumalfingri hægri handar. 19. janúar KA sigrar Stjömuna í oddaleik liðanna í 4-Iiða úrslitum bikarkeppninnar og kemst í úrslit í Bikarkeppni HSÍ, annað árið í röð. 3. fcbrúar KA bikarmeistari eftir sigur á Val 27:26 í tvíframlengdum leik. Patrekur á stórleik, skorar ellefu mörk, þar af fimm af sjö mörkum KA í framlengingunni. 8. febrúar Patrekur fékk að líta rauða spjaldið í deildarleik gegn ÍH fyrir að skjóta í höfuð markvarðarins, Alexander Revine, úr víta- kasti. Markvörðurinn féll í gólfið en myndbandsupptökur af leiknum sýndu að markvörðurinn varði skotið með hendinni. Þrátt fyrir það þarf Patrekur að taka út eins leiks bann. 19. fcbrúar KA gerir jafntefli gcgn UMFA í síðasta leik sínum í deildarkeppninni. Liðið hlaut 26 stig úr 22 leikjum, stigi meira heldur en 1R og hafnar í sjötta sæti. Patrekur er markahæsti leikmaður fslandsmótsins. 8. & 10. mars Patrekur skorar nt'u af mörkum KA í öðr- um leik liðsins gegn Víkingi í úrslita- keppni íslandsmótsins. Mörkin duga þó skammt, Víkingur sigraði 32:24 en KA hafði betur í þriðju viðureigninni 22:19 og skoraði Patrekur þá fimm mörk og KA er öruggt með annað sætið á íslandsmótinu. 24. mars KA hefur betur í fjórða leiknum gegn Val í úrslitum íslandsmótins. Patrekur skorar sjö af mörkum KA í eins marks sigri, 23:22. 28. mars Valur íslandsmeistari eftir sigur á KA 30:27 þar sem Valsmenn tryggðu sér framlengingu á síðustu sekúndunum. Pat- rekur skorar sjö mörk. 1. apríl Lokahóf 1. deildar karla. Patrekur er val- inn besti leikmaður íslandsmótsins og besti sóknarmaðurinn. Hann er einnig út- nefndur sem besti vamarmaður, en sá titill fellur samherja hans Alfreð Gíslasyni í skaut. 7. maí ísland sigrar Bandaríkjamenn í fyrsta leik sínum í heimsmeistarakeppninni 29:18. Patrekur á góðan leik, skorar sex mörk og á línusendingar sem gefa mörk. 12. maí ísland tapar fyrir Suður-Kóreu 23:26. Pat- rekur skorar þrjú mörk en er útilokaður eftir að hafa fengið þrjár brottvísanir. mánuði valinn í úrvalslið Evrópu. Það kann að vera að útnefningin í Evrópuúrvalið hafi ráðið hug margra, að minnsta kosti fékk hann hlutfallslega mun fleiri at- kvæði eftir útnefninguna en fyrstu dagana eftir að kjörið um íþrótta- mann Norðurlands fór af stað. Vemharð Þorleifsson, fékk næst flest atkvæði lesenda og er það þriðja árið í röð sem hann hafnar í öðru sæti. Eins og Patrek- ur átti hann sitt besta ár frá upp- hafi og hann er óumdeilanlega besti júdómaður landsins. Vern- harð hefur lagt gífurlega hart að sér við æfingar og uppskeran skil- aði sér með góðum árangri á sterkum mótum erlendis. Tveir frjálsíþróttamenn eru á meðal þeirra fimm efstu. Jón Am- ar Magnússon, sem oft hefur verið nefndur náttúrubarn í íþróttum. Hann hefur náð góðum árangri á síðustu árum, en þetta ár stendur uppúr hjá honum, hann tvíbætti Patreki 16. maí Stærsta tap Islands á HM frá upphafi gegn Rússum 25:12. Patrekur skorar þrjú marka Islands sem síðan mátti þola tap fyrir Hvít-Rússum 23:28 og hafnaði í 13.- 16. sæti. 29. maí Patrekur valinn besti leikmaður meistara- flokks KA á lokahófi handknattleiksdeild- ar. 20. júní Patrekur leitar sér aðstoðar vegna áfengis- vandamáls. Fer í tíu daga meðferð. Júlí Islenska landsliðið sigrar á fjögurra landa móti í handknattleik sem fram fer í Aust- urrfki. Liðið sigrar Austurríki, Noreg og Ítalíu. 13. september Patrekur með stórleik gegn Val í leik lið- anna um meistarabikarinn. Hann skorar þrettán mörk en Valsmenn sigra 28:23. I. oktúber Patrekur leikur sinn 100. landsleik gegn Rúmeníu og skorar sex mörk í sigurleik. 7. október Patrekur skorar níu af mörkum í eins marks tapi KA í fyrri leik liðsins gegn Viking frá Stafangri í Evrópukeppni bik- arhafa. KA kemst áfram með 27:20 sigri á heimavelli sínum viku síðar þar sem Pat- rekur skorar fimm marka KA. II. nóvember Patrekur skorar tíu mörk KA gegn Kosice í sigurleik 33:28. Akureyrarliðið féll úr keppni eftir tap í síðari leiknutn 31:24. 25. nóventber. Sigurganga KA stöðvuð í deildarkeppn- inni. Valur sigrar í viðureign liðanna 25:22 og Patrekur er langt frá sínu besta. 29. nóvember Patrekur skorar átján mörk í tveimur sig- urleikjum Islands gegn Póllandi í Evrópu- keppninni en það dugar ekki til. Rússland og Rúmenía fengu átta stig úr sex leikjum í riðlakeppninni en eru með hagstæðari markahlutfall úr innbyrðisleikjunum. 5. desember Patrekur valinn í úrvalslið Evrópu sem mætir heimsmeisturum Frakka í Luxem- borg í tilefni af afmæli þarlends sam- bands. 13. desember Patrekur með stórleik gegn sínum gömlu félögum úr Stjömunni í deildarleik lið- anna. KA sigraði 27:26 og skoraði Patrek- ur 11 mörk í leiknum. 22. desember Patrekur leikur með Evrópuúrvalinu. Skorar sex af mörkum Evrópuúrvalsins sem tapar fyrir Frökkum. íslandsmetið í tugþraut og á góða möguleika á að skipa sér í allra fremstu röð í sinni grein. Sunna Gestsdóttir, yngsti íþróttamaðurinn á listanum og eini kvenmaðurinn, er nítján ára gömul og kemur frá Blönduósi. Hún keppir undir merkjum USAH og hefur á undanfömum ámm verið óstöðvandi í sínum aldursflokkum en er nú farin að taka til hendinni í fullorðinsflokki og var til að mynda hársbreidd frá íslandsmeti í 200 metra hlaupi. Þá er ógetið Kristins Bjöms- sonar, skíðamannsins snjalla frá Ólafsftrði, sem er í senn besti skíðamaður íslands frá upphafi í alpagreinum og jafnframt braut- ryðjandi í sinni grein og hefur náð árangri sem aðrir íslendingar hafa ekki getað státað af í alpagreinum. Líklega dylst fáuin að þessir fimmmenningar eru allir rniklir íþróttamenn, sem böm líta upp til og fullorðnir geta dáðst að hæfi- leikum þeirra og þrautseigju. Lík- lega hefur það ekki verið létt verk fyrir þátttakendur í kjörinu að gera upp á milli jafn margra góðra íþróttamanna. Alls fengu sextíu íþróttamenn atkvæði og vill Dagur þakka lesendum sínum sem þátt tóku í kjörinu sýndan áhuga og versluninni Radíónausti fyrir sinn þátt í kjörinu en verslunin lagði til verðlaun sem Pétur Karlsson á Húsavík, einn þeirra sem sendu inn kjörseðla, fékk. Dagur mun veita áðumefndum fimm íþróttamönnum viðurkenn- ingarbikara og auk þess fær Pat- rekur Jóhannesson nafn sitt ritað á veglegan farandbikar, sem hann varðveitir næsta árið. Patrekur Jóhannesson: Á margt ólært en hef þroskast mikið „Bikarúrslitaleikurinn stendur uppúr, það var leikur ársins og ég á ekki von á því að annars eins spennuleikur fari fram á næstu árum. Þá reiknaði enginn með því að við mundum gera rósir í úrslitakeppninni eftir að hafa orðið í sjötta sætinu í deild- inni,“ sagði Patrekur Jóhannes- son, handboltamaður úr KA, þegar hann var spurður hvað honum hefði þótt eftirminnileg- ast á árinu. „Ég er mjög ánægður með árið, það er það langbesta hjá mér hing- að til. Ég tók mig mikið á, bæði innan vallar sem utan. Mér hefur gengið vel í vetur og get þakkað það góðum æfingum í sumar. Ég á samt margt ólært, en mér finnst ég hafa þroskast mikið og ég er ákveðinn í að halda áfram að bæta þá þætti sem ég er slakastur í,“ Gerði rétt að velja handboltann „Ég byrjaði einu sinni í fót- bolta í yngri fiokkunum í Stjömunni. Þeir sem séð hafa mig á KA-æfingum, í upphitun í fótbolta vita að ég gerði rétt í að velja handboltann. Ég var um tíma í hestunum, en stefni á að byrja í þeim síðar auk þess sem ég byrjaði að „gutla“ í golfi síðasta sumar.“ sagði Patrekur. En hverjir eru kostir hans og gallar, sem hand- boltamanns, að mati hans sjálfs? „Ég tel mig ágætan varnar- mann og í sóknarleiknum get ég tekið af skarið og hef ágætis auga fyrir samspili. Gallarnir eru aðal- lega ég sjálfur, ég missi mig stundum, dett út og á það til að verða kærulaus. Ég hef átt það til að láta skapið fara með mig, en það hefur lagast alveg heilmikið að undanfömu. Ég hef stundum átt það til að röfla í dómurum en ég stefni að því að láta þá í friði. - Mundir þú segja að árið hafi allt verið tröppugangur upp á við? „Nei, það kom slæmt bakslag í þetta á meðan á HM stóð og það voru gífurleg vonbrigði að liðinu skyldi ganga svo illa. Mér finnst það hins vegar ágætur árangur hjá okkur t Evrópukeppninni að fá jafn mörg stig og Rússland og Vill ekki deyfingu „Bólgur í hnénu hafa angrað mig ntikið en ég er samt ákveðinn í að láta ekki deyfa það upp fyrir leiki. Ég fékk tvær sprautur fyrir hvem ein- asta leik á HM þannig að ég fann ekkert fyrri neinu í keppninni. Eftir hana versnaði mér mikið og ég er viss um að þessar sprautur hafa eyðilagt fyrir mér.“ Rúmenía, en því miður var það ekki nóg til að komast áfram. Ég er hins vegar viss um að við eig- um eftir að koma sterkir inn að nýju.“ Tímaspursmál hvenær Jóhann fær tækifæri „Það var mikið af spurninga- merkjum í kringunt KA-liðið fyrir tímabilið, en þetta hefur gengið vel og við erum búnir að vinna níu af tíu leikjum okkar í deildinni. Við misstum Valda (Valdimar Grímsson), Simma (Sigmar Þröst Óskars- son) og Val Arnarson. Þó Val- ur hafi verið góður er Björgvin mun sterkari, Brói (Jóhann G. Jóhannsson) sem lítið var með í fyrra er búinn að vera frábær og ég held að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hann fær tækifæri með landsliðinu. Síð- an hefur Julian lífgað upp á sóknarleikinn hjá okkur þannig að við erum að mínu mati með sterkara lið núna. Á síðasta tímabili var sóknarleikurinn að miklu leyti byggður upp á mér, Valdimari og Alfreð. Núna er leikur okkar fjölbreyttari og það þarf ekki annað en að líta á hvernig önnur lið eru alltaf að breyta varnarleiknum gegn okkur.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.