Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 17

Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 17
Laugardagur 30. desember - DAGUR - 17 Minnisverðustu atburðir ársins 1995 Steini Þorvaldsson: Þeear málin tóku kúvendingu „Það sem stendur uppúr þegar ég lít yfir árið 1995 eru búferlaflutning- ar fjölskyldunn- ar, en síðla sumars tók ég við starfi kaup- félagsstjóra Kaupfélags Langnesinga hér á Þórshöfn. Ég hafði verið starfandi sem fjármálastjóri Framhaldsskól- ans á Laugum í Reykjadal - en var á leiðinni þaðan til framhaldsnáms við Samvinnuháskólann þegar málin tóku kúvendingu og í stað þess að setjast á skólabekk í Borg- arfirði fór ég í þetta starf hér,“ sagði Steini Þorvaldsson, kaupfé- lagsstjóri. „Rekstur kaupfélagsins hefur gengið þolanlega á líðandi ári og ég vona að svo verði áfram. Það er stöðugleiki í efnahagslífi lands- ins og hann hjálpar til. Af fréttum ársins hljóta hinir hörmulegu at- burðir á Vestfjörðum að koma fyrst upp í hugann. Af erlendum atburðum verða friðarsamningarn- ir í Júgóslavíu svo efstir á blaði,“ sagði Steini. - „Við kunnum afar vel við okkur hér á Þórshöfn og fjölskyldan ætlar að eiga hér frið- sæl jól og áramót. Hvað nýtt ár ber í skauti sér er alls óvíst.“ Bjami Jónasson: Hvarvetna jákvæður bjartsýnistónn „Hvarvetna í þjóðfélaginu finnur maður jákvæðan bjart- sýnistón. Þetta á við hér í bæj- arlífi á Akur- eyri og hvar- vetna annars- staðar í þjóðfé- laginu. Við erum augljóslega að sigla uppúr öldudalnum. Hagrætt hefur verið í rekstri íslenskra fyr- irtækja og þau endurskipulögð og árangur þess starfs er nú að koma í ljós,“ sagði Bjami Jónasson, framkvæmdastjóri Skinnaiðnaðar hf. á Akureyri. „Þegar litið er yfir fréttir liðins árs verða þar fyrst fyrir snjóflóðin vestra og þau eru efst er á blaði innlendra frétta. Friðarviðleitni í ríkjum fyrrum Júgóslavíu og fyrir botni Miðjarðarhafs ber hæst á er- lendum vettvangi - og sú viðleitni manna til að setja þar niður skær- ur. í þessu sambandi vil ég geta þess að í byrjun september var ég staddur úti í París og var þar um þær mundir þegar hryðjuverka- menn komu fyrir sprengjum í neð- anjarðarlestakerfi borgarinnar. Þar fannst mér ég glögglega sjá og finna hve vamarlausir menn eru gagnvart hryðjuverkamönnum,“ sagði Bjami. Bjami Jónasson hélt uppá 40 ára afmæli sitt á þessu ári og sagðist auk þess hafa verið í mörgum afmælisboðum, utan síns sjálfs, og einnig hefði hann átt 20 ára stúdentsafmæli. „Ef ég nefni eitthvað af því sem við fjölskyld- an gerðum þá get ég tínt til ferð okkar á Snæfellsjökul í júlí sl. - í sumarblíðu eins og hún best verð- ur á íslandi." Bjami sagði að góður gangur hefði verið á rekstri Skinnaiðnað- ar hf. á þessu ári. Væri í því sam- hengi skemmst að minnast hluta- fjárútboðs í lok ársins sem góðar undirtektir hefðu orðið við. „Það mun styrkja stöðu okkar - og al- mennt séð býst ég við að næsta ár verði gott hjá Skinnaiðnaði hf. Við höfum gott og metnaðarfullt starfsfólk, sem leggur sig fram um að ná árangri.“ Magnús Helgason: I fastrí hringrás vísitölufjölskyldu „Ef við byrjum á því sem stendur upp úr í hugskoti manns eftir árið, sem er að brenna út, er að fjölskyld- an flutti búferl- um snemma á árinu hingað til Hríseyjar, þar sem ég tók við starfi frystihússtjóra KEA. Það var hinn 21. mars. Aður var ég um fjórtán ára skeið hjá Hraðfrysti- stöð Þórshafnar, síðast sem út- gerðarstjóri,“ sagði Magnús Helgason í Hrísey. Talandi um bolfiskvinnsluna sagði Magnús Helgason að gengi hennar hefði verið bágborið á líð- andi ári. Frystihúsið í Hrísey, til að mynda, selur mest af sinni framleiðslu á Bretlandsmarkað og hefur breska sterlingspundið verið skráð lágt. „Pundið verður að styrkjast eigum við að geta rétt úr kútnuin," segir Magnús, og jafn- framt segir hann að hraðfrystihús landsins þurfi aukið hráefni frá er- lendum fiskiskipum. Þannig sé hægt að fá betri nýtingu á starfs- krafti og fjárfestingum, en hinn fasti kostnaður og sameiginlegi hækki ekkert á sama tíma. Þetta sé lykilatriði fyrir fiskvinnsluna á ís- landi. „Svo ég bæti við í frásögnina um hvað á daga mína dreif á árinu þá get ég sagt frá giftingu minni. A árinu gengum við Sólveig Bald- ursdóttir í hjónaband, en við eig- um tvö böm og hið þriðja er á leiðinni. Nú er maður kominn í hina föstu hringrás vísitölufjöl- skyldunnar. Við kunnum vel við okkur í Hrísey. Þótt við búum á eyju erum við í mun meira þétt- býli og meiri nálægð við alla þjónustu en á Þórshöfn. Héðan er ekki lengi farið inn á Akureyri stilli maður ferðir sínar saman við áætlun Sævars," sagði Magnús Helgason. „Þú spyrð um fréttir ársins. Þar hljóta snjóflóðin hörmulegu á Vestfjörðum að verða efst á blaði, enda komu þau við og höfðu áhrif á alla landsmenn. Af erlendum vettvangi koma fyrst upp í hugann friðarsamningar aðila á Balkan- skaga, sem ég óska að haldist. Með stjómmálaþróun hér heima er ég ekki ánægður og hefði viljað sjá ríkisstjóm annarra flokka við völd. Að minnsta kosti finnst mér að Halldór Ásgrímsson hefði mátt athuga myndun vinstri stjórnar, áður en hann hljóp í fang Sjálf- stæðisflokksins," sagði Magnús. Brynja Svavarsdóttir: Stjórnmál án leiðinda „Af innlendum vettvangi eru mér eftirminni- legust snjóflóð- in sem féllu á Súðavík og Flateyri og þær hörmulegu af- leiðingar sem þau höfðu. En í kjölfarið sýndu landsmenn hug sinn á eftirminnilegan hátt til þeirra, sem um sárt áttu að binda,“ sagði Brynja Svavarsdóttir, rit- stjóri fréttablaðsins Hellunnar á Siglufirði. Brynja nefndi jafnframt for- mannskjörið í Alþýðubandalag- inu. „Þar sýndu þau Margrét Frí- mannsdóttir og Steingrímur J. Sig- fússon hvað í þeim býr með því að heyja stjómmálabaráttu og kosn- ingu, án leiðinlegra eftirmála. Mættu fleiri stjómmálamenn taka þau sér til fyrirmyndar. Af erlend- um vettvangi er friðarsamkomu- lagið í fyrrum Júgóslavíu mér minnisstætt og mætti ætla að ára- löngum blóðsúthellingum fari nú að linna,“ sagði Brynja. „Sumarleyfið sem við hjóna- komin fómm í til Júgóslavíu var eftirminnilegt. Þar nutum við feg- urðar landsins, sólar og skemmti- legs félagsskapar samferðafólks- ins. Hvað varðar komandi ár er von mín sú að atvinnuleysi hverfi alveg. Þá held ég að atvinnuleysi sé að breytast og í kjölfarið munu fiskveiðar þá aukast. Hvað snýr að blaðinu Hellunni heldur það uppá fimm ára afmæli sitt í ár og í til- efni þess þarf að gefa út veglegt afmælisblað," sagði Brynja Svav- arsdóttir að lokum. Þorsteinn Vilhelmsson: Kaupin á DFFU eru minnisstæð rsaim.. r;'T*3aBH „Framundan hjá I okkur í Sam- herja á næsta ári . V-v ■ rekstri hins þýska útgerðar- 7 ' J fyrirtækis Deut- i \ j sehe Fischfang Union Gmbh í gang á nýjan leik. Að ná samningum um kaup á þvf fyrirtæki, DFFU, var tvímæla- laust stærsta verkefnið sem við Samherjamenn komum að á árinu og er fyrir mér hið minnisstæðasta frá liðnu ári. Tömin við að koma því máli í höfn var bæði löng og ströng," sagði Þorsteinn Vilhelms- son, einn eigenda Samherja hf. „Hið langa sjómannaverkfall kom illa við okkur hjá Samherja, eins og flest önnur útgerðarfyrir- tæki landsins. Af öðmm minnis- stæðum atburðum sem tengjast út- gerðinni hlýtur hinn góði aflatúr Akureyrinnar einnig að koma upp í hugann - þegar skipið kom með að landi mesta aflaverðmæti sem íslandssagan segir frá. Af erlend- um fréttum standa uppúr þeir frið- arsamningar sem fyrir allra skemmstu vom gerðir í ríkjum þeim sem fyrmrn mynduðu Júgó- slavíu. Talandi um útgerðina nefni ég tvennt til viðbótar. Annars veg- ar samstarfssamning þann sem við náðum við hið stóra útgerðarfélag Royal Greenland as. og jafnframt fengum við fiskveiðiheimildir í grænlenskri lögsögu sem er eins- dæmi. Þá nefni ég jafnframt ÚA- málið í byrjun ársins sem var mik- il rimma. Þar sendum við Sam- herjamenn inn tilboð í ákveðinn hluta af eign Akureyrarbæjar í fyr- irtækinu, ásamt Kaupfélagi Ey- firðinga og Lífeyrissjóði Norður- lands. Því tilboði var sem kunnugt er hafnað,“ sagði Þorsteinn. Um það sem snerti sig persónu- lega nefndi Þorsteinn að hann og eiginkona hans, hefðu á árinu eignast sitt sjötta bam. „Þá em mér í fersku minni hremmingar sem sonur minn, Vilhelm Már, lenti í á íslandsmeistaramótinu í skíðaíþróttum á ísafirði sl. vetur. Þar sigraði hann í tvímennings- keppni og kynntur íslandsmeistari í svigi. Um síðir var titillinn síðan dæmdur af honum, eftir að það hafði verið tilkynnt út um allan heim,“ sagði Þorsteinn. Þá nefndi hann gott gengi KA liðsins í hand- knattleik á síðasta Islandsmóti, sem nokkuð er væri sér minnis- stætt þegar litið væri til baka yfir árið 1995. Þorlákur Sigurðsson: Fiskiríið slakt, en mannlífið blómstrar „Á árinu eign- uðumst við hjónin þrjú bamaböm til viðbótar, allt strákar, og nú eru bamabömin orðin alls ní- tján. Þar af eru strákamir sex- tán - en stelpumar ekki nema þrjár,“ sagði Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey. Miklar framkvæmdir voru í gangi í Grímsey á árinu og nefndi Þorlákur þær meðal minnisstæðra atburða ársins. Bundið slitlag var lagt á allar götur eyjunnar og þannig verður allt í eynni miklu þrifalegra. Þá var í ár haldið áfram við gerð grjótvamar við höfnina. Á næsta ári verður svo önnur bryggjan í eynni lengd úr 40 metr- um í 60. „Fiskiríið í ár hefur verið fremur slakt. Veðrátta í haust ver- ið góð til landsins en misjafnlega gefið til sjósóknar. Og mannlífið hér í eyjunni við heimskautsbaug hefur blómstrað,“ sagði Þorlákur. Um fréttir líðandi árs sagði Þorlákur að hann fagnaði mjög nýgerðu friðarsamkomulagi stríð- andi aðila í ríkjunum sem fyrrum mynduðu Júgóslavíu. Þangað kvaðst Þorlákur hafa tvisvar sinn- um komið. „Og síðan verður mér og sjálfsagt öllum öðmm íslend- inga hugsað til þeirra hörmulegu atburða sem gerðust á Vestfjörð- um, t Súðavík í janúar og á Flat- eyri í október.“ Sigfríður Þorsteinsdóttir: „Það kvað vera faUegtíKína..." „Ég lét þann draum rætast í sumar að fara til Kína en ég var meðal ís- lenskra þátttak- enda á hinni al- þjóðlegu NFO kvennaráð- stefnu á vegum NGO í tengslum við ráðstefnu þá sem Sameinuðu þjóðimar stóðu svo aftur fyrir um sömu málefni. Kínverjar vom vingjamlegir við okkur íslendinga og sennilega hefur heimsókn frú Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta íslands, liðkað fyrir öllum samskiptum okkar við gestgjafana, en við heyrðum að margir hefðu lent í vandræðum á meðan allt gekk snurðulaust fyrir sig hjá okkur,“ sagði Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjar- stjómar Akureyrar, þegar hún var beðin um að skyggnast yfir liðið ár. „Mér hljóta að vera efst í huga snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri. Þau sýna hve lítilsmegnugur mað- urinn er gagnvart náttúruhamför- um, en jafnframt sýndi þetta hvemig íslenska þjóðin stendur saman sem einn maður þegar vá- legir atburðir verða. Af erlendunt atburðum er kvennaráðstefnan í Kína mér minnisstæð, sérstaklega umfjöllun fjölmiðla um hana. Sú umfjöllun sýnir okkur hve langt er í land að réttindi og staða karla og kvenna sé jöfn, þrátt fyrir áratuga baráttu. Það var og eftirminnilegt að koma til Peking. Þar er margt öðruvísi en við eigum að venjast. Þó Peking sé risavaxin milljóna- borg minnti hún mig helst á lítið sveitaþorp. Konur viðra rúmföt á götum úti og heimilislífið virðist fara mikið fram á götunum. Litlu er eytt í götulýsingu, aðeins helstu umferðaræðar em upplýstar og þar er ekkert næturlíf. Fólk nýtir tíma sinn vel og mér þótti dálítið sérstakt að sjá fólk sofa fram á hendur sér á vinnustað og það á vinnutíma," sagði Sigfríður enn- fremur. Elín Antonsdóttir: Afleitur árangur Kvennalistans „Ég finn glöggt að fyrirtækjum hér á Akureyri vegnar vel um þessar mundir og þau standa betur en var til skamms tíma. Þau skila mörg hver allgóðum hagnaði, en um leið láta stjóm- endur í veðri vaka að ekki sé mögulegt að hækka laun starfs- fólks. Þetta skil ég ekki. Marg- rómaður stöðugleiki hlýtur að leiða til þess að röðin fari að koma að launþegunum," sagði Elín Antonsdóttir, atvinnuráðgjafi hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar. „En þegar á heildina er litið má sjá og finna að mikill uppgangur hefur orðið í athafnalífi hér á Ak- ureyri og 1995 verið farsælt ár að því leyti, ekki síst á sviði sjávarút- vegs. Þá er vöxtur í rekstri smá- fyrirtækja. Sýningin Handverk ‘95 var glæsilegri en aðrar fyrri sýn- ingar og sýnir og sannar að upp- gangur er í handverks- og smáiðn- aði hvers konar hér á landi,“ sagði Elín Antonsdóttir. „Þegar litið er yfir fréttir líð- andi árs þá byrja ég á erlendum vettvangi. Fyrst nefni ég stríðs- átökin mannskæðu í ríkjum fyrr- um Júgóslavíu og það friðarsam- komulag sem náðist undir lok árs- ins. Þá er kvennaráðstefnan í Kína eftirminnileg og sú samstaða sem konur sýndu þar í þá veru að styrkja stöðu sína og bæta réttind- in. Þá var einnig ánægjulegt að heyra fréttir af því að efnahagur Færeyinga væri að batna og þeir að flytja aftur heim. Vinarþel þeirra gagnvart okkur íslending- um kom og glögglega fram í kjöl- far snjóflóðanna á Vestfjörðum. Hljóta atburðir vestra tvímæla- laust að rísa hæst á innlendum vettvangi þegar horft er yfir árið sem er að líða. Hið jákvæða var hins vegar að finna að íslensk þjóð getur staðið saman sem einn maður þegar vá ber að höndum. Á árinu var áberandi mikill órói á vinnumarkaði og mér þótti for- ystumenn launþega sýna getuleysi til að leysa þann vanda,“ sagði Elín. Elín Antonsdóttir sagði að árið 1995 hefði verið sér persónulega hliðhollt á margan hátt. „Tvær dætur mínar tóku stúdentspróf sem voru ánægjulegir viðburðir í lífi fjölskyldunnar og þetta var gott ár hjá mér og mínu fólki. Af- leitur árangur Kvennalistans í þingkosningunum þann 8. apríl olli mér hins vegar miklum von- brigðum. Ég bjóst við betri ár- angri. Þetta kallar á endurmat á stöðu allra mála Kvennalistans. Og eins og ég sagði hér að framan er uppgangur í atvinnulífi lands- rnanna sem allir hljóta að fagna. Dökku blettimir eru víða og nefni ég meðal annars eiturlyfjaneyslu, sem fer vaxandi og er orðin um- talsvert vandamál, jafnvel í okkar litla bæ - hér á Akureyri."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.