Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1995 Hagyröingar gera upp árið 1995 Hagyrðingar brydduðu upp á þeirri nýbreytni í fyrra að gera upp ýmsa atburði árs- ins í vísum. Aftur var leitað í smiðju þeirra fyrir þessi áramót og má hér að neðan sjá árangurinn og er ekki að efa að margur lesandi DAGS mun hafa gaman af. Þeir sem lögðu í púkkið að þessu sinni eru Óskar Sigurfinnsson í Meðalheimi í Húna- vatnssýslu, Sigurður Hansen á Kringlumýri í Skagafirði, Reynir Hjartarson að Brá- völlum í Eyjafirði, Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd, Friðrik Steingrímsson Mý- vatnssveit og Akureyringarnir Gestur Ólafsson, Björn Þórleifsson, Hjálmar Frey- steinsson, Pétur Pétursson, Stefán Vilhjálmsson, Gunnar Frímannsson og Áskell Egilsson. Eru þeim færðar kærar þakkir fyrir. GG/HA Rekstur útgerðarfyrirtækisins Meck- lenburger Hochseeficherei í Rostock í Þýskalandi (MHF), dótturfyrirtæk- is Utgerðarfélags Akureyringa hf. hefur mjög verið í sviðsljósinu á ár- inu, og raunar undanfarin ár. Fyrst vegna tapreksturs en á þessu ári vegna þess að tekist hefur að snúa rekstrinum við og nú bregður svo við að reksturinn er farinn að skila hagnaði. Þessar hræringar hafa ekki farið fram hjá hagyrðingum frekar en öðrum. Hér að neðan má sjá með hvaða augum þeir Bjöm Þórleifsson, Stefán Vilhjálmsson, Gunnar Frí- mannsson og Áskell Egilsson líta á málið; Bjöm á fyrstu þrjár vísumar, Stefán þá næstu, síðan Áskell og loks Stefán og Gunnar í sameiningu þá síðstu. Eins og alþjóð veit hefur Samherji hf. á Akureyri keypt meiri- hluta í þýsku útgerðarfyrirtæki, Deutsche Fischfang Union (DFFU) og þar með eru akureyrsk útgerðar- fyrirtæki orðin ráðandi í þýskri út- gerð. Fyrirtækin sækja m.a. kvóta í sameiginlegan kvóta Þjóðverja hjá Efnahagsbandalaginu og em þar með óbeinir keppinauíar. Það skýrir að hluta kveðskapinn. Þó margt á reióanum þar rœki og reyttust fáir þorskar upp úr sce, merkilegt og mikiÖ fyrirtceki er Mecklenburger Hochseefischerei. Bátar eins og hrip í höfnum leka og hœftleikum kastaó er á glæ. Mönnum gengur misjafnlega að reka Mecklenburger Hocheseefischerei. Þar finnst ei neinn sem kaifa kann aðflaka keilutitti eða steinbítshrce. Til hvaða bragða munu menn þá taka hjá Mecklenburger Hochseefischerei. Nú grceða menn og gulli taka að safna og gleðin rík í Akureyrarbœ. Það mátti líka mikið fara að dafna hjá Mecklenburger Hochseefischerei. Það er sama hvaða nöfnum það ég nefni, náðargáfa slík er þar á bœ. Birni verður allt að yrkisefni, einkanlega Hochsee Fischerei. Finnst mér Hochsee Fischerei fari senn að bíða tjón dragi meira úr djúpum sce Deutsche Fischfang Union. Útgerðarfélag Akureyringa hf. var ekki síður í umræðunni í byrjun árs- ins er tekist var um hlut bæjarins í ÚA, og sýndist Birni Þórleifssyni að ÚA-ÍS-SH umræðan snerist um það hver ætlaði að gleypa hvem: Sölufélög svakaleg suður á landi búa. Nú þau herja í norðurveg og narta í sneið af ÚA. Öllu þessu á égfull- erfitt með að trúa. Þeir vilja skóga grœna og gull gefafyrir ÚA. Til að sýna mikinn mátt og merg úr öllu sjúga. Víð þau opna gin á gátt og gleypa vilja ÚA. Kosið er um krabba og smokk, hvertásérað snúa. Kaupendurnir koma^ íflokk, að krœkja t bita afÚA. Bœjarstjórn var býsna klemmd, bar á streitu og lúa. Enfyrir sölu síður stemmd á sínum hlut í ÚA. Brátt égflytja ífjörðinn sé aðfólki mikinn grúa. Sent glaðurfer að grœðafé á gœðavöru ÚA. Rúmensk stúlka vildi endilega fá að vera áfram á íslandi og greip til ör- þrifaráða þegar senda átti hana úr landi. Friðrik Steingrímsson í Mý- vatnssveit orti: Stúlkan hérna strönduð er státar afþessu og hinu. AUarbrýraðbakisér brenndi á klósettinu. Díana Bretaprinsessa hélt blaða- mannafund þar sem hún sagði að allt- af hefði verið önnur kona í spilinu hjá manni hennar og slíkt gangi ekki upp. Friðrik sá málið þannig fyrir sér: Hún með Karli hugðist gera heljar margt en lenti í öðru Það er svona að þurfa að vera þriðja hjól á skellinöðru í Dagsljósi var þeirri spumingu velt upp hvort allt geti farið á Internetið og vitnað í mynd af þekktum manni í annarlegri stellingu. Friðrik Stein- grímsson orti: Ekki er kyn þótt ýmsir geti orðið fyrir hrellingum Efþeir sjást á lnterneti í annarlegum steUingum Og Hjálmar Freysteinsson velti einnig fyrir sér máli þessa þekkta manns. Forðum vorufuglaveiðar feikilega vinsælar. Nú vill enginn upp á heiðar á sér rjúpan griðland þar. Bjöm Þórleifsson gerir meint blygð- unarbrot einnig að yrkisefni: Það, sem áður þótti gott, þola verður nýja lensku; menn hafa fyrir háð og spott heiðarleika og snyrtimennslu. Sigurður Hansen hafði þetta til mál- anna að leggja um heimsókn snyrt- isins til Akureyrar: Þó göturnar séu greiðar þá geta þær brugðist til reiðar og viðframandi mynd vakið furðu og synd þegarfarið er niður um heiðar. Farsímar, ekki síst GSM-símar, eru mesta þarfaþing og því von að gylli- boðin freisti. Það varð Óskari yrkis- efni: Undrar mig að einhver kaus að eyða löngum tíma berfœttur og buxnalaus bíðandi eftir síma. Naktir menn í verslun í Reykjavík vöktu landsathygli. Bjöm Þórleifs- son kvað: Eru karlmenn komnir á ról, lcviknaktir réttfyrir jól? ínepjunni híma að ná sér í síma; eða vantar þá traustari tól? Langnesingar kærðu hverjir aðra í fjallskilamálum sl. haust og var þeim líkt við Mývetninga sem vom að stofna einkaskóla á sama tíma. Þá datt Friðriki Steingrímssyni í hug: Langnesingar gangnaglaðir gjarnan slást umfé á beit. Eins og þeir vœru útskrifaðir frá einkaskóla í Mývatnssveit. Eftir að litlar fréttir höfðu borist af ágreiningi í Mývatnssveit um tíma var Mývetningurinn Friðrik spurður hvort þar væri allt fallið í ljúfa löð: Eg fréttirnar fátœkar nefni þigfýsir að vita hvert stefni það er engin sátt þótt menn segi hérfátt. Heldur skortir þá ágreiningsefni. Frægt „nauðgunarmál" kom upp í Vestmannaeyjum þar sem kona kærði mann, en bæði höfðu talið, meðan á umræddum verknaði stóð, að þar væri annar aðili á ferð. Frið- rik Steingrímsson orti: Nauðgunarmála þvarg og þvaður þannig í Eyjum gekk. Að vitlausu megin vitlaus maður vitlausa konu fékk. Fyrir síðustu alþingiskosningar orti Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd: Kosningarnar koma senn, kapp í mörgum svellur. Aróðurinn yfir menn eins og þokafellur. Allirflokkar eiga nú urmul til aflausnum. Þó er okkar þjóðarbú þvísem næst á hausnum. Og þessi gæti fylgt með: Margir sem ímálin spá milli kosninganna, segjast löngu leiðir á lygum ráðamanna. Gestur Ólafsson á Akureyri velti einnig fyrir sér alþingiskosningun- um: Sækið þiðfram og sœkið á þing sjáið á fjandanum glottið. Sœkið þið bara hring eftir hring eins og hundar sem elta á sér skottið. í kosningunum 1995 var áróðurs- tækni Framsóknarflokksins rómuð, en flokkurinn fékk ýmsa nafntogaða einstaklinga til að skemmta fólki og fræða það. Þá orti Stefán Vilhjálms- son matvælafræðingur á Akureyri: Framsókn greiðarfara vill. Framsókn leiðir birtir. Framsókn sneiðirforöð ill. Framsókn Heiðar snyrtir. Séra Gunnlaugur Stefánsson var ýmist inni eða úti á kosninganóttina á móti Arnbjörgu Sveinsdóttur, sjálfstæðiskonu. Stefán orti: Ausftrðingar eru svona: - engin á þingi kona. Mikill er Drottins dýrðarkraftur, dottinn inn Gunnlaugur aftur. En niðurstaðan varð önnur: En almættið um skoðun skipti og skrýtilega stjórnaði, inn á þingið konu kippti en kratapresti fórnaði. Þegar úrslit lágu fyrir (í orðastað Ólafs Ragnars). Þjóðinfœr ei vinsrta vor, vetur sé égfram á strangan: fyrirheitin falla úr hor, Framsókn býður hægri vangann. Um fyrrverandi utanríkisráðherra orti Stefán Vilhjálmsson: Jón á enga Evro-von, enda búinn valdakvóti. Bágt á landsins besti son, Bryndís hætt að taka á móti. Síðan kvað Stefán Vilhjálmsson um séra Hjálmar Jónsson fjárlaganefnd- armann og þingmann Norðurlands- kjördæmis vestra. Stóra gatið stoppar í með stífumfundahöldum. Skyld'ann alveg eigafrí hjá æðri máttaiyöldum? Fast var tekist á í prófkjöri Fram- sóknarflokksins á Norðurlandi vestra. Rúnar Kristjánsson komst svo að orði: Þeir sem styðja Stefán G. stóru púðri eyða og gera með því Páli P. pólitískan greiða. Og sætum var skipt í ríkisstjóm. Rúnar orti: Gæfan metur mjög svofáa, misrétti er víða beitt. Pállfékk stól og stöðu háa, Stefán greyið ekki neitt. Um launamál þingmanna orti Rúnar: Flestir vel á þingi þéna, það er margur fús að votta. Þeir sem komast þar á spena þurfa bara að kunna að totta. Rúnar Kristjánsson horfði á sjón- varpsauglýsingar og komst svo að orði: Páll Arason varð áttræður á árinu. Pétur Pétursson sendir honum kveðju af því tilefni. Halldór Blöndal, ráðherra, kemur víða við sögu í vísum hagyrðinganna. Konur skjalla skautbúning á skjánum allar stundir. Hann má kalla þaifaþing þar sem hallar undir. Og um heilbrigðismálin sagði Rúnar: Spurning er þetta með spítalamálin og sparnaðarhyggjuna yfirleitt hvort leki ekki úrþjóðinni líftð og sálin eflögunum verður til aðhalds beitt. Og verkalýðsmálin fengu sinn skammt: Bensa þyrfti aðfara aðfórna, fella ætti skjótan dóm. Hagfræðingar honum stjórna, liann er peð í þeirra klóm. Þó að Jakinn brosi breitt og bitran dragi seiminn, afrekar hann ekki neitt, orðinn sljór og gleyminn. Og í tilefni af stjómarmyndun Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar orti Rúnar: Undarlegra er okkarþing en aðrír skemmtistaðir. Dansarþar í hœgri hring Halldór kvótafaðir. Línan gefna loðin er, leitar villa á guma. Hentistefna Halldórsfer lieldur illa í suma. Halldór kvóti og Hrokkinkollur hafa tryggt sér ríkisvöld. Fer um vinstri flokka hrollur, fá þar sumir makleggjöld. Formenn tveir til hægri hlutu hlýðni sinna manna og traust. Þrjátíu og átta þingmenn lutu þeirraforsjá orðalaust. Dabbi hló og Dóri glotti, dagsverkið var enginfórn. Suðu þeir í svörtum potti saman gráa ríkisstjórn. Mikill þykir Dabba dugur, drambið myndar vörn úr stáli, enda er Dóri eins og hugur íhaldsins í hverju máli. DórifylgirDabbanú, Dabbi skipti á þjóni, enda var hans íhaldsbú orðiðþreytt áJóni. Framsókn sótti fljótt til hœgri, fús að sleikja íhaldsþjó. Halldór stefnir þar að þægri þjónustu við Dabba & Có. Fálkinn blái völd sín ver, vargur orku hlaðinn. Jón ífýlufarinn er, Framsókn kom í staðinn. Krötunum var kastað út og keyptir nýir þjónar. Davíð batt á Halldór hnút hœgri yfirsjónar. Stefán Vilhjálmsson sendi vísu um séra Hjálmar Jónsson, alþingismann. Vinstriflokkamir sátu eftir með sárt ennið: Ólafur Ragnar var í vetur völd að dreyma er glöddu hann. En þjóðin vill Itann vandi betur vinstri stjórnar sáttmálann. Jóhanna í stríði stóð stælt með seiglu og þráa. Vildi áköfvekja þjóð en vakti heldurfáa. Þjóðargleðin mældist met, magnað sigurglottið. Jón afvöldum loksins lét, lagði niður skottið. Hjálmar Freysteinsson á Akureyri orti eftir að hafa lesið í Degi að Sér- leyfisbílar Akureyrar væru búnir að kaupa rútumar af Þóroddi Gunnþórs- syni. (Líklega fylgir Doddi með!) Eg er argur og dapur í dag þetta er djöfullegt háttarlag, þvísamt megið trúa mér er sama um ÚA en salan á Dodda er reiðarslag. Skattamál tryggingayfirlæknis voru of- arlega á baugi fyrrihluta ársins. Þessi vísa segir læknirinn Hjálmar að ætti eiginlega að fylgja skattaframtalinu. Skattinn greiða mun ég minn afmestu skyldurœkni. Eg tel mig alveg tilvalinn tryggingayfirlækni. Það bar líka til á árinu að dómur féll í Hæstarétti í svokölluðu „Stera- máli.“ Hjálmar orti: Ef kraftadellu karlarfá konur verða illa settar skaða þeirra skilja má afskapadómi Hæstaréttar. Eins og alþjóð veit, þá var Pétur Pétursson sýknaður í Hæstarétti. Kollega hans á Heilsugæslustöðinni á Akureyri, Hjálmari Freysteins- syni, varð á orði: Háan þó hann hafi róminn og hagur sé við orðsins list síðan hannfékk sýknudóminn sjarma allan hefur misst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.