Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 18

Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1995 Minnisverðustu atburðir ársins 1995 Ingunn Svavarsdóttir: Hitaveita í gagnið og flutt í Kúluhúsið „Ég staðnæmist fyrst við hita- veituna hér við Öxarfjörð þegar litið er yfir árið 1995. Hún var vígð í lok ágúst sl. og er stór- kostlegur áfangi fyrir byggðimar hér. Þá héldum við áfram starfi innan Eyþings um uppbyggingu sameiginlegrar skólaþjónustu fyrir Norðurlands- kjördæmi eystra. Endanlegar til- lögur í því efni koma fram nú undir lok ársins og nái þær fram að ganga munu þær verða, að mínu mati, mikil lyftistöng fyrir bæði böm og fjölskyldur þeirra í öllu kjördæminu,“ sagði Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri Öx- arfjarðarhrepps, þegar hún var beðin um að skyggnast yfir hið markverðasta á árinu. Um það sem Ingunni snertir persónulega sagði hún að garnan hefði verið þegar fjölskyldan flutti inn í Kúluhúsið sitt á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní. Þann sama dag lauk elsta dóttirin, Kristbjörg, ein- mitt stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri. „Það var mikið fjallað um kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna sem haldin var í Kína síðsumars og meðal annars för frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta Islands, þangað. Forsetinn okkar stóð sig þar með miklum sóma og ráðstefnan hefði aldrei vakið jafn mikla athygli hér heima hefði Vigdís ekki farið utan. Þetta leiðir svo aftur hugann að lýðræðismál- um og mannréttindum. Við getum verið stolt af því að ísland er eitt mesta lýðræðisríki heimsins og að því leyti og á margan annan hátt eru það forréttindi að vera íslend- ingur. Þá eru okkur íslendingum nú að opnast ýmis verkefni og möguleikar á alþjóðlegum vett- vangi sem við fáum út á það eitt að vera smáþjóð en ekki ógnvekjandi stórveldi. Og ef til vill er styrkleiki íslendinga fólg- inn í því að vera smáþjóð þjóða á meðal,“ sagði Ingunn St. Svavars- dóttir. Haraldur Ingi Haraldsson: Öflugt listalíf „Líðandi ár hef- ur verið mjög skemmtilegt og starfsamt hjá okkur í Lista- safninu á Akur- eyri. Og starf- inu hér í Lista- gilinu hefur al- mennt verið að vaxa ásmegin, enda er það ávöxt- ur af því sem til hefur verið sáð,“ sagði Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðumaður safnsins. Haraldur minnist sérstaklega tveggja atriða frá líðandi ári, sem áberandi hefur verið í safnastarf- inu. Annars vegar samstarfs á listasviðinu við nágranna okkar í Færeyjum og á Grænlandi og hins vegar samstarfs við íra, en sem kunnugt er var haldin írsk listahá- tíð á Akureyri í október. „Ég á von á því að allt myndlistarstarf hér í bænum verði fjörugt á næsta ári - og að því liefur verið unnið. Samskipti okkar við erlend lista- söfn hafa verið að aukast og á næsta ári munum við halda nokkr- ar sýningar með verkum erlendra listamanna. Við vinnum ævinlega eitt ár fram í tímann og á næsta ári verða hér sýningar með verkum Gunnlaugs Scheving og með verkum eins þekktasta listmálara ítala, svo eitthvað sé nefnt. Og al- mennt hafa þær sýningar sent við höfum staðið að verið miklar að vöxtum og glæsilegar," sagði Har- aldur Ingi. Um fréttir líðandi árs nefndi Haraldur friðarsáttmála sem voru gerðir milli stríðandi aðila fyrir botni Miðjarðarhafs og eins á Balkanskaga. Á hinn bóginn sagði Haraldur að erfitt kynni að reynast að byggja upp traust milli manna eftir langan tíma haturs og styrj- alda. - „Og ef við hugum að inn- lendum atburðum nefni ég þar stöðu íslands gagnvart öðrum þjóðum. Mér finnst þjóðemis- remba ekki eins áberandi og alls- ráðandi og var til skamms tíma. Fólk er einnig í ríkari mæli farið að viðurkenna að lífskjör hér á landi og í nágrannalöndunum séu ekki sambærileg og úr þeim verði að bæta. Það er vitaskuld fyrsta skrefið í þeim tilgangi að skapa betra ísland," sagði Haraldur Ingi. Sr. Dalla Þórðardóttir: Fjölsótt samkoma á aldaraÉmæli skálds „Mér er minnis- stæð fjölmenn kvöldskemmtun sem Kvenfélag Akrahrepps og kirkjukórar Miklabæjar- prestakalls stóðu sameigin- Iega að í maí sl. og var hún haldin í félagsheimil- inu Héðinsminni. Samkoma þessi var haldin í tilefni af hundrað ára afmæli Davíð Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Þama var lesið upp úr verkum skáldsins, sungin lög við ljóð skáldsins og leiklesið úr Gullna hliðinu," sagði sr. Dalla Þórðardóttir, prestur á Miklabæ í Skagafirði. Talandi um sjálfa sig sagði sr. Dalla að á haustmánuðum hefði hún farið utan til borgarinnar Madison í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum og verið þar einn mánuð við nám í háskóla borgar- innar. „Ég var þar að læra ýmis- legt sem snertir svokallaða nútíma guðfræði, en námsefnið sjálft snerti leit mannsins sjálfs að til- gangi sínum og réttlæti heimsins. Og þá get ég einnig nefnt að sl. vor tók ég við starfi prófasts hér í Skagafirði eftir að sr. Hjálmar Jónsson var kjörinn á þing,“ segir séra Dalla. - Áf atburðum úr frétt- um nefndi Dalla að sér væru hinir vofveiflegu atburðir í Súðavík og síðar Flateyri minnisstæðir og af erlendum atburðum minntist hún sérstaklega vopnahlésins í Bosníu. „Um áramót býst maður alltaf við að komandi ár verði farsælt og gott. Óhægt er þó um slíkt að spá. Eitt er þó fast í hendi, að fljótlega eftir áramót munum við fjölskyld- an flytja inn í nýtt prestseturshús sem byggt hefur verið hér,“ sagði sr. Dalla Þórðardóttir á Miklabæ. Helena Dejak: Á hundasleða á Græn- landi „Við hjónin ásamt syni okk- ar fórum í apríl sl. í frábæra hundasleðaferð með veiðimönnum á Grænlandi. Með í þeirri för var Sigrún Stef- ánsdóttir sjónvarpskona og myndatökumaður frá Sjónvarpinu. Mynd um för okkar fimmmenn- inga var síðan sýnd í sjónvarpi í júní sl. Þetta er tvímælalaust það eftirminnilegasta frá liðnu ári - fyrir utan veðurblíðuna hér á Norðurlandi sl. sumar,“ sagði Helena Dejak, framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofunnar Nonna. Helena minntist einkum skemmtilegra ferðalaga þegar hún leit yfir líðandi ár. Fyrir utan hundasleðaferðina nefndi hún vikuferð með skemmtiferðaskipi umhverfis landið þar sem höfð var viðkoma í mörgum höfnum. „Það var alveg ný reynsla að koma að svo mörgum þéttbýlisstöðum landsins af sjó, en ekki á flugvél eins og maður á að venjast. Það var svo í nóvember sem ég og Sigurður Aðalsteinsson, maðurinn minn, fórum aftur út til Grænlands og til Scoresbysund. Héldum þar á bami undir skím - og erum guð- foreldrar þess. Að fara utan til og taka þátt í þessari skímarathöfn var mikil upplifun," sagði Helena. Af atburðum á innlendum vett- vangi tiltók Helena þá ákvörðun Vigdísar Finnbogadóttur um að gefa ekki kost á sér í forsetakjöri á næsta ári. „Mér finnst þetta miður því betri forseta hygg ég að við getum ekki fengið,“ sagði Helena Dejak. Ra^nhildur Vigfúsdóttir: „I hönd farí betri tíð..." „Launamisrétti kynjanna var, að mínu mati, mál málanna í kosningabarátt- unni. Það kom í ljós að þjóðin treysti Fram- sóknar- og Sjálfstæð- isflokki best til að leiðrétta launa- muninn milli kynjanna. Margt bendir hins vegar til að orð for- ystumanna þessara flokka hafi verið án mikils inntaks eða áhuga um aðgerðir til úrbóta,“ segir Ragnhildur Vigfúsdóttir, jafnrétt- is- og upplýsingafulltrúi Ákureyr- arbæjar. „I mínum huga ber hátt ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna, sem haldin var austur í Peking. Umræðan um ráð- stefnu þessa var mjög neikvæð hér á landi. Á ráðstefnu þessari bar réttindi stúlkubama hátt; þ.e. eyð- ingar á kvenkynsfóstrum og út- burður stúlkubama. Það er spum- ing hvort hugtakið náttúruvemd fari ekki að ná yfir konur, ef þessi markvissa útrýming á þeim heldur áfram. Þær væntingar ber ég svo gagnvart nýju ári að það sem tímaritið U.S. News & World Re- port hefur kallað alþjóðlegt stríð gegn konum linni - og því bind ég vonir við að betri tíð fari í hönd hjá konum og ekki síður körlum,“ sagði Ragnhildur Vigfúsdóttir. „Árið 1995 var mér erfitt ár. Ég missti bæði móður mína og eftir- lætis frænku á fyrsta fjórðungi ársins. Það varð meðal annars til þess að ég ákvað að leggja land undir fót og skipta um starf. Kom hingað norður á haustmánuðum og tók við starfi jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akureyrarbæjar,“ sagði Ragnhildur Vigfúsdóttir. Gísli Bragi Hjartarson: Sextánda barnabarnið „Mér er eftir- minnilegur sig- ur KA í bikar- keppninni í handknattleik í febrúar sl. Þá lögðu KA menn Val að velli með 25 mörk- um gegn 24 mörkum þeirra, eftir tvífram- lengdan leik. Svo æstur var ég orðinn á leiknum að ég hefði ekki trúað því sjálfur að ég ætti slíkt til. Maður lifði sig inn í þetta, alveg í botn, eins og krakkamir segja,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson, bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins á Akur- eyri. Gísli sagði að UA-málið svo- nefnda, í upphafi ársins, væri einnig eftirminnilegt. „Tíminn meðan það mál var til afgreiðslu var strangur. Þar hefði ég viljað geta sameinað alla kostina sem í boði voru. En ég býst við að við höfum náð bestu lendingunni sem möguleg var í málinu; að Utgerð- arfélag Akureyringa myndi áfram hafa sín viðskipti hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna," sagði Gísli Bragi. Um það sem snerti sig per- sónulega sagði Gísli að á árinu hefði hann eignast 16. bamabam- ið. „Þá komst ég út til Björgvinjar í Noregi þar sem Hjörtur, sonur okkar hjóna, varði doktorsgráðu í skurðlækningum. Það var skemmtileg ferð og að sjá soninn taka við þessari miklu lærdóms- gráðu kom óneitanlega við egóið í manni.“ Daníel Guðjónsson: I nýju starfi og flutnmgur frá Húsavík „Eftirminnileg- astar úr fréttum líðandi árs em hinar miklu náttúmhamfar- ir, það er hin miklu og mann- skæðu snjóflóð í Súðavík og Reykhólasveit í byrjun ársins og á Flateyri nú í byrjun vetrar. Einnig urðu miklar náttúruhamfarir sl. vor af völdum vatnsflóða og skriðufalla og múna menn vart annað. Má nefna jarð- fallið mikla í Sölvadal í Eyjafirði, sem var af þeirri stærðargráðu að fara þarf aftur til ísaldar til saman- jöfnunar,“ sagði Daníel Guðjóns- son, yfirlögregluþjónn á Akureyri. Daníel sagði jafnframt að árs- ins 1995 yrði minnst sem árs mik- illa hamfara, en þó hefði komið fram við þessar aðstæður að ís- lendingar em sem ein fjölskylda og fólk styðji hvert annað þegar á reyni. Þá segir Daníel atburði árs- ins tilefni til endurskoðunar á öllu hættumati sem hingað til hafi gilt um náttúruhamfarir, af hvaða tagi sem þær annars em. - „Úr erlend- um fréttum koma fyrst upp í hug- ann nær daglegar. fréttir af hinum grimmilegu og mannskæðu stríðs- átökum í Bosníu. Eftir 50 ára um- fjöllun og almenna fordæmingu á helför nasista í seinni heimstyrj- öldinni hefði mér aldrei til hugar komið að eitthvað álíka gæti gerst á okkar tímum. Allra síst hefði ég búist við þessu hjá menntuðu og upplýstu fólki, eins og því sem byggir lýðveldi gömlu Júgóslavíu. Óttast ég að lindkind umheimsins gagnvart þeim voðaverkum sem þar hafa verið framin, hafi slævt siðferðisvitund almennings og rutt brautina fyrir harðstjóra framtíðar- innar að fara sínu fram. Nýlegir friðarsamningar gefa þó von um um að friður sé á næsta leiti í þeim heimshluta. Ég hef einnig fylgst með fréttum af þróun mála í fyrrum Sovétríkjunum og mér sýnist mikil óvissa vera framund- an um stjómmálaástand þar. Það getur skipt Islendinga, sem og aðra, miklu hverjar málalyktir þar eystra verða," sgði Daníel Guð- jónsson. Hvað sjálfan sig snerti sagði Daníel að þar bæri vitaskuld hæst flutningur frá Húsavfk til Akur- eyrar vegna breytinga í starfi. Þann 1. september var hann skip- aður yfirlögregluþjónn á Akur- eyri, eftir að hafa gengt starfi varðstjóra í lögreglunni á Húsavík um langt skeið. „Þetta er mikil breyting á starfsháttum. Starf yfir- lögregluþjóns í svo fjölmennu liði sem hér á Akureyri, er einkum stjórnunarstarf en fyrra starf fól meira í sér útköll, almenn lög- reglustörf og nánd við almenning. Margs góðs hef ég að minnast frá þessum tíma og kveð Húsvíkinga og aðra Þingeyinga með söknuði og óska þeim jafnframt alls hins besta. En um leið hlakka ég til að takast á við ný verkefni á Akur- eyri,“ sagði Daníel. „Ég hef þær væntingar til kom- andi árs að það verði um margt hagstæðara en hin síðustu sem lið- in eru. Nýjustu fréttir af batnandi hagtölum og auknar framkvæmdir gefa von um betri tíð. Ljóst er þó að Akureyringar og aðrir lands- byggðarmenn verða að halda vöku sinni og stuðla að nýsköpun í at- vinnulífinu. Það er sýnt að næstu stórframkvæmdir verða, sem oft áður, á suðvesturhomi landsins," sagði Daníel Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.