Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 30.12.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 30. desember 1995 - DAGUR - 7 Atkvæði í kjöri lesenda á íþróttamanni Norðurlands 1. Patrekur Jóhannesson, hand- knattleiksmaður úr KA 237 2. Vernharð Þorleifsson, júdó- maður úr KA 174 3. Jón Arnar Magnússon, tug- þrautarmaður UMSS 157 4. Kristinn Björnsson, skíðamað- ur Leiftri 123 5. Guðrún Sunna Gestsdóttir, frjálsíþróttakona USAH 88 6. Leó Örn Þorleifsson, hand- knattleiksmaður úr KA 79 7. Lárus Orri Sigurðsson, knatt- spyrnumaður mcð Stoke 55 8. Daníel Jakobsson, skíðagöngu- maður Leiftri 27 9. Julian Duranona, handknatt- leiksmaður úr KA 26 10.-11. Ingibjörg Harpa Ólafsdótt- ir, knattsp.vrnukona úr ÍA 25 Sigurpáll Geir Sveinsson, kylfingur úr GA 25 12.-13. Ómar Þorsteinn Árnason, sundmaður Óðni 21 Birgir Örn Birgisson, körfu- knattleiksmaður úr Þór 21 14.-15. Vilhelm Þorsteinsson, skíðamaður Akureyri 20 Konráð Óskarsson, körfu- knattleiksmaður úr Þór 20 íþróttamenn i næstu sætum: Björgvin Björgvinsson, knattspymu- maður með Völsungi og handbolta- maður með KA 19, Páll Guðmunds- son, knattspymumaður Leiftri 17. Guðrún Gísladóltir þolfímikona frá Akureyri 13, Valdís Hallgrímsdóttir, handknattleikskona með IBA 12, Jó- hann G. Jóhannsson, handboltamað- ur með KA 12, Hreinn Hringsson, knattspymumaður rneð Þór 12, Bald- vin A. Guðlaugsson, hestaíþrótta- maður hjá Létti 11, Brynja Þorsteins- dóttir, skíðakona á Akureyri 10, Hildur Ösp Þorsteinsdóttir skíðakona 9, Kristinn Friðriksson körfuknatt- leiksmaður Þór 9, Erlingur Kristjáns- son handknattleiksmaður með KA 9, Eyjólfur Sverrisson, knattspymu- maður Hertha Berlin 8, Alfreð Gísla- son handknattleiksmaður með KA 8, Helgi Arason, handknattleiksmaður úrKA 8. Þessir íþróttamenn fengu einnig atkvæði: Hafsteinn Lúðvíksson, körfuknatt- leiksmaður Þór, Rúnar Sigtryggsson skákmaður, Bjöm Bjömsson handknatleiksmaður KA, Guðmund- ur Benediktsson knattspymumaður KR, Ólöf Guðrún Ólafsdóttir badm- intonkona TBA, Guðmundur Hákon- arson, knattspymumaður Þór, Einar Þór Gunnlaugsson akstursíþrótta- maður, Jens Gíslason siglingamaður úr Nökkva, Páll Gíslason, handknatt- leiks- og knattspymumaður Þór, Kristján Guðlaugsson, körfuknatt- leiksmaður Þór, Atli Þór Samúelsson handknattleiksmaður með KA, Sig- mar Þröstur Óskarsson, handknatt- leiksmaður með KA, Ásmundur Amarsson, knattspymumaður Völs- ungi, Freyr Gauti Sigmundsson. júdómaður KA, Amar Freyr Ólafs- son, sundmaður (óg), Guðni Rúnar Helgason, knattspymumaður með Sunderland og Völsungi, Heiðar Gestur Smárason, íshokkíspilári með SA, Dean Martin, knattspymumaður með KA, Halldór Áskelsson, knatt- spymumaður með Þór, Einar Birgis- son akstursíþróttamaður, Bjami Jónsson knattspymumaður með KA, Eggert Sigmundsson, knattspymu- maður með KA, Torrey John, körfu- knattleiksmaður með Tindastóli, Kristján Hauksson, skíðamaður, Halldór Sigfússon, handknattleiks- ntaður mcð KA, Snjólaug Vilhelms- dóttir, frjálsíþróttakona UMSE, Þor- valdur Sigbjömsson, knattspymu- tnaður með KA, Stefán Þór Sæ- mundsson, körfuknattleiksmaður, Pétur Ólafsson, blakmaður með KA, Guðrún H. Kristjánsdóttir, skíða- kona, Sigurður Sigurðsson íshokkí- spilari með SA. Fór til „Ég hef náð að bæta mig mikið í ár og þá sérstaklega í haust. Þegar ég lít þrjú ár aftur í tím- ann hefur árangurinn flogið uppávið, sem best sést á því að í ár hefur mér tekist að ieggja menn að velli sem hafa verið á verðlaunapalli á Evrópumótum og á HM, menn sem ég hefði ekki átt möguleika gegn, fyrir tveimur árum,“ segir Vernharð Þorleifsson, júdómaður úr KA, sem hafnaði í öðru sæti í kjöri lesenda Dags á íþróttamanni Norðurlands. Segja má að árið 1995 hafi ver- ið ár hinna miklu ferðalaga hjá Vernharð Þorleifsson: þrettán landa á árinu Vemharð, því hann fór í þrettán æfinga- og keppnisferðir, þá fyrstu til Spánar í æfingabúðir en einnig á fjarlægari slóðir eins og til Bandaríkjanna og Japans. „Ólympíuleikamir hafa verið mitt takmark í tvö ár, en ég get fullyrt það, að ef ekki hefði komið til styrkur frá KEA, Kjarnafæði og Akureyrarbæ þá væri ég búinn að loka fyrir alla möguleika á að komast á Ólympíuleikana, því ég hefði ekki haft efni á því að sækja öll þessi mót erlendis. Þessi styrk- ur, var kannski öðru fremur það sem stóð uppúr hjá mér á árinu,“ sagði Vemharð. „Það var gaman að taka þátt í Smáþjóðaleikunum í Luxemborg, en þau mót sem ég er ánægðastur með á árinu, er sigurinn í Opna skandinavíska mótinu, fimmta sætið á því bandaríska og 9. sætið á A-móti í Sviss. í síðastnefnda mótinu gat ég nagað mig í handar- bökin fyrir að tapa einni glímunni, sem kostaði það að ég fékk ekki að keppa til úrslita. Þá tókst mér að vinna tvöfalt á íslandsmótinu, annað árið í röð. Ég held að ég geti sagt að þetta hafi verið anna- samt ár, en líklega verður þó engu minna að gera á næsta ári, þar sem ég stefni á að taka þátt í tíu A- mótum í vetur.“ Jón Arnar Magnússon: Bætti sig í níu greinum af tíu Jón Arnar Magnússon, frjáls- íþróttamaður, bætti ellefu ára gamalt íslandsmet í tugþraut í fyrra þegar hann náði 7896 stig- um, og á þessu ári gerði hann gott betur, fór tvisvar yfir átta þúsund stig og blandaði sér í hóp bestu tugþrautarmanna heirns. „Ég æfði ekki mikið í fyrra, en hef æft vel allt þetta ár og sá fram á að mér tækist að bæta mig í vor, þegar ég var farinn að ná mjög góðum árangri á æfingum. Það sem kannski kom mér mest á óvart, var hve mikið ég bætti mig. Það small allt saman og ég bætti mig í öllum greinunum, nema í 1500 metra hlaupinu sem er mín slakasta grein,“ sagði Jón Amar, sem náði 8237 stigum í þraut í Gotziz í Austurríki snemma sum- ars og sló síðan íslandsmetið aftur í Frakklandi í september þar sem hann fékk 8240 stig. „Heimsmeistaramótið er mér þó minnisstæðast þó að það hafi ekki fengið góðan endi, segir Jón, sem gerði ógilt í einni greininni og varð stuttu síðar að hætta keppni. „Mesta breytingin varð- andi mig á árinu er þó það að nú get ég stundað íþróttina eins og hverja aðra vinnu. Styrkurinn sem ég fékk gerir það að verkum að ég get einbeitt mér að æfingum og litið á þetta sem mína vinnu. Alls komu átta aðilar að styrktarsamn- ingnum við Jón en það voru Sauð- árkróksbær, Fiskiðjan, Steinull, KS, Búnaðarbankinn, UMSS, Frjálsíþróttasambandið og Ólymp- íunefndin. Það verður spennandi að sjá hvemig Jóni Amari reiðir af á næsta ári, en hann er eini íslend- ingurinn sem öruggur er með sæti á Ólympíuleikunum, en hann náði lágmarkinu þrívegis á þessu ári. „Það er mikilvægt, enda erfitt fyr- ir tugþrautarmenn að rembast við það rétt fyrir Ólympíuleika að reyna að ná lágmarki. Ég ætla að taka þátt í Evrópumeistaramótinu innanhúss í lok febrúar og fara síðan til Bandaríkjanna. Eg tek síðan þátt í mótinu í Gotziz í maí og Evrópubikamum þremur vik- um síðar í Eistlandi,“ sagði Jón Amar. Eftir það liggur leið hans til Atlanta í Bandaríkjunum, á Ólympíuleikana. Kristinn Björnsson: Ymsir þættir sem stuðluðu að betri árangri á árinu „Árangurinn á árinu kom mér skemmtilega á óvart, ég átti ekki von á því að ná helmingnum af þessu. Það voru ýmsir þættir sem stuðluðu að betri árangri, ég skipti um þjálfara, breytti um umhverfi og svo er ég í betra formi en áður,“ sagði Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafs- firði, sem hafnaði í íjórða sætinu í kjörinu á íþróttamanni Norð- urlands. „Eftir fjögur ár í skóla í Noregi, fór ég í fyrsta skipti til móts við landsliðið í fyrra og árangurinn hefur síðan verið upp á við. Það sem stendur uppúr voru þrír sigrar á risasvigmótum í Sviss og Aust- urríki. Mér hefur gengið mjög vel í risasviginu en ég náði mér ekki á strik í sviginu sl. vetur.“ Kristinn er nú í 47. sæti heims- listans í risasvigi, í 125. sæti í stórsvigi og í kringum 150. sæti í svigi en reikna má með að hann færist ofar á listana, sérstaklega í sviginu en nýr listi verður gefinn út um áramótin. „Það getur stundum tekið á taugamar að vera erlendis lengi, en þegar vel gengur er ekki hægt að kvarta og ég mundi segja að það væri bjart framundan. Ég fer til Spánar í febrúar til að taka þátt í heimsbikamum og síðan kem ég til með að enda keppnistímabilið hér heima, á landsmótinu og al- þjóðlegum mótum,“ sagði Krist- inn sem vildi koma þakklæti til þeirra aðila sem veittu honum æf- inga- og keppnisstyrk. „Þessi stuðningur breytir mjög miklu. Áður var ég bundinn af því að taka þátt í vissum mótum, en nú get ég valið úr mun fleiri mótum og farið víðar," sagði Kristinn. Sunna Gestsdóttir: Undir tólf sekúndum í hundrað metrunum „Árið hjá mér var nokkuð gott, reyndar það besta til þessa. Ég þakka árangurinn góðri þjálfun, þær æfingar sem maður hefur verið að leggja á sig hafa skilað árangri. Annars má segja að þrátt fyrir að nokkuð hafi verið um ferðalög hjá mér þá hefur þetta ár verið rólegra en árin á undan, þar sem ég er komin upp úr unglingaflokki,“ sagði Sunna Gestsdóttir, nítján ára gömul frá Blönduósi, sem varð í fimmta sæti og efst kvenna í kjörinu á íþróttamanni Norðurlands. „Ætli besti árangurinn hafi ekki verið í Evrópubikarkeppninni í Tallin, þar sem ég varð önnur í 200 metrunum á 24,24 sek. og svo varð ég í fyrsta sæti á Smáþjóða- leikunum á 24,26 sekúndum. Þá náði ég að komast undir tólf sek- úndum í hundrað metrunum í fyrsta sinn. Ég var stutt frá ís- landsmetinu í sjöþraut, fór í sumar upp í 5151 stig en íslandsmet Birgittu Guðjónsdóttur er 5204, þannig að það er eitt þeirra mark- miða sem ég stefni á að ná. Mér fannst það jákvætt að Jón Amar skyldi ná svona góðum ár- angri á árinu og ég held að það skipti miklu máli. Fólk sýnir íþróttinni meiri áhuga fyrir vikið og ég finn að fleiri fylgjast með því hvað er að gerast,“ sagði Sunna. Hún sagðist lítið vita hvað væri framundan hjá sér á næsta ári, vegna þess að mótum væri yfir- leitt skellt á með stuttum fyrirvara og hún hefði ekki litið á móta- skrána. „Það verða tvö eða þrjú innanhússmót í febrúar og síðan verður byrjað að keppa utanhúss í maí. Ég fór í fimm keppnisferðir til útlanda í ár og veit um að minnsta kosti eina á næsta ári, en það er Evrópubikarinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.