Dagur


Dagur - 06.01.1996, Qupperneq 5

Dagur - 06.01.1996, Qupperneq 5
Laugardagur 6. janúar 1996 - DAGUR - 5 Á Manhattan í New York býr ungt og nýgift par. Listina eiga þau sameigin- lega en bæði eru mynd- höggvarar. Bakgrunnur þeirra er þó ólíkur því hún er frá Singapore en hann frá Islandi, nánar tiltekið frá Akureyri. Stefán Jóns- son og Yean Fee Quay dvöldust á Akureyri yfir jól og áramót og brugðust ljúf- lega við þeirri bón að spjalla stuttlega við blaða- mann Dags. Stefán og Yean Fee, eða Fee, eins og hún kallar sig, kynntust þegar bæði voru við nám í lista- skóla í New York fyrir rúmum þremur árum síðan. Þau hafa nú lokið námi við skólann en eru þó enn búsett í New York borg. Fee vinnur sem aðstoðarframkvæmda- stjóri í listagalleríi við skólann þar sem þau voru við nám en Stefán fæst við höggmyndalistina auk þess sem hann starfar sem græn- metissali á útimarkaði til að drýgja tekjumar. Singapore og Island eru lönd sem óravegur er á milli bæði í landfræðilegu og menningarlegu tilliti. Samband þeirra Stefáns og Fee kom því fjölskyldum þeirra nokkuð á óvart og Fee viðurkennir að fjölskyldu sinni hafi verið brugðið að heyra að hún væri komin með Islending sér við hlið. Báðar fjölskyldurnar hafi þó tekið samband þeirra í sátt og ekki ann- að að heyra en hjónakomin séu áhugasöm um að kynnast menn- ingu hvors annars. Ferðin um jólin er önnur heimsókn Fee til íslands og Stefán hefur einnig komið til Singapore og hitt tengdafjölskyldu sína en þau giftu sig einmitt í Singapore í haust. 'í • ■ . > ' 'y ■ • ■■■:• Brúðkaup í Singapore Stefán og Fee giftu sig í Singa- pore eins og áður kom fram. Þar er venja að byrja að undirbúa brúðkaup tveimur árum fyrir Ríkt, hreint og nýtískulegt Singapore er lítið borgrfki í Suð- austur-Asíu. íbúar eru tæpar 3 milljónir og landið er tiltölulega ríkt miðað við Asíuríki en mikill uppgangur hefur verið í efnahags- lífinu síðustu áratugi. Efnahags- sveiflunni má að miklu leyti þakka góðri höfn á sjóleiðnni milli Evrópu og Austur-Asíu og er höfnin mesta umskipunarhöfn í Suðaustur-Asíu enda starfar um þriðjungur vinnuafls í Singapore við viðskipti. Fjölskylda Fee er einnig í við- skiptum en faðir hennar á hlut í flísaverksmiðju í Singapore. Op- inber tungumál í Singapore eru fjögur; kínverska, maljíska, tamíl og enska. Kínverska er móðurmál Fee en hún tekur þó fram að í Singapore sé málið nokkuð öðru- vísi en í Kfna. I skólum var hins vegar kennt á ensku og samskipta- mál Stefáns og Fee er enska enda hafa bæði verið búsett í ensku- mælandi landi síðustu árin. En hvemig skyldi Singapore hafa komið íslendingnum Stefáni fyrir sjónir? „Mjög ríkt og hreint,“ svarar hann. Mannlífið segir hann fjöl- breytt líkt og hann er vanur í New York og ef til vill hafi hann búist við meira menningarsjokki en raunin varð á. „Ég hugsa að mun- urinn milli íslands og New York sé töluvert meiri en milli Singa- pore og New York og að mörgu leyti er Singapore rétt eins og hver önnur stórborg senr við eigum að venjast á Vesturlöndum. Hún er mjög nýtískuleg og þróuð,“ segir hann. Á brúðkaupsdaginn. Fee ^ er kornin úr hvíta brúð- arkjólnum og í kjól númer tvö. „f Singapore er venjan að kon- an skipti að minnsta kosti tvisvar urn alfatnað en ég lét mér nægja að skipta einu sinni,“ segir hún. Alþjóðleq óst Hjónin Stefán og Yean ^ Fee Quay eru frá sitt hvoru landinu og búa í því þriðja. Hann er frá íslandi, hún frá Singapore en heimili þeirra er í New York. Mynd: AI væntanlega athöfn og algengt að lágmarksfjöldi gesta sé um 300 manns. Fjölskylda Fee fékk þó að- eins sex mánuði í undirbúning og gestimir voru rétt tæplega 200 enda fjölskylda brúðgumans fjar- verandi. Það sem á íslenskan mælikvarða þætti stórveisla þótti því frekar lítið brúðkaup í Singa- pore. „Flest verðtilboð frá hótel- urn og veitingahúsum gera ráð fyrir a.m.k. 300 manns,“ segir Fee. Otal hefðir tengjast brúðkaup- inu þar eins og hér og þau Stefán og Fee segja að brúðkaupið hafi verið eins konar blanda af vest- rænum og asískum siðum. „Ég var í hvítum brúðarkjól eins og tíðkast á Vesturlöndum en flestar brúðir í Singapore klæðast slíkum brúðar- kjólurn. Athöfnin fór fram á heirn- ili og fólst m.a. í að drekka te með eldri kynslóðum," segir Fee. „Kjaminn í athöfninni var að við vorum að votta hinum eldri virð- ingu okkar en virðing fyrir hinum eldri er mjög áberandi í menningu Singapore. Enginn prestur eða munkur var viðstaddur sem tilkynnti að við værum gift heldur snerist þetta um að faðir hennar var að gefa mér dóttur sína. Hún var að fara í burtu og stofna eigin fjölskyldu,“ bætir Stefán við. í Singapore býr fólk sem til- heyrir mörgum trúarhópum. Stór hópur er kristinn, múslimar eru fjölmennir og einnig taóistar og eins eru margir utan trúarfélaga. Stærsti hópurinn, eða tæp 30%, eru þó Búddatrúar og tilheyrir fjölskylda Fee þeim flokki. „Hluti af athöfninni var að votta Búdda virðingu okkar. Ég þurfti reyndar ekki að gera það frekar en ég vildi en mér þótti tilhlýðilegt að sýna siðum tengdafjölskyldu minnar virðingu," segir Stefán. Framtíðarbúseta óviss Fee kom til íslands í fyrsta sinn vorið 1994. Hún hafði skoðað mikið af nryndum og Stefán hafði sagt henni frá landinu og því segir hún ísland ekki hafa komið henni mikið á óvart. „ísland er gott land og þetta er staður sem ég gæti hugsað mér að búa á ef ég gæti talað tungumálið," segir Fee. Henni finnst afslappað andrúms- loft hér miðað við það sem hún á að venjast í New York og Singa- pore þar sem mannfjöldinn er gíf- urlegur. Á íslandi finnst henni hún líka vera örugg eins og í Singa- pore þar sem glæpatíðni er mjög lág. „I New York þarf ég alltaf að hafa varann á.“ Fee segist hafa alist upp í um- hverfi þar sem var fólk af mörgum kynstofnum og þjóðemum. í New York sé mannlífið einnig mjög margbreytilegt en á Islandi finni hún mjög greinilega fyrir því að hún komi annars staðar frá enda blöndunin hér mun minni en hún á að venjast. Sem stendur búa Stefán og Fee í New York. En hvað með fram- tíðina? Er inn t myndinni að setj- ast að á íslandi eða í Singapore? „Við höfunt vissulega velt því fyr- ir okkur en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum,“ segir Stef- án. „Best væri ef við gætum búið í öllum þremur löndunum en slíkt er auðvitað ekki raunhæft." Meira er ekki hægt að fá upp úr þeim urn framtíðarbúsetu. Nýgiftu hjónin segjast taka eilt skref í einu og ekki áætla of langt fram á við. Eins og stendur séu þau ánægð í New York og tíminn verði að leiða í ljós hvert leið þeirra liggi í framtíðinni. AI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.