Dagur


Dagur - 06.01.1996, Qupperneq 9

Dagur - 06.01.1996, Qupperneq 9
Laugardagur 6. janúar 1996 - DAGUR - 9 LE5ENDAHORNIÐ Um eldvamir í sveitum Guðmundur Jón Guðmundsson, eldvarnaeftirlitsmaður í Eyja- fjarðarsveit, skrifar: Miðvikudaginn 20. desember ritar einhver grein í dagblaðið „Dag“ undir stöfunum ÞJ. er ber yfirskriftina „hugleiðing um brunavamir“. Það er að sönnu góðra gjalda vert og aldrei of oft brýnt fyrir mönnum að hafa slíka hluti í sem allra bestu lagi. Þó er ýmislegt í grein Þ.J. sem ég get ekki orða bundist að gera athugasemdir við. Ekki veit ég hversu vel Þ.J. þekkir til brunamála en álit hans á hús- mæðrum og þá sennilega ekki síst sveitakonum finnst mér ekki sann- gjarnt. Ég held að greindarvísitala þeirra sé ekkert lægri en annarra í þjóðfélaginu og munu þær nær undantekningarlaust vera allvel læsar og því vel færar um að lesa leiðbeiningar á slökkvibúnaði. Kvikni í fitu hjá þeim er nokkuð víst að flestar myndu leggja eld- varnarteppi (sem auðvitað er til á flestum heimilum) yfir pottinn, slökkva á hellunni og hringja svo á slökkviliðið, sé ekki full vissa fyrir því að eldurinn hafi kafnað. Það er algjör nauðsyn eigi fólk að komast frá eldsvoða með sem minnstum skaða að hugsa fyrst og framkvæma svo. Það eru fyrstu viðbrögðin sem ráða úrslitum um hvernig til tekst, því til sveita get- ur fólk þurft að bíða lengi eftir hjálp. Nauðsynlegt er að gera það sem hægt er til að hefta útbreiðslu eldsins og þá með því að loka öll- um hurðum til að hefta aðstreymi Súrefnis. Hér í mínu sveitarfélagi hefur eldvamarmálum verið fylgt eftir um árabil. Hjálparsveitin hefur farið á hvert heimili stuttu fyrir jól, prófað reykskynjara og skipt um rafhlöður í þeim, einnig hafa þeir litið á slökkvitæki og farið með þau í eftirlit eða hleðslu hafi þess verið óskað en það er ekki leyfilegt að yfirfara slökkvitæki nema á stöðvum sem hafa fengið viðurkenningu Brunamálastofnun- ar Ríkisins til þess. Auðvitað er það svo fyrst og síðasl lagaleg og siðferðisleg skylda þeirra er hús- um ráða að hafa þessa hluti f lagi. Þessi þjónusta hefur verið á kostn- að sveitarfélagsins þótt hún flokkist ekki undir opinbert eld- Með veiðileyfí frá almættinu Brynjólfur Brynjólfsson skrifar: Ég er sammála Svanhildi sem hringdi í lesendahom Dags og tal- aði um kettina. Ég lít þannig á að kettirnir hafi veiðileyfi frá almættinu og bæjar- stjórn hafi ekkert með það að gera. Fróðlegt væri að fá vitneskju um hvort þeir sem ætla að véla um rétt kattanna stunda fuglaveiðar af einhverju tagi. Þeir væm þá að vísa veginn sem þeir ganga ekki sjálfir. Kjartan Sigurðsson Hvar er barnið þitt að leika sér? Sigurður Arni Jósefsson Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að myndir víxluðust í Spum- ingu vikunnar. Hér með eru þær birtar aftur ásamt viðeigandi nöfn- um og jafnframt beðist afsökunar á þessum mistökum. Hamar félagsheimili Þórs: Álfadans og brenna í 60 ár laugardaginn 6. janúar kl. 17 við Hamar. Skemmtileg dagskrá fyrir börn og fullorðna. Brennuball um kvöldið frá kl. 22.00. Allir velkomnir vamareftirlit og heyrir það til und- artekningar ef hún er ekki þegin með þakklæti. Hér í Eyjafjarðarsveit var fyrir nokkrum árum farið á hvert býli og kannað hvar væri helst hægt að ná vatni ef kviknaði í. Þá var einnig gerð yfirlitsteikning er sýn- ir húsaskipan, byggingarefni, bil milli húsa og fjarlægð í vatnið var mæld. Þessum gögnum var komið í aðgengilegu formi á slökkvistöð- ina á Akureyri þar sem eintök af þessum gögnum eru bæði á stöð- inni og í slökkvibílnum. Einnig eru þau á fjórum stöðum hér í sveitinni hjá slökkviliðsmönnum sveitarfélagsins. En eins og flestir vita er öllum sveitarfélögum skylt lögum samkvæmt að halda uppi almennum brunavömum og opin- beru eldvarnaeftirliti þótt þar sé víða misbrestur á, sérstaklega hjá þeiin minni. Ekki er lengur nein afsökun fyrir því að kveikja í hlöðum með Ijósahundum því nú em til ágæt Ijós sem leyfilegt er að hafa þar og hægt er að fá fagmenn til að ganga það tryggilega frá að eldhætta af þeim sé hverfandi. Reykskynjari lætur vita þegar skaðinn er þegar skeður og kemur því aðeins að gagni ef einhver heyrir í honum. Samtengdir reyk- skynjarar eru auðvitað mikið ör- yggisatriði, einfalt og þægilegt í uppsetningu og alls ekki þörf á heilum vinnuflokki til að koma þeim upp. Það er bara viljinn og skrúfjám sem til þarf. Ég vil að síðustu taka undir þá ósk Þ.J. að brunatjónum megi fækka bæði í sveit og bæ. Það er allra hagur. RAFHLOÐUR fyrir allar gerðir lyhilUnn að tslenskri gestrisni. ER SAMHEITI EFTIRTAUNNA HÓTELA: ® HÓTELÖRK © HÓTEL VALHÖLL ® HÓTEL GARÐUR ® HÓTEL NORÐURLAND © Aðalskrifstofa: Breiðumörk Hverageröi sími 483 47 00 fax 483 47 75 vistuænar farsíma Kraftmiklar og| rafhlöður sem halda fullum krafti þar til endurhleðslu er þörf. Úrval annarra aukahluta fyrir GSM farsíma n Hattækni Hvannavöllum 14 b • simi 462 7222 • fax 462 7690 Hestasport á nýjum stad Opnum á mánudag í Höfðahlíð 1 Gamlir og nfir viðskiptavinir velkomnir Hestasport Höfðalilíð 1 sími 461 1064 Álfadans 09 brenna í 60 ár! Þrettándagleði Þórs verður haldin í 60. skipti laugardaginn 6. janúar kl. 17.00 Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna Barnabros: María Björk og Sara Dís syngja lög af Barnabrosi. Leikklúbburinn Saga: Fréttir hafa borist af geimverum yfir Þórsvellinum. Lenda þær eða ekki? Gunni úr Stundinni okkar segir ævintýri. Danssýning. Álfakóngur og álfadrottning koma í hestvagni ásamt púkum, tröllum og furðudýrum. Stórkostleg flugeldasýning! Miðaverð kr. 600,-. Frítt fyrir 5 ára og yngri. Brennuball um kvöldið í Hamri frá kl. 22.00. Allir velkomnir! Flugeldasala frá kl. 13.00 í Hamri, stórlækkað verð. Kveðjum jólin með jólasveinunum! íþróttafélagið Þór.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.