Dagur


Dagur - 13.01.1996, Qupperneq 20

Dagur - 13.01.1996, Qupperneq 20
Verið viðbúin vinningi! /é 'MmJ © HELGARVEÐRIÐ Veðurstofan spáir austlægri átt, skýjuðu veðri og smá slydduéljum norðanlands í dag. Hiti verður um eða yfir frostmark. Á morgun verður hæg breytileg átt og léttir heldur til en á mánudag er von á vaxandi sunnanátt um allt land, rigningu um sunnan- og vestanvert land- ið en ætti að haldast þurrt fyrir norðan. tsuzu Crew Cab 3.1 Diesei Turbo Saab 9000 cs Ope! ömega Öpe! Astra Vinsaelasíi skutbíll Evrópu Samiö um framkvæmdir á Melgerðismelum: Náum að fram- kvæma meira en við þorðum að vona - segir formaður framkvæmdanefndar Framkvæmdanefnd Melgerð- ismela hefur samið við Ara B. Hilmarsson á Þverá í Eyja- fjarðarsveit um framkvæmdir á melunum vegna undirbúnings fyrir Landsmót hestamanna sumarið 1988. Vegna mjög hag- stæðra tilboða í verkið náðist samkomulag um mun meiri framkvæmdir en áður voru áætlaðar og samt sem áður er verkið innan upphaflegu kostn- aðaráætlunarinnar. Formaður framkvæmdanefndarinnar segir þetta þýða að aðstaðan verði mun betri á Melgerðismelum en aðstandendur mótsins hafi þor- að að láta sig dreyma um. Tveir meginþættir framkvæmd- anna eru áhorfendasvæði og upp- hækkun valla. Stefán Erlingsson, formaður framkvæmdanefndar- innar, segir að ætlunin hafi verið að hækka vellina upp um 40 senti- metra en þeir verði hækkaðir um 60 sentimetra. Ahorfendabrekkur verða stærri en áður voru áætlanir um og nær völlunum. „Eg er mjög ánægður með þetta. Við fáum með þessu miklu betri áhorfendaaðstöðu en hún hefur oft verið nefnd í gagnrýni á þetta svæði. Með þessu verður sú gagnrýni úr sögunni,“ sagði Stef- án. Ari var annar lægsti tilboðs- gjafi í verkið en alls sendu 15 að- ilar inn tilboð í útboðinu skömmu fyrir jól. Verksamningur nú hljóð- ar upp á rúmlega 2,2 milljónir króna en kostnaðaráætlun í upp- hafi, fyrir töluvert minna verk, var 2,5 milljónir. Framkvæmdir hefj- ast strax í næstu viku og vonast Stefán til að lagfæringu vallanna verði lokið undir vorið. JOH BilasynQ laugardag og sunnudag frá kl. 14-17 Það hefur vakið óskipta athygli viðskiptavina byggingavörudeildar KEA við Lónsbakka að í loftinu hangir flugvél, TF-KEA. Flugvélin var smíðuð af Húni Snædal, flugumferðarstjóra, sem lengi flaug henni um loftin blá en nú hefur flugvélinni verið lagt og hefur henni verið komið fyrir þarna, ekki síst vegna nafnsins og eins var mestallt efni í hana fengið í byggingavörudeild- inni. Innan tíðar verður sett upp tafla með upplýsingum um vélina, smíðaár, vélarstærð, þyngd, flugtíma o.fl. GG/ Mynd: BG KEA í lausu lofti í KEA Lækkaö verð á öllum nýjum bílum í tilefni flutnings Bílheima hf. í nýtt húsnæöi Sértilbod með öllum nýjum bílum frá Bílheimum hf. Ar síðan SH vildi leita leiða með Akureyrarbæ til eflingar atvinnulífinu: Ekki ánægður ef sælgæti á að koma í stað umbúða - segir Guðmundur Stefánsson, bæjarfulltrúi og formaður atvinnumálanefndar Akureyrarbæjar Stjórnarformaður Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna (SH), Jón Ingvarsson, sagði í bréfi til Bæjarstjórnar Akureyr- ar 23. janúar 1995, eftir um- ræðu um að hugsanlegt væri að bæjarstjórn seldi hlut sinn í Út- gerðarfélagi Akureyringa hf. og tryggði jafnframt að sala á af- urðum ÚA yrði flutt frá SH til íslenskra sjávarafurða (ÍS), að SH gerði sér ljóst mikilvægi þess fyrir hagsmuni Akureyrar að þar verði sköpuð skilyrði til frekari efnahagslegrar upp- byggingar sem leiði til eflingar byggðarlagsins. í bréfinu sagði ennfremur að SH vildi leita leiða með Akur- eyrarbæ til að skjóta fleiri stoð- um undir atvinnulíf bæjarbúa; m.a. mcð því að SH beitti sér fyrir því að auka atvinnutækifæri á Akureyri. M.a. var nefnt að Umbúðamiðstöðin hf. stofnaði til atvinnurekstrar til að annast um- búðaframleiðslu; meirhluti Slipppstöðvarinnar-Odda hf. verði í eigu Jökla hf„ DNG og Málningar hf.; Akureyri verði út- flutningshöfn Norðurlands og starfsemi Eimskipa eykst að sama skapi; aukin verkefni vegna viðkomu millilandaskipa. Sá tjöldi starfa sem SH ætlaði með bréfi stjómarformannsins að tryggja voru; 31 starf með stofn- un SH á Akureyri, 38 störf með stofnun fyrirtækis um umbúða- vinnslu, 10 störf með flutninga- miðstöð Eimskips og 1 starf með starfi prófessors við sjávarút- vegsdeild Háskólans á Akureyri í markaðsfræðum og hefur sá samningur verið undirritaður og eins hefur starfsemi markaðs- deildar verið flutt norður en henni tengjast meðal annars eftir- litsmenn. Guðmundur Stefánsson, bæj- arfulltrúi og fonnaður atvinnu- málanefndar, segir að nefndar- menn hafi fylgst með framgangi málsins og efndum og sér finnist að ekki liafi verið staðið við öll loforð sem fram komi í bréfi stjórnarformanns SH, og það sé einnig skoðun SH-manna. „Þeir eru búnir að gera ýmis- legt af því sem þeir ætluðu að gera og ég ætla ekki halda öðru fram en að loforðin verði efnd. Sölumiðstöðin gaf ákveðin lof- orð, sumt hefur verið efnt, annað á eftir að efna og í Ijósi umræðna að undanfömu, m.a. um að Um- búðamiðstöðin komi ekki norður, óska ég eftir fundi með þeim í bæjaráði. Mér finnst það t.d. ekki ljóst að hluti starfsemi Umbúða- miðstöðvarinnar hf. komi ekki norður eins og margir álíta og jafnvel fullyrða. Það kann að verða endurskoðað en þá vil ég fá að vita hvað kemur í staðinn. Það er mjög erfitt að fella dóm á grundvelli umræðna og blaða- skrifa og eðilegra að setjast niður og ræða málin. Ef sælgætisgerð- in á að koma í stað umbúðapakk- ans verð ég ekki ánægður,“ sagði Guðmundur Stefánsson bæjar- fulltrúi. GG v- BSV V________ Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 461 2960

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.