Dagur - 03.02.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 03.02.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 3. febrúar 1996 FRÉTTIR Öryggissvæöi við Húsavíkurflugvöll: Heilum fjóshaug dreift kringum flugvöllinn Að undanförnu hefur verið unn- ið að gerð öryggissvæðis við Húsavíkurflugvöll í Aðaldal. Um er að ræða tvö fimmtíu metra breið svæði sitt hvoru megin flugvallarins sem er 1.6 km á lengd, er svæðið því um 16 Iðja - félag verksmiðjufólks: Mótmælir boðaðri hækkun f ályktun stjórnar Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri og nágrenni, er mótmælt boðaðri hækkun á komugjaldi til sér- fræðinga og heimilislækna. í ályktun stjómar Iðju er mót- mælt harðlega „þeim hækkunum sem heilbrigðisráðherra hefur boðað á komugjaldi til sérfræð- inga og heimilislækna ásamt skerðingu á bifreiðastyrk til ör- yrkja og hækkun lyfjakostnaðar meir en gert hefur verið á síðustu misserum. Hér er ríkisstjórnin enn einu sinni að ráðast á þá sem lægstu tekjurnar hafa í þjóðfélag- inu,“ segir orðrétt í ályktuninni. óþh Mjólkurvörur hækka í verði Verðlagsnefndir búvara ákváðu nýlega nýtt verð á mjólk til bænda, afurða- stöðva og neytenda og tók nýja verðið gildi í gær, föstu- dag. Verð á mjólk til bænda hækkaði um 4,75%, sem hef- ur þær afleiðingar að verð á mjólkurvörum til neytenda hækkar 3-6,5%. Sem dæmi um verðhækkun kostar einn lítri af mjólk nú 68 krónur í stað 64 króna. í fréttatilkynningu frá Landssambandi kúabænda segir að verðhækkunin núna komi til að meginhluta vegna hækkunar á kjamfóðri, um- búðum og almennum launa- hækkunum. Guðbjörn Amason hjá Landssambandi kúabænda segir að á síðastliðnum tjórum ámm hafi verð á mjólk til bænda lækkað um 6,4% á föstu verðlagi. Verð á nýmjólk til neytenda hafi síðast hækkað 1. desember 1990 þó einhverj- ar innbyrðis breytingar liafi orðið á verði mjólkurvara. Undanrenna hafi t.d. hækkað og smjör lækkað í verði. „Það var gerð ákveðin krafa til bænda um hagræðingu sem þeir hafa tekið á sig. Nú hafa hins vegar ýmsir rekstrarliðir kúabænda hækkað verulega að undanfömu,“ segir Guðbjörn og nefnir m.a. 18% hækkun á heimsmarkaðsverði kjarnfóð- urs. Aðrir rekstrarliðir hafi einnig hækkað og því var brugðið á það ráð að hækka verð á mjólk. AI hektarar. Að sögn Guðmundar Jóhannes- sonar, sem starfar hjá Flugmála- stjóm á Húsavík, hefur miklu magni jarðefnis verið ekið í ör- yggissvæðið á undanfömum árum en síðan í haust hefur verið unnið að því að ganga frá svæðinu. Það er Reynir Ingvarsson verktaki í Brekku í Aðaldal sem hefur verk- ið með höndum. Að sögn Heimis Gunnarsson- Ekki fengust í gær uppgefin nöfn þeirra 16 umsækjenda sem sækj- ast eftir því að verða næsti íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar. Starfið heyrir undir félagsmálasvið og starfs- mannastjóri bæjarins vísaði á fé- lagsmálastjóra. ar, umdæmisstjóra Flugmála- stjómar á Norðurlandi eystra, keypti Flugmálastjóm gamlan fjóshaug á Kili í Aðaldal til þessa verkefnis. „Skíturinn er það besta sem við fáum til að koma upp fal- legum grænum öryggissvæðum við flugvelli. Við stefnum að því að í framtíðinni blasi gróskumikið grænt tún við þeim sem koma til lendingar í Aðaldalinn. Væntan- lega geta bændur í nágrenninu Valgerður Magnúsdóttir, fé- lagsmálastjóri, sagðist ekki sjá ástæðu til að birta nöfnin á þessari stundu. Þá sagðist hún ekki geta svarað því hvenær það yrði gert en umsóknirnar myndu fara sína eðli- legu leið innan kerfisins. Valgerð- ur sagðist ekki vita til þess að nýtt túnin og haldið þeim í rækt,“ sagði Heimir. - En er skítur dýrt efni í inn- kaupum? Að sögn Heimis er hann verð- lagður eins og annað jarðefni, á svipuðu verði eins og til dæmis mold. Verktakinn, Reynir í Brekku, sagði að í raun hafi verið á döfinni að vinna þetta verk í vor en vegna einstaks tíðarfars að undanfömu neinar reglur giltu um það hjá Ak- ureyrarbæ hvort eða hvenær nöfn umsækjenda um stöður hjá bænum eru birt. Næsti fundur íþrótta- og tómstundaráðs verður nk. miðviku- dag og þá má búst við að umsókn- imar verði teknar fyrir og mælt með einhverjum umsækjanda. HA hefði verið farið í þetta núna. Það hefði reynst mjög hentugt að vinna verkið nú þegar jörð er fros- in og heldur þrifalegra að með- höndla skítinn hálf frosinn en blautan á vordegi. Um 1400 rúm- metmm af skít var ekið að flug- vellinum og tók verkið fimm daga enda tafsamt að ýmsu leyti. Reynir var sammála því að skíturinn skipti sköpum varðandi uppgræðslu öryggissvæðisins og því ljóst að fjóshaugar eru verð- mætari en margur hyggur. KLJ Skipulag á Hveravöllum: Ferðafélag íslands mót- mælir og kærir Ferðafélag íslands sendi Skipu- lagi ríkisins fyrir helgina at- hugasemdir vegna umhverfis- mats og tillögu að deiliskipulagi, í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir á Hveravöllum. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út 15. febrúar nk. Þá hefur FÍ jafnfrant sent inn stjórnsýslukæru á hendur hreppsnefnd Svínavatnshrepps vegna þess hluta aðalskipulags hreppsins sem nær til Hvera- valla og fer fram á að það verði ógilt. Fáum blandast hugur um nauð- syn aðgerða á Hveravöllum til að taka við mjög aukinni umferð, í kjölfar þess að allar ár á Kjalvegi voru brúaðar og vegurinn þar með fær öllum bflum strangt til tekið. FÍ finnst hins vegar hafa verið gróflega fram hjá sér gengið við skipulag á svæðinu, en skv. deili- skipulagi á að fjarlægja nýrri skála félagsins og salemisaðstöðu. Sam- kvæmt skipulagi á m.a. að reisa 600 til 900 fermetra ferðamanna- miðstöð með gistiaðstöðu á veg- um Svínavatns- og Torfulækjar- hreppa á Hveravöllum. I athugasemdunf FÍ vegna deiliskipulagsins, sem nýlega var auglýst, er lagt til að því verði hafnað. Segir að bæði deiliskipu- lagið og umhverfismatið séu „illa unnin og tíðum í mótsögn við þær hugmyndir sem menn hafa um þá starfsemi sem fram á að fara á há- lendinu.“ Á fölmennum félags- fundi FI í síðustu viku var því beint til yfirvalda skipulags- og byggingamála að núverandi áætl- anir um skipulag á Hveravöllum hljóti ekki endanlega umtjöllun fyrr en lokið hefur verið vinnu við heildarskipulag hálendisins. Frá frangangi þess máls var einmitt greint í laugardagsblaði Dags. HA Blonduós: Talsverðar hafnarframkvæmdir Hafnarstjórn Blönduósbæjar hefur óskað eftir til- boðum í gerð 81 m viðlegukants við norðurhlið bryggjunnar. Að sögn Skúla Þórðarsonar, bæjar- stjóra á Blönduósi, er ástandið á höfninni þannig að bátar geta illa legið við bryggjuna, sökum þess hversu illa viðlegan er farin. Tilboð í verkið verða opnuð 22. febrúar nk. og á því að vera lokið þann 1. júlí. Kostnaður er áætlaður um 20 milljónir. „Annað verkefni sem tengist hafnar- gerð hér á Blönduósi og við höfum þegar fengið fjár- veitingar til, er svokallaður öldubrjótur. Þetta er stál- tunna sem kemur við enda bryggjunnar og ver leguna fyrir sunnan- og vestanáttum, sem annars stæðu beint inn í höfnina. Við stefnum á að sú framkvæmd verði einnig boðin út á næstu mánuðum og unnið verði að henni á þessu ári,“ sagði Skúli. Stutt er síðan lokið var við gerð hafnargarðs á Blönduósi og Skúli segir allar þessar framkvæmdir í raun mynda eina samfellu. „Hafnargarðurinn var for- senda fyrir því sem á eftir kemur og að loknum þess- um verkáföngum má segja að öllum grunnþáttum við hafnargerðina sé lokið. Auðvitað verður samt sem áð- ur ýmislegt eftir en þetta eru megin þættirnir," sagði Skúli. “ HA Umsóknir um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa: Nöfn ekki gefin upp Blómaval með verslun á Akureyri í gær stóð til að ganga frá samn- ingi milli Blómavals í Reykjavík og Höldurs hf. á Akureyri um stofnun á félagi til að annast rekstur í svokölluðu Glerhúsi á Akureyri. Höldur keypti húsið sem kunnugt er fyrir skömmu. Verður rekin þar verslun, veit- ingasala o.fl. í nafni Blómavals. Að sögn Bjama Finnssonar hjá Blómavali verður í syðri enda hússins verslun með svipuðu sniði og hjá Blómavali í Reykjavík, í miðjunni verður veitingasala og í norðurendanum er stefnt á að hafa sýningar og aðrar uppákomur, misjafnt eftir árstíðum. „Við lítum dálítið til ferðamannatímans í þessu sambandi," sagði Bjarni. „Þetta er allt annað og meira en bara blómabúð. Lflct og hér fyrir sunnan ætlum við okkur að leggja áherslu á að þjóna fólki, sem hefur gaman af hvers konar ræktun,“ sagði Bjami jafnframt. Hann bjóst við að starfsmenn yrðu um 10-15 talsins og stefnt er á að starfsemin hefjist fyrir páska. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.